Alþýðublaðið - 28.11.1974, Side 1

Alþýðublaðið - 28.11.1974, Side 1
r ÞAO ERU SKYIN SEM DREIFA KANANUM TIL REYKJAVÍKURBÚANNA! FIMMTUDAGUR 28. nóv. 1974 - 240. tbl. 55. árg. ÞAÐ Á AÐ BÚA BETUR UM VARNAR- LIÐSMENNI í LEIÐINNI „Varnarliðsmenn búa við mjög lélegan húsakost á Keflavikurflugvelli og algengt er að þar séu fórir með hvert herbergi”, sagði Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri i varnarmáladeild utan- rikisráðuneytisins, i gær þegar Alþýðublaðið innt hann eftir ástæðum fyrir þvi að fyrirhugaðar eru byggingar á ibúðarhús- næði fyrir herinn, þrátt fyrir það að yfir 400 her- menn eiga nú að yfirgefa landið, en aðeins 270 búa utan vallar og munu koma þar i staðinn. „Það er eitt af þeim atriðum sem utanrikis- ráðherra samdi um við bandarisk stjórnvöld, að allir þeir varnarliðsmenn sem búa utan vallar nú, flytjist inn á völlinn eins fljótt og kostur er. Til þess að svo geti orðið þarf þó að byggja töluvert af nýju ibúðahúsnæði, þar sem það sem notast hefur verið við er algerlega óviðunandi og ekki þann- ig að fólk sætti sig við það i dag. Bygginga- framkvæmdir munu hefj- ast I vor”. Rannsoknin nær nú yfir allt landið Rannsóknin á hvarfi Geirfinns Einarssonar i Keflavik er nú að færast yfir i rannsókn, sem spannar allt landið. Lög- reglunni i Keflavik hafa borist fjöldi ábendinga um „huldumanninn” og skipta þeir einstaklingar, sem bent hefur verið á, tugum. 1 nokkrum tilvik- um hafa fleiri en ein ábending borist um sama einstakling og mun lög- reglan i Keflavik nú senda nöfn þeirra manna til lögregluyfirvalda i við- komandiumdæmum. Þau munu siðan kalla menn þessa á sinn fund og láta þá gera grein fyrir sér og sinum ferðum. Þegar kunningi Geir- finns ók honum til stefnu- mótsins hafði Geirfinnur á orði, að liklegast væri heppilegast, að hann mætti vopnaður á stefnu- mótið. Ekki varð kunn- inginn var við, að Geir- finnur væri vopnaður I þeirri ferð, en sem kunn- ugt er fór Geirfinnur einn til hins örlagarika stefnu- móts i siðara skiptið. Vitað er, að Geirfinnur hafði byssuleyfi og vitað er um eitt skotvopn i hans eigu, en það vopn fannst á heimili hans eftir að hann hvarf. Alþýðublaðið birtir hér að neðan aftur myndina af styttu þeirri, sem gerð var eftir lýsingu sjónar- votta á manni þeim, sem kom i Hafnarbúðina I Keflavik kl. 22:30 þriðju- daginn 19. nóvember sl. Og upplýsingar eiga að fara i sima 3333 i Kefla- vík. Hvert hún er að fara stúlkan i lopapeysunni, vitum við ekki. En er ekki mynd- in táknræn fyrir kauptiðina, sem nú er framundan, undanfara jól- anna? AÐBUN- AÐUR W A VINNU- STÖÐUM 112 „Ég hef sjáfur gengið úr skugga um að sjón- varpsgeislanum frá Keflavik er beint á haf út, en á fundi um daginn skýrðu bandarikjamenn okkur frá að þegar skýjað væri og skýjahæð um það bil 1500 metrar, þá gæti endurkast geislans af skýjunum náðst á tæki á Reykjavikursvæðinu”, sagði Páll Asgeir Tryggvason, deildarstjóri i varnarmáladeild utan- rikisráðuneytisins, I við- tali við Alþýðublaðið i gær, en eins og blaðið hefur áður skýrt frá sést hermannasjónvarpið enn viða i Reykjavik. „Það er hlutverk varn- armáladeildar að fylgjast með framkvæmd sam- komulagsins við Banda- rikin”, sagði Páll Asgeir ennfremur, „og við höf- um fullvissað okkur um að skermurinn er tengd- ur”. alþýðu OtM1\ GEIR FUGL hhðar x jSMJUNNÍ FRAMSÓKN í RÍKISSTJÓRN MYNDI EKKI FALLAST Á BREYTINGAR Á ÚTSENDING- UM KEFLAVÍKUR SJÓNVARPSINS SEGIR OLAFUR JOHANNESSON NÝJA MYNDASAGAN OKKAR HELDUR ÁFRAM í OPNUNNI ,,Við höfum ekki hugleitt málið að þessu leytu, enda tel ég litlar líkur að til- lagan verði sam- þykkt og því óþarft að bollaleggja það. Hins vegar tel ég, að i rikisstjórninni myndi Framsóknar- flokkurinn ekki fall- ast á að breyting yrði gerð á fyrri ákvörðun um lokun Kef lavíkurs jón- varpsins", sagði Ölafur Jóhannes- son, formaður Framsóknarf lokks- ins, í gær þegar Al- þýðublaðið spurði hann — vegna yfir- lýsingar Einars Ágústssonar, utan- rikisráðherra um að hann mundi segja af sér, ef sjónvarpstil- laga Alberts Guð- mundssonar yrði samþykkt — hvort samykkt tillögunnar yrði fráfaratriði af hálfu Framsóknar- flokksins i ríkis- stjórn. Aðspurður um það hvort þetta mál haf i borið á góma á ný- afstöðnu f lokksþingi Framsóknarf lokks- ins, sagði Ölafur: „Þar voru allir á einu máli um að Kef lavíkurstöðin eigi að vera lokuð áfram og engin rödd heyrðist á annarri skoðun."

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.