Alþýðublaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 3
ETRI
KINN
lokið! Þetta er það, sem fólst i
tilmælum Alþýðuflokksins um
raunhæft samráð við ASl.
Það, sem fólst i tillögum Ólafs
um „samráð” við ASt að
stjórnarmyndun LOKINNI var
aftur á móti það, að stjórnmála-
flokkarnir kæmu sér fyrst niður
á það, sem gera ætti — veldu og
höfnuðu án samráðs við ASI eða
vitneskju um hug verkalýðs-
hreyfingarinnar — og kæmu svo
á eftir til launþegasamtakanna
með fullmótaða efnahagsstefnu
og umsamdar ráðstafanir sin á
milli og segðu: Gott og vel, hér
er það, sem við ætlum að gera.
Hvernig list ykkur svo á?
Það var einmitt á þessari teg-
und af „samráði” sem vinstri
stjórn ólafs Jóhannessonar
sprakk i loft upp i vetur, þegar
forseti ASl Björn Jónsson, yfir-
gaf hana. Þá neitaði Ólafur
Jóhannesson að hafa samráð
við launþegasamtökin um
mótun efnahagsstefnu og val
ráðstafana, en hugðist leita til
þeirra eftir á með fullmótaðar
hugmyndir til þess að leyfa
þeim að skoða. Og þess konar
„samráð” gat Alþýðuflokkurinn
ekki fellt sig við.
Menn skyldu þvi hafa það
hugfast, að það er ekki bara
formsatriði, sem skilur á milli
um það, hvort haft skuli samráð
við launþegasamtök á meðan á
stjórnarmyndunarviðræðum
stendur eða eftir að rikisstjórn
hefur verið mynduð.
Deilan snýst um það, hvort
hafa eigi verkalýðshreyfinguna
með i ráðum um myndun efna-
hagsstefnu stjórnarinnar — val
um leiðir — eða hvort eigi að
leyfa henni að kikja á pappirana
eftir á. Deilan um þessa máls-
meðferð stóð á milli Alýðu-
flokksins, sem telur sig vera
fulltrúa launþega i þessu landi,
og Framsóknarflokksins, sem
sneri sér beinustu leið yfir til
ihaldsins eftir að hafa hafnað
eðlilegum og sjálfsögðum til-
mælum Alþýðuflokksins um
samráð við launastéttirnar i
landinu.
En sagan af þessu máli er þó
ekki öll búin enn. E.t.v. hefði
Ólafur Jóhannesson ekki reynst
svo harður á stefnu sinni um að
sniðganga Alþýðusamband ts-
lands ef Alþýðuflokkurinn hefði
fengið stuðning frá hinum
flokkunum i viðræðunum —
þ.e.a.s. Alþýðubandalaginu og
tætingsliðinu hans Torfa. En svo
undarlega brá við, að báðir
þessir flokkar tóku afstöðu með
Ólafi Jóhannessyni i þessu máli
gegn Alþýðuflokknum — báðir
þessir flokkar töldu það ekkert
atriði, hvort verkalýðshreyfing
in yrði höfð með i ráðum eða
ekki.
Þannig fór sem sé ný og betri
vinstri stjórn i vaskinn. t fyrsta
lagi á afdráttarlausum kröfum
kommúnista um varnarlaust
land, en með þvi fóru i raun við-
ræðurnar út um þúfur. Og i öðru
lagi á þvi, að allir flokkarnir ut-
an Alþýðuflokkurinn höfnuðu
þeirri sjálfsögðu málsmeðferð
að hafa samráð við launþega-
samtök um aðgerðir, sem þó
snerta bæði kjör og
kjarasamninga launafólksins i
landinu — allir flokkar utan Al-
þýðuflokkurinn slógu á fram-
rétta samstarfshönd miðstjórn-
ar ASt.
E.t.v. má þvi segja, að farið
hafi fé betra en sú rikisstjórn,
sem mögulegt hefði verið að
koma á fót við slikar aðstæður.
Sighvatur Björgvinsson.
„Fáið ykkur appelsínur,
— reynið að tina úr
þessu það sem er ekki ó-
nýtt", kölluðu verka-
menn, sem voru að
flytja appelsínufarm á
vörubíl i gærdag og voru
svo óheppnir, þegar bíll-
inn beygði úr Kalkofns-
veginum inn í Tryggva-
Laugardagslokunin
hefur reynst vel
götu, að nokkrir kassar
hrundu af pallinum, nið-
ur á götu, og megnið af
appelsínunum kramdist
í sundur. Þessum orðum
var einkum beint til öku-
manna, sem komu á eft-
ir vörubílnum, en töfð-
ust vegna þessa óhapps
og komust ekki fram-
hjé. Voru því appelsín-
urnar eins konar sárabót
handa þessum bílstjór-
um, og þeir dunduðu sér
við að taka utan af
appelsínunum á meðan
lokið var að þrífa upp
hrúguna á götunni.
