Alþýðublaðið - 07.12.1974, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 07.12.1974, Qupperneq 2
BÆKUR TIL BLADSINS Árásin Arásin mikla eftir Walter Lord í þýöingu Björns Jónsson- ar, skólastjóra, er komin út hjá Setbergi. Þetta er sannsöguleg lýsing, sem byggð er á viðtækri heimildakönnun um einn hrika- legasta þátt siöari heimsstyrj- aldarinnar, árásina á Perluhöfn. Höfundur dregur viða að i könnun sinni og birtir bæöi áður skráðar og óskráöar heimildir, bæði frá Japan og Bandarikjunum. Þannig er at- buröum lýst frá sjónarhorni beggja aöila. Lesandanum er fenginn staður i flotadeild Japana og þaðan getur hann fylgst með öllum viöbrögðum, uns komiö er að marki. Enn er lesandinn leiddur i flotastöðina sjálfa áður en árásin brast á og fylgist þar meö hinum ægilegú atburðum. Skipabókin Almenna bókafélagið hefur gefið út SKIPABÓKINA og er hún gefin út i samvinnu viö sama frumútgefanda og gaf út Vikingana, sem nú er gersam- lega uppseld. Skipabókin er árangur sam- starfs sérfræðinga i Sviþjóð, Bandarikjunum, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Noregi og Þýskalandi. Hvorki meira né minna en 1580 skýringamyndir og teikningar prýöa bókina og fræöa lesand- ann um hverskonar búnað og gerð skipa og báta frá fyrri og siöari timum fram til kjarnorkubáta nútimans. Til skýringar myndunum er tölusettur texti sem gerir hverj- um lesanda fært aö athuga og átta sig á uppdráttum að reiða- búnaði, seglum, seglrám, vélum, veiðarfærum, siglinga- fánum, jafnvel vopnum, sem hafa á ýmsum timum verið notuö um borð i skipum. Hver kafli bókarinnar hefst á inn- gangi um þá þróun, sem orðið hefur á hinum mismunandi sviðum sæfara og skipa. Til aö mynda skýrir fyrsti kafli bókar- innar, sem fjallar um skipsbol- inn, flesta þætti i þróun þessar- ar smiði, allt frá þvi hún fyrst kom fram sem kæna úr dýra- húðum eöa trjáberki til stór- skipa nútimans. t öðrum köflum bókarinnar er fjallaö með sama hætti um rár og reiðabúnað, seglin, vélbúnað fiskveiðar, snekkjusiglingar, vopnbúnað, siglingafræöi og skipstjórn. Minningar stjórnmálamanna Frá Rauðasandi til Rússiá endurminningar dr. Kristins Guðmundssonar fyrrum utan- rikisráðherra og ambassadors, sem Gylfi Gröndal skrásetti.er komin út hjá Setbergi. Æfiferill dr. Kristins er litrikur. Hann braust til mennta viö rýran kost á ungum aldri, nam hagfræði til doktorsprófs i Þýskalandi en gerðist svo menntaskólakennari á Akureyri 1930 og stundaði kennslustörf á þriðja áratug. Hann var utanrikisráðherra, án þess að eiga sæti á þingi, I rikis- stjórn Ólafs Thors 1953. Siðan geröist hann sendiherra i Lond- on og loks Moskvu. Það lætur þvi aö likum, aö hann hefur frá mörgu að segja og þvi heldur, sem doktorinn, sem hann var jafnan kallaöur i M. A. er óvenjulega fjölfróöur og hefur ætiö haft einkar næmt auga fyr- ir kýmilegum hlutum. Bókin er prýdd mörgum myndum. íslendingasaga Sturlu Menningarsjóður hefur gefiö út Islendingasögu Sturlu Þórð- arsonar: þann kafla úr Stul- ungu, sem svo hefur verið nefndur. Ekki þarf að kynna texta Sturlungu fyrir flestum miðaldra og eldri islendingum. Sú er nýjung, að þessi bók er myndskreytt af tveim lista- mönnum, Þorbjörgu Höskulds- dóttur og Erfki Smith. Dr. Finn- bogi Guðmundsson, sem sá um útgáfuna segir svo um bókina: Fylgt hefur verið texta, sem prentaöur