Alþýðublaðið - 06.10.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.10.1974, Blaðsíða 2
Tóneyrað í London: — Jú, ég skal viðurkenna það, að mér þótti dálitið gaman þegar John Baldry bað mig að koma og spila með sér. Hann hafði lengi verið i uppáhaldi hjá mér og við i Rifsberja höfðum meira að segja verið með nokkrum af lögum hans að þenjast hér heima i bransanum. Það var skemmtileg — og jafn- framt skritin — tilfinning að vera að spila með Baldry sjálf- um lög eins og „Don’t Yo Lay No Boogie-Woogie On the King Of Rock’n Roll”. Svo mælti m.a. Jakob Magnússon, hljómborðsleikari bresku hl jómsveitarinnar „Flash”, þegar tiðindamaður Tóneyrans hitti hann að máli i London um siðustu helgi. Jakob hefur þar verið starfandi hljóð- færaleikari i eitt ár og fer vegur hans sifellt vaxandi. Fyrir utan að hafa spilað með John Baldry — að ósk meistarans sjálfs — og vera i hljómsveit með Peter Banks stofnanda hljómsveitar- innar Yes, þá er Jakob nú, eftir aðeinseittár þar i landi, talinn i hópi snjöllustu hljómborðs- leikari Bretlands. Hann er þar kominn i innsta hring — og gerir sjálfur litið úr öllu saman. — Ég ætla nú ekkert að fara að gorta af þvi eða gera mikið úr þessu, segir hann, þegar hann er spurður um framgang hans i breska poppheiminum. „Ætlaði að slappa af hér heima í eitt ár..." — Við vorum saman i MH, ég og þeir Gylfi Kristinsson og Þórður Arnason, sem voru i Rifsberja, sagði Jakob, þegar hann og tiðindamaður blaðsins höfðu komiö sér þægilega fyrir heima hjá Magnúsi Sigmunds- syni i Change fyrir réttri viku. — Að afloknu stúdentsprófi ákvað ég að taka þvi rólega i eitt ár eða svo, ganga i hljóm- sveitina með þeim og hafa gott parti i einhvern tíma. Við vor- (slendingur í innsta hring breska poppheimsins Viðtal við Jakob Magnússon, hljóm- borðsleikara bresku hljómsveitarinnar Flash um svo saman i fjóra mánuði hér heima og þeyttumst á milli öldurhúsa borgarinnar og viðar og gerðum það sama og aðrar hljómsveitir hér voru að gera á þeim tima. Þá hafði ég aldrei verið i hljómsveit áður og vissi raunar harla litið um hvernig maður átti að spila meö öðrum mönnum. — En svo fóruð þið til Bret- lands, ekki satt? — Jú. Eins og frægt varð á sinum tima, þá fengum við til liðs við okkur breskan trommu- leikara, Dave Duford að nafni, og honum leist fljótlega best á að við færum þangaö, enda hafði hann ekki nema mjög tak- markaðan áhuga á að vera að spila hér fyrir mismunandi alls- gáða islendinga. Viö fórum þvi utan snemma sumars 1973, ég og Dave og þeir Þórður og Tóm- as Tómasson, bassaleikari hljómsveitarinnar. Gylfi stóð i stúdentsprófum og gat ekki komið með okkur, Ætlunin var að reyna að spila eitthvað i London en það gekk nú ekki nógu vel, bæði vorum við ekki með nema litið af þeim tækjum, sem til þarf, og eins er mun erfiðara að koma nýrri hljóm- sveit af stað þar en hér. Dave fékk flótlega starf i ágætri hljómsveit og þá hittum við hinir trommuleikara og söngvara, sem við fórum að æfa með og leigðum til þess hljóð- færi og annað. Sendir úr landi Ekki gekk okkur sem best að koma okkur af stað og vorum ekki sérlega vel fjárhagslega stæðir. Það gekk meira að segja svo langt, að þrjá eða fjóra daga i röð átum við eingöngu soðin hrisgrjón. Mér þótti einsýnt, að einhver yrði að fá sér vinnu og þegar ég sá auglýsingu i Melody Maker, þar sem augýst var eftir pianó- og orgelleikara i starf- andi hljómsveit — góðu