Alþýðublaðið - 30.10.1974, Side 3

Alþýðublaðið - 30.10.1974, Side 3
stöðumæli fyrir framan eigið hús Einn ibúa við Grettisgötu, Marinó Jóhannsson á Grettis- götu 42, sendi lögreglustjóra ný- lega bréf þar sem hann mót- mælir þvi, að hann hefur fengið stöðumælasektir á bifreið sina þar sem hann hefur iagt henni fyrir framan heimili sitt, á þeim tima þegar þvi hafði verið lýst yfir, aö sektum yröi ekki beitt að svo stöddu, en mönnum að- eins birtar aðvaranir um yfir- standandi breytingar við Laugaveg og Grettisgötu. Marinó segir ennfremur I bréfi sinu, að hann muni ekki greiöa nokkra sekt, sem hann eða fólk hans kann að fá á bifreiöar sinar við eða I nágrenni við húseign hans við Grettisgötu fyrr en fenginn er dómur um að honum beri að greiða þær. 1 samtaii við Alþýðublaðið sagði Marinó, að úr þessu máli hljóti dómstólarnir að þurfa að skera, hvort sem hann eða ein- hver annar ieggur út i mála- þras, og ennfremur benti hann á, að hann hefði ekki enn séð birtar tilkynningar með þeim hætti, sem venja er til um, þeg- ar gjöld eru lögð á menn, þ.e. I Lögbirtingabiaðinu eða Stjórn- artiöindum. i bréfi sinu bendir Marinó einnig á, að lóð hans sé ein af fá- um þar sem er innkeyrsla fyrir bifreið, en hún sé svo þröng, að hann eigi mjög erfitt með að leggja bil slnum þar, en hann er af stórri gerð. Þegar bilum er lagt ólöglega fyrir framan inn- keyrsluna, eðahandan götunnar, er ómögulegt að koma bilnum út úr stæðinu, og ennfremur er innkeyrslan svo þröng, að þegar blllinn er þar geta sorphreins- unarmenn ekki komist framhiá honum með sorptunnurnar og hreinsa þvi ekki við þetta hús. Af þessum ástæðum segist Marinó verða að leggja bll sln- um við götuna, þar sem nú er orðin gjaldskylda. Þá segir Marinó ibréfisinu, aö hið rausnarlega boð umferð- arnefndar um aðstoö við gerð bUastæða á lóðum við Grettis- götu, geti Ilklega fæstir Ibúanna þeglð vegna smæðar lóöanna. Þegar Alþýðublaðið ræddi við Marinó sagðist hann einnig hafa heyrt, aö ætlun borgaryfirvatda sé að taka leikvöll fyrir yngstu börnin, sem er viö Grettisgötu, undir bilastæði en koma upp leikveili annarsstaöar I grennd- inni. Guttormur Þormar hjá gatnamálastjóra staðfesti við blaðið I gær, að það hefði komið til tals, en þó ekkert ákveöið. En verði það gert, sagði hann, að fariö yrði út I makaskipti eða að kaupa lóð I grenndinni, — ætlunin sé alls ekki að útiloka börnin vegna blikkbeljunnar. Amundi ætlar að stefna félags- málaráðuneytinu og stjórn FÍH — Ég er alveg ákveðinn I þvi að stefna bæði félagsmálaráðu- neytinu og Félagi islenskra hljómlistarmanna, sagöi A- mundi Amundason, umboðs- maður, þegar fréttamaður blaðsins ræddi við hann i gær. — Vegna vinnubragða FIH og ráðuneytisins hefur fyrirtæki mitt orðið fyrir miklum skaða og álitshnekki, ekki aðeins hér- lendis, heldur og víöa í Evrópu, sérstaklega Englandi. Tildrög málsins eru þau, að á laugardaginn kom til landsins breska hljómsveitin John Miles Set, sem Jón Ólafsson, sá hinn sami og flutti inn Nazareth i ágúst s.l., hefur fengið til lands- ins. Amundi flutti þessa sömu hljómsveit inn fyrir réttu ári siöan I félagi við Magnús Kjartansson, pianóleikara hljómsveitarinnar Júdas. Þá mótmælti stjórn FÍH hingað- komu hljómsveitarinnar á þeim forsendum, að Ámundi væri að reyna að klekkja á Islenskum hljómsveitum, Jafnframt sagði Sverrir Garðarsson, formaður FIH, I samtali viö Alþýöublaðið 30. okt. i fyrra: — Við