Alþýðublaðið - 11.10.1974, Side 8

Alþýðublaðið - 11.10.1974, Side 8
„Hef áhuga á atvinnumennsku” sagði Karl Þórðarsoa Akranesi í viðtali við Alþýðublaðið í gær ,/Jú það væri vissulega gaman að fara út í at- vinnumennskuna. Ekki vantar áhugann hjá mér. Eins og er, þá er ég að læra rafvirkjun og er á samningi í því námi. Núna er ég í Iðnskólanum og verð í honum fram að ára- mótum. Ég þyrfti að vísu að hugsa mig vel um áður en ég gerði eitthvað, það er víst best að flana ekki að neinu f þessum málum." Eins og kunnugt er urðu nokkrar deilur um val lands- liðsins á sinum tima og vildu margir meina að Karl Þórðarson hefði átt þar öruggt sæti. Karl er 19 ára og hefur leikið meö m.fl. Akurnesinga i tvö ár og staðið sig mjög vel, sérstaklega i sumar en þá var hann einn skæðasti sóknarmaður liðsins. Jafntefli án marka Mikiö var rætt um þaö i sumar þegar liðin voru að gera jafntefli hérna og þótti mönnum litiö um. Það er viöar en hér þar sem ieikir enda með markalausu jafntefii; i Englandi á Port Vale metiö. A siöustu 11 árum hefur 51 leikur hjá félaginu endað með marklausu jafn- tefii. Næsta félag er Bourne- mouth með 47 og Workington 46 jafnteflisleiki. Karl Þórðarson ÍA hefur vakið mikla athygli í sumar fyrir leikni sina í knattspyrnu. Hugsanlegt er að hann geri nú knattspyrnu að atvinnu sinni I framtiöinni. West Ham vinnur nú hvern sigurinn á fætur öðrum Trevor Brooking er maðurinn á bakvið velgengnina Trevor Brooking á allan heiðurinn af sóknarleik West Ham og matar framlinumennina með frábærum sendingum sinum. Landsliðin í körfunni Nú um helgina leikur islenska körfuboltalandsliðið tvo landsleiki við ira. írska liðið er skipað eftir- töldum leikmönnum: No: 4 John Mc Gowan, bak- vörður með 11 landsleiki aö baki. No: 15 Andy Houlihan, fram- herji. No: 8 John Cooney, yngsti leikmaður liösins meö 1 lands- leik að baki, efnilegasti leik- maður ira i dag. No: 10 Antony Cronneliy, aðalmiðherji liösins 2 metrar á hæð, mjög sterkur varnar- maður, hefur leikið 11 lands- leiki. No: 7 Frank O’Flynn, er fyririiði liðsins með 10 lands- leiki að baki, leikur I stöðu framherja og þykir mikil skytta. No: 9 Tom Hickey, bakvörður með 1 landsieik. No: 12 Raudie O’Connor, miðherji með 16 landsleiki að baki. No: 11 Dave Fitzsimonds, stjarna liðsins meö 18 iands- leiki að baki, teikur með Crystal Palace i Englandi. No: 5 Ken Mc Entire, bak- vörður sem hefur leikiö 7 landsleiki. Þjálfari liðsins er Tom O’Brien, og honum til aðstoðar er Alf O’Riordan. islenska landsliðið verður skipað eftirtöldum leik- mönnum: Kolbeinn Pálsson KR, Jón Sigurðsson Armanni, Agnar Friðriksson ÍR, Birgir Jakobsson ÍR, Hilmar Viktorsson KR, Kári Mariusson Val, Jóhannes Magnússon Val, Birgir Guðbjörnsson KR, Bjarni Gunnar Sveinsson ÍS, Simon ólafsson Armanni, Torfi Magnússon Val, Kolbeinn Kristinsson iR. Þjálfari er Einar Bollason. West Ham hefur tekið miklum framförum að undanförnu i ensku deildarkeppninni. Félagið er nú iið, sem ailir tala um, það leikur skemmtilegan sóknarleik og uppsker mörk f staðinn. 