Alþýðublaðið - 28.11.1974, Síða 5

Alþýðublaðið - 28.11.1974, Síða 5
■ Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir ASsetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28R00 Augiýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900 Prentun: Blaðaprsnt (SLAND ER EKKI BRASKVARA! „Alþingi ályktar, að stefnt skuli að þvi, að allt land verði alþjóðareign — eign rikis og sveitar- félaga — en bújarðir verði i eigu bænda, þegar þeir kjósa þann hátt fremur en að hafa lönd sin á erfðafestu. Riki og sveitarfélögum skal þó tryggður forkaupsréttur að öllu landi. Alþingi ályktar að leggja fyrir rikisstjórnina, að hún láti sérfróða menn semja frumvarp að lögum um eignarráð og eignarréttindi þjóðar- innar yfir byggðu landi og óbyggðu, fallvötnum, jarðhita og hvers konar námum og vinnslu verð- mæta úr jörðu, sem ekki eru þegar i eigu rikis eða sveitarfélaga. Glöggt verði kveðið á um, hvernig landareign og landnytjar skuli reiknast fyrir”. Þannig hljóðar þingsályktunartillaga, sem allir þingmenn Alþýðuflokksins hafa endurflutt á Alþingi um eignarráð þjóðarinnar á landinu, gögnum þess og gæðum. Fyrri ályktunartillögur þingmanna Alþýðuflokksins um sama efni hafa ekki hlotið afgreiðslu. En tillaga Alþýðuflokks- manna nú er heldur styttri og einfaldari i snið- um en hinar fyrri. Hins vegar er boðskapurinn sá sami og áður. Tillögur Alþýðuflokksins um eignarráð þjóð- arinnar á landinu, gögnum þess og gæðum, hafa eins og fyrr segir ekki hlotið afgreiðslu, en mætt harðri andstöðu einkum frá þingmönnum nú- verandi stjórnarflokka. Á hinn bóginn hefur til- löguflutningur Alþýðuflokksins um þetta efni vakið mikla og óskipta athygli meðal þjóðarinn- ar. Þar á boðskapur Alþýðuflokksins mikinn og vaxandi hljómgrunn. Alþýðuflokkurinn litur svo á, að það striði gegn hagsmunum alþjóðar — þjóðarheildarinn- ar — og réttarkennd alls þorra landsmanna, að land- og lóðaeigendur geti án minnstu hlutdeild- ar þeirra sjálfra stórhagnast á aðgerðum hins opinbera, svo sem skipulagningu þéttbýlis, vatnstöku, nýtingu varmaorku, flugvallargerð, vegalagningu o.s.frv. i þágu almennings. Umtal um, að ein bújörð i nágrenni Reykjavikur kunni að seljast fyrir 1500 milljónir króna, þegar hennar er þörf undir ibúðahverfi, er aðeins nýj- asta og grófasta dæmið um ástand þessara mála og það fáránlega óréttlæti, sem það getur leitt af sér. Núverandi ástand i þessum málum kallar á mikinn háska fyrir landbúnaðinn i landinu i kapphlaupinu um veiðiár og jarðir, sem veiði- réttur heyrir undir. Efnamenn þéttbýlis keppast nú um að ná undir sig slikum jörðum og raunar mörgum öðrum, ekki til þess að búa á þeim og stunda landbúnað, heldur til þess eins að nýta hlunnindi, geyma fé sitt, uns þeir geta stórgrætt á braski með jarðirnar siðar meir. Ekkert er þvi til fyrirstöðu eins og málum er nú háttað, að er- lendir auðkýfingar með islenska staðgengla að leppum geti keypt upp jarðir meðfram veiðiám eða aðrar jarðir, sem þeir kynnu að girnast. Nágrannar okkar á Norðurlöndum, Norð- menn og Sviar, sömuleiðis Skotar og írar, sem og Bandarikjamenn og Kanadamenn hafa ekki talið sér henta að hafa eignarráð fallvatna svo lausbeisluð eins og nú gerist hér á landi, en tekið þau ýmist i rikiseign eða rikisumsjá til að hindra brask einkaaðila með eftirsótt not þeirra, en greiða arð til landeiganda, ef eru, eft- ir arðskrá. Hér er um að ræða sameiginlegt hagsmuna- mál allrár þjóðarinnar. Það eru vissulega hags- munir þjóðarheildarinnar, að landið sé ekki braskvara i höndum peningaspekúlanta. Sambandi ungra jafnaðarmanna Umsjón: Lórus Guðjónsson Ályktanir 28. þings S.U.J. UM VERKALÍDSMÍL 1. Það blasir við, að útilokað er fyrir þá sem lægst hafa laun- in að framfleyta sér og fjöl- skyldu sinni af dagvinnutekjum, i hinni ört vaxandi dýrtið og stórrýrnandi tekjum. Þvi þarf Alþýðuflokkurinn að leggja höf- uðáherslu á að stórbæta laun hinna lægst launuðu, þannig að dagvinnutekjur nægi til fram- færslu meðalfjölskyldu. Til litils hefur verið barist i áraraðir fyr- ir 40 stunda vinnuviku, ef um leið og hún er orðin að veru- leika, verður að stórauka yfir- vinnu til að geta framfleitt með- alfjölskyldu, en sú staðreynd blasir nú við fjölda heimila. 