Alþýðublaðið - 28.11.1974, Side 2
STJÓRNMÁL
Af úlfseyrunum
þekkjast þeir
Alþýðubandalagið hefur um
alllangt skeið verið i mikilli
hugmyndafræðilegri úlfa-
kreppu, eða alla tið siðan
kommúnistarnir af gamla
skólanum hættu að þora að
mæra lærifeður sina i Kreml
upphátt.
A nýafstöðnum landsfundi
Alþýðubandalagsins átti að
ganga endanlega frá mikilli
stefnuskrá Alþýðubandalags-
ins, grundvallarstefnuskrá,
sameiningartákni þess fólks,
sem innan þess starfar og
styður það að málum. Stefnu-
skráin hefur verið um margra
ára skeið i smiðum og segir
það sina sögu um þá úlfa-
kreppu, sem Alþýðubandalag-
ið hefur átt i um langt skeið^
Áöur en landsfundurinn var
haldinn, skýrði Þjóðviljinn frá
þvi, að nú yrði stefnuskráin
loksins tekin til lokaaf-
greiðslu. En svo fór þó, aö á
landsfundinum var engin
samstaða um þá flokkslinu
sem mörkuð er i þessu margra
siðna plaggi. Alls bárust á
fundinum á annað hundrað
breytingatillögur við flokks-
linuna, sem engin leið reyndist
að taka til afgreiðslu á fundin-
um. Var þvi gripið til þess ráðs
að visa stefnuskránni til af-
greiðslu i miðstjórn flokksins
og þar með öllum breytinga-
tillögum, sem fram komu á
landsfundinum. Af þessu má
ráða, hvernig ástand rikir i
reynd innan Alþýðubanda-
lagsins. Það er langt i frá að
vera komið út úr hinni hug-
myndafræðilegu úlfakreppu.
Að afloknum landsfundinum
lýsti Adda Bára Sigfúsdóttir,
varaformaður Alþýðubanda-
lagsins, þvi yfir i viðtali við
Visi, að „skilgreining mílli
kommúnista og sósialdemó-
krata væri úrelt”. Hún sagði:
,,Við erum sósialistiskur
flokkur, hvort sem menn vilja
kalla sig kommúnista, marx-
iska, maoista, eða sósial-
demókrata”. Þá vitum við
það'.
f gær birtist svo leiðari i
Þjóðviljanum, þar sem gert er
að umræðuefni, hvers konar
flokkur Alþýðubandalagið sé.
Og verður ekki betur séð við
lestur hans en að allir
kommúnistarnir, marxistarn-
ir, maoistarnir og sósialdemó-
kratarnir” i Alþýðubandalag-
inu séu nú komnir i sýnu meiri
hönk með hugmyndafræðina
sina en þeir virtust áður. I um-
ræddum leiðara segir, að
Alþýðubandalagið visi af-
dráttarlaust á bug sem fyrir-
mynd þvi kerfi, sem mótar
stjórnarhætti i ÝMSUM rikj-
um, sem kennd eru við
kommúnisma. En hverjum?
Þvi er að sjálfsögðu látið
ósvarað. Þá er farið hinum
verstu orðum um sósialdemó-
kratiska flokka og er stefna
þeirra kölluð „uppgjafar-
stefna gagnvart auðvalds-
þjóðfélaginu”. Skyldi einhver
kannast við gamla tóninn frá
þeim Einari Olgeirssyni og
Brynjólfi Bjarnasyni? 1 eina
tið þorðu þeir og félagar
þeirra að játa hreinskilnis-
lega, hvert þeir vildu stefna i
stjórnmálum.
Framhald á bls. 4
Guðbergur og Þorgeir til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðsins
Dómnefndin um bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs hef-
ur valið eftirtalin rit til dómsúr-
slita við veitingu verðlauna
1975:
Danmörk:
Jörgen Gustava Brandt: „Her
omkring” (ljóð 1974).
Poul Orum- „Kun
sandheden” (1974).
Finnland:
Claes Andersson: „Rum-
skamrater” (ljóðabók 1974).