„Margir kaupmenn hafa áhuga
á þvi að hafa verslanir áfram lok-
aðar á laugardögum,” sagði
Magnús E. Finnsson fram-
kvæmdastjóri hjá Kaupmanna-
samtökunum en upphaflega var
aðeins rætt um að hafa lokað tiu
laugardaga yfir sumarmánuðina.
Magnús sagði að kaupmenn
ætluðu að þinga á næstunni og
ræða þá almennt um reynsluna af
laugardagslokuninni. Hann sagði
að þetta hefði yfirleitt gefið góða
raun og margir kaupmenn hefðu
náð fyrri sölu. Einnig væri al-
menn ánægja með þetta hjá
starfsfólkinu, þvi ekki veitir af
fridögum þar sem sumarið er svo
stutt. Magnús sagði ennfremur að
kaupmenn hefðu ekkert á móti
þvi að hafaopið álaugardögum ef
leyfi fengist til aö hækka álagn-
ingu.
Með þvi að hafa lokað á laugar-
dögum hafa kaupmenn dregið úr
rekstrarkostnaði þvi þá hefur
ekki þurft að greiöa starfsfólki
eftirvinnukaup i eins rikum mæli.
Laugardagslokunin hefur leitt
til þess að fólk hefur breytt
verslunarvenjum sinum og kaup-
ir nú meira inn i einu i stað þess
að hlaupa út i búö i hvert skipti er
eitthvað vantar.
ÁTTA HAFA LÁTIST
í UMFERÐINNI ÞAÐ
SEM AF ER ÁRINU
Þá sjö mánuði, sem af eru árinu, hafa orðið 4040 um-
ferðaróhöpp, þar af 530 með meiðslum, þar sem 714
slösuðust og 8 létust. Sömu mánuði ársins 1973 var skráð
4051 óhapp, þar af 507 með meiðslum. Slys með meiðslum
eru 23 f leiri þótt færri óhöpp séu skráð á þessu ári. Þessa
sjö mánuði, sem af eru árinu létust 8 manns í umferðar-
slysurn, en á síðasta ári 17 miðað við sömu mánuði.
Af þeim 714 vegf arendum, sem slasast haf a á þessu ári,
voru 544 akandi og 170 gangandi. Akandi vegfarendur
skiptast þannig: 242 ökumenn, 245 farþegar og 57 hjól-
reiðamenn.
Þeir 714, sem slasast hafa skiptast þannig milli aldurs-
hópa: 0—6 ára: 49, 7—14 ára: 122, 15—17 ára: 107, 18—20
ára: 108, 21—24 ára: 72, 25—64 ára: 229 og 65 ára og eldri:
HORNIÐ
vegagörn o l] O
„ökuþór” skrifar:
„Menn eru orðnir svo daufir
fyrir slæmum samgöngum milli
Reykjavikur og Hafnarfjarðar,
sem er þó mest farna leiö á
landinu, að það er ekki fyrr en
nú, þegar verið er að lagfæra
veggörnina þar á milli að menn
átta sig fyrir alvöru á, hversu
samgöngurnar þarna á milli eru
algerlega ófullnægjandi.
Verið er að bæta ofan á mal-
bikið á leiðinni þessa dagana, en
þar sem ekki er nema ein akrein
i hvora átt, verður að beina allri
umferðinni út á troðninga, sem
ekki einusinni hefur verið haft
fyrir að lagfæra til að mæta
mestu umferð á íslandi.
Þegar upp er staðið, fer öll
umferö frá Suðurnesjum, Kefla-
vik, Hafnarfirði og Garða-
hreppi, til Reykjavikur eftir
einni akrein á illa upplýstum
vegi og þaðan af verr merktum.
Þetta fyrirkomulag flokkast
nánast undir öryggismál al-
mannavarna, ef á það er litið að
ef til náttúruhamfara kæmi i
Reykjavik, geta Reykvíkingar
ekki farið nema til austurs, ef
brúin á Kópavogslæk bregst, en
hún er gömul og þolir vart mik-
inn hamagang. Þar með væri
höfuðborgin einangruð frá
millilandaflugvellinum á Kefla-
vík, nema hvað hægt væri að
komast eftir troöningi á borð við
afskekkstustu sveitavegi á milli
höfuðborgarinnar og milli-
landaflugvallarins”.
