Alþýðublaðið - 27.08.1974, Side 2

Alþýðublaðið - 27.08.1974, Side 2
HAMSKIPTI KOMMÚNISTA Sum dúr merkurinnar eru þannig af náttúrunni gerö, aö þau skipta um lit eftir árstiö- um eöa breytingum umhverf- isins. Þetta fyrirbrigöi náttúr- unnar er sjaldgæft meöal manna, en finnst þó á Islandi. tslenskir kommúnistar — hvort sem þeir hafa kennt sig viö Kommúnistaflokk Islands, Sameiningarflokk alþýöu, Sósialistaflokkinn, eöa Al- þýöubandalagiö — eru meö þessum ósköpum geröir. Og þvi miöur hafa hamskiptin á hverjum tima reynst þeim drjúgt hjálpartæki til aö villa á sér heimildir. Siöustu hamskiptin uröu fyrir nokkrum dögum, eftir aö þeim varö ljóst, að þriggja ára aöild þeirra aö rikisstjórn haföi fætt af sér þvilikt öng- þveiti í efnahagsmálum, að dæmi um annað eins eru fá i sögu islenskra stjórnmála siö- an þau komust i hendur lands- manna sjálfra. í þrjú ár sátu fulltrúar menntaklikunnar i Alþýðubandalaginu i rikis- stjórn án þess að marka nokk- urn tima neina ákveöna stefnu i efnahagsmálum. I stjórnarsáttmála rikis- stjórnarinnar — sem mennta- broddar Alþýöubandalagsins hafa gumað af að hafa átt mikinn þátt i að semja — var þvi lýst hátiölega yfir, aö nú yrði unnið að nýsköpun efna- hagslifsins meðal annars 1 þvi skyni aö treysta undirstöður þess og tryggja betri afkomu og aukið öryggi hins vinnandi fólks i landinu. Nú aö þremur árum liönum blasa viö háska- leg óveðurský hvar sem litið er til atvinnulifsins og sam- dráttur og stórfellt atvinnu- leysi getur veriö á næsta leiti. En nú afsala kommúnistar — flibbalýöur Alþýðubanda lagsins — sér allri ábyrgð. Þess vegna eyðilögðu þeir við- ræöurnar um myndun nýrrar vinstri stjórnar með þvi að sveigja I engu frá óraunhæfum og gersamlega óábyrgum kröfum sinum um skipan is- lenskra utanrikis- og varnar- mála. Meö þessari pólitik tókst þeim að sigla viðræðun- um um nýja vinstri stjórn i strand. En hverjum skyldu þeir þjóna með glannaskap sinum? Ekki láglaunafólkinu eða launþegum yfirleitt, svo mikið er alveg vist. Þó að Alþýðubandalagsfor- ingjarnir og málgagnsræfill- inn þeirra, Þjóðviljinn, vand- lætist nú þessa dagana yfir fyrirsjáanlegum aðgeröum nýrrar ihaldsstjórnar i efna- hagsmálum, tekst ekki að slá ryki i augu þeirra fjölmörgu launþega, sem treystu á Al- þýðubandalagið i kosningun- um 1971 og aftur 1974 til að framkvæma þá nýskipan og endurnýjun i atvinnu- og efna- hagsmálum, sem er nauösyn- leg forsenda þess aö velferö og hagsmunir verkalýðsstétt- anna veröi ekki fyrir borð bornir á komandi timum. Hvorki vandlætingarorö i Framhald á bls. 4 Haraldur V. Haraldsson forstööumaður tæknideildar Húsnæöismálastofnunar A fundi húsnæðismálastjórn- ar hinn 14. mai sl. var Haraldur V. Haraldsson, arkitekt ráðinn forstööumaöur tæknideildar Húsnæöismálastofnunar rikis- ins. Tekur hann viö starfi sinu um þessar mundir. Haraldur er fæddur i Reykja- vik hinn 3. ágúst 1932, sonur hjónanna Haraldar V. Ólafs- sonar forstjóra og Valgerðar Gisladóttur. Að loknu stúdents- prófi við Menntaskólann I Reykjavik nam hann húsa- gerðarlist við Tækniháskólann i Stuttgart i V-Þýskalandi árin 1955—1962 og stundaði siöan sér- nám þar i skipulagsfræðum (verzlunar- og Ibúahverfa) 1962—1963. Lokaprófi (Dipl. Ing.) lauk hann frá Tæknihá- skólanum i Stuttgart vorið 1963. Hann starfaði viö aðalskipulag Reykjavikur 1963—1964 og rak eigin teiknistofu ■ i borginni 1964—1967. Haraldur réöst til Alusuisse og tslenska Álfélags- ins hf. áriö 1967 og hafði síðan umsjón meö ýmsum þáttum i byggingarframkvæmdum þess- ara aðila I Straumsvik árin 