Hannu Salama: „Kommer
upp i tö” (skáldsaga 1972/74).
island:
Guðbergur Bergsson: „Það
sefur i djúpinu" (1973) og „Her-
mann og Didi” (1974, tvö fyrstu
bindi lengri skáldsögu).
Þorgeir Þorgeirsson: „Yfir-
valdið” (1973).
Noregur:
Jens Björnebo: „Haiene”
(1974).
Edvard Hoem: „Kjærleikens
ferjereiser (1974).
Sviþjóð:
Sven Delblanc: „Vinteride”
(1974).
Göran Palm: „Bokslut frán
LM” (1974).
Bókmenntaverðlaunum Norð-
urlandaráðs hefur verið úthlut-
aö árlega siðan 1962. Þau eru að
fjárhæð 50.000 danskar krónur.
Verðlaun ársins 1975 verða af-
hent 16. febrúar i sambandi við
23. þing Norðurlandaráðs i
Reykjavik.
Verðlaunahafinn verður val-
inn á fundi dómnefndarinnar i
Osló 21. jan. 1975.
Norðurlöndin leggja til tvo
fulltrúa hvert i dómnefndina.
Dómnefnd bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs er
þannig skipuð:
Danmörk:
Dr. phii. F.J. Billeskov Jan-
sen prófessor.
Dr. Torben Broström cand.
mag., lektor.
Varamaður:
Dr. phil, Sven Möller Kristen-
sen prófessor.
Finnland:
Fil.dr. Kai Laitinen.
Sven Willner rithöfundur.
Varamenn:
Irmeli Niemi, settur prófess-
or,
GENCISSKRÁNING
Nr. 216 - 27. nóvernbf r 1974.
Skráð frá EininK Kl. 13,00 Kaup Sala
26/11 1974 \ Bandaríkjadollar 117,00 117, 40
27/11 - 1 Sterlingspund 271,55 27 2, 7 5 *
- - I Kanadadollar 118, 45 118, 95 *
- - 100 Danskar krónur 2011,00 2019,60 *
- 100 Norskar krónur 2174, 80 2184,10 *
- - 100 Sœnskar krónur 2728, 65 27 40, 35 *
- 100 Finnsk mörk 3172,70 3186, 40 *
- - 100 Franskir frankar 2523,85 2534, 65 *
- - 100 Belg. frankar 313, 75 315, 05 #
- - 100 Svissn. frankar 4343,55 4362, 15 *
- - 100 Gyllinl 4532,95 4552,35 *
- 100 V. -Þýnk mörk 4743, 95 4764, 25 *
- - 100 Lfrur 17, 59 17, 67 *
- - 100 Austurr. Sch. 661,90 664, 70 *
- - 100 Escudos 472,60 474, 70 *
- - 100 Pesetar 206, 00 206, 90 #
- - 100 Yen 39, 01 39, 18 #
2/9 - 100 R e ikni ng 8 kr ó nu r - Vöruskiptalönd 99, 86 100, 14
26/11 * 1 Reikningsdollar- 117,00 Vöruskiptalönd Breyting frá síðustu skráningu. 117,40
Ingmar Svedberg ritstjóri.
tsland:
Olafur Jónsson ritstjóri.
Vésteinn Olason lektor.
Varamaður:
Andrés Björnsson útvarps-
stjóri.
Noregur:
Dr. philos. Arne Hannevik.
Dr. philos. Leif Mæhle pró-
fessor.
Varamaður:
Odd Solumsmoen bókmennta-
gagnrýnandi.
Sviþjóð:
Lars-Olof Franzén ritstjóri.
Per Olof Sundman rithöfund-
ur.
Varamaður:
Petter Bergman rithöfundur.
