Alþýðublaðið - 30.10.1974, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 30.10.1974, Qupperneq 12
alþýðu mum Bókhaldsaóstoó meó tékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 r SENDIBILASTÖÐIN HF Dýraspítalinn Dýraspítalinn í Víð.dal er nú risinn af grunni og er hið snotrasta hús. Er það f okhelt og hef ur verið steypt og fínpússað gólf hússins og einangrun sett i veggi. Þegar við fórum þarna upp eftir, var ekki verið að vinna við húsið, en sýnilega er enn nokkuð í land, að það verði tekið í notkun. Mestu varðar þó, að húsið sé tryggilega varið fyrir veturinn og virðist svo komið, að unnt sé að Ijúka smíði hússins eða uppsetningu með eðlilegum hraða, hvernig sem viðrar. Mark Watson, fslands- vinurinn alkunni, gaf þessa höfðinglegu gjöf, en þetta er fyrsta dýra- sjúkrahús á fslandi. Hús- iðer um 100 ferm. að f lat- armáli. Fylgja því nauð- synleg tæki í dýraspítala, svo sem röntgentæki og fullkomin skurðstofa fyrir smærri dýr, þar með talin svæf ingartæki. Að öðru leyti er öllu mjög haganlega fyrir komið, enda öll gerð þessa einingahúss byggð á langri og mikilli reynsiu þar, sem dýrahjúkrun og dýravernd hefur verið raunhæfari en lengst af hérlendis. Blaðið hef ur áður skýrt frá gangi dýraspítala- málsins og ýmsum erfið- leikum, uns skarið var tekið af og gjöf þessi var þegin með þökkum af Reykjavíkurborg og bæj- ar- og sveitarfélögum í nágrenni borgarinnar. Borgin tók síðan að sér að leggja til lóð undir spítalann og sjá um upp- setningu og byggingu hans. Enda þótt mörgum þyki framkvæmdin ekki hafa gengið vonum hrað- ar er þó full ástæða til að fagna því, sem áunnist hefur. Er þess að vænta, að nú verði þess ekki langt að bíða, að spítalinn verði tekinn í notkun. tslandsvinurinn, Mark Watson. ■ Dýraspitalinn er risinn af grunni i ViOidal. t baksýn er BreiOholtiO. PIMM á förnum vegi Telur þú dýraspítalann til bóta? Erla Guömundsdóttir, kaup- kona: Ég á nú bara páfagauk, en mér þætti gott að eiga dýraspitalann aö. Hann hlýtur aö vera fagnaðarefni fyrir eig- endur dýra og dýravini. Július Maggi Magnús, versi- unarmaöur: Dýraspitalinn er fullkomin nauösyn. Ég hefi átt bæöi hesta og hunda, og myndi hiklaust nota hann, ef ég eign- aöist aftur dýr. Ekki hvaö slst ætti hann aö vera til stórbóta fyrir aöstööu dýralækna. Jóhannes Proppé, deildarstjóri: Ég myndi eiga hund, ef það væri leyfilegt, og að sjálfsögðu nota dýraspitalann, ef þörf geröist. Ég fagna honum, og tel þaö veigamikið uppeldisatriði að leyfa hundahald. Magnús Jónsson, 12 ára: Ég á kött, og ef hann yröi veikur, myndi ég fara meö hann á dýra- spitalann. Frank Cassata, kaupmaöur: Jú vissulega fagna ég dýraspltala. Ég á hund, og bið þess með óþreyju aö viö getum fariö saman út aö ganga, ef hunda- hald veröur leyft.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.