ætlum að stöðva alla þá, sem reka um- boðsmennsku i ábataskyni. Vis- aði Sverrir þar til 7. greinar laga um vinnumiðlun og 24. greinar reglugeröarinnar um sama efni, þar sem segir að óheimilt sé að reka vinnumiðlun i ábataskyni. Þáverandi félagsmálaráð- herra, Björn Jónsson, sagði þann sama dag i viðtali við Alþýðublaðið, að hér væri ekki um vinnumiðlun að ræða, held- ur atvinnurekstur. — Mér þykir athyglisvert i þessu sambandi, sagði Björn Jónsson þá, að FIH hefur ekki áður gert athuga- semdir við hljómsveitir, sem komið hafa erlendis frá i svip- uðum tilgangi. Það varð svo úr, að ráðherra veitti leyfi sitt fyrir komu hljómsveitarinnar I trássi við mótmæli FIH. 12. mars i ár skrjfaði Amundi félagsmálaráðuneytinu bréf, þar sem hann fór fram á at- vinnuleyfi fyrir bresku hljóm- sveitina Love Affair, sem fyrir- tæki hans hafði þá gert samn- inga við um þriggja vikna dvöl og skemmtanir hérlendis. Ráðuneytið synjaði erindinu á þeirriforsendu, að að kröfu FIH færi nú fram sakadómsrann- sókn á starfsemi Ámunda og réttmæti krafa FIH þar að lút- andi. Svo gerist það nú, að Jón Ólafsson fær þessa sömu hljóm- sveit til landsins og stjórn FIH hreyfir engum mótmælum. Það hefur verið stefna FIH, að sam- þykkja fyrir sitt leyti slikar at- vinnuleyfisveitingar, séu leyfin veitt með þvi skilyrði, að við- komandi hljómsveit taki ekki vinnu frá islenskum hljómsveit- um. Það segir Sverrir Garöars- son, að sé ennþá stefna stjórnar félags sins. Alþýðublaðið sneri sér I gær til félagsmálaráðuneytisins og spurði Jón Ólafsson, fulltrúa þar, hver væri munurinn á þvi að John Miles Set kæmi hingað nú og i fyrra. — Nú hefur ráðu- neytinu borist skýrsla úr Saka- dómi, þar sem er framburður þeirra Amunda og Sverris Garðarssonar, sagði Jón. — Um annað er eiginlega ekki að ræða i þeirri skýrslu. Samkv. lög- um ber ráðuneytinu að leita um- sagnar viðkomandi stéttarfé- lags þegar slikar umsóknir ber- ast. Ráðuneytið er ekki bundið af umsögn stéttarfélagsins, en yfirleitt er farið eftir henni, þótt dæmi séu um annað. Eins og Alþýðublaðið hélt fram i fyrra, þá ber allt þetta mál töluverðan svip af persónu- legum deilum Amunda og Sverris Garöarssonar. Þegar fréttamaður blaðsins ræddi við Sverri i gær, sagðist hann ekki vita að framburöur sinn og Ámunda væri kominn úr Saka- dómi og hann sagðist ekkert hafa vitað hver væri að flytja inn hljómsveitina, hvað þá að hann hefði vitað um hvaöa hljómsveit hafi verið aö ræða. — Mig minnir að Jón i ráðuneytinu hafi sagt að þetta væri „popp- hljómsveit”, sagði Sverrir, — en ég spurði aldrei hver væri að fá þá hingað, enda skiptir það mig ekki máli. Okkar stefna i þessu er hrein og klár og þá kemur ekkert málinu við hvort um er að ræða Ámunda eða Jón eða Pétur eða Pál. Fréttamaður blaðsins spurði Sverri þá hver munurinn væri á Ámunda og Jóni Ólafssyni I Keflavik og svaraði hann þvi til, að munurinn væri „liklega eng- inn”. Vegna þessa telur Amundi sig hafa orðið fyrir tilfinnanlegum tekju- og álitsmissi. Allsherjarstöðvun bátaflotans á SV-landi 20. nóvember? „Er ástand hjá bátaflotanum á þessu svæði nú svo alvarlegt, að þegar hefur fjöldi báta stöðvast, og ef þvi fer fram sem horfir, munu allir bátar á þessu svæði stöðvast mjög fljótlega”, segir i ályktun sameiginlegs fundar Ot- vegsmannafélags Suðurnesja, Hafnarfjaröar og Reykjavíkur, sem haldinn var i Hafnarfiröi s.l. laugardag. útvegsmennirnir samþykktu