Alþýðublaðið - 06.10.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.10.1974, Blaðsíða 1
1 þessir sömu aðilar, sem ráku þennan forskóla, ákveðið að starfrækja i vetur Leiklistar- skóla leikhúsanna, og taka þangað 12 af þessum nemendum til náms. A fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 1,5 millj. kr. til styrktar leiklistarkennslu. Þessum styrk hefur ekki enn verið ráðstafað. Leikhúsin og Félag islenskra leikara, sem ráku forskólann á siðast liðnum vetri, hafa enn engan eða a.m.k. mjög óverulegan styrk fengið. Hins vegar hefur þriðjungi styrksins eða hálfri millj. kr. verið varið til styrktar Samtökum áhugamanna um leiklist, sem nefna sig SÁL. Við svo búið má ekki lengur standa. Taka verður leiklistar- skólamálið föstum tökum, koma á fót rikisleiklistarksóla og búa þannig að honum, að hann geti tryggt nauðsynlega endurnýjun leikarastéttarinnar. Islenskir leikarar hafa sýnt þá hæfileika og þann dugnað, þeir hafa unnið svo ótviræð afrek i list sinni, að þeir eiga rétt á skilningi og stuðningi. GÞG hins vegar verið aðhafst i þessum efnum á Alþingi undan- farin ár. Ekkert frumvarp um rikisleiklistarskóla hefur verið flutt. Og ekki nóg með það. Frumvarp um endurskoðun laganna um Þjóðleikhús, sem fyrir löngu er orðin timabær, hefur dagað uppi hvað eftir annað, en mörg ár eru siðan það var flutt I fyrsta sinni. Leikskóli Þjóðleikhússiná hefur nú ekki verið starfræktur i þrjú undanfarin ár, og fimm ár eru liðin, siðan Leikfélag Reykjavikur lagði sinn leik- skóla niður. Það gefur auga leið, að stórlega er varhugavert, að svo langur timi liði án þess, að ungir leikarar eigi kost á menntun. Hætt er við, að slikt valdi kyrkingi i þróun og eflingu leikarastéttarinnar. Þess vegna var það lofsvert, er forstöðumenn leikhúsanna og formaður Félags islenskra leikara sýndu það framtak á siðast liðnum vetri, að efna til forskóla i leiklistrrnámi. Þörfin kom i ljós, þvi aó 80 sóttu um inngöngu. Af þeim fengu 50 kennslu i þrjá mánuði. Nú hafa SSUNNUDAGS LEIÐARINN NAUÐSYN LEIKLISTARSKÓLA Um þessar mundir eru leikhúsin i Reykjavfk að hefja vetrarstarfsemi sina. Hún var mjög fjölbreytt á þessu þjóð- hátfðarári. Skerfur islenskra leikara til þjóðhátiðarhaldsins var mikill og góður. Ber þar ekki sist að nefna sýningu Þjóðleikhússins á leikriti Matt- hiasar Jochumsonar um Jón biskup Arason undir frábærri leikstjórn Gunnars Eyjólfs- sonar. A komandi vetri virðist starfsemin einnig munu verða fjölbreytt. Stétt Islenskra leikara hefur náð næstum ótrúlegum þroska i list sinni, þegar það er haft i huga, hversu skammt er siðan atvinnuleikhúsum var komið hér á fót. Margir leikarar okkar hafa stundað nám erlendis, en einnig margir i leikskólum þeimerbæði Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavikur ráku um langt skeið með góðum árangri. Fyrir allmörgum árum var það hinsvegar orðið ljóst, að ekki var grundvöllur fyrir rekstur tveggja leikskóla I Reykjavik. Nefnd var þvi falið að semja lagafrumvarp um stofnun rikis- leikskóla, og lauk hún störfum i ársbyrjun 1971. Ekkert hefur Sunnudagur 6. okt. 1974 - 195. tbl. 55. árg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.