Alþýðublaðið - 27.08.1974, Side 7
Storsta
ökningen
isvensk
dagspress!
l:ahalvárct 1974 blev de stora morgoDtidningarnas halvár.
OiiteborKs-Posten ökade sln upplaga, myckct. Svcnska Dagbladet
fick en rejiil skjnts framát Sydsvenskn Dogbladet
och Arbetet i Malmö dkade ocksá.
Men mest Bkade Dagens Nyheter.
Sveriges stdrsta morgontldningi
+8.
pcr ut&vninjE’sctag
w— jcr utgivnmgfsdag har
fíángen, en av de största uppkgevinsterna i
en ttxig, obruten fiéríe av upplageframgángar
för Dti gens Nyhetcr.
Sádana upplagevinster gör en morgon*
ÍMÍMM|Í
och sakligt mformerar om skeendet, dag for
dag, innanför iandets granser och utanffir
dcm. í SttKikholm, Solna och Tensta, Hkavjil som
i Limd, Vástervik och Luieá, Lissabón, Wash-
íngton och Famagusta.
Att lasa D.igcns Nyhctcr regcibundet íir att
híhig.-i med i tiiskussioncn, antingen den galier
príscr, íöner och skattcr eiler sport, TV och
iUm, Kissíny.cr, WUaon och do Spinola.
Vi giadcr oss myckct fiver utt iasama
..........'au^..................
de för Ðagens Nyh
Dagens Nyheters upplaga J:a halvárct X97L
MedelneUoupíiL VsrdáfSar SfindajÞr Pcr«t,-dag Abonuetóiír
l;a halvárct 1974 mm mstz 5S8.556 M3.533 456^30 «t992 SS6.C8 3SÍ.410
* 5Æ3 « K338 ♦ m&
Siffroraa hnr kootroíkrrat* av Tidnhxgwtatistik AH <TS).
Dagens Nyheter
Dagens Nyheter fagnafti að vonum tölunum um upplag stensku blaftanna og auglýstu marga daga I röft
heilsiftur. Meftal annars auglýsingar af þessu tagihafa gertDN aft þvlblafti, sem þaft er I dag: eitt besta
dagblaft i heimi.
l)i‘ f lesta sitM'khoiiiinrc llisic
l)a^‘ii$ Jpeta1 i nmrse.
• 'mfi* *
W*v«**1/ y/
pVJVí^1
öo'^
ajv«.A
\j\0
0?
p\>G
SVrí
— dregur úr sölu síðdegis- og
vikublaða. Jafnframt aukast
fjárhagserfiðleikar sænskrar
blaðaútgáfu.
A undanförnum tveimur árum
hefur upplag sænskra vikublafta
minnkað um hartnær 200.000 ein-
tök.
A siftasta ári juku stóru morg-
unblöftin i Stokkhólmi og Gauta-
borg um 20.000 eintökum við upplag
sitt.
Siftdegis- og kvöldblöðin standa
nokkurn veginn i staft, og er þaft
þar i landi skýrt að nokkru leyti
meft þeirri staftreynd, aft á undan-
förnum þremur árum hefur lausa-
söluverft þeirra hækkaft um 30 aura
sænska.
Þessar tölur voru birtar i Sviþjóð
um miðjan mónuðinn og hafa vakið
mikla athygli þar i landi, sem og
viðar iSkandinaviu og Evrópu. Allt
frá striðslokum hefur það verið
einkennandi fyrir dag-, viku-, og
kvöldblöð um allan heim, að upplög
hafa minnkað hlutfallslega og hinn
tittnefndi „blaöadauði” gerir eng-
an greinarmun á löndum. Astæðan
er vafalaust sú, að aðrir fjölmiðlar
hafa verið að taka við (útvarp og
sjónvarp fyrst og fremst) og blöðin
hafa ekki áttað sig á breyttum að-
stæðum, sem aö sjálfsögðu hafa
breytt hlutverk þeirra i för með
sér.
Af sænsku morgunblöðunum var
það Dagens Nyheter, stærsta
morgunblað Sviþjóöar, sem jók
mest við sig — 8.338 eintök að jafn-
aði fyrstu sex mánuði þessa árs,
miðað við sama tlma i fyrra.
