Alþýðublaðið - 28.11.1974, Side 8
Verða tveir í kjöri
sem formannsefni á
þingi KSÍ um helgina?
# Ellert B. Schram hefur þegar ákveðið að gefa kost á sér.
# „Hef ekki tekið ákvörðun”, sagði Hafsteinn
Guðmundsson sem er líklegur til að fara í framboð
,,Það hefur jú verið orðað við
mig, að ég gæfi kost á mér til for-
mannskjörs, sagði Hafsteinn
Guðmundsson I Keflavík i viðtali
við Alþýðublaðið i gær i tilefni af
þeim orðrómi um að hann myndi
fara i framboð gegn núverandi
formanni KSl Ellerti B. Schram á
KSl þinginu um helgina.
En Ellert hefur þegar lýst þvi
yfir, að hann muni verða i fram-
boði aftur.
,,Hvað ég geri vil ég ekkert
segja um að svo stöddu,” sagði
Hafsteinn. ,,Það verður bara að
koma i ljós á þinginu. Þetta var
svona i fyrra lika þá voru ýmsir
aðilar, sem vildu að ég gæfi kost á
mér i formannskjörið en úr þvi
varð þá aldrei þá”.
Þá spurðum við Hafstein
hvernig honum litist á að fjölga
liðunum um tvö i 1. deild.
,,Ég er ekki hrifin af þvi eins og
málin standa nú, en nú á næstunni
verða teknir nokkrir nýir vellir i
notkun, má þar nefna Hafnar-
fjörð, Kópavog og tvo velli i
Reykjavik. Þegar þessir vellir
eru komnir i gagnið finnstmér
málið horfa öðru visi við”.
Nú hafa hinir erlendu þjálfarar
lýst þvi yfir að þeir telji nauðsyn-
legt að liðin hér fái fleiri leiki á
keppnistímabilinu, fái þau það
ekki sé litil von um að okkur fari
fram. Hvað um þetta atriði?
„Eins og ég sagði áðan þá er ég
mótfallinnfjölgun eins og málin
standa i dag, en það eru til aðrar
leiðir tilað fjölga leikjunum en að
fjölga i deildinni, Get ég nefnt
sem dæmi aðferðina hjá Skotum I
þvi sambandi. Þeir hafa á prjón-
unum áform um að fækka liðun-
um i 1. deild og taka upp f jórfalda
umferð. Þetta er lika hugsanleg
leið hjá okkur”, sagði Hafsteinn
að lokum.
Eins og hér kemur fram er Haf-
steinn á móti þvi að liðunum i 1.
deild verði fjölgað og er ekki ólik-
legt að þau félög sem eru andvig
fjölgun hyggist styðja við bakið á
honum i baráttunni við Ellert gefi
Hafsteinn kost á sér.
Ljóst er, að tillaga stjórnar KSl
um fjölgun I deildinni kemur til
með að verða mikið hitamál á
þinginu og ekki óliklegt að geti
komið til með að dragga dilk á
eftir sér.
Ellert B. Schram i baráttunni á knattspyrnuvellinum fyrr á árum.
Nú mun hann væntanlega lenda i mikilli baráttu á þingi KSÍ um
helgina.
HAF-
STEINN
BOÐAR
TIL
FUNDAR
Eitthvað mun sennilega
standa ti! hjá Hafsteini Guð-
mundssyni I sambandi við það
hvort hann muni gcfa kost á
sér sem formaður KSt á þing-
inu um helgina. tþróttasiðan
hefur það eftir áreiðanlegum
heimildum aö Hafsteinn sé bú-
inn að boða fund með utanbæj-
arfélögunum i Kópavogi á
laugardagsmorguninn til að
kanna viðhorf þeirra.
Lið Axels tapaöi
sínum fyrsta leik
og missti þar með af efsta sætinu
Lið Axels Axelssonar Danker-
sen tapaði slnum fyrsta leik um
siðustu helgi I deildarkeppninni
þýsku. Tapaði félagið fyrir neðsta
liðinu Hamburger SV, sem um
leið komst af botninum I deild-
inni, en félagið hafði aðeins hlotið
eitt stig i keppninni.
