Alþýðublaðið - 30.10.1974, Síða 8
ÞEGAR CELTIC MÆTTI HIBERNIAN í ÚRSLITALEIKNUM í DEILDARBIKARNUM
Ekki er hægt að segja að
lifið hafi brosað við mark-
skoraranum mikla í Celtio
Dixie Deans f lok síðasta
keppnistímabils. Þá
veiktist hann skyndilega á
mjög dularfullan hátt/ með
þeim afleiðingum að hann
lamaðist bæði á höndum og
fótum. Héldu þá flestir að
frami Deans á
knattspyrnuvellinum hefði
fengið mjög dramarfskan
endi. Þessu var haldið
leyndu á meðan að
læknarnir við Royal
Alexandria Infirmary
sjúkrahúsið reyndu að
greina sjúkdóminn. Þeir
komust ekki að neinni
niðurstöðu og enn er þeim
hulin ráðgáta hvað varð
þess valdandi að Deans
lamaðist.
Ekki varð undrun lækn-
anna minni þegar lömunin
hvarf jafn skyndilega og
hún hafði komiðj Þeir
héldu rannsóknum sínum
áfram eftir að Deans hafði
fengið máttinn aftur og
létu hann gangast undir
allskonar próf. En það var
sama sagan, þeir komust
ekki að neinni niðurstöðu
og að lokum sögðu þeir
honum að hann mætti fara
heim.
„Þið getið ekki imyndað ykkur
hversu fljótur ég var að hypja
mig i burtu af sjúkrahúsinu”,
sagði Deans eftir þessa undarlegu
reynslu sina.
„Það var hryllilegt að liggja i
rúminu og geta hvorki hreyft
hendur ná fætur og hugsa um að
núna væri ég búinn að vera. Þetta
er sú hryllilegasta lifsreynsla
sem ég hef orðið fyrir um ævina
og um tima var andlegt jafnvægi
mitt i hættu.
En þá skeði kraftaverkið og
lömunin hvarf jafn skyndilega og
hún hafði komið og ég fékk mátt-
inn aftur”.
Eftir að Deans kom af
sjúkrahúsinu byrjaði hann strax
æfingar hjá Celtic og lagði mjög
hart að sér á æfingunum, jafnvel
eftir að æfingu var lokið hélt hann
áfram til að komast sem fyrst i
þjálfun aftur.
Núna er Dixie Deans aftur
komin i liðið, búinn að ná sinu
fyrra formi, og byrjaður að skora
mörk. A laugardaginn sigraði
Celtic Hibernian i úrslitaleiknum
i deildarbikarnum 6-3, og i þeim
leik skoraði Deans þrjú mörk og
virðist þvi vera búinn að finna sitt
fyrra form aftur.
Þess má geta til gamans að sá
sem flest mörk' hefur skorað i
deildarkeppni i Englandi hét lika
Dixie Deans og lék með Everton.
Það met verður sennilega seint
slegið, en á einu keppnistimabili
skoraði hann hvorki meira né
minna en 60 mörk i
deildarkeppninni.
Nýtt landslið Sovétríkjanna
mætir frum á miðvikudaginn
Landslið Sovétrikjanna
var ekki með í lokakeppni
heimsmeistaramótsins í V*
Þýskalandi og mátti segja,
að sl. ár væri rólegt fyrir
liðið. Það var rétt eins og
liðið og yfirþjálfari þess/
Konstantin Beskov, sem
tekið hefur aftur við starf-
inu eftir 20 ára hlé, hefðu
tekið sér frí til af-
slöppunar og til að stokka
upp í liðinu og skipuleggja
leik sinn.
t april og maf lék sovéska
landsliðið við landslið
Tékkóslóvakiu og Júgóslaviu.