Stærsta slðdegisblaöiö, Expressen,
sem gefið er út af sama fyrirtæki
(Bonniers), tapaði hinsvegar 5.211
eintökum daglega. Þessar tölur eru
mjög athyglisverðar fyrir þá sök,
að á undanförnum árum hefur
hreyfingin miklu frekar verið i hina
áttina: morgunblöðin hafa oröiö að
draga saman seglin og siðdegis-
blöðin hafa komistá verulegt skrið.
Siðdegisblöðin eru léttari, auðmelt-
ari og sjaldnast eins alvarleg og
morgunblöðin. Dæmi um þessa
þróun er meira aö segja að finna
hér á Islandi, sbr. velgengni Visis á
undanförnum árum.
Lesendum Dagens Nyheter kem-
ur þó ekki sérlega á óvart, að les-
enáahópur blaðsins skuli stækka.
DN er tvimælalaust eitt af bestu og
áreiðanlegustu fréttablöðum i
Evrópu — og þar með heiminum og
ekki alls fyrir löngu var það á al-
þjóðlegri skrá yfir 10 bestu dagblöð
i heiminum. Annað stærsta morg-
unblað Sviþjóöar, Göteborgs-Post-
en, sem gefið er út i rúmlega
300.000 eintökum daglega, bætti
einnig verulega viö sig á fyrstu sex
mánuöum ársins, eða 7.457 eintök.
Bæði DN og GP þakka þessa aukn-
ingu að einhverju leyti dauða
Gautaborgarblaðsins Göteborgs
Handels- och Sjöfartstidende (HT)
i fyrrahaust.
Þá bætti Stokkhólmsblaðið
Svenska Dagbladet við sig 6.270
eintökum en Sydsvenska Dagblad-
et, sem gefið er út i Malmö, bætti
aðeins viö sig 72 eintökum. Þar
bætti meira viö sig siðdegisblaðið
Kválls-Posten, eða 2.860 eintökum
en þar er samt sem áður um
minnkun að ræða, þvi lengi vel jók
Kválls-Posten mun meira viö sig en
önnur sænsk dagblöð.
Aftonbladet, sem gefiö er út i
Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö,
stóð f stað þessa sex fyrstu mánuði
ársins. Þar er kennt um verðhækk-
un siðdegisblaöanna: á timabilinu
hækkuöu þau úr 75 aurum eintakið i
lausasölu i 90 aura.
Olof Lagercrantz, einn ritstjóra
Dagens Nyheter, sem hér er mörg-
um að góðu kunnur, skrifaöi leið-
ara i blað sitt 14. ágúst, daginn áður
en tölurnar um upplag sænsku
blaðanna voru birtar. Þar segir
hann meðal annars undir fyrir-
sögninni „Traust lesendanna”.
„Að okkar áliti er það til fram-
dráttar fyrir blöðin i heild, að
morgunblöðin, með kröfur sinar
um alhliða upplýsingamiðlun og
breiða þjóðfélagsvakandi, gangi
vel. Þau (morgunblöðin) hafa nógu
lengi lifað og átt það á hættu, að
tapa hlutum markaðanna til kvöld-
blaðanna”.
Eins og segir i upphafi, þá voru
það vikublöðin, sem fóru verst út úr
timabilinu, samanlagt upplag
þeirra minnkaði um 70.000 eintök.
A sama tima i fyrra minnkaði upp-
lag þeirra um 120.000 eintök. Sam-
tals er upplag vikublaðanna i Svi-
þjóð nú 4.5 milljónir eintaka og eru
þá ekki reiknuð með fagblöö og
blöö eins og Vi, blað samvinnu-
manna þar i landi. Það segir sig
sjálft, að upplagsminnkun um
200.000 eintök kemur illa viö útgef-
endur, þar sem þau eintök, sem
siðust koma úr prentvélunum, gefa
mestan arð. Minnkandi upplag
þýðir einnig, að erfiðara verður að
fá auglýsingár og þvi hafa mörg
vikublaðanna gripið til þess ráðs,
að hækka ekki auglýsingaverð sitt
— eða hreinlega að lækka það.