1967—1972. Hann réðst til starfa hjá arkitektafirmanu Prof. E. Heinle, R. Wischer und Partner i Stuttgart I miðju ári 1972, en þaö mun vera eitt hið stærsta sinnar tegundar i V-Þýskalandi. Haraldur er nú fluttur meö fjöl- skyldu sinni til íslands, eigin- kona hans er Elsa Hermanns- dóttir. Tekur hann viö starfi sinu um þessar mundir, eins og áöur segir, sem forstöðumaður hinnar nýstofnuðu tæknideildar Húsnæðismálastofnunar rikis- ins. Vegur upp úr Eyjafjarðardal Blaðið tslendingur skýrir frá þvi aö um miðjan september Ijúki ruöningi nýs framtiöar- vegar upp úr Eyjafiröi. Vegur- inn liggur upp úr Eyjafjaröar- dal, en þaö er sá dalur, sem liggur lengst inn I hálendiö i Eyjafiröi. Vegurinn veröur 20 km langur og liggur frá þjóö- veginum viö Hólsgeröi og upp á fjailsbrúnina á þeim staö, sem veðurathugunarstööin á Nýjabæ stóö. Frá þeim staö er sföan hægt aö þræöa sandana suöur á land. Tveir menn vinna verkiö á jaröýtum... Hefur þeim gengiö stór vel, þrátt yfir bleytu i jarö- veginum og stórgrýti. Kostnaö- ur viö vegagerð þessa er laus- lega áætlaöur 1.2 milljónir króna. Þetta veröur senniiega einhver hliðar Esjunnar, og ef ekki er siöasta sólarmyndin okkar i noröan næöingur, blæs af austri sumar, enda oröiö grátt niöur i og rignir. Mynd Friöþjófur. Síðasta sólarmyndin? Góðaksturskeppni á næstunni og ísaksturskeppni seinna Góðakstur á vegum Bindindisf élags öku- manna verður haldinn f Reykjavík laugardaginn 14. september og verður hann með sama sniði og verið hefur á góðakstri BFÖ á undanförnum ár- um. BFÖ hugðist standa fyrir góðaksturskeppni í september í fyrra, en sökum veðurs varð að fresta henni hvað eftir annað þar til henni var aflýst meðöllu. Þeir, sem höfðu látið skrá sig í þá keppni ganga fyrir að þessu sinni, og verður haft samband við þá f yrir keppnina. Verði unnt að taka inn nýja keppendur verður það auglýst sér- staklega. Eins og skýrt var frá hér í Alþýðublaðinu sl. vetur hugðist BFÖ standa fyrir ísaksturskeppni í nágrenni Reykjavíkur en svoóheppilega vildi til, að þegar sú keppni hafði verið undirbúin brá til hláku, og varð að hætta við hana. Að sögn Sveins H. Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra BFÖ, er nú ekki beðið eftir öðru en f rostum til þess að ísakst- urinn geti farið f ram, þar sem undirbúningsvinnu er að mestu lokið. Sunnu- eleöi í sólinni Ferðaskrifstofan Sunna mun efna til Sunnugleöi fyrir farþega sina á Mallorka og Costa del Sol dagana 29. og 30. ágúst, en þá veröa-yfir 1000 Sunnufarþegar á þessum stöö- um. Þótti sjáifsagt I tilefni þjóöhátiöarársins og hinna fjölmörgu velheppnuöu þjóö- hátiða I byggöum landsins aö taka smá syrpu einnig utan landsteinanna og þá þar sem flestir landar dvelja ytra á þessum ttma. Sunnugleðin á Mallorka 29. ágúst verður i hinum kunna næturklúbb Jack E1 Negro, sem söngflokkurinn Valde- mosa rekur. Þar mun m.a. hljómsveit Ingimars Eydal leika fyrir dansi, Kristinn Hallsson óperusöngvari syng- ur, Arni Johnsen visna- og þjóölagasöngvari tekur lagið og söngflokkurinn Valdemosa mun einnig skemmta. Dansað verður fram undir morgunn, en Sunnugleðin á Costa del Sol hefst að kvöldi 30. ágúst. Þar mun spænsk hljómsveit leika og Kristinn og Arni munu einnig skemmta þar. Sunna hefur flutt feikn mikinn fjölda af Islendingum til þessara staða undanfarnar vikur og allt upp I 350 manns á dag. Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið tii kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐVERZLA IKR0N 0 Þriðjudagur 27. ágúst 1974.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.