Leikur sovéska liðsins var i
meðallagi eins og svo oft er á vor-
in og fór leikur Sovétrikjanna;
Júgóslaviu 1:0 Sovétrikjunum i
hag. En þegar tékkneska lands-
liðið sigraði hið sovéska með 1:0,
fór Beskov, þjálfari að leita nýrra
leiða til að hressa upp á leik liðs-
ins, þar sem hann vissi, að fyrsti
opinberi leikurinn átti ekki að
fara fram fyrr en i árslok.
Farið var að fylgjast með
knattspyrnumönnum i fyrstu og
annarri deild. Boskov fór að at-
huga leik fjölmargra ungra
knattspyrnumanna. Fylgst var
með leik margra þeirra i til-
raunaleikjum á leikvöngum i Pól-
landi, Hollandi og Italiu. Þegar
kom að þeirri stund, að skipað
skyldi I landsliðið i undankeppni i
Evrópu-meistarakeppninni, þar
sem Sovétrikin keppa við Irland,
hafði Beskov stokkað upp i liðinu.
Leikur Sovétmanna og Ira á að
fara fram i Dublin 30. október.
Siðasta æfing sovéska
landsliðsins var i Moskvu tveim
vikum fyrir leikinn við Irland,
þegar það keppti við búlgarska
liðið, hefðbundinn andstæðing
sinn, eða satt að segja búlgarska
tilraunalandsliðið. Reyndar mátti
segja, að, að sovéska liðið væri
lika tilraunalið. Nýir menn voru i
lykilstöðum sovéska liðsins. Hinn
23ára gamli Vjatseslav Losjúk úr
„Tsjernomoreta-liðinu” frá
Odessu var miðherji gegn hinum
reynda varnarmanni, Vladimir
Eaplitsi. Hinn 19 ára gamli
Vladimir Fedorov, leikmaður
„Pakhtakora” frá Tashkent var i
sókninni á móti öleg Blokhin,
besta knattspyrnumanni sl. árs
og Mikhail Ana úr sama liði var i
hlutverki bakherja. Hann stóð sig
ekki sem skyldi. Þessi
framúrskarandi knattspyrnu-
maður, sem leikur svo glæsilega
með sinu eigin liði, var óöruggur
við hinar nýju leikaðstæður.
1 leik þessum virtist nýja liðið
hans Beskov vera fremur sundur-
leitur hópur, en sóknarmennirnir
voru góðir. Hinn ungi Vladimir
Fedorov, sem hefur tilhneigingu
til að leika einleik, reyndist góður
mótleikari Oleg Blokhin. Þegar
Vladimir Onisjenko bættist i
hópinn i síðari hálfieik fór sókn
sovéska liðsins að bera árangur.
Áður eða á 58. minútu leiksins
urðu mistök Vjatsjeslav Lesjúk
og Nikolja Khúdijev, sem lék i
stað Vladimirs Troshkin, sem var
frá leik vegna meiðsla, til þess að
sovéska liðið varð af marki. En
þó að heildarleikur liðsins væri
ekki sem skyldi, þá átti það samt
meira I leiknum og búlgarska
vörnin gat ekki staðist leik fram-
varðanna þriggja. Hver þeirra
átti gott tækifæri oftar en einu
sinni, en búlgarski mark-
vörðurinn Jórdan Filippov var
frábær. Að lokum gaf Fedorov
knöttinn til Onisjenko, sem
skoraði mark og skildu liðin jöfn
1:1.
Sovéskir knattspyrnuáér-
fræðingar vörpuðu fram þeirri
spurningu, hvað hefði áunnist eft-
ir allar breytingarnar. Niður-
staðan varð sú að nýja liðið
mundi lagast smátt og smátt, þó
að miðjan væri ekki sem skyldi.