Þeir
fengu
lán * 1
Afram höidum við að tiunda
úr reikningum Framkvæmda-
stofnunar rikisins þá, sem
fengu lán og styrki úr Byggða-
sjóði 1973. t þessum fjórða
hluta höldum við úr
Vestf jarðakjördæmi, yfir
Norðurlandskjördæmi vestra
og fetum okkur aðeins inn I
Norðurlandskjördæmi eystra:
Hólmavik
113. Kaupfélag Steingrimsfi'arSar:
BráðabirgSalán v/byggingar slétnr-
liúss .......................... 2.500
114. Asgeir ó. SigurSssorv
Lán v/kaupa á m/b Nonna VE-85 235*
115. Vélsmiðja Jóhanns og Unnars:
Lén v/endurbóta og vélakaupa .. 300
StaZarhreppur:
116. StáSarskáli h.f.:
Lán v/uppbyggingar veitinga- og
gistihúss ................... 1.800
Fremri-TorfustaSahreppur:
117. Rœktunarsamband Vestur-Húna-
vatnssýslu:
Lán v/kaupa á jarðýtu......... 800
Hvammstangi:
118. Meleyri h.f.:
Lán v/uppbyggingar rækjuvinnslu 500
119. Tangi h.f.:
Lán v/kaupa á m/b Gullfaxa VE-
102 .......................... 260*
120. Snorri Jóhannessorv
Lán v/viðbótarbyggingar og véla-
kaupa fjrrir trésmiðju ........ 300
121. Björn E. Haraldssorv
Lán v/knupa á m/b Straumi HU-5 155*
Þorkelshólshreppur:
122. Halldór; Jónssow
Lán v/uppbyggingar bifreiSaverk-
stæSis o. fl.......................... 800
Blönduós:
123. Þorsteinn G. HúnfjörS: ,
Lán v/uppbyggingar brauSgerSar-
húss .v......................... 250
124. Blðnduóshreppur:
Lán v/býS*nKar iSnaSarhúsnæSis 8.000
125. Pólarprjón h.f„-
t Lán til greiSslu f járfestingarskuldar 1.000
SkagaströncL —
126. Hólanes h.f.:
Lán v/endurbóta é frystihúsi .... 1.000
Saubárkrókur:
127. Birgir Sigurbjörnssorv
Lán v/kaupa á m/b Farsæl SH-142 200
128. VeiSivötn h.f.:
Lán v/byggingar laxastiga í Svartá 500
129. Samverk h.f.:
Lán v/fjárhagserfiSleika ....... 2.000
130. Hartmann Halldórssorv
Lán v/nýsmí8i 11 lesta fiskibáts
5% ........................... 220*
131. SteypustöS SkagafjarZar h.fj
Lán v/kaupa á vélum og tækjum 800
132. VeiSivötn h.f.:
Lán v/byggingar laxastiga 1 Svartá 300
Hofs&v
133. StuSlaberg h.fj
Lán til eflingar reksturs félagsins 1.500
134. Nöf h.f. og OtgerÖarfélag SkagfirÖ-
inga h.f.:
Lán af fé NorSurlandsáætlimar
v/skuttogarakaupa .................. 4.000
135. Nöf h.f. og OtgerÖarfélag SkagfirÖ-
inga h.f.:
ViSbótarlán v/skuttogarakaupa frá
Noregi ........................ 3.000
136. Nöf h.f. og OtgerÖarfélag SkagfirÖ-
• inga h.fj
5% lán v/skuttogarakaupa frá
Noregi ......................... 7.000*
SiglufjðrÖur:
137. SiglufjarÖarprentsmiÖja h.f.:
Lán v/vélakaupa ..................... 500
138. ÞormóÖur Rammi h.f:
lán v/endurbóta á- m/b Selvik
SI-4 ........................... 300*
139. GeirharÖur Valtýssorv
Lán v/vélakaupa og húsnæSis vef-
stofu................................. 500
* 140. Húseiningar h.f.:
Lán til uppbyggingar framleiSslu
á einingarhúsum úr tré ........... 4.000
141. SiglufjarÖarkaupstáÖur:
Lán v/hlutnfjárfromlngs I Húsein-
ingar h.f.: .......................... 500
142. Þormóöur Rammi h.f„-
Lán v/byggingar frystihúss .... 5.500
143. Togskip h.fr
Lán v/endurbóta á m/s Dagnýju
SI-70 ........................... 1.000
144. Isafold h.f-
Lán v/endubóta á frystihúsi .... 1.000
146. GuÖlaugur Stefártssorv
Lán v/nýsmi8i 11 lesta fiskibáts
5% ............................ 285*
146. Haukur Jónssorv
Lén v/kaupa á m/b Hafemi EA-
155 ................................. 420*
147. Togskip h.fj
Lán v/endurbóta á m/s Dagnýju
SI-70 ......................... 600
148. LagmetisiÖjan Siglósild:
Lén v/endurbóta og vélakaupa .. 2.000
OlafsfjörÖur:
149. Magnús Gamalielssorv
Lán v/uppbyggingar frystihúss .. 1.500
150. Björn Þór ólafssorv
Lán v/uppbyggingar saltfiskverk-
unarhúss ...................... 200
151. ólafsfjarÖarkaupstáÖur:
Styrkur tii greiSsIu léns v/athug-
unar á rekstri spónaverksmiSju .. 350
152. Tréver s.f.:
Lán v/kaupa á byggingarvinnu-
vélum ........................ 1.200
o
Fimmtudagur 15. ágúst 1974.