Alþýðublaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 6
Böðullinn í Chile er fyrrverandi SS-ofursti hann neitaði því, að bera nokkra ábyrgð á þessum f jöldamorðum. Hann sagðist aðeins hafa fylgt skipunum yfirmanna sinna og sjálfur vera fórnarlamb styrjaldar- innar. Rauf ofursti er hins vegar einkavinur Pinochet hershöfðingja — yfirmanns herforingja- stjórnarinnar — og það liggur í augum uppi, að Rauf hef ur unnið bak við tjöldin svo mánuðum skiptir og lagt á ráðin um endurreisn friðar og reglu í Chile. Það er hversdagslegt, að þúsundir manna séu handteknir í Chile dag- lega eins og var á nasista- tímabilinu í Þýskalandi. Eftir sigurinn í septem- ber töldust fórnarlömbin minnst 10 þúsund og ekki minna en 50 eru felldir vikulega eftir þvi sem hálfopinberir aðilar í Washington segja. Chileenski sendi- herrann í Bandaríkj- unum, Walter Heitman hershöfðingi, fékk yfir sig reiði- og mótmæla- öldu, þegar hann hélt því f ram í samtali við sænska sendiherrann fyrr- verandi, Harald Edel- stam, að hann hefði ekki komið auga á eitt einasta lík og tryði því hreinlega ekki, að nokkur maður hefði fallið í valdatök- unni. Harald Edelstam, segir hins vegar, að milli 10 og 15 þúsundir hafi fallið og þessar tölur eru nokkurn veginn í samræmi við CIA-skýrslu (CIA er bandaríska leyniþjón- ustan), sem greinir frá því, að um 11 þúsundir manns hafi fallið frá september til desember 1973. AFTÖKUR Chile-búar, sem eru í útlegð í London gefa upp mun hærri tölur og telja að fallnir séu um 40 þúsund alls. í ofanálag bætast við 2000, sem voru teknir af lífi eftir leyni- legar yfirheyrslur um júlílok 1973. Ef ber að rita þessa blóðugu kafla í suður- ameriskri sögu er rétt að taka tillit til þess að um 30 þúsund börn urðu foreldralaus og 25 þúsund stúdentar geta aldrei lokiðnámi sínu. 200 þúsund manns misstu vinnuna af pólitískum ástæðum. Fréttaritari bandaríska blaðsins Newsweek, John Barnes, hefur verið gagnrýndur mjög af The Wall Street Journal fyrir f rásagnir sínar af presti í Santiago, sem tók við rúmlega 2700 líkum í upphafi valdabyltingar- annar. Nú hrósa bandar- iskir fjölmiðlar Barnes fyrir greinar hans. KVALAMIÐSTÖÐ Tala fanga, sem inni sitja vegna stjórnmála- skoðana sinna hefur lækkað allverulega frá 18 þúsundum í desember og að 8 til 10 þúsundúm í apríl 1974, en það þarf þó ekki að merkja það, að SS-foringinn Rauf noti sér síður fágaðar aðferðir. Eftir því sem breska blaðið The Observer segir eru sex kvalamiðstöðvar í Santiago. Gri mmdarverkin eru framin í herbúðunum við Cerro Chena, Tacna og Tejas Verdes. Loft- varnarstöðin El Bosque, kjallarinn undir varnar- stöðinni og gamalt sjúkrahús í Londres Street 38. _ Aðferðirnar við píslirnar eru þessar venjulegu, raflost, tilbúnar aftökur, stöðugt bundið fyrir augun og margreynt að drepa fangann með því að drekkja honum auk fínni aðferða, sem þekktar eru frá Brasilíu. Fjórir fimmtu hlutar þeirra 70 þúsunda, sem teknir voru eftir valdabyltingna og haldið í sólarhrings varð- haldi eða meira, hefur aldrei verið stefnt fyrr dóm. Kúgunin í Chile held- uráfram og álit um- heimsins hefur engin áhrif á herforingja- stjórnina. Stjórn hennar var frá upphafi fasistísk. Nýlega gerði herfor- ingjast jórnin Walter Rauf yfirmann andstöð- unnar gegn starfsemi kommúnista. Rauf er fyrrverandi ofursti í SS ( stormsveitunum þýsku) og hann eys stanslaust af brunni fyrri reynslu sem yfirheyrsluforingi, kvalasérf ræðingur og böðull. Meðan heims- styrjöldin síðari geisaði var hann þýskur sérfræð- ingur í þessum efnum og afmáði þúsundir Gyðinga í þýskum einangrunar- búðum.... Eftir heimstyrjöldina síðari var Rauf ofursti kærður af vestur-þýskum stjórnvöldum fyrir að bera ábyrgð á morði á 90 þúsund Gyðingum. Hann slapp, því að Chile neitaði að framselja hann og Sagterað yfirmaöur andspyrnuhreyfingarinnar gegn kommúnistum f Chile, Walter Rauf, hafi rúmlega 90 þúsund látna Gyðinga á samviskunni. o Sunnudagur 1. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.