kaupi lofað — þá sótti ég um djobbið og fékk það. Það var hljóm- sveitin Merlin, þokkalegasta hljómsveit en hún leggur liklega ekki heiminn að fótum sér. Ég varð að sjálfsögðu að æfa með þeim og þar fram eftir götun- um, við höfðum töluvert að gera, en jafnframt héldum við hinir áfram að æfa og reyna að koma okkar hlut saman. — Þessi islensk-breska hljóm- sveit komst þó aldrei á laggirnar, eða hvað? — Nei, áður en til þess kom gerðist dálitið óvænt. Ég fór i ferðalag með Merlin norður i land og var i burtu i hálfan mánuð. Þegar ég kom aftur voru þeir Tómas og Þórður farnir heim, höfðu verið sendir úr landi, enda dvalartimi þeirra útrunninn og þeir peningalausir og allslausir. Ég haföi haft vit á þvi sjálfur að láta innrita mig i skóla, þar sem ég ætlaði að læra leikhljóð og ýmislegt um leik- hús, og fékk þvi að vera áfram. Ég skrifaði þeim alveg i hvelli, sagðist senda þeim peninga og bað þá i guðanna bænum að koma strax aftur, en þá vildu þeir ekki koma fyrr en eftir mánuð eða tvo mánuði, og þar með var sá draumurinn búinn. Við gerðum okkur að visu ekki grein fyrir þvi þá, en þannig fór það nú samt. Spilaði með Long John Baldry — Hvenær var það svo, sem þú gekkst til liðs við Long John Baldry? — Það var um þetta leyti. Við i Merlin spiluðum á hljóm- leikum með honum i Skotlandi og eftir þá kom hann til min og bað mig að koma i hljómsveitina sína. Ég sló til, enda var hann með músik, sem ég hafði mikinn áhuga á og fann mig verulega i. Við þeyttum svo landið fram og til baka og spiluðum mikið. Meira að segja var I undirbúningi ferð til Bandarikjanna sl. vetur, þegar tveir úr hljómsveitinni urðu veikir, annar andlega og hinn likamlega og þá lognaðist sú hljómsveit eiginlega út af. Baldry hefur eiginlega ekkert gert siðan og þaö finnst mér synd, þvi hann er góður og margt mjög gott I honum. En á v>~-.oUm tima urðum við Baldry góðir vinir og leigjum nú saman hús I Highgate hér i London. Það er mér mikils viröi, að eiga þar heimili og hann er góður vinur. — Þú hefur þá ekkert spilað með John Baldry eftir að öll þessi veikindi komu upp, eða hvað? — Nei. Við vonuöumst lengi vel til að hægt væri að endur- reisa hljómsveitina, að stoppið yröi aðeins timabundið, en sá draumur varð að engu, þegar veikindin drógust á langinn og ýmislegt fleira, sem ekki er ástæða til að tiunda hér, kom til I Flash með stofnanda //Yes" — Hvenær hittir þú svo Pete Banks og gekkst með honum i Flash? — Það var núna i vor, að ég gekk i Flash og I upphafi meira til að hafa eitthvað að gera. Flash er ennþá ekki alveg með þá músik, sem ég vil að hljóm- sveitin spili, en eftir þvi sem á liður, þá geri ég mér vonir um að geta haft meiri áhrif á tón- listarsköpun og stefnu hljóm- sveitárinnar. Flest lögin eru samin af söngvara okkar, sem er, en einnig semur Pete Banks töluvert. Gallinn er sá, að hann er á samning við annað fyrir- tæki en gefur okkur út (Warner Bros.) og þvi er hún skrifuð fyrir öllu. — En þú, semur þú eitthvað? — Já, ég sem dálitið en litið af þvi hefur verið notað ennþá. Við gerðum i sumar plötu, sem kemur út nú i haust, og á henni á ég litla búta hér og þar. Á þeirri næstu geri ég vonir um að eiga meira efni. — Flash hefur fengið mun betri viðtökur i Bandarikjunum en Bretlandi. Ætlið þið að ein- beita ykkur að bandariska markaðinum i framtiðinni? Jakob Magnússon ásamt þeim Sigurði Karlssyni og Birgi Hrafnssyni úr Change