Alþýðublaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 2
BRflMBQLT UMSJÚtí: GJ5L/ 5VEIWW LDFT55QLI „KONUNGAR JASSINS" sækja okkur heim Hingað kemur á þriðjudaginn bandariska jass- hljómsveitin „Kings of jass” og munu þeir halda hér tvenna hljómleika. Kings of Jass koma hingað til lands beint frá Bandarikjunum á leið sinni til Skandinaviu og Bretlandseyja, þar sem hljómsveitin mun leika viðs vegar. Hljómleikarnir munu verða haldnir i Sigtúni, og verða þeir á þriðjudags-og miðvikudags- kvöld. Byrja fyrri tónleikarnir kl. 20.30, en hin- ir seinni kl. 21. Konungar jassins koma hingað til lands á vegum Umboðsskrifstofu Ámunda, en hann hefur staðið i þvi að undanförnu, að ná samningum um hingaðkomu þeirra. Almennt er talið, að „Kings of jass” séu mjög góðir, en hljómsveitina skipa átta hljóðfæraleikarar, allt saman mjög færir náungar á sinu sviði, og hafa sumir hverjir áður leikið með þekktustu jassleikurum heims, eins og t.d. Benny Good- man og Woody Herman. Hljómsveitarstjóri „konunganna” er Pee Wee Erwin, en hann hefur áður leikið með Benny Goodman, Ray Noble og siðast með Tommy Dorsey. Hann er talinn einn af fremstu trompetleikurum Bandarikjanna, og hefur leikið á trompet siðan að hann gat valdið hon- um, þá fjögurra ára. Þá leikur einnig á trompet, Bernie Privin, en hann hefur i gegn- um árin leikið með Benny Goodman og fleir- um. Kenny Davern leikur á Sópransaxófón, en hann var kjörinn besti sópransaxófónleikari heims á siðasta ári, og hefur leikið viða, og töluvert spilað i sjónvarpsþáttum. John Mince leikur á klarinett, hann hefur áður leikið með Glen Miller Band og Ray Noble. Ed Hubble, leikur á trombone, og hefur leikið með ekki minni mönnum en Eddie Condon, Fats Waller og Louis Armstrong. Hann hefur einnig leikið með „WORLDS GREATEST JASS BAND. Dick Hyman spilar á pianó. Hann hefur áður spilað og unnið með, Perry Como, Count Basie og Doc Severinsen (Tonight show), og nú ný- lega verið stjórnandi hjá David Frost. Major Holley þenur bassann. Hann hefur unnið með Ellu Fitsgerald og Oscar Peterson, og er talinn af bestu kontrabassaleikurum i heimi. Húðirn- ar lemur siðan maður að nafni Cliff Leeman. Hann hefur unnið með flestum fremstu jass- hljómsveitum Bandarikjanna, og er mjög eftir- sóttur. Þá ættum við að vita nánari deili á „Kings of jass;' og ekki annað eftir en að hvetja alla jassunnendur til að gripa gæsina meðan hún gefst, það er ekki oft sem svona rekur á fjörur þeirra, en eins og af framan sögðu sést, er ærin ástæða til að búast við góð- um tilþrifum og skemmtilegri sveiflu i Sigtúni á þriðjudags- og miðvikudagskvöldið. PELICAN í PLÖTUUPPTÖKU... Pelican hafa í bfgerö upptöku á nýrri plötu, og halda þeir væntanlega utan í janúar. Upptökurnar munu veröa framkvæmdar á sama staö og fyrsta platan, i Shaggy dog studios, I Bandaríkjunum, en þeir fé- lagar munu vera mjög ánægöir meö hvernig til tókst hjá upptökumönnunum þar vestra meö „Upptekn- ir”. Gfniö á þessa plötu mun nú aö mestu vera búiö aö grófvinna, þ.e.a.s. gera þaö tilbúiö undir stúdó- vinnuna, og hefur þaö gengiö mjög vel. öruggt má telja, aö þessi plata veröi töluvert frábrugöin fyrstu plötunni, enda var þaö ætlunin strax frá þvi aöhafist var handa viö gerð laganna. Þær breytingar munu verða helstar, aö nú mun talsveröur hluti laganna veröa eftir þá Björgvin og Jón, en þeir hafa samiö talsvert saman að undanförnu. Lögum þeirra til mótvægis munu svo væntanlega koma lög eftir Ómar og Ásgeir. Ekkert lag mun Pétur Kristjáns ætla sér aö semja, og hefur hann þaö sér til afsökunar, að nóg sé af lagasmiöum i hljómsveitinni fyrir, þó aö hann fari ekki að blanda sér þar I. OG FÆREYJAFERÐ Mikið hefur veriö aö gera hjá Pelican aö undanförnu, en þeir munu þó á næstunni gcfa sér tima til aö fara i hljómleikaferöalag til Færeyja. Er ætlunin, aö þeir haldi utan þann 8. desember, og dveiji þar i nokkra daga. A meðan á dvöl þeirra stendur, munu þeir halda eina hljómlcika, og spila fyrir fjórum dansleikjum. Þeir hafa allir komiö áöur til Færeyja, og þá sem meðlimir i öðrum hljómsveitum, og munu þeir þvi vera vel kynntir þar. Þá hefur lagiö „Jenny Darling” gert þaö mjög gott I Færeyjum. O'rt OG jaWUkÐ ELTON JOHN FLÝGUR YFIR Elton John var tilbúinn til þess aö mæta hér uppi á islandi þann 7. desember næst komandi. Ætlaöi hann aö koma hér viö á leiö sinni frá Ameriku, þar sem hann er á hljómleikaferðalagi um þessar mundir, og halda hér einn konsert eöa svo. Jón Ólafsson, sá er sá um hingaö- komu Nasareth haföi I hyggju aö taka á móti Elton, og sjá um hljómleikahaldiö i sam- vinnu viö Ámunda, en af þvi mun sennilega ekki veröa, sökum þess, aö Ámunda finnst of litill timi til undirbúnings til stefnu, auk þess sem hann stendur I öðru (sjá ofar). Hætt er við aö mörgum finnist hér góöur möguleiki fara fyrir litið, og það meö réttu, þvi óneitanlega heföi það verið viðburður ársins ef af hljóm- leikunum heföi orðið. Elton John hefur á þessu ferðalagi sinu, eigin þotu til umráöa, og hefði þessi viðkoma hans hér á leiöinni heim til Englands veriö mjög hagstæö fjárhags- lega séö, og giskar Brambolt á, að miöaverö, ef hljómleik- arnir heföu veriö haldnir I HöIIinni heföi ekki þurft aö fara yfir 1600 krónur stykkiö. Nær öruggt má telja, að unnt sé aö tvifylia höllina, eöa allt aö þvi, ef Elton John træði þar upp. En Brambolt hefur ekki gefiö upp alla von, og mun nú á næstunni athuga, hvort ein- hverjir aörir aöiljar séu ekki til I tuskiö, þó að þaö sé fremur óliklegt, þar sem þrjár vikur eru minnsti Umi sem reyndir menn geta hugsað sér aö fari i undirbúning. Ef af hingaökomu hans yröi ein- hvern tima seinna, og hann þyrfti að gera sér ferö hingað sér, mætti reikna meö aö miöaverð yrði ekki undir 2000 kr. Kemur þar til tilkostnaöur viö flutning tækja og annað slikt. SML&mGM Sunnudagur 1. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.