Alþýðublaðið - 15.09.1974, Page 3

Alþýðublaðið - 15.09.1974, Page 3
TÓNEYRAÐ ÞOKKABÓT A fimmtudaginn kom á markaft langþráð breiftskifa söngflokksins Þokkabótar og voru fyrstu viftbrögft vift henni afar jákvæð, aft sögn Ólafs Þórftarsonar úr Rió, sem gefur út plötuna ásamt þeim Rúnari Júliussyni og Gunnari Þórftarsyni. Heitir sú útgáfa — sem þó er á mcrki Hljónia — ORG. Upptakan er gerö hér heima I stúdiói Hjartar Blöndal og var varift I hana 50 klukkustundum. Ólafur stjórnafti upptökunni sjálfur og spil- afti á minimoog en auk hans spiluftu þeir Gunnar Þórftarson og Er- lendur Svavarsson, trommuleikari Pónik. A plötunni eru alls 11 lög og kennir þar margra grasa. Þar eru æva- gamlar þjóftvlsur, sem komast vel til skiia meft ágætum textum og eins gamanvisur. Þokkabót skipa þeir Gylfi Gunnarsson, Halldór Gunnarsson, Ingólfur Steinsson og Magnús Einarsson. Nánar segir frá þessari plötu um næstu helgi en á meftan er fóiki ráftlagt aft hlusta vel á hana — og enginn verftur svikinn af þeim kaup- um. Þetta verður tómt kukl! — Leifarnar af Náttúru og Rifsberja slá sér saman í nýja hljómsveit og fá til liðs með sér Ómar Óskarsson úr drnum, sem í staðinn fá Akureyrar Kristján Guðmundsson. Ný topphljómsveit virftist vera i uppsiglingu — nafnlaus enn sem komið er. Eru þar á ferðinni þeir Sigurður Árnason og Ólafur Garðarsson úr Nátt- úru, Þórður Arnason og Gylfi Kristinsson úr Rifsberja og Ómar Óskarsson, pianóleikari Arna. í hans stað hafa Ernir fengið Kristján Guðmundsson, pianóleikara frá Akureyri, sem lék með Pelican á hljómleikun- um i fyrra mánuði. — Við höfum verið að skemmta okkur saman þrir og fjórir allt siðan i júni, sagði Þórður Arnason, þegar tiðinda- menn blaðsins litu inn á æfingu hjá þeim á miðvikudagskvöldið. — Lengi framan af var þetta eingöngu okkur til skemmtunar og alls ekki hugsað sem tilraun til að koma saman danshúsa- prógrammi. En svo var það fyrir eins og tveimur vikum sið- an, að við ákváðum að koma föstu formi á hlutina og þá var það, sem Ómar kom inn i þetta. Þessi nýja hljómsveit (sem Þórður og Gylfi vilja kalla „Stóla”) kemur i fyrsta skipti fram um næstu helgi á réttar- dansleik i Arnesi austur. Þeir sögðust reikna með að vera með fremur létta músik og þau tvö lög, sem við heyrðum hjá þeim á miðvikudagskvöldið, voru bæði eftir Dave Mason i Traffic. Það ætti ef til vill að gefa einhverja visbendingu um þá stefnu, sem hljómsveitin hyggst fylgja, en þó koma að sjálfsögðu einnig til lög eftir aðra músikanta. Þeir voru fáorðir um frum- samiö efni, en bentu þó á, að Ómar á töluvert af frumsömd- um lögum, sem þegar hafa komið fyrir eyru almennings að einhverju leyti: bæði lögin á plötu Hallgrims Björgúlfssonar eru eftir ómar, eins og rækilega hefur verið skýrt frá i þessum dálkum áður. Við gátum ekki varist þeirri hugsun þegar við þáðum hjá þeim kaffisopa, aðef til vill væri „standardinn” hjá islenskum hljómsveitum eitthvað að batna, einsog raunar hefur einnig verið drepið á i Tóneyr- anu áður. — Ég held að það sé ekki svo mikið að hljómsveitir séu að verða betri, sagði Þórður, — heldur hefur fólk orðið betri músiksmekk. Hér fyrir nokkr- um árum virtist töluvert meira gaman að hljómsveitum, þótt þær hafi ekki verið svo mikiö betri. Það heyrir maður á upp- tökum frá 69 og 70, svo eitthvað sé nefnt. Þá var auðveldara að hrifa fólk. Nú er það ekki svo, held ég, að spenningurinn sé horfinn, heldur gerir fólk ein- faldlega meiri