Alþýðublaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 6
Látinn maður rekur djöfulinn út: Don Gennaro var þekktur djöflasæringamaður i lifandi lifi. Þess vegna lagðist Liliana á gröf hans i þeirri von, að hann ræki illan anda út. ( ama hjúkrunarkonunnar 29. janúar 1942. Að kvöldi þess dags hóf séra Rodewyk djöflasær- ingarnar. Heródes og Barrabas hurfu, en Júdas og Kain neituðu að fara. Þeir voru þó útreknir um miðnætti. Þeir létu Mögdu í friði heilan klukkutima og hún var að niðurlotum komin eftir þessa baráttu. En þá bættust nýir djöflar við. Beelzebub og ári, sem kallaði sig Abu Gosch. Séra Rodewyk segir, að Beelzebub hafi sagst ganga næst Lúsifer að völdum. Þegar Abu Gosch hafði Mögdu á valdi sínu opn- uðust sár á líkama henn- ar og árinn fullvissaði prestinn um, að hann hyrfi ekki úr líkama hjúkrunarkonunnar með- an blóðið streymdi úr sár- unum. Presturinn gekk til „illa andans" og sár opn- aðist á hendi hans. Sár, sem gert var af ósýnileg- um höndum. Hann fann skyndilega til sársauka og blóðið rann um lófa hans. „Þá get ég farið", sagði Abu Gosch ánægð- ur, þegar hann sá blæða úr prestinum. Á páskadag börðust presturinn og djöfullinn í síðasta skipti. Bæði Be- elzebub og Lúsifer urðu að víkja úr líkama kon- unnar og Magda sofnaði værum svefni. „Á páskadag varð hún heilbrigð manneskja eins og aðrar", segir séra Rodewyk. Sálf ræðiprófessor við þýskan háskóla trúir því ekki, að Magda haf i verið haldin illum anda. Hann segir, að hún hafi þjáðst af kvalalosta og verið geðsjúklingur. En presturinn efast hvergi. „Djöfullinn vinn- ur oft sigur vegna þess, að menn eru hættir að trúa á hann og því getur hann áhættulaust birst um gjörvalla veröld". Van Dam lýsir því, hvernig þeir eru, sem djöfulóðir verða: „Yfirleitt hverfur illur andi út um munn fórnar- lambsins. Andardráttur- inn verður hraðari, hósti, ógleði og álíka eru fyrstu einkennin. Blóð, gröftur og dökkleit útferð er eitt einkennið. Komi andinn út um nasirnar fylgja blóðnasir. Blóðið er dökk- leitt og brennisteinsfnyk- ur fylgir. Mjög sjaldan kemur hinn illi andi út um eyrun. Oft hafa menn séð svarta fugla, leðurblökur eða flugur. Einnig heyr- ast oft dýrahljóð svo sem baul eða rýtur svína". Áhrif djöfulsins koma í Ijós, ef litið er á þá, sem léku í kvikmyndinni „Djöf lasæringarmaður- inn". Linda Blair, sem lék tólf ára stúlkuna, sem haldin var af illum anda eða Regan, frétti lát afa síns viku eftir að byrjað var að taka myndina. Jack MacGowran, sem lék eitt fórnarlamb skrattans fékk óvænt hjartaslag viku eftir kvikmyndatökuna. Jason Miller, sem lék Jesúítaprestinn, sem bauð sig skrattanum f ékk þær fréttir meðan á kvik- myndatökunni stóð, að sonur hans hefði slasast illilega. Max von Sydow, sem lék djöf lasæringamann- inn f rétti óvænt lát bróður síns í Svíþjóð. Ellyn Burstyn, sem lék móður hinnar djöfulóðu stúlku fékk alvarleg bak- meiðsli. Húsið, sem kvikmyndin var tekin upp í brann nótt eina og tryggingin var ó- gild. Þriggja metra há stytta af djöflinum hvarf á ó- skýranlegan hátt á leið- inni til Los Angeles — seinna fannsthún í Hong- kong. „Eintómar tilviljanir," segir William Blatty rit- höf undur. Og geðlæknirinn Julian Burn í New York segir: „Menn, sem halda, að þeir séu haldnir illum anda, ættu að láta aðgæta geðheilsu sína..." 0 Sunnudagur. 20. október. 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.