Hin svokölluðu „vinnukonud
blöð” Svia (damtidningar) stóðu I
stað, heimilisblöðin hröpuðu niður
um 33.000 eintök og „herrablöðin”,
æsisagna og klámblöð á borö við
Lektyr og FIB-Aktuellt, töpuðu
35.000 eintökum. Allt i allt voru það
tiu vikublöð sem juku við upplag
sitt og á sama tima minnkaði upp-
lag ellefu slfkra blaða. Þá sakar
ekki að geta þess, að Det Básta
(Úrval) hefur misst á timabilinu
30.800 eintök. Svipaða sögu mun
vera að segja af systurblaði Det
Básta hérlendis, úrvali, sem er
ekki svipur hjá sjón frá þvi sem áð-
ur var — og má nefna sem dæmi,
að þessa dagana er mai-hefti 1974
nýlega komið út.
A sama hátt og hérlendis fá
sænsk blöð rikisstyrk og nemur
hann i allt þar i landi um fjórðungi
af heildarveltu dagblaðanna, sem
eru rúmlega 100 talsins. Sú velta er
tveir milljarðar sænskra króna eða
rúmlega 50 milljarðar isl. kr. mið-
aö við gengi fyrir helgina. Samt
sem áður fer fjárhagur sænskra
dagblaða versnandi og æ fleiri blöð
neyðast til að draga saman seglin á
einn eða annan hátt.
Hið opinbera hefur komið til að-
stoðar þeim blöðum, sem hvað
verst eru stödd. Ástæöan fyrir því,
að stjórnvöld koma blöðum til að-
stoðar er að sjálfsögöu sú, að skoð-
ana-og prentfrelsi manna á ekki að
skerðast fyrir þá ástæðu eina, að
ekki eru til peningar.
A undanförnum árum hefur kom-
ið til nýr andstæðingur sænskra
blaða og á það sama viö viðar. Það
eru auglýsingablöð, sem dreift er
ókeypis. Upplög þeirra eru yfirleitt
mjög stór og auglýsendur sjá sér
hag i að auglýsa frekar i þeim en i
dagblöðunum, sem ekki eru i jafn
stóru upplagi. Nú er svo komiö í
Sviþjóð, að ýmsir blaðaútgefendur
eru farnir að hugleiða hvort þeir
eigi ekki að halda blöðum sinum
gangandi með slikum auglýsinga-
blöðum — það er að segja ef rikis-
valdið kemur ekki til aðstoðar á
einhvern hátt. —ó.vald.
Mm fíu kftndi* iw> iUfí&td«m m&nga som jwufr.eKmr? Jufladnjiartom#ár, iirtia mer Kinner hiinda',uutnait du
F.íkr hnr du evhntftttt din VSfor gemtílern? $<\nl hHruhtr. rrt tcdandra roian kánrM (iii Anvdndrr du hupangen,
Mcn Vsi intc tidtn rinnti ifmndig nu. tlífpar du kovta fiA iehfotuMmuilclkrporta.
Expressen, sem einnig er gefið
út af Dagens Nyheter AB
— og er að stórum
hluta i eigu Bonnier-
fjölskyldunnar
— hafði ekki eins mikið
að gleðjast yfir.
DN birti þessa heilsiðuaug-
lýsingu frá Expressen,
þar sem blaðið segist ekki
ætla að sitja rólegt yfir
svona tiðindum.
Undcr försla halváret i ár var Exprcsscn över 110.000 excmplar större an nágon annan dagstidning pcr utgivningsdag.
Def tyckcr vi iir trevligt. Mcn under samma tid har vdr uppíaga minskat med ca 5000 cxcmpiar per utgivningsdag.
Det irriterar. Och det tánkcr vi intc ta stillasittande.
fSsiff'0.' Uð hmimt \974, lörárctrirtg u&n i» boivaret p-...„„
vJd«wí8?.lS3(-5.8S3). Sóntíagor653,'4&(-ll2). H«tgdag*r ?;S.583{-17.??7).>
Sænskt vikurit „flettir ofan af’
ástalífi konungsins
— tengslafólk sænsku konungsfjölskyldunnar
lætur til skarar skríða gegn blaðinu
Stjórn sænska blaða-
mannasambandsins
hefur sent ritstjórum
og blaðamönnum viku-
ritsins FIB/Aktuellt
bréf, sem ýmsum hefur
þótt þeir eiga að lesa
vel og vandlega. Það
fjallar um siðareglur
blaðamanna.
