Alþýðublaðið - 15.09.1974, Qupperneq 6
BÍLAR OG UMFERÐ
Gerið við lakkskemmdirnar frá í sumar
Nú er farið að hausta og fram-
undan er rigningartið, en siðan
taka snjórinn og vetrarveðrin
við. Það er þvi ráðlagt að fara
að hugsa til þess að búa bilinn
undir veturinn, og á meðan
veðrið er ennþá sæmilega gott
er ekki svo vitlaust að byrja á
lakkskemmdum eftir stein-
kastið i sumar.
Stór og lftil göt i lakkinu geta
orðiö byrjunin að ryðskemmd-
um, ef ekki er gert við þau i
tlma, og i rigningum og röku
veðri er ryðið ekki lengi að búa
um sig. Þessar viðgerðir þurfa
alls ekki að vera kostnaðarsam-
ar, og það er engin ástæða til að
eyða i þær rándýrri viðgerð á
verkstæði, — ef þið gerið sjálf
verður kostnaðurinn ekki nema
fáein hundruð krónur.
Það sem til þarf er gömul
dagblöð, limband, finn sand-
pappir, grunnur og lakk, sem
ýmist fæst i sprautudósum eða
sem pensillakk. Fáist ekki rétt-
ur litur i sprautudósum
(sprei—”), né pensillakk i rétt-
um lit, hjá viðkomandi umboði,
er hægt að fá lakkið lagað, og er
þá ekki annað en finna lita-
númerið, sem yfirleitt er á plötu
i vélarrúmi bilsins. Lökk fást
blönduð I ýmsum varahluta-
verslunum, og vegna persónu-
legrar reynslu vil ég nefna
Orku, Laugavegi 178 og Blossa
Skipholti 35.
Á meðfylgjandi mynfum er
sýnd viðgerð á stað þar sem er-
fitt er að sprauta, eða við lita-
skiptingu annarsvegar og
glugga hinsvegar. Ef verið er að
gera við gat á stórum eins litum
fleti þarf ekki limband né
pappir. Þá er galdurinn að
draga vel úr litnum yfir á
óskemmda flötinn til þess að
viðgerðin sjáist sem minnst.
Göt I lakkinu eftir steinkast veldur
mörgum áhyggjum. Smám saman
ryðgar járnið þar sem lakkið hefur
flagnað af, og i kringum götin tekur
það smám saman að bólgna upp, eftir
þvi sent ryðið breiðist út. — Byrjið á
þvi að þvo bílinn vel og hreinsið vel
feiti og bón, sem vera kann i kringum
götin.
Hyljið vel gúmmilista, króm eöa þá
hluta bílsins, sem eru i öðrum lit og
eru nálægt götunum. Það er best að
gera með limbandi af þeirri gerðinni,
sem málarar nota á litasamskeytum.
Bússið vandlega með sandpappir.
Nauðsynlegt er að pússa vandlega
með sandpappir. Nauðsynlegt er aö
pússa alveg inn i járn þar sem ryð er,
þannig að ekkert verði eftir af þessu
„krabbameini bilsins”, Kippið ykkur
ekkert upp við það þótt þið skemmiö
lakkið á stórum fleti umhverfis gatiö.
m------------------------>-
Hreinsið allt ryk, sem myndast hefur
við pússninguna, meö mjúkum bursta.
Þetta verður að gera mjög vandlega,
þvi minnsta rykögn sest i gegnum
lakkið, og hafi citthvað orðið eftir af
rykinu gæti farið svo, að þið yrðuð að
byrja aftur á verkinu.
Þegar þiö hafið lokið við að slipa vel og
vandlega er komið að þvi að undirbúa
sprautunina. Leggið dagblöð yfir þá
staði, sem ekki á að sprauta. Þetta er
sérstaklega mikilvægt, ef þið eruð að
vinna við stað, sem er nálægt glugga
eða öðrum lit, eins og sýnt er á
myndunum.
m-------------------------->-
Þá er komið að grunninum. Hann er
ódýrari sem pensillakk, og lökk eru
orðin svo góð nú á dögum, að engin
pensilför eiga að þurfa að sjást. Þess
verður þó að gæta, að lakkið renni ekki
til, en það er best að gera með þvi að
bera nógu lítið á I einu. Ef það þekur
ekki i fyrstu yfirferð er best að láta
það þorna og mála aftur.
m--------► m--------------►
Þegar sprautaö er úr dós er mikilvægt
að fara eftir leiðbeiningunum, sem
prentaðar eru á dósirnar. Sérstaklega
er mikilvægt að halda dósinni i þeirri
fjarlægð, sem ráölagt er i leiðarvisin-
um. Best er að sprauta litlu i einu og
hreyfa höndina mjúklega fram og
aftur til að lakkið verði sem jafnast.
Þegar lakkið er orðið þurrt má taka
pappirinn og limbandið af. Gerið þaö
ekki með einu snöggu andbragöi, —
það getur eyðilagt allt verkið. Rifið
það af rólega, það er betra en að öll
vinnan sé til einskis.
m-------► m------------►
0
Sunnudagur 15. september 1974.