Alþýðublaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 2
ITÓNEYRABI íslenska rokknýlendan í London Tómas Tómasson í „Kiss” með trommuleikara Love Affair og gítarleikara Chris Jaggers Tómas Tómasson, fyrrum bassaleikari Rifsberja, hefur dvalist i London um sex mánaða skeið og hefur nýlega farið af stað með nýja hljómsveit, KISS. Tómas fór upphaflega utan sumarið ’73 ásamt þeim Þórði Arnasyni, Jakob Magnússyni og Dave Duford, félögum sinum i Rifsberja, einsog rakið var i viðtali við Jakob i blaðinu um næstsiðustu helgi. Tiðindamanni Tóneyrans tókst þvi miur ekki að hitta Tómas i Sex hópar og einstaklingar á einni LP-plÖtll: Þessa dagana er að ljúka upptöku á LP-plötu með sex islenskum hljómsveitum og söngvurum. Platan hefur ver- iðhljóðrituð i HB-stúdiói undir stjórn ólafs Þórðarsonar úr Rió. ÁA-hljómplötur gefa plöt- una út á jólamarkaðinn. Þessir sex eru Agúst Atla- son.sem syngur eitt lag, söng- flokkurinn Mýbit og hljóm- sveitirnar Tilfinning, Sólskin, Mánar og B.G. og Ingibjörg. Upptakan hefur tekið rúm- lega tvær vikur og verður upp- takan send til New York i næstu eða þarnæstu viku til pressunar og framleiðslu. Nafn hefur ekki verið ákveðið á plötuna en væntanlega verð- ur þess ekki lengi að biða. Fleiri plötur eru i upptöku og bigerð: Hjörtur Blöndal er sjálfur að byrja á plötu, sem hann mun gera með aðstoð Magnúsar Kjartanssonar og ýmissa hljóðfæraleikara, Joke-hljómplötur i Keflavik senda fljótlega á markaðinn tveggja laga plötu með Ingva Steini Sigtryggssyni, Júllus nokkur Ágnarsson, sem lengi hefur dundað við að gera upp- tökur með ýmsum hljómsveit- um — er sjálfur góðvinur margra okkar helstu poppara — hefur nýlega lokið við að taka upp efni á LP-plötu með sjálfum sér og hefur notað texta eftir Agúst Guðmunds- son, textahöfund þeirra Peli- can-manna, Hjörtur Blöndal hefur og verið að taka upp plötu með hljómsveit, sem kallar sig Melquer, og segja bæði Hjörtur og aðrir, að þar sé á ferðinni einhver athyglis- verðasta hljómsveit, sem fram hefur komið í mörg ár. Gailinn er sá, að afskaplega fáir virðast hafa heyrt i henni. Þá er hljómsveitin Dögg, sem nýlega hélt upp á ársafmælið, að hugsa um plötugerð i félagi við Magnús Kjartansson og loks hefur komið i ljós, að Gunnar Þórðarson kemur hvergi nærri plötu Arna John- sen, eins og þó var sagt frá I blaðinu ekki alls fyrir löngu og haft eftir Arna sjálfum. eigin persónu I Londom fyrir skömmu en eftir nokkrar til- raunir tókst að ná simasam- bandi við hann. Hljómsveitin Kiss hafði að- eins komið fram sex sinnum þegar þetta var. — Við erum að fara til Bath I kvöld, sagði Tómas, — þar sem við eigum að spila i litlum klúbbi. Við höfum eingöngu verið I þessum klúbbabisniss fram að þessu, en i nóvember förum við i stutta hljómleikaferð með Edgar Brougthton Band, sem margir munu kannast við. Ég heyrði i þeim nýlega og varð litið hrif- inn. Þeir eru léglegir núna, finnst mér. Tómas sagðist vera mjög ánægður með nýju hljómsveit- ina. — Það er aðallega söngvarinn, sem semur, sagði hann, — en fleiri leggja til. Trommuleikarinn var áður með hljómsveitinni Love Affair, sem varð töluvert vinsæl um tima, og gitarleikarinn, sem er kana- diskur, spilaði i dálitinn tima með Chris Jagger, bróður Micks. Þetta gengur vel hjá okkur, við erum svona rétt að komast af stað, en mér likar vel og liður vel. Þvi siður en að hitta Tómas i eigin persónu tókst tiðinda- manni blaðsins að heyra I hljómsveitinni Kiss en nokkrir islendingar, sem voru i London skömmu áður, heyrðu i henni. 1 þeim hópi var Hrefna Wieglund: — Mér fannst gaman að þeim, sagði hún aðspurð. — Þeir voru alveg nýbyrjaðir þegar ég heyrði I þeim, dálitið hráir, en skemmtileg rokk- hljómsveit. Ég hef trú á að þeim eigi eftir að ganga vel. Jakob Magnússon, sem einnig hefur heyrt I hljómsveitinni, var sama sinnis þegar hann var hér heima nú i vikunni. — Tómas er besti bassaleikari I heimi, sagði hann. — Helst af öllu vildi ég spila með honum. Tómas Tómasson ásamt Þórði Arnasyni skömmu áftur en þeir héldu fyrst til London. í þessari útgáfu af Rifsberja voru þeir Tómas og Þórður ásamt Gylfa Kristinssyni, söngvara, og Ásgeiri Óskarssyni, trommuleikara. — Auðvitað langar mann alltaf að koma heim og spila, sagði Tómas i London, — en hvort ástæða er til og hvort það verður einhverntima hægt, það veit maður aldrei. Eg kem alla- vega heim um jólin en mig langar að