Blaðið birti ekki alls
fyrir löngu grein —
undirritaða með dul-
nefni — þar sem birt
voru nokkur heimilis-
föng sem „hin leyni-
legu ástarhreiður
konungsins”. Jafn-
framt voru birt nöfn
allmargra stúlkna,
sem blaðið segir koma
reglulega til nefndra
húsa til að eiga þar
„kærleiksnætur með
kónginum”. Stjórn
blaðamannafélagsins
litur á þessa grein sem
skýlaust brot á siða-
reglum sinum, þar sem
segir meðal annars:
„Forðast ber birt-
ingu efnis, sem getur
skaðað helgi einkalifs-
ins, sé opinber birting
ekki i þágu al-
mennings.”
Á siðasta þingi
sænska blaðamanna-
sambandsins voru og
samþykktar nýjar
reglur, sem hljóða á
svipaðan hátt. Dagens
Nyheter sagði nýlega i
leiðara, að reglur sem
þessar væru bæði sjálf-
sagðar og auðskildar.
G r e i n i n i
FIB/Aktuellt hefur
skaðleg áhrif á heiður
blaðamanna, segir i
bréfinu frá stjórn sam-
bandsins. Þeir starfs-
menn FIB/ Aktuellt,
sem hafa skrifað, rit-
stýrt og samþykkt
greinina, álita ef til vill
ekki sjálfir, að þeir hafi
blaðamannsheiður,
sem beðið hefur álits-
hnekki af henni. Það
kann að vera rétt túlk-
un, segir enn fremur i
bréfi stjórnarinnar. En’
viðbrögðin við þessari
grein gera hana að
öðru og meira en
einkamáli þeirra
sjálfra. Frelsi og vald
blaðanna er ekki jafn
sjálfstætt frá heiðri
blaðamannastéttar-
innar og FIB/Aktuellt
og nokkrir helstu
keppinautar þeirra
halda kannski.
Vissulega verður
fólk i sviðsljósinu og
opinberum stöðum,
eins og til dæmis
konungurinn, segir i
leiðara DN, oft að sætta
sig við augu al-
mennings og blaða. En
engin. opinber staða
getur afsakað grófar
aðdróttanir að heiðar-
leika og einkalifi fólks.
Grin FIB/Aktuellt
fjallar ekki aðeins um
konunginn, heldur er
þar einnig bent á annað
fólk, sem ekki gegnir
opinberum embættum.
Greinin er heldur ekki
nein undantekning,
heldur sérlega sóðalegt
dæmi um þær éinka-
lif sofsóknir, sem
ákveðin vikublöð
stunda.
í bréfinu til blaðsins
bendir stjórn blaða-
mannasambandsins á,
að i samningum blaða-
manna sé eftirfarandi
tekið fram: „Blaða-
manni má ekki skipa
að skrifa gegn sann-
færingu sinni eða að
taka að sér niður-
lægjandi verkefni.”
Þekkja blaða-
mennirnir — og rit-
stjórnin — á FIB/Aktu-
ellt þessa reglu? spyr
DN. Eða finnst þeim
kannski ekkert niður-
lægjandi?
En þetta er ekki það
eina, sem FIB/Aktuellt
má þola vegna sænsku
konungsfjölskyld-
unnar. Bræðurnir Per
og Tord Magnússynir
(Tord er giftur Kristinu
prinsessu) hafa stefnt
blaðinu fyrir ærumeið-
ingar. Ástæðan er grein
i blaðinu, sem bar fyr-
irsögnina ,, FIB/ Aktu-
ellt flettir ofan af mál-
um Tossa Magnús-
sonar” (FIB/A
avslöjer Tosse
Magnussons affárer).
Þar heldur blaðið þvi
meðal annars fram, að
þeir bræður, sem fást
að einhverju leyti við
málningar- og litasölu,
selji lit, sem ekki upp-
fyllir gæðakröfur.
í greininni er einnig
gefið i skyn, að Tord
Magnússon lifi á ein-
hverjum viðskiptum,
sem ekki séu öll hin
heiðarlegustu.
Bræðurnir krefjast
nú fangelsisdóms yfir
ábyrgðarmanni blaðs-
ins og fara fram á
100.000 sænskar krónur
hvor i skaðabætur.
Þess má geta, að
FIB/Aktuellt hefur af
og til birt greinar um
ísland og islensk mál-
efni, aðallega drykkju-
skap og lauslæti is-
lenskra stúlkna og
nokkrir islenskir
blaðamenn hafa endur-
birt greinarnar án
nokkurra athuga-
semda
0
Þriðjudagur 27. ágúst 1974.
Þriðjudagur 27. ágúst 1974.