að boða til annars fundar eigi síöar en 20. nóv. n.k. og verði þá ákveðiö, hvort full- nægjandi lausn á vandanum liggi fyrir eða hvort óhjákvæmilegt reynist aö til allsherjarstöðvunar bátaflotans á SV-landi komi. 1 ályktun fundarins segir, að þrátt fyrir þær aðgeröir, sem gerðar hafa veriö og fyrirhugaðar eru af hálfu stjórnvalda til að tryggja rekstrargrundvöll sjáv- arútvegsins, sé fyrirsjáanlegt, að enn skorti mikið á, að rekstrar- grundvöllur bátaflotans á SV- landi sé tryggður. I ályktuninni segir, að ástæð- urnar fyrir þessu alvarlega á- standi séu ýmsar, einkum þó sú staðreynd, að aflarýrnun á þessu ári miöað við s.l. ár nemi um 36 af hundraði, sem sé um 23 af hundr- aði meira en meðalaflarýrnun á öllu landinu. Vegna hins slæma ástands hafi söfnun lausaskulda vaxið geig- vænlega og sömuleiðis vanskil á föstum lánum. Hafi þetta leitt til þess, að ýmsir aðilar hafi nú stöðvað viðskipti við útvegsmenn, en aðrir hafi þegar hafið inn- heimtuaðgerðir. Hinn sameiginlegi fundur Út- vegsmannafélags Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Reykjavikur, samþykkti að beina ákveðnum kröfum til rlkisstjórnarinnar um úrlausn á hinu alvarlega ástandi. Er þess m.a. krafist, að hraðað verði sem mest má athugun f jár- hagsstöðu útvegsins og afgreiðslu þeirra lána, sem heitið hefur ver- ið til að greiöa lausaskuldir og vanskil bátaflotans. Að nú þegar verði gerð sérstök athugun á af- komuhorfum bátaútvegsins á SV- landi með það fyrir augum að tryggja eölilegan rekstur flotans. Er tekið fram, að fundurinn telji augljóst, að framkomnar og fyrirhugaðar ráðstafanir rikis- stjórnarinnar nái hvergi nærri til að leysa þann vanda til frambúð- ar, sem útgerð á SV-landi eigi við að etja, enda sýni útreikningar, að þrátt fyrir þær ráðstafanir, sem nú hafa veriö gerðar, nemi tap bátaflotans, án loðnu, um 500 milljónum króna á ársgrundvelli, og sé augljóst, aö langstærsti hluti þess taps komi niður á báta- flotanum við SV-land vegna afla- brestsins. Þá bendir fundurinn á, „það hróplega misrétti, sem átt hefúr sér staö um langt árabil i útlánum opinberra sjóða, að þvi er varðar útgerðaraðila á SV-landi. Bendir fundurinn sérstaklega á útlána- starfsemi Byggðasjóðs, sem nær ekkert hefur lánað til útgerðar á SV-landi hin siðari ár, en þetta hefur m.a. orðið til þess, að end- urnýjun bátaflotans :i þessu svæði hefur verið litt framkvæmanleg”. Fundurinn krefst þess enn- fremur af rikisstjórninni, að bátar fái úr gengishagnaðarsjóði i hlutfalli við aflamagn og afla- verðmæti, ekki siður en skuttog- arar, og telur óeðlilegt, að hlutur báta i sjóðnum sé notaður til þess að styrkja togara, sem séu keppi- nautar báta um mannafla. Að lokum er lögð á það áhersla, að margendurteknar kröfur út- vegsmanna um eflingu Fiskveiði- sjóðs komi til framkvæmda þann- ig, að sjóðnum veröi fært aö lána út á eldi fiskiskip hæfilegan hundraðshluta miðað við mats- verðþeirra. Ennfremur er lögð á- hersla á, að afgreiöslu lána Fisk- veiðisjóðs, samkvæmt lánsloforð- um sjóðsins verði hraðað eins og unnt er. Tvö lönd með dýrara bensín Samkvæmt nýjum upplýsing- um, sem Félag Islenskra bif- reiðaeigenda hefur fengið frá alþjóðasambandi bifreiða- klúbba (F.I.A.), er bensinverð aðeins hærra i tveimur af helstu viðskiptalöndum okkar en hér á landi. Er þarna um að ræða Portúgal þar sem bensinlltrinn kostar kr. 51.20 og kr. 58.20 eftir styrkleika bensinsins (oktan- tölu), og ttaliu þar sem bensin- verðið er kr. 51.00 og kr. 53.00 hver litri. A tslandi kostar litr- inn kr. 49.00 eins og kunnugt er. I öðrum helstu viðskiptalönd- um okkar er bensinverðið þann- ig (oktantala er gefin upp i svig- um þar sem hennar er getið i upplýsingum F.I.A.): Austur- riki kr. 41.80 (97), Belgia kr. 42.90 (90-94), Danmörk, kr. 42.00 (93), Finnland, kr. 36.90 (92), Frakkland, kr. 45.00 (98), Bret- land, kr. 32.80 (94), V.