kröfur, vegna þess að smekkur þess hefur batnað. Að ómari óskarssyni undan- skildum er orðið all langt siðan meðlimir þessarar nýju hljóm- sveitar hafa spilað opinberlega. Þeir Þórður og Gylfi hafa litið eða ekkert spilað siðan Rifs- berja lagði upp laupana i Lond- on fyrir hálfu öðru ári og þeir Sigurður og Ólafur hafa álika lítið spilað siðan Náttúra hætti. Olafur er önnum kafinn við nám i húsgagnasmiði, Sigurður hefur unnið við útkeyrslu og kynnt sér hljóðupptökur og fleira skylt til að standa betur að vigi þegar stúdió Svavars Gests fer af stað og þeir Þórður og Gylfi hafa báðir verið i sumarvinnu. 1 vetur ætla þeir að spila eftir þvi sem löngunin segir til um, allir verða þeir i vinnu eða námi — og þeir ómar og Gylfi reyndar i sama námi: sálar- fræði við Háskóla fslands. — Þetta verður tómt kukl, tautaði Ólafur þegar við kvödd- um. Nýja hljómsveitin, sem ýmsir vilja kalla Stóla: ólafur Garftarsson, trommuieikari, Sigurftur Arnason, bassaleikari, Gylfi Kristinsson, söngvari, Þórftur Árnason, gitarieikari og ómar óskarsson, planóleik- ari. hange í London HAFA SPILAÐ EINU SINNI Heldur litið hefur frést af hljómsveitinni Change sem hefur starfað i London frá þvi i sumar. Eins og Alþýðublaðið skýrði frá i forsiðufrétt 9. júli i sumar, þegar þeir félagar voru nýlega farnir utan, leist þeim það vel á sig, að þeir sendu eftir fjölskyldum sin- um, sem nú búa með þeim skammt fyrir utan London. Nýjustu fréttir herma, að Change hafi aðeins einu sinni komið fram i London siðan hljómsveitin kom þangað og var það i klúbbnum Ding- walls, sem landinn hefur þeg- ar uppnefnt Þingvelli. Annað hefur ekki gerst hjá Change en um þessar mundir eru þeir að búa sig undir upptökuna á margumtalaðri LP-plötu, sem þeir ætluðu að vinna fyrir Orange-hljómplötufyrirtækið. Það hefur dregist úr hömlu þar sem fyrirtækið varð fyrir töluverðu áfalli, er upptöku- borð þess eyðilagðist i eldi. Þá mun litið eða ekkert hafa orðið úr samstarfi þeirra félaga við Fohn Miles. Betur gengur aftur á móti Jakobi Magnússyni, fyrrum organista Rifsberja, sem um tima lék með Long John Baldry. Hann er nú i hljóm- sveitinni Flash ásamt til dæm- is Pete Banks, sem áður var i Yes, og gengur þeim vel að sögn landa, sem nýlega var i London. Vinna þeir nú að gerð LP-plötu og auk þess er Jakob orðinn tiltölulega eftirsóttur session-maður: leikur gjarnan fyrir Island Records fyrir 100 pund á kvöldi. Þá er einnig i London Tómas Tómasson, fyrrum bassaleik- ari Rifsberja, og gengur hon- um einnig vel. Hann kom ný- lega af stað nýrri hljómsveit ásamt öðrum og sagði heim- ildarmaður okkar frá þvi, að þegar þeir voru að reyna pianóleikara hafi þeir ekki viljað taka svisslendinginn, sem fór beint af prufunni frá Tómasi og félögum hans yfir i Yes, þar sem hann leysti Rick Wakeman af hólmi. Vestur i Ameriku eru svo þau Axel Einarsson og Shady Owens og kalla hljómsveit sina Icecross. Gengur þeim prýðilega að sögn. Eftir þessu að dæma eru það þvi ekki islenskar hljómsveit- ir, sem eiga upp á pallborðið hjá útlendum, heldur islenskir einstaklingar. Change gengur ekkert en þeim Jakobi, Tóm- asi, Shady, Axel, Pétri Ost- lund, Arna Egils, Þóri Bald- urssyni og mörgum fleirum gegnur allt i haginn. Væntanlega verður hægt að segja nánari fréttir af „is- lensku rokknýlendunni” i London áður en langt um lið- ur. W Omar Valdimarsson Sunnudagur 15. september 1974. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.