í hreinskilni
sagt
eftir Odd A. Sigurjónsson
Hlutleysi
Þeir, sem muna árin fyrir
siðari heimsstyrjöld, kann-
ast áreiðanlega við, að þá
kepptust þjóðir og einstakl-
ingar við að ástunda hlut-
leysi. Reyndar er nú siður en
svo að við styrjaldarógnirn-
ar hafi hlutleysið horfið af
yfirborði jarðar. En á þeim
tima skýrðust linurnar þó i
ýmsum efnum. Þegar til
kastanna kom reyndist flest-
um hlutleysi harla litil vörn
gegn hagsmunum stórveld-
anna og purkunarlaust var
þá traðkað rétti, ef svo bauð
við að horfa, nema bakvið
væri máttur, eins og t.d. hjá
Svium, til þess að verja hlut-
leysið með vopnavaldi. En
þó það sýndi sig, að hér væri
ekki um að ræða neina
„patentlausn” á vandamál-
um, sem upp koma þjóða i
milliá róstutimum, hafa æði
margir haldið dauðahaldi i
hugmyndina, sem að baki
felst, i öðrum efnum. Fyrir
löngu ætti þó hverjum og ein-
um að vera orðið ljóst, að
hlutleysi er hvorki vörn gegn
ranglæti né heldur til þess
fallið að andrúmsloft mann-
legra samskipta sé með öllu
eins æskilegt og vera þarf.
Ef menn hætta að þora að
segja hug sinn, enda þótt það
gæti komið fyrir, að of nærri
likþornum manna eða stofn-
ana væri komið, þá er nokk-
uö mikils misst, að minu
mati. Þá er komin fram i
dagsljósið myndin, sem spé-
fuglinn, Halldór Lax-
ness, dró af Ólafi Kárasyni,
sem skjálfandi af hlutleysi
fór til höfuðstaðarins, áleiðis
i tugthúsið! Jafnvel þótt
menn klæddust einhverjum
„þjóðernis- og menningar-
brókum” á sliku ferðalagi,
er hæpið, að förin yrði sér-
lega glæst, Það er reyndar
nokkuð erfitt að hugsa sér,
hvernig unnt er, að álpast
um ævileiðina með þvi að
blina stöðugt á sinn eiginn
nafla, og verða ekki fyrir
meiri eða minna hrakföllum.
Sennilega þyrfti nokkuð
langt að leita, til þess að
finna þjóðfélag þar sem
einskis væri ávant og full-
komið réttlæti ástundað. En
væri það „hlutleysisbrot” að
minnast á það, sem aflaga
fer, er hætt við að málið taki
að vandast. Þá er hætt við,
að næsta skref yrði að nota
hugtakið sem skálkaskjól og
til þess að dylja óæskilega
hluti og framferði þar bak
við. Og við höfum lika dæmin
deginum ljósari um, að hér
eru gullin tækifæri fyrir ein-
ræðishneigðir, að leika laus-
um hala. Auðvitað eru slikir
tilburðir oftast rækilega
grimuklæddir, að minnsta
kosti þegar ekki þykir annað
fært, en alls konar áróðri
laumað með, sem svo er
treyst á að smá
siist i hugskot fólks
og skjóti þar rótum.
Þannig er og hefur verið
unnt, að vefja svo héðin að
höfði, jafnvel sæmilega viti-
borins fólks, að það sér
heiminn gegnum lituð gler-
augu áróðursmeistarans. En
ef við á annað borð viður-
kennum, og hver hlýtur ekki
að gera það? að hægt sé
undir hlutleysisþvaðri að
skýja hugskot almennings,
rangtúlka staðreyndir og
þegja um misfellur, fer þá
ekki að verða mál að minn-
ast þess, sem skáldið sagði
svo spaklega? Sé drepinu
hlúð, visnar heilbrigt lif, en
hefndin grær á þess leiði.
jAuglýsið í j -Alhvíiiihl/iitinii" Sendlar ’^ÍT'“ eftir hade^i
HAFNARSTRÆTI 22 (Gamla smjörhúsið) SIMI 2-77-27. í28660!P lalþýðul Hafið samband við afgreiðslu | ■ mwi blaðsins. Sími 14900 111 nT>Tul
Hafnartjaröar Apótek
Afgreiðslutími:
Virka daga kl. 9-18.30
Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsingasími 51600.
BLÓMABÚÐIN
BLáMASKREYTlN&HR
ÞAÐ B0RGAR SiG
AOVERZLA í KR0N
Dúnn
í GlfEflDflE
sími 64200
0
Fimmtudagur 28. nóvember 1974.