Alþýðublaðið - 06.10.1974, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.10.1974, Blaðsíða 4
Tíundi hver maður hefur of háan blóðþrýsting sjálfu sér ekki siúkdómur þvi að hann veldur ekki óþægindum svo árum skiptir. Sjúklingurinn deyr þó eftir 10 — 15 ár, ef hann fær ekki læknismeðferö — af æðakölkun, heilablæðingu eða fyrst og fremst hjartasjúkdómi. Langvarandi of hár bióð- þrýstingur hefur alltaf varanleg áhrif á likamann. Hjartað verður að vinna meira, þvi að nú vinnur það undir auknu álagi. Vinstri hjartahelmingur stækkar og annar hver sjúklingur deyr eftir fimm ár, nema hann fari til læknis áður. Æðaslits verður einnig vart vegna aukins álags. Æðarnar kalka og verða þykkari. Afleið- ingarnar verða annað hvort heilablóðfall eða hjartalömun. Það er hægt að sýna það tal- fræðilega, hve hættulegt er að hafa of háan blóðþrýsting. Maður með of háan blóðþrýst- ing á ferfalt meiri hættu i vænd- um en maður meö eðlilegan þrýsting. Hættan á heila- blóðfalli er fimmsinnum meiri. Þvi er rétt að leita strax til læknis, ef blóðþrýstingurinn er of hár. 35 ára maður, semhefur „bara” 140/95 hefur þegar 22% skemmri ævidaga. Það er hins vegar erfiðara að finna lækninguna, þegar sjúklingurinn kemur til læknis með of háan blóðþrýsting. Líkurnar á fullkominni lækningu eru þvi miður litlar. Það er yfirleitt byrjað á venjulegum aðferðum fyrir alla. Saltlausan mat og megrun fyrst og fremst — það má ekki neyta nema 3 — 5 gramma af salti á dag. Með þessu er hægt aö bæta margt. Með lyf janeyslu er unnt að lækka blóðþrýsting- inn enn meira. Þaö þarf lyf við sjúkdómnum, þegar hann er kominn á hátt stig. Læknarnir hafa um ýms lyf að velja. Ahrifin eru mjög breytileg eftir sjúklingum. Eitt lyfið tæmir allt salt úr likaman- um — annað hefur áhrif á hvatastarfsemina eða tauga- kerfið. Læknirinn verður að hafa mikla reynslu i meðferð sjúklinga með of háan blóð- þrýsting til að meðferðin komi að notum. Ahrifin eru einstak- lingsbundin eins og áður var sagt og læknirinn verður að þreifa sig áfram, þangað til hann finnur rétta lyfið. Sjúklingur með of háan blóð- þrýsting verður að sætta sig við að vera undir læknishendi alla ævi. bvi að þennan sjúkdóm er aldrei hægt að lækna alveg. Margir læknar hætta meðferð- inni þegar blóðþrýstingurinn er aftur eðlilegur og þar með auk- ast likurnar á þvi, að sjúkling- urinn verði langlifur, en 55% manna sem hafa of háan blóð- þrýsting, deyja án þess að leita læknis. Aðeins 18% deyja, ef sjúklingurinn kemst i tima til læknis. Læknirinn getur ekki sagt um meðferðina fyrr en hann veit nákvæmlega hver blóðþrýsting- urinn er. Það hljómar vel, en er ekki jafnlétt og út fyrir litur. Blóðþrýstingur manna er aldrei stöðugur — ekki einu sinni i svefni. Andleg og likamleg áreynsla eykur blóðþrýstinginn og þvi veit læknirinn aldrei, hver rétti þrýstingurinn er. Hann verður að gera ráð fyrir þvi, að sá þrýstingur, sem hann fær við mælingarnar sé hærri en ella væri. Læknar tala um „læknisstofu-þrýsting”. Spenna sjúklingsins er slik, að blóð- þrýstingurinn verður hærri en endranær. Margir læknar biðja þvi sjúklingana um að mæla sjálfa blóðþrýstinginn. Það er auðvelt að gera slíkt og auðvelt að kaupa tækin. 1940 byrjuðu bandariskir læknar á slikum „heimamælingum”. Sjúklingurinn á að mæla blóð- þrýstinginn tvisvar á dag — standandi i annað skiptið og sitjandi i hitt. Mælingarnar eru skrifaðar niður og sýndar lækni reglulega þriðju eða fjórðu hverja viku, en læknirinn ákveður lyfjagjöf samkvæmt þeim. Sjúklingurinn getur einnig breytt lyfjatökunni i ljósi mæl- inganna. Flestir læknar vilja það þó ekki, en allir vilja þeir gjarnan að blóðþrýstingurinn sé mældur heima fyrir, þvi að það hefur reynst öruggasta leiðin. Margir læknar hafa þó talið, að þessar eilifu mælingar hafi ill áhrif andlega á sjúklinginn. Þá verða þeir daglega að viður- kenna, að þeir séu sjúkir. Þessar áhyggjur hafa reynst ástæðulausar, þvi að margir sjúklingar tala um blóðþrýst- inginn eins og daglegt brauð. Það hlýtur að hafa i för með sér, að sjúklingur, sem ekki veit, að hann er veikur leiti til læknis i tima. Það er hægt að finna of háan blóðþrýsting fljótt og halda hon- um i skefjum með réttri læknis- meðferð. Samt eru milljónir manna með of háan blóðþrýst- ing — án þess að vita það. Al- heimsheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið „árásaráætlun” gegn of háum blóðþrýstingi. Margir læknar taka ekki blóð- þrýstinginn i venjulegri skoðun, en það ætti þó að gera. Sumir læknar hirða ekki um að annast meðferð sjúklinga, sem hafa of háan blóðþrýsting eða blóðrásartruflanir eða gefa þeim röng eða árangurslaus lyf. Þriðji hver sjúklingur, sem þjá- ðist af of háum blóðrýsting i Hannover, var ekki undir læknishendi. Aðeins tiundi hver af þessum sjúklingum, sem voru hjá lækni, fékk rétta með- ferð. Sjúklingar hætta yfirleitt að taka lyfin eftir stutta stund, þeir halda, að blóðþrýstingslækkun- in sé varandi. Þvi miður hafa læknar oft sömu villutrú. Það er þvi ýmislegt, sem þarf að ráða bót á — bæði hjá sjúkl- ingum og læknum — áður en unnt er að lækna of háan blóðþrýsting. Ekkert er auðveldara en mæla í sér blóð- þrýstinginn. Læknar ráð- leggja sjúk- lingum með o f h á a n blóðþrýsting að gera það dagiega. Gúmbandið er sett á handlegg- inn. Mælitæki er sett í oln- bogabótina. Sunnudagur 6. október 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.