Alþýðublaðið - 06.10.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.10.1974, Blaðsíða 6
BÍLAR OG UMFERÐ Einn keppenda var á nýjum Trabant. Þarna hefur hann aö þvi er viröist náð að bakka i stæði með prýði. Biiarnir eru pappakassar svo minni hætta sé á, að keppendur skemmi bila sina. Góðaksturskeppni BFÖ ÚMAR VARD AD UtTA f IHMI POKANN FYRIR OKUKENNARA Sigurvegararnir 1. Magnús Helgason, Mercedes Benz 220D 2. Ómar Þ. Ragnarsson, Fíat 126 3. Halldór Hilmarsson, Volkswagen 1600 4. Þröstur Sigtryggsson, Ford Escort 5. Halldór Jónsson, Fíat 128 Rally Sigurvegari i góðaksturskeppni Bindindisfélags ökumanna á laugardaginn fyrir viku var Magnús Helgason, sem ók Mer- cedes Benz 220D, en annar varð Ómar Þ. Ragnarsson, á Fiat 126. Báðir hafa þeir áður tekið þátt i góðaksturskeppni BFÖ, Magnús tvisvar, en ómar keppti nú i fimmta sinn, og svosem kunnugt er hefur hann sigrað keppnina oftar en áður. Að þessu sinni varð Ómar að láta i minni pokann fyrir Magnúsi, sem reyndar er öku- kennari að atvinnu, — en þeir fé- lagar báru þó af öðrum keppend- um að stigatölu, en flestir hinna voru á bilinu 100—200 stig i minus. Þriðji i keppninni varð Halldór Hilmarsson, á Volkswagen 1600 Variant, Þröstur Sigtryggsson, á FordEscort var fjórði, en Halldór Jónsson á Fiat 128 Rally varð fimmti. Keppnin hófst um tvöleytið á laugardaginn, eftir að bifreiða- eftirlitsmaður hafði skoðað bila keppenda og gengið úr skugga um, að öryggisbúnaði þeirra væri i engu áfátt. Fyrsti liður keppn- innar var valpróf á lögreglu- stöðinni, þar sem prófað var i nokkrum almennum atr- iðum varðandi umferðina, en að þvi loknu voru keppendur ræstir fyrir framan lögreglustöðina, með þriggja minútna millibili. 1 hverjum bil var, auk ökumanns, aðstoðarmaður, sem hafði leiðar- lýsingu, og var hlutverk hans að sjá um, að ekin væri rétt leið. Ekið var um nokkrar götur i ná- grer.ni lögreglustöðvarinnar og þaðan niður i miðbæ en siðan suð- ur á Miklubraut og allt upp i Hraunbæ, en þaðan var ekið yfir gömlu brúna á Elliðaánum og sem leið lá niður Breiðholtsherfið og á leiðarenda, við Laugardals- höllina. Á þessari leið voru um 40 verðir, sem ýmist sáu um alls kyns þrautir, sem voru lagðar fyrir keppendur, eða fylgdust með hverri hreyfingu þeirpa i umferðinni og gáfu einkunnir. Meðal varðanna voru nokkrir lög- regluþjónar, sem ýmist stóðu á götuhornum eða sátu i bilum við akstursleiðina og skráðu hjá sér villur keppenda. Við Laugadalshöllina hófst síð- asti hluti keppninnar, en þar urðu keppendur að glima við nokkr- ar þrautir, sem reyndu mjög á hæfni þeirra, leikni og viðbragðs- flýti. Þar þurftu menn að aka eft- ir planka, stöðva bilinn á planka, sem lá þvert yfir akstursleiðina, stöðva fast við planka, aka yfir dósarlok, bakka eftir svigbraut, sem mörkuð var með keilúm, aka áfram eftir svigbraut með tima- Ekki gekk öllum jafnvel að bakka I svig á milli keilnanna, — en þessum Skoda Pardus virðist ætia að ganga það sæmilega. ! , m- ., ..