-Þýska- land, kr. 39.40 (91-92) og kr. 43.10 (98), Japan, kr. 39.50 (91) og kr. 45.40 (98), Noregur, kr. 44.20 (93), Spánn, kr. 41.20 (96), Sviþjóð, kr. 38.50 (95), Sviss, kr. 36.40 (89-94), Bandarikin, kr. 17.40 og kr. 18.60, HoIIand, kr. 42.40 (89-94). Cargolux leigir þotu af Flugleiðum Flugleiðir h.f. hafa gert samn- ing við vöruflutningaflugfélagið Cargolux i Luxemborg um leigu — meö áhöfnum — á þotu af sömu gerö og þær, er halda uppi áætl- unarflugi Loftleiða. Þotan er af gerðinni DC-8 Super 63 og var hún afhent I Luxemborg s.l. föstudag. Annast hún vöruflutninga Cargo- lux milli Luxemborgar og Hong Kong fram I miðjan desember n.k. og veröa farnar þrjár ferðir i viku. Fyrstu fjórar áhafnirnar, þ.e. fjórir flugstjórar, fjórir aðstoðar- flugmenn og fjórir flugvélstjórar, fóru utan i siðustu viku. Rekstur Cargolux gengur tiltölulega vel. Auglýsið í Alþýðublaðinu: Sími 28660 og 14906 : Flugliðareru nú samtals 63, flest- ir Islendingar. Af þeim starfa 18 á annari leiguþotu af gerðinni DC-8- 55. Auk þess starfrækir Cargolux fimm vöruflutningavélar af gerð- inni CL-44. Sölukerfi Cargolux nær til fjar- lægra landa viðaum heim og hafa dótturfyrirtæki verið stofnuð i Hong Kong og Tokyo. Sölumann eöa söluskrifstofu hefur félagið og i Soul i Suður Kóreu, Singapore og Bangkok. Starfsmenn eru nú rúmlega 240, þar af 100 i viðgerða- og viöhaldsdeildinni á Luxem- borgarflugvelli og allt að 80 á skrifstofum félagsins. Námslánaþegar vinni við framleiðslustörf „Þá mótmælir fundurinn þvi fyrirkomulagi, sem i gildi er um skilyrði til námslána, þar sem þau eru bundin þvi, að námsmenn vinni sem minnst, en leggur þess i stað til, að námslán veröi aðeins veitt þeim, sem unnið hafa ákveðinn lágmarkstima við framleiðslu- störf”. Þannig hljóðar m.a. ályktun, sem samþykkt var á sameigin- legum fundi Útvegsmannafélags Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Reykjavikur, sem haldinn var á laugardaginn. I ályktuninni er komist að þeirri niðurstöðu, að höfuöorsök hinn- ar erfiðu afkomu báta á SV-landi sé skortur á hæfum sjómönnum til starfa. Þar segir ennfremur: „Astæður til þessa eru fyrst og fremst tvær: I fyrsta lagi hin mikla þensla i framkvæmdum i landi, sem dregur til sin vinnuaflið meö stórkostlegum yfirborgunum, sem sjávarútvegurinn getur ekki keppt við. Vegna þessa litur fundurinn svo á, að óhjákvæmilegt sé, að rikis- valdið vinni að þvi að takmarka framkvæmdir þannig, að um óeðli- lega samkeppni við sjávarútveginn verði ekki að ræða, en um það verður ekki deilt, að arðbærustu störf, sem unnin eru fyrir þjóðar- búið, eru fiskveiðar og fiskvinnsla. I öðru lagi stafar fólkseklan af hinni stórauknu skólagöngu ungs fólks, og telur fundurinn að breyta þurfi kennslutima i þeim skólum, sem heppilegast þætti, þannig að nemendur geti stundað vinnu á bátum og i fiskvinnslustöðvum a.m.k. i mars og april.” Miðvikudagur. 30. október. 1974. o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.