Alþýðublaðið - 28.11.1974, Page 12
alþýðu
I n RTíTtíl
Bókhaldsaðstoó meó tékka- KOPAVOGS APÓTEK
færslum Qpiö öll kvöld til kl. 7
BÚNAÐAR- Laugardaga til kl. 12
\A/ BANKINN
SENDIBILAS7ÖÐIN Hf
ALÞYÐUBLADIÐ HEIM-
SÆKIR VINNUSTADI
ADBUNAÐUR
F
A
VINNUSTAD
Alþýðublaöið mun í dag
og næstu blöðum heim-
sækja vinnustaði og ræða
við fólk, um hvernig á-
stand og aðstaða er á
vinnustöðum i dag.
Við byrjuðum á að líta
við í vélsmiðjunni Þrym,
og hittum þar fyrst fyrir
þá Jón Óliversson, lær-
ling í véivirkjun, og Guð-
jón Jónsson, rennismið.
Jón hafði þetta um að-
stöðuna að segja:
„Hér er mjög þröngt
um alla starfsemi, loft-
hæðin er of lág, og húsið
líklega ekki upphaflega
byggt fyrir smiðjurekst-
ur". Guðjón tók í sama
streng. Öskar Ólafsson
verkamaður sagði, þegar
hann var spurður um
hávaða, hvort hann væri
mikill, og hvort hann not-
aði eyrnahlífar: „Hann
er mismunandi, en gefur
oft verið ansi mikill. Ef
að keyrir um þverbak, þá
nota ég hlífar, en það
finnst mér hálf þving-
andi vegna gleraugn-
anna.
Hér er mjög þröngt eins
og þú sérð, og lítið pláss.
Hreinlætisaðstaða er hér
mjög góð, eins og þú
sérð, ef þú lítur fram í
kompuna þar sem
klósettið er staðsett".
Jón Kristinsson vél-
virki sagði eftirfarandi
um hávaðann: „Það er
stundum mikill hávaði,
en hlífar nota ég við og
við. Aðstaða er hér svona
og svona. Kaffistofan er
ágæt, en hreinlætisað-
staða lök".
Þá höfðum við tal af
Birni Gíslasyni, forstjóra
Þryms, sem í þessu kom
aðvífandi. Fer hér á eftir
það sem hann hafði um
aðbúnaðinn að segja, og
væntanlegar úrbætur í
þeim efnum. „í sam-
bandi við hávaðann og
varnir gegn honum, vildi
ég vekja athygli á því, að
við erum nú þegar búnir
að kaupa tvo umganga af
eyrnahlífum á mann-
skapinn, en þær eru bara
ekki notaðar, og heldur
ekki augnhlífarnai; sem
við sköffum, nema á
renniverkstæðinu. Ann-
ars er það um aðbúnaðinn
að segja, að ýmsa galla
sem koma fram í því
sambandi,, má rekja til
starfsmannanna sjálfra,
og hvernig þeir ganga
um. Hér er að vísu
þröngt, en þess ber að
gæta að þjónusta okkar er
geysi viðamikil, og mætti
eiginlega segja að við
hölf um f lotan um
gangandi. Ot á það fást
hins vegar engar fyrir-
greiðslur, og því fer sem
fer. Við fáum í sumum
tilfellum seint eða aldrei
greitt það sem við gerum
við fyrir útgerðina, en ef
gert er við skip erlendis,
fá þeir aðilar sem gera
við þar greitt undir eins.
Því er það að við erum
ekki í betra húsnæði.
Hreinlætisaðstaða er
kannski ekki upp á það
besta, en það stendur til
bóta, mjög fljótlega".
Þessu næst fórum við
yfir í Sindra, og tókum
tali nokkra menn, sem
unnu þar. Fyrstur fyrir
vörum varð Guðjón
Magnússon, eldsmiður.
Hann sagði: „Ég held að
aðstaðan sé hvergi sæmi-
leg, það er yfirleitt þann-
ig. Hér vantar mikið á, að
aðstæður séu normal.
Hvort ég noti heyrnahlíf-
ar? Ég heyri nú það illa,
að það væri hættulegt. Ég
hef unnið í öllum greinum
járniðnaðarins, og þetta
er örugglega versta vinn-
an, og sú verst borgaða,
sem hægt er að f á. Það er
allt hættulegt við þessa
iðn,, og hætta á allskonar
eitrunum, svo sem gas-
eitrunum og zinkeitrun-
um, og rafsuðuloft er tal-
ið mjög óhollt".
Jón Ó, Vilhjálmsson
kvartaði helst yfir því,að
lærlingar væru alltaf
settir í rafsuðuna, en
hann er að læra vélvirkj-
un". Það er frekar lítið
um að við lærum vél-
virkjun hérna", sagði
hann.
Birgir Ágústsson, vél-
virki, er trúnaðarmaður
verkalýðsf élagsins á
staðnum. Fer hér á eftir
það sem hann sagði. „Það
er baneitrað loft hérna
inni, og við verðum að
fara út annað slagið til að
lifa. Ástandið hér er svo
ferlegt, að þeir sem hing-
að koma f rá raf magns og
öryggiseftirlitinu, trúa
ekki sínum eigin augum,
og eru farnir að koma
með Ijósmyndara og láta
taka myndir, skýrslum
sínum til staðfestingar,
því annars myndi enginn
trúa þeim. En það er
sama hvað er skrifað
niður og hvað mikið er
kvartað, það er ekkert
gert í málunum. Við erum
nú búnir að standa í
þvargi í tvö ár, og ennþá
hefur ekkert gerst. Það
strandar allt á kerfinu.
Verkalýsðfélagið getur
ekkertgert, Oryggiseftir-
litið ekkert, enginn getur
eða vill gera neitt.
„Þetta ástand hefur nú
alltaf verið mjög svipað í
vélsmiðjunum, síðan ég
man eftir", sagði Ásgeir
Einarsson, forstjóri í
Sindra. En upp á síðkast-
ið hefur þetta verið
magnað mjög upp, og
menn eru farnir að sjá
mengun í öllu. Annars er
það rétt, að vélsmiðjan er
sem slík ekki hentug f yrir
þau verkefni, sem við
höf um tekið að okkur upp
á síðkastið eins og það
sem við höfum smíðað
fyrir Straumsvík og
Kísiliðjuna. Málið er bara
þannig, að við þyrftum að
geta stækkað eða aukið
við okkur, en til þess
þyrftum við að njóta auk-
innar fyrirgreiðslu frá
ríkinu. Iðnaðinum er bara
ekki treyst fyrir pening-
um. Annars er ég einmitt
að fara á fund í kvöld,
þar sem þessi mál mun
bera á góma, og Gunnar
Thoroddsen verður fyrir
svörum. Ég hafði einmitt
ætlað að spyrja hann
rækilega út úr um
rekstursmál járniðnaðar-
ins".
FIMM á förnum vegi--------------------------;-------------------------
Á að lækka kosningaaldurinn í 18 ár?
Jón Ingi Baldursson, barþjónn:
„Jú af hverju ekki? Það er ekk-
ert vitlaust að leyfa ungu fólki
að ráöa einhverju um þetta.”
Hjördis Eyjólfsdóttir: „Það veit
ég ekkert um. Ég hef ekkert
hugsað um það.”
ólafur ólafsson: „Alveg hik-
laust.”
Gunnar Þórðarson, verkamað-
ur: „Já endilega, bara til að fá
skoðun unga fólksins á málun-
um.”
Asta Jónsdóttir, húsmóðir:
„Mér finnst það allt i lagi.”