biðja þig að skila góðum kveðjum frá mér til allra heima. Vel gengur hjá Jóhanni G. í - nýtur aöstoðar Jon Hisemans m.a. Við hittum Jóhann G. Jóhannsson I Speakeasy. Hann stóð þar upp við vegg og talaði mikið við mann, sem með hon- um var, og var greinilega báð- um mikið niðri fyrir. Jóhann brosti breitt þegar hann sá hers- inguna storma inn. — Gaman að sjá ykkur, sagði hann. — Hvað eruð þið eiginlega að gera hér? Jóhann var búinnn að vera i London i viku þegar leiðir okkar lágu saman. — Þetta gengur á- gætlega, sagði hann, — ég er bú- inn að taka upp grunnspiliö i tveimur lögum og tek næst upp á þriðjudaginn. Heyrðu annars, hér er maður, sem mig langar að kynna fyrir þér. Hann sneri sér að manninum, sem hann hafði verið að tala viö: — Derek, þetta eru kunn- ingjar minir frá íslandi. Blaða- menn og músikantar. Svo þetta var þessi margum- talaði Derek Wadsworth. Hann stjórnaði upptökunni á tveggja platna albúmi Öðmanna um ár- ið og eins tveggja laga plötun- um, sem Jóhann gerði I fyrra, „Don’t Try Foool Me” og „Asking For Love”. Kostulegt andlitið á Derek varð að einu brosi og hann rétti út hendina. Við skiptumst á nokkrum kurteislegum orðum, sögðumst hafa heyrt hans getið að góðu einu hjá Jóhanni og öðr- um og hann sagðist vilja koma til Islands. — Hvernig gengur upptakan á nýju LP-plötunni hans Jóhanns? spurðum við. — Mmmmm. Hann er góður, finnst ykkur ekki? Hann er svo góður hann Jóhann, svaraði Derek og lygndi aftur augunum, — að ég trúi þvi bara ekki. Hljómsveitin, sem tróð upp þetta kvöld i klúbbnum, Gonzal- es, fantagóð, var að byrja og Derek vildi ekki missa af neinu. Við Jóhann fengum okkur stöðu við barinn og spjölluðum saman stutta stund. — Þessa plötu gef ég út sjálf- ur, sagði Jóhann, — I félagi við Július P. Guðjónsson. Mér tókst ekki að komast að samkomulagi við hljómplötuútgefendur um útgáfuna á þessari plötu og þvi valdi ég þessa leið. Ég reyni að vinna þessa upptöku öðruvísi en ég hef gert áður. I dag tók ég til dæmis upp I þrjá tima og á þriðjudaginn tek ég upp i tvo. Ég þarf ekki að borga nema fyr- ’ir akkúrat þá tima, sem ég er að vinna og á þennan hátt nýtist timinn betur. Maður þarf ekki að vera að flýta sér og skilja eft- ir hluti, sem maður er ekki ánægður með, vegna tima- skorts. A milli upptökutíma get ég hugsað um það, sem búið er að gera, og gert upp við mig hvort ég er ánægður eða ekki og hvernig ég vildi þá hafa það öðruvisi. Einu takmörkin, sem eru á mér, eru þau, að ég þarf að vera búinn 20. október. Jóhanni til aðstoðar við þessa upptöku eru engir minniháttar spámenn I poppinu. Trommu- leikarinn er enginn annar en Jon Hiseman, fyrrum trommari Colosseum, einn besti trommu- leikari i Bretlandi. Auk þeirra eru honum til aðstoðar gitar- leikarinn Miller Anderson og svo Mick Waller sem hefur trommað á plötum Rod Ste- warts. Svo er það náttúrlega London Derek Wadsworth, sem er mjög snjall blásari og útsetjari og virtur músikant i Bretlandi. — Það er mjög þægilegt að vinna með þessum mönnum, sagði Jóhann. — Þeir eru opnir fyrir þvi, sem ég er að gera, og allir af vilja gerðir. Þeir eru tií dæmis mjög sanngjarnir a kaup. Jóhann stefnir að þvi, að nýja LP-platan komi út fyrir jól en áður en timi vannst til að spyrja hann hvort einhverjir möguleik- ar væru á að koma henni á markað erlendis, þá var hann rokinn. XXX Rétt er að fara nokkrum orð- um um hljómsveitina Gonzales, ellefu manna hljómsveit með fimm blásurum með meiru. Fastur söngvari hennar var vant við látinn þetta kvöld, svo þeir fengu til liðs við sig Bob Tench, sem áður söng með Jeff Beck. í hljómsveitinni var og pianóleikari, sem einnig var með Beck á þeim tima. Söngv- arinn er feikilega góður. Þeir Birgir Hrafnsson og hann áttu langt tal saman eftir lokun og sagðist hann þá vera að vinna með Roger Chapman, fyrrum söngvara Family, um þessar mundir, en útskýrði það ekki nánar. Annars má geta þess til gam- ans, að Birgir taldi sig hafa séð Harry Nilsson á gangi þar um húsakynni klúbbsins og var uppnuminn af hrifningu. Þá heyrðum við dyraverði látið þess getið, að Jeff Beck sjálfur væri á staðnum en hann sást hvergi. Pelicanarnir Pétur og Jón sættu sig við það, þeir höfðu sjálfir farið á hljómleika hjá Ravi Shankar, þar sem George Harrison var kynnir og stjórn- aði hljómburði. ÓMAR VALDIMARSSON 0 Sunnudagur. 20. október. 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.