Hin sterka sóknarlina gerir
liðinu kleyft að búa sig
áhyggjulaust undir næsta
keppnistimabil, en þá verða
leiknar undanrásir i Evrópu-
meistaramótinu við lið Irlands,
Tyrklands og Sviss. Oleg Blokhin
er sá, sem ber af i liðinu. Hann
hefur skorað 17 mörk i
Sovétmeistarakeppninni I ár, og
enn er henni ekki lokið. Hann er
einnig sá, sem skorar oftast i
leikjum við erlend lið. Vladimir
Onisjenko er einnig framvörður
og nú þegar Vladimir Fedorov frá
Tashkent hefur bætst i hópinn,
má segja með fullri vissu, að þeir
hafi fengið verðugan meðleikara.
Segja má að Beskov þurfi ekki
að hafa miklar áhyggjur af
varnarlínunni. Hún verður
sterkari, þegar Revas
Dzodzúashvili, frá „Dinamó” i
Thilisi kemur aftur til leiks, en
hann hefur leikið 47 sinnum með
landsliðinu. Einnig eru nokkrir
góðir varnarmenn i varaliðinu.
Markmaðurinn Vladimir Pilgúi
úr „Dinamó” i Moskvu er smám
saman að öðlast ró og jafnvægi og
þar með er hann kominn i gott
form.
Það er aðeins miðjan, sem ekki
er nægilega góð og þetta vanda-
mál verður að lagast sem fyrst.
Takist það, ætti sovéska
landsliðiö að geta náð góðum
árangri i Evrópumeistaramótinu.
Úrslitin hjá
kvenfólkinu
lokatölur leiksins 18-5.
Þá mætti Ármann Vikingi og |
var það nokkuð jöfn keppni |
lengi vel. 1 fyrri hálfleik var
leikurinn mjög jafn og skildi að-
eins eitt mark liðin i hálfleik, en
þá var staðan 5-4 fyrir Armann.
1 seinni hálfleik léku Ar-
mannsstúlkurnar mjög vel og
tókst þeim að auka aðeins for-
skotið og sigra verðskuldað 10-7.
Eftir þennan ósigur Vikings
er ljóst að baráttan stendur hér
eftir milli Vals og Fram i mót-
inu.
A sunnudaginn voru leiknir
tveir leikir i m.fl. kvenna i
Reykjavikurmótinu I hand-
knattleik. Upphaflega áttu þeir
að vera þrir, en lið Þróttar
mætti ekki til leiks i leik sinum
við KR, sem þar fékk tvö auð-
unnin stig.
1 fyrsta leiknum sigraði Valur
1R stórt, I fyrri hálfleik geröu
Valsstúlkurnar strax útum leik-
inn og höfðu þær yfirburða stöðu
i hálfleik 10-2.
1 seinni hálfleik skoruðu þær
svo 8 mörk gegn 3 og urðu þvi
°l
Dixie Deans er byrjaður að skora
mörk aftur fyrir Ceitic.
Síöasti
leikurinn
A laugardaginn léku Fram
og Valur kæruleikinn á Mela-
vellinum, ekki er hægt að
segja að aðstæður hafi verið
góðar til að leika knattspyrnu,
SV rok og rigning. Leiknum
lauk með sigri Fram 2-1, eða
sömu úrslit og urðu fyrr i sum-
ar.
Það var Kristinn Jörunds-
son sem skoraöi fyrst fyrir
Fram, en Jóhannes Eðvalds-
son jafnaði fyrir Val.
Siðast I seinni hálfleik fékk
svo Framari boltann greini-
lega rangstæður, linu-
vörðurinn veifaði og allir
hættu. Dómarinn gerði sig
hinsvegar ekki likiegan til að
dæma neitt, heldur baðaði út
öllum öngum langt úti á velli.
Þá gerði Marteinn Geirsson
sér litið fyrir og sendi boltann i
markið án þess að Valsmenn
gerðu minnstu tilraun til
varnar. Urðu miklar deilur
vegna marks þessa og lauk þvi
með að Inga Birni Albertssyni
var visað af leikvelli, en aðrir
fengu að sjá gula spjald
sómarans.
Ingi Björn fékk að sjá rauða
spjaldið
o
Miðvikudagur. 30. október. 1974.