-í — : i töku og aka yfir þrönga „brú”. Að sjálfsögðu gekk mönnum mis- jafnlega vel I þessum þrautum, en eftirtektarvert var, hversu sigurvegaranum gekk vel að leysa þær, þegar athugað er, að Mercedes Benz með disilvél er stór bill og þungur og ekki beint ætlaður til slikra snúninga. Ómar Ragnarsson stóð sig lika með prýði i þrautunum eins og öðru, — en ekki verður annað sagt en litli Fiat 126 sé betur fallinn til að snú- ast I erfiðum þrautum en Benz- inn. Það munaði heldur ekki nema örlitlu eftirtektarleysi, að Ómari tækist að sigra keppnina einu sinni enn, en honum fór eins og mörgum öðrum, að hann tók ekki eftir mjög sérstæðu merki, sem sett hafði verið við Rofabæ, — en fyrir það fékk hann hvorki meira né minna en 20 i frádrátt. Að sögn Sveins H. Skúlasonar, framkvæmdastjóra BFÖ, er keppni sem þessi mjög mikið fyrirtæki, sem sjá má af þeim fjölda, sem starfaði við hana, en fjöldi starfsmanna var um 50. Meðal þeirra voru nokkrir lög- regluþjónar og bifreiðaeftirlits- maður, en hann og einn varðstjóri voru kallaðir út á helgarvakt til að vinna við keppnina. Sagði Sveinn, að BFÖ hefði ætið fengið mjög góða fyrirgreiðslu hjá lög- reglunni og bifreiðaeftirlitinu vegna góðaksturskeppninnar, og það verði seint fullþakkað. Að lokinni þessari góðaksturs- keppni BFÖ má ekki láta hjá liða að minnast á þátt „gömlu kemp- anna”, þeirra ómars og Magnús- ar, —en búast má við, að á meðan þeir taka þátt I keppninni verði þeir sigurvegarar, og njóti þá keppnisreynslu sinnar og þess, að þeir eru raunverulega farnir að „kunna keppnina utan að”. Þó vil ég alls ekki leggja það til, að þeir verði gerðir burtrækir úr keppn- inni, heldur þarf að breyta tilhög- un hennar þannig, að aðrir fái möguleika á að sigra. Þegar ég ræddi þetta við Svein Skúlason sagðist hann einnig hafa velt þessu fyrir sér og einna helst komist að þeirri niðurstöðu, að taka þurfi upp einhverskonar for- gjafarfyrirkomulag, t.d. þannig, að menn fái 10 stig til frádráttar fyrir hverja keppni, sem þeir taka þátt i. Þannig mundi ómar byrja með 50 i minus i næstu keppni. Einnig sagðist hann hafa velt þvi fyrir sér, að hafa mætti góðaksturskeppni oftar, t.d. þrjá laugardaga I röð þannig að fleir- um gæfist færi á að taka þátt i henni. Yrði þá leiðin sem ekin væri mun styttri en nú er og jafn- vel meiri áhersla lögð á þrauta- svæðið, og ennfremur sett ein- hver timatakmörk, annaðhvort á allri leiðinni eða einhverjum hluta hennar. Þetta sagði Sveinn þó, að sé mjög mikið starf og krefjist óhemju starfsliðs, en hinsvegar benti hann á, að lög- regluyfirvöld og einstaka lög- regluþjónar hafi mikinn áhuga á .þessari starfsemi, og þaðan sé á- reiðanlega að vænta talsverðar aðstoðar i framtiðinni. Það reyndist ekki heiglum hent að bakka eftir plankanum. Þannig fór fyrir mörgum, — hjólið lenti tæpt á plankanum, rann útaf áður en komið var út á endann. f Annar Skoda Pardus reynir að fella keiiur með ramhjólinu. Hann virðist ekki hafa hitt þessa keiiu. hægri o Sunnudagur 6. október 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.