Alþýðublaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 1
SSUNNUDAGS- LEIÐARINN TJÖRNIN Enginn, sem þekkti Reprogle, fyrrverandi sendiherra á Is- landi, mun láta sér annað til hugar koma en að honum hafi gengið gott eitt til, er hann gaf fé til þess, að reistur yrði gos- brunnur i Tjörninni i Reykjavik. Þaö er meira að segja áreiðan- legt, að með þessu vildi hann sýna Islendingum og Reykvik- ingum sérstaklega velvild og þakklæti fyrir dvöl á Islandi, sem að visu var stutt, en hann taldi hafa verið ánægjulega. Hann, eins og fleiri, hafði yndi af gönguferðum um Hljóm- skálagarðinn og umhverfis Tjörniría. Eflaust hefur hann fengið hugmyndina á slikri gönguferð. En til þess verður ekki ætlast af erlendum sendiherra, að hann geri sér þess grein, að Tjörnin skipar sérstakan sess i hugum Reykvikinga, þeirra, sem alist hafa upp við hana, eins og hún er, og eiga þá eðli- legu ósk, að hún fái að vera á- fram, eins og hún er. Það er ekki heldur eigingirni, heldur heilbrigt sjónarmið, þegar margir þeirra a.m.k. vilja, að afkomendur þeirra fái að njóta fegurðar og friðsældar Tjarnar- innar með sama hætti og þeir sjálfir. Reykjavik er ungur bær, barnungur i samanburði við höfuðstaði allra nálægra landa. Tjörnin er eitt af þvi fáa, sem einkennt hefur þennan litla bæ frá upphafi hans. 1 grundvallar- atriðum hefur hún verið eins og hún er núna. I augum núlifandi manna hefur hún a.m.k. verið svo að segja óbreytt. A hún ekki að fá að vera eins i augum af- komenda okkar? Verður gildi hennar ekki meira i augum þeirra, ef þeir vita, að þessi fagri vatnsflötur, gróðurinn umhverfis hann, fuglarnir, bakkarnir, umhverfið, er eins og það var, þegar fyrri kynslóð- ir nutu þar friðsældar og fegurð- ar? Gosbrunnur i Tjörninni, að ekki sé talað um, ef hann yrði litskreyttur, mundi breyta svip hennar. Á þvi enginn vafi leikið. Sú Tjörn, þar sem væri annars vegarhólmi, heimkynni kriu, og hins vegar hár vatnsstrókur, baðaður marglitu rafsljósi, væri ekki sú Tjörn, sem þeir, sem nú búa i Reykjavik, hafa alist upp við og vilja, að afkomendur þeirra erfi. Segja má, að hér sé um að ræða tilfinningasjónarmið Reykvikings. En skoða má mál- ið frá viöara sjónarmiði. Hér er um að ræða þátt alkunns vanda- máls, sem lýtur að fegurðar- smekk og skoðunum á umhverf- ismótun. Flestir munu sam- mála um, að Tjörnin og um- hverfi hennar sé fagurt, eins og það er. Gosbrunnar, baðaðir marglituðum ljósum, geta einn- ig verið mjög fallegir. En er það ekki annars konar fegurð? Á þessi tvenns konar fegurð heima á einum og sama stað? Þessu ber að svara neitandi, að dómi þess, sem þetta ritar. Þess vegna á gosbrunnur ekki heima iTjörninni. Hann ætti i rauninni fremur heima alls staðar ann- ars staðar i Reykjavik. Sem betur fer hefur athygli manna á siðari árum i vaxandi mæli beinst að nauðsyn þess, að spilla ekki náttúruverðmætum og varðveita gömul umhverfis- verðmæti. Eins og oft vill verða, þegar mikilvæg mál eru á dag- skrá, hefur, bæði hér og annars staðar, hlaupið talsvert ofstæki i umræður um þessi mál og ýmis sjónarmið orðið að trúaratrið- um, þannig að spillt hefur fyrir heilbrigðum viðhorfum i þess- um efnum i augum venjulegs, skynsams fólks. En andstaða við marglitan gosbrunn i Tjörn- inni á ekkert skylt við neins kon- ar ofstæki eða sérvisku. Undir- staða hennar er heilbrigð tryggð við gömul menningarverðmæti og sanna fegurð. GÞG Sunnudagur 1. des. 1974 - 243. tbl. 55. árg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.