2. Unnið skal að lögfestingu 5 daga vinnuviku fyrir alla laun- þega og ennfremur, að hver vika i orlofi verði reiknuð sem fimm virkir dagar. Lágmarks- orlof er nú 24 virkir dagar. Eðli- legt verður að teljast að orlofs- dögum fjölgi með hækkandi starfsaldri, og mætti i þvi sam- bandi benda á, að i mörgum til- fellum væri æskilegt að viðbót- arorlof eldri starfsmanna væri tekið að vetrinum. 3. Alþýðuflokkurinn skal með öllum ráðum vinna að þvi, að opinber gjöld verði ekki lögð á ellilaun né nauðþurftartekjur i neinum tilfellum. 4. S.U.J. hvetur jafnaðar- menn til að vinna að þvi, að allir lifeyrissjóðir launþega verði verðtryggðir, þannig að greiðsl- ur til lifeyrisþega haldist i sam- ræmi við almennt verðlag eins og það er á hverjum tima. 5. Komið verði á sérsköttun hjóna sem einstaklingar væru. Skattfrádráttur giftra kvenna er vinna utan heimilis, var hugsaður og reyndist i raun, sem mjög hvetjandi afl til að ná auknu vinnuafli út i atvinnulifið. Full ástæða er til að ætla, að einstæðar mæður, sem ekki geta hjá þvi komist að vinna utan heimilisins, til að afla sér og börnum sinum lifsviðurværis, ættu sem giftar konur að njóta skattfrádráttar. Við skattlagn- ingu verði og tekið tillit til ein- stæðra feðra. Við nýsköpun skattakerfisins ber að stefna að þvi, að skattprósenta sé það lág að hún fæli engan frá vinnu. 6. Þingið beinir þvi til Al- þýðuflokksins að hann beiti sér fyrir þvi, að skattalög og fram- kvæmd þeirra verði tekin til gagngerðar endurskoðunar og lagfæringar. 7. S.U.J. gerir þá eindregnu kröfu til heilbrigðis og öryggis- þjónustu, að eftirlit á vinnustöð- um verði hert og gert strangara, meðal annars með þvi að fella niður allar undanþágur frá ákvæðum laga og reglna þar um. 28. þing Sambands ungra jafnaðarmanna varar við þeim stefnuatriðum núverandi ríkis- stjórnar, sem miða að þvi að breyta verðbótakerfi (visitölu- kerfi), sem gilt hefur, og breyta þvi fyrirkomulagi sem gilt hefur um gerð kjarasamninga. Þær láglaunabætur, sem ákveðnar voru með bráðabirgðalögum rikisstjórnarinnar á s.l. sumri, gegna engan veginn þvi hlut verki að bæta lágaunafólki dýr- tiðina. Auk þess sem komið hef- ur i ljós, að bæturnar eru i reynd alls ekki einskorðaðar við lág- launafólk. Þingið dregur i efa, að núver- andi rikisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks muni i þessu sambandi gæta hagsmuna launþega. Á Islandi rikir óðaverðbólga og dýrtið um þessar mundir, sem ekki aðeins ógna efnaleg- um hagsmunum launafólks, heldur og félagslegum hags- munum þess. Þess vegna leggur þingið rika áherslu á, að Al- þýðuflokkurinn standi dyggan vörð um hagsmuni launafólks- ins i landinu. Að baki núverandi rikis- stjórnar standa hagsmunaöfl, sem telja rikisstjórnina tæki, sem beri að gæta hagsmuna þeirra. Ungir jafnaðarmenn ótt- ast, að fyrir þessum öflum vaki að koma i veg fyrir, að óhagstæð verðlagsþróun sé jafnóðum bætt i kaupgjaldi. Þeir óttast jafn- framt, að umrædd öfl vilji tak- marka möguleika verkalýðs- hreyfingarinnar á að knýja fram sanngjarnar og eðlilegar kröfur, i kjara- og félagsmálum á hverjum tima. Ungir jafnaðarmenn leggja rika áherslu á, að Alþýðuflokk- urinn styðji i hvivetna markaða stefnu verkalýðshreyfingarinn- ar