fyrir utan heimili Magnúsar Sigmunds- sonar I sömu hljómsveit i Dart- ford, skammt fyrir utan Lond- Hljómleikaferð með Elton John — Já, við förum i hljómleika- ferð til Bandarikjanna i byrjun nóvember og verðum i sex vikur. Platan þessi, sem við kláruðum fyrir mánuði eða svo, kemur út þar um það leyti, siðan á meginlandi Evrópu og loks i Bretlandi. Breski markaðurinn verður látinn sitja á hakanum. Þessi hljómleika- ferð okkar er svokallaður „package tour”, fjórar eða fimm hljómsveitir fara og halda hljómleika saman. Aðal- númerið veröur Elton John og svo við þar á eftir. Ég man ekki hvaða hljómsveitir verða fleiri...jú, Babe Ruth verða þarna lika. — Ætlið þiö aö koma við heima á Islandi 1 bakaleiðinni? — Ja, það hefur nú verið talað um það, hvað sem af verður. Bæði þeir Jón ólafsson og Amundi Amundason, sem ég hef verið innan handar hér i London, hafa nefnt það við mig, hvort þetta væri ekki möguleiki og við erum að kanna það núna. Það er bara verst, hvað þetta er mikið fyrirtæki, að koma með allt drasliðheim. Sjálfur ætla ég að reyna að koma núna ein- hverja helgina og svo um jólin. Þá kem ég örugglega. Ég er búinn að ætla að koma alltaf af og til i allt sumar, en sifellt hefur eitthvað komið upp á, plötuupptaka, myndatökur eða eitthvað I þá áttina. — Þú hefur unnið töluvert session-vinnu (spilað inn á plötur með hinum og þessum). Hvernig likar þér það?? Eftirsóttur „session" maður — Það er ágætt, fyrst og fremst vel borgað. Yfirleitt veit maður ansi litið hvað maður er að spila, maður heyrir aldrei meira en sjálfan grunninn, gitar, pianó, bassa og trommur og siðan ekki söguna meir. — Hvað reiknar þú með að vera lengi hér I London? Ætlarðu að koma heim aftur? — Já, alveg ákveðinn i þvi. Ég reiknaði náttúrlega aldrei með að ilengjast hér, heldur fórum við hingað upphaflega meira i gamni. Ég get vel hugsað mér að vera I þessu i eitt eða tvö ár enn, en svo vil ég koma heim. Þar vil ég búa. Mig langar að læra meira, ég les mikið hér af alls konar fræðibókum, og hugurinn stendur til margs. Ég hef áhuga á læknisfræði, sálar- fræði, dulspeki, trúar- bragðafræði og ýmsu fleiru. Þetta er skemmtilegt-i einhvern tima og ég hef svo sem tímann fyrir mér nýlega orðinn 21 árs. Þórður gekk í „Curved Air" —-Heldurðu að Rifsberja, þ.e. þið Þórður og Tómas og bretarnir tveir, hefðuð átt fram- tið fyrir ykkur ef allt hefði farið eftir áætlun? — Ég veit ekki með okkur sem heild, en mér hefur sjálfum gengið ágætlega, Tómas er kominn aftur og er að komast af stað og ég er sannfærður um, að Þórður hefði getað komist i góða hljómsveit hér. Hann var meira að segja byrjaður, gerði eina plötu með hljómseitinni Curved Air, sem varð töluvert fræg einu sinni, og átti siðan að ganga i hljómsveitina sem fastur maður. Þau voru alveg I sjöunda himni yfir honum, enda er hann mjög góður gitar- leikari, en þá datt hljómsveitin upp fyrir og Þórður fór heim, eins og við erum búnir að tala um. Platan kemur liklega aldrei út, þar sem hljómsveitin hætti um það leyti sem upptökunni lauk. XXX Við slitum talinu. Jakob ætlaði að æfa með Change yfir helgina og tiðindamaðurinn þurfti að ná i lest til London. Þau báðu öll fyrir góðar kveðjur til Islands. 1 næstu blöðum segir frá Change, Tómasi Tómassyni, Jóhanni G. Jóhannssyni og fleirum I London. —óvald. IÓMAR VALDIMARSSONI Sunnudagur 6. október 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.