20 mörk i 4 leikjum segja sína sögu um það. Þessi mikla breyting á liðinu hefur komið mjög á óvart og klóra nú knattspyrnusérfræð- ingar sér i höfðinu af undrun yfir þessari miklu breytingu sem orð- ið hefur á liðinu. Tveir nýliðar sem félagið keypti nýlega hafa skoraö flest af þessum 20 mörkum félagsins. Að- ur en þeir komu til West Ham, voru þeir algjörlega óþekktir, en þeireru Bill Jennings, sem keypt- ur var frá 3. deildarfélaginu Wat- ford, og Keith Robson frá New- castle. Þá má ekki gleyma leikreynd- asta manni liðsins, Trevor Brook- ing, sem ekki hvað sist á þátt i velgengni West Ham um þessar mundir. Brooking er miðvallar- spilari og stjórnar sókn liðsins og matar samherja sina með frá- bærum sendingum, sem gefa mörk.Þegar West Ham sigraði Burnley núna nýlega hreinlega lék Brooking sér að leikmönnum Burnley og West Ham sigraði örugglega I miklum markaleik 5- 3. „Það er ekki nokkur vandi að skora mörk þegar maður fær jafn góðar sendingar og Brooking gef- ur á okkur,” segir Bill Jennings um Brooking. t vor þegar West Ham var I bráðri fallhættu átti Brooking mestan heiðurinn af að bjarga liðinu frá falli. Með frábærum leik og baráttuvilja smitaði hann samherja sina og þeim tókst að verjast falli. i fyrstu leikjum West Ham i haust var Brooking meiddur og gat þvi ekki leikið með og gekk þá allt á afturfótunum hjá liðinu. Það tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum og að lokum varð framkvæmdastjóri þess Ron Greenwood að segjastarfi sinu lausu. Nýr framkvæmdastjóri John Lyall var ráðinn og byrjaöi hann að gera breytingar á liðinu. Eftir að Brooking hafði náð sér eftir meiðslin var hann scttur i framlinuna en fann sig ekki i þeirri stöðu. Það gekk svo langt aö hann óskaði eftir að verða sett- ur á sölulista, þar sem félagið gæti ekki notað hann á réttan hátt. Þetta leiddi svo til þess að þeir Jennings og Robson voru keyptir til félagsins og settir i framlinuna og Brooking fékk að leika á miðjunni, þar sem hann gat stjórnað hlutunum. „Siðan ég lék með skólaliðun- um hef ég hvergi getað fundið mig annars staðar en á miðj- unni”, segir Brooking. „Þar lék ég, þegar ég lék með skólaliöi Englands, og þar hef ég átt mina bestu leiki.” Þaö var West Ham sem upp- götvaði Brooking I fyrstu, þá lék hann með skólaliði. Hann fékk fljótlega að leika með aðalliðinu þá sem táningur, en var ekki fast- ur maður i iiðinu sem þá hafði menn eins og Martin Peters, Geoff Hurst og Bobby Moore. Þetta var erfitt fyrir hann og oft bað Brooking um að verða seldur en önnur félög sýndu þessum óþekkta leikmanni engan áhuga og hann varð áfram hjá West Ham. Það kom þó að þvi að þeir leikmenn West Ham sem voru i HM liði Englendinga 1966 voru seldir til annarra félaga og nú komu nýir menn fram I sviðsljós- ið. Einn af þeim var Brooking og fljótlega liktu enskir knatt- spyrnusérfræðingar honum við Martin Peters. Þarna var kominn maður framtfðarinnar hjá félag- inu. „Ég hef alltaf litið upp til Martins Peters”, segir Brooking og hef tekið hann sem fyrirmynd mína”. Nú er lika sá timi kominn að Brooking hefur tekið stöðu Peters i landsliðinu og I vor lék hann sinn fyrsta landsleik gegn Portugal, og fyrir sumarleyfi knattspynru- manna I Englandi voru landsleik- irnir orðnir fjórir. Brooking likar best aö leika sóknarleik og nýtur sin best þá, hann er þvi feginn að nú taka dómararnir föstum tök- um á grófum leik sem hann er litt hrifinn af. Nú á næstunni leika Englend- ingar landsleik við Tékka i Evrópukeppni landsliða, og er Brooking ofarlega á blaði yfir þá leikmenn, sem Don Revie hyggst nota I þeim leik. 0 Föstudagur. 11. október. 1974.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.