til ofangreindra atriða. Al- þýðuflokknum berað heyja hina stjórnmálalegu baráttu verka- lýðshreyfingarinnar, sem hlýt- ur að miða að réttlátari og jafn- ari skiptingu fjármagnsins i þjóðfélaginu, auknu lýðræði og jafnrétti. (IM ATVINNULÝÐRÆOI 28. þing S.U.J. telur atvinnu- lýðræði vera að verða eitt mikil- vægasta svið verkalýðsbarátt- unnar, og skorar á Alþýðuflokk- inn að taka forustu um stefnu- mótun á þessu sviði. Bæði i verkalýðssamtökunum og á vettvangi landsmálanna. Fyrirtækjalýðræði, aðild alls vinnandi fólks að mótun ákvarðana um þann rekstur sem byggist á starfi þess, felur i sér að launþeginn sé virtur sem hugsandi vera. Markmið þess er að eyða öryggisleysi og tóm- leikakennd i starfi. Gefa laun- þegum á hverjum vinnustað tækifæri til að móta starfsum- hverfi sitt, og fá fullnægt þörf- um sinum fyrir heilsuvernd, slysavernd og öðru þess háttar. Einnig að bæta samskipti laun- þega við atvinnurekendur og nýta hugkvæmni hvers manns i þágu framleiðslunnar. Það er fyrst og fremst hlut- verk verkalýðshreyfingarinnar, að móta stefnuna i þessum mál- um, og knýja hana fram i samn- ingum. Opinberum aðiljum ber að styðja framkvæmd hennar meðal annars með þvi, að láta opinber fyrirtæki ganga á undan öðrum og þreifa fyrir sér um virka ákvörðunaraðild starfs- fólksins. En atvinnulýðræði spannar einnig yfir viðara svið og felur i sér almennt efnahagslýðræði, skipan alls atvinnulifsins i anda lýðræðis og jafnréttis. Hér koma til greina mál eins og jafnrétti vinnandi fólks alls staðar á landinu, jafnrétti karla og kvenna i atvinnulifinu, al- mennt atvinnuöryggi og at- vinnuöryggi bækiaðra og aldr- aðra, en þó fremur öllu réttlát- ari og jafnari skipting tekn- anna. Efnahagslýðræði þýðir að samfélagið snúist til varnar gegn þvi óréttlæti og ójöfnuði, sem óheft öfl vinnumarkaðarins leiða til. Efnahagslýðræði bein- ist einkum gegn óréttlátumsér- réttindum fjármagnseigenda, og það fær á endanum ekki sam- rýmst einkaeignarétti hinna mikilvægustu framleiðslutækja. En hin lýðræðislegasta skipan atvinnulifsins, er þó ekki að rik- ið hafi allan rekstur i sinum höndum, heldur þarf að dreifa efnahagsvaldinu þannig að starfsfólkið sjálft, fái sem rik- asta eignaraðild i atvinnu- rekstrinum. Þannig beinist krafan um efnahagslýðræði að valddreifingu i öllu atvinnulif- inu, eir.s og fyrirtækjalýðræði beinist að valddreifingu innan fyrirtækjanna. Hvort tveggja er i anda nútima lýðræðis og jafn- aðarstefnunnar. Frá aöalfundi Alþýðuflokksfélags ísafjarðar GESTUR HALLDÚRSSON KlðRINN FORMABUR Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Isafjarðar var haldinn 6. nóvem- ber sl. Nokkrir nýir félagar voru teknir i félagið á fundinum. Gunnlaugur Ó. Guðmundsson, fráfarandi formaður, flutti skýrslu félagsstjórnar og Niels Guðmundsson, gjaldkeri, gerði grein fyrir reikningum félagsins. A fundinum hafði Gunnar Jóns- son bæjarfulltrúi framsögu um bæjarmál og gerði grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum i heilbrigðismálum, ástandi i raf- orkumálum og skipulagsmálum kaupstaðarins. 1 nýja stjórn félagsins voru kjörin: Gestur Halldórsson, for- maður, Karitas Pálsdóttir, Jens Hjörleifsson, Sigurður J. Jó- hannsson og Snorri Hermanns- son. Varastjórn skipa: Bjarni L. Gestsson, Hólmfriður Magnús- dóttir og Þorgeir Hjörleifsson. Endurskoðendur eru Björgvin Sighvatsson og Ingibjörg Finns- dóttir, til vara Marias Þ. Guð- mundsson og Karitas Pálsdóttir. A fyrsta fundi hinnar nýkjörnu stjórnar skipti hún með sér verk- um þannig, að Sigurður J. Jó- Gestur Halldórsson hannsson var kjörinn ritari og Karitas Pálsdóttir gjaldkeri. Fimmtudagur 28. nóvember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.