Alþýðublaðið - 06.10.1974, Blaðsíða 7
ómar Ragnarsson leysir af
hendi fyrstu þrautina, aö aka
viðstöðulaust úr Skúlagötu við
Rúgbrauðsgerðina inn i
„bilskúr”. Siðan er mælt, hvað
hann stoppar langt frá
„veggjunum”.
Þarna er einn af Fiatbilunum i
keilusviginu, en það var eina
þrautin þar sem tekinn var timi.
(Myndir Friðþjófur)
Góðaksturskeppni leiðir til
endurmats á akstursvenjum
Umsjónarmaður síðunnar
ae r ■ ■ ■■ r •• oir ■ ■
varð attundi i roðmm
Þeir sem aka daglega mikið
um borgina, leggja kannski að
baki 1000-1500 km á mánuði á
götum hennar, hljóta að mynda
sér smám saman ákveðnar
akstursvenjur, og allar athafnir
undir stýri hljóta að verða
meira og minna ósjálfráðar. 1
þessa gryf ju er stórhættulegt að
falla, þvi eftir þvi sem menn
framkvæma aksturinn meira
ómeðvitað hlýtur athyglin að
slakna, og þeir verða siður við-
búnir hinu óvænta.
Þetta fann ég vel á laugar-
daginn fyrir viku, þegar ég tók
þátt i góðaksturskeppni BFÖ, og
40-50 verðir og lögregluþjónar
fylgdust með hverri hreyfingu
minni á um klukkustundar
akstri um borgina. Góðaksturs-
keppni er nefnilega nánast eins
og ökupróf þar sem prófdómari
situr ekki i framsætinu, heldur
er fjöldi prófdómara á hverju
götuhorni, sem tekur eftir
minnstu hreyfingu og litilfjör-
legustu villu og skráir hana
samviskusamlega hjá sér.
Undir slikum kringumstæðum,
þegar fylgst er nákvæmlega
með öllu þvi sem við gerðum,
fer ekki hjá þvi, að við tökum
sjálfir betur eftir þvi hvernig
við högum okkur. Við sjáum
aksturinn i öðru ljósi en áður og
uppgötvum fjöldann allan af
ávanavillum, og reynum að
endurskoða aksturinn jafnóðum
til þess að fá sem fæstar villur i
akstrinum. Við sjáum það, að
við höfum ekki tekið vinstri
beygjurnar nákvæmlega rétt,
tekið hana of krappa og ekið
yfir stöðvunarlinuna á götunni,
sem við erum að beygja inn á, —
og þegar við komum að stöðv-
unarskyldu erum við að flýta
okkur svo mikið, að við gefum
okkur ekki tima tii að stöðva bii-
inn alveg, — aðeins hérumbil.
En það er ekki nóg. Og stöðvum
við bilinn á stöðvunarlinunni?
Förum við alveg rétt i gegnum
hringtorgin? Gefum við stefnu-
ljós, þegar við förum af stað frá
gangstéttarbrún? Ötal atriði
fleiri mætti nefna, sem menn
kannski athuga ekki i daglegum
akstri, — eða hirða ekki um að
fara eftir, — en verðirnir tóku
vel eftir i góðakstrinum og
skráðu samviskusamlega sem
minusa. Ekki var heldur erfitt
að afla sér minusa i þrautunum,
sem lagðar voru fyrir menn á
meðan á keppninni stóð, og
siðan á leiðarenda, við Laugar-
dalshöll. Og þær þrautir vekja
menn lika til umhugsunar um
hæfni þeirra til að aka i umferð-
inni, — það er nefnilega ekki nóg
að geta ekið beint áfram eða
bakkað beint afturábak, eða
Hcypokanum bjargaft á siftustu
stundu. Hann flaug fyrir biia
keppenda vift Elliftaárnar,
skammt irá stiflunni.
beygt sæmilega sæmilega auð-
veldlega til hægri eða vinstri.
Til að komast nokkurn veginn
klakklaust i gegnum umferðina
þurfa menn að hafa tilfinningu
fyrir bilnum sjálfum og stjórn-
tækjum hans. Daglega þurfa
menn að leggja i þröng stæði
eða ná bilum sinum út úr þröng-
um stæðum, og oft kemur það
fyrir að menn þurfa að aka þar
sem þröngt er. og þá er betra að
vita nokkurn veginn hvar ystu
punktar bilsins eru og hafa það
nákvæmlega á tilfinningunni
hvenær á að leggja á, og hvað
mikið.
Eins og ég sagði hér að ofan er
góðaksturinn nánast eins og
ökupróf, og þó strangari en
nokkurt ökupróf. 1 lok þessara
lauslegu hugleiðinga um góð-
aksturskeppni BFö vil ég skjóta
fram þeirri hugmynd, að um-
ferðarlögreglan skipuleggi sinn
eigin góðakstur fyrir þá öku-
menn, sem boðaðir eru til
endurnáms vegna of margra
óhappa i umferðinni. Það er
trúa min, að með þvi mætti
endurhæfa menn og gera þá
öruggari i umferðinni, fyrir þá
sjálfa og aðra, en á nokkurn hátt
annan. Og er ekki skoðun
þeirra, sem að öryggismálum
vinna, að þar megi alls ekkert
spara, sem mætti stuðla að
auknu umferðaröryggi?
UMSJÓN: ÞORGRiMUR GESTSSON
Sunnudagur 6. október 1974.