Viö þetta óvænta tap Danker-
sen komst Gummersbach i fyrsta
sætið. En úrslitin I norðurdeild-
inni urðu þessi:
Kiel—Gummersbach 18-19
Rheinhausen—Wellinghofen 19-18
Bad Schwartau -Phönix Essen
23-14
Hamburg SV—Dankersen 14-11
Staðan i norðurdeildinni er nú
þessi, þegar hvert leikið 5 leiki. félag hefur
stig mörk
Gummersbach 9 95:79
Dankersen 9 89:69
Wellinghofen Phönix Essen 6 95:86
(-eftir 6 leiki) 6 107:103
Bad Schwartau 5 74* 67
Kiel 5 91:93
Grambke 4 84:97
Hamburger 3 66:70
Rheinhausen 2 79:94
Hannover 2 71:93
1 suðurdeildinni gengur Göpp-
ingen mjög vel og sigraði stórt I
sinum leik um helgina, en úrslitin
þar urðu þessi :
Rintheim—Milbertshoffen 20-17
leikinn fyrr í vikunni
Huttenberg—Leutershausen 21-13
Steinheim—Butzbach 12-10
Groswallstadt—-Berlin 20-18
Hofweier—Rintheim 26-16
Göppingen—Milbertshofen 25-17
Staðan I suðurdeildinni er þessi
eftir 5 leiki: Göppingen 8 103:93
Huttenberg 7 90:73
Leutershausen 7 71:69
Steinheim 7 62:61
Rintheim 6 108:111
Hofweier 5 94:96
Groswallstad 5 82:81
Milbertshoffen 4 86:99
Butzbach 3 73:79
Berliner 0 63:80
Enn einu sinni urðu hrað-
upphlaupin okkur að falli
þegar hollenska kvennalandsliðið
sigraði það íslenska
Enn einu sinni varð islenskt
handknattleikslandslið að lúta i
lægra haldi, vegna þess hve liðið
var seint i vörnina. Þetta fengu
islensku handknattleiksstúlk-
urnar okkar að reyna i gær-
kvöldi þegar landsliðið okkar
mætti landsliði Hollands i
Laugardalshöllinni. Leiknum
lauk með eins marks sigri Hol-
lands 10:9, eftir að staðan hafði
veriö 6:4 i hálfleik þeim i vil.
Eins og áður sagði voru það
hraöupphlaup hollensku stúikn-
anna sem gerðu út um leikinn.
þvi þær skoruðu 6 af 10 mörkum
sinum úr hraðupphlaupum.
Landslið okkar byrjaði vel i
leiknum, komst fljótlega yfir
3:1, en þá fór allt I baklás og þær
hollensku skoruðu fjögur mörk i
röð áður en þvi islenska tókst að
skora aftur. Af þessum fjórum
mörkum voru tvö úr hraðupp-
hlaupum. Þá loksins kom is-
lenskt mark, en þær hollensku
voru fljótar að svara fyrir sig
með enn einu hraðupphlaupinu.
I seinni hálfleik kom nokkuð
góður leikkafli hjá islenska lið-
inu og þvi tókst að jafna, en fá-
dæma klaufaskapur hjá Is-
lensku stúlkunum varð til þess
að þær hollensku skoruðu næstu
þrjú mörk og komust i 10:7 og
tryggðu sér raunar með þvi sig-
ur I leiknum. Þó islenska liðið
skoraði tvö siðustu mörk leiks-
ins var sigur þeirra hollensku
aldrei i hættu.
Leikur islenska liðsins var
nokkuð tilviljanakenndur og
gerðu stúlkurnar sig sekar um
mörg ljót mistök i leiknum. Þá
er það mjög slæmt hjá liðinu
eins og áður er nefnt, hversu
lengi það var i vörnina.
Hollenska liðið lék mjög takt-
iskan handknattleik, þar sem
boltinn var látinn ganga mjög
hratt á milli, en það háði liðinu
greinilega, að engin langskytta
er I liðinu.
Leikinn dæmdu þeir Björn
Kristjánsson og Óli Olsen mjög
vel.
o
Fimmtudagur 28. nóvember 1974.