var I fyrra bindi Sturlunga sögu er út kom 1946, með nokkrum breytingum á staf- og greinarmerkjasetningu. Þetta er i fyrsta sinn, sem þessi hluti er gefinn út sérstaklega. Sagan spannar timabilið frá 1180-1264. Mun vera fágætt ef ekki dæmalaust í heimsbók- nienntunum, aö hafa frásagnir sjónarvotts óg þátttakanda i at- burðum, sem lýst er. Vötnin strið Vötnin strið nefnist bók, sem Menningarsjóður hefur gefið út eftir dr. Sigurð Þórarinsson, jarðfræöing, þar sem hann rek- ur sögu Skeiðarárhlaupa og Grimsvatnagosa. Hér eru raktar allar eldri heimildir um þessar náttúru- hamfarir frá 1332. Annars telur höfundur erfitt að meta heim- ildirnar frá fyrri timum, sökum þess, að bæði nafnleysi og alls konar nafnaruglingur stendur þar i vegi. Algengt er að menn tali um gos I Austurjöklum, t.d. Bókin er prýdd fjölda litmynda og svart-hvítra, auk fjölda upp- drátta. Þá eru og myndir bæöi á kápu og meö lesmáli teknar úr gervihnöttum. Er sá háttur nú tekinn að tiðkast æ meira. Að siðustu er svo annáll Grims- vatna gosa og Skeiðarárhlaupa samandreginn. GOLFTEPPI Nýjar gerðir af enskum acryl- og ullarteppum. Sérstakur staðgreiðsluafsláttur til jóla eða greiðsluskilmálar. Tökum mál, sníðum og leggjum teppin. PERSÍA Skeifan 11 r Arið í garðinum Hermann Lundholm, garðyrkjufulltrúi Gömul tré, sem eru farin að vaxa úr sér, má fella núna. Vlnviðinn I gróðurhúsunum þarf að klippa. Hliðargreinar eru stýfðar, svo að eftir veröi aðeins tvö til þrjú brum. Kannski væri athugandi að setja upp fóðurhús til að laöa fuglana að garðinum. Þeir geta gert mikið gagn i vor með þvi éta skordýr og lirfur. Desember Ef gosbrunnur er i garðinum á aö halda frárennslinu opnu svo enginn hætta verði á, að börn fari sér að voða, eða þá að láta hlera eða borð og plastdúk yfir. Ef sitkagrenið er orðið of fyr- irferðarmikið eða tvitoppa er óhættað klippa nokkra sprota til að nota á aðventukransinn. Sitkagreni þolir vel klippingu. Það getur lika verið skemmti- legt að klippa nokkrar greinar af loðviði, þurrka þá og pilla himnuna af svo að gulir knúpp- arnir komi I ljós. í hreinskilni sagt eftir Odd A. Sigurjónsson Fylltn út eyöublaö... Naumast verður sagt, að þjóðlifið stefni I átt til ein- földunar. Miklu heldur eru mannleg samskipti að verða flóknari með hverjum ára- tug, jafnvel ári. Skrif- finnskan vex hraðfara. Skýrslur og allskonar gögn hlaðast upp á skrifstofum, sem ekki höföu þó of rúmar hendur um húsnæði fyrir. Það læðist að mönnum lúmskur grunur um, að örlög margra þessara plagga séu þau ein, að rykfalla og gleymast, eða láta undan timans tönn, sem flestu eyðir að lokum. Þvi fer þó auö- vitað fjarri, aö engin þörf sé ýmiss af þessu skýrslumoði, enda má á milli vera. Vist er um það, að við erum hér ekki einir á báti. Og til er gaman- mál um frændur okkar, Svia, á þá leið, að natni og ger- hygli þeirra við skýrslugerð sé slik, að væri þjóðin að deyja út, myndi siöasti Sviinn eyða siðustu dögum ævinnar i að gera hag- skýrslur, sem leiddu rök að ástæðunum fyrir þjóðar- dauðanum. En þó þetta eigi að vera gamansaga má um hana segja, að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Spurn- ingin er, hvort viö erum ekki farin að slaga talsvert upp i að verða meiri skýrslu- og eyðublaðaþrælar en hófi gegnir. Það liggur við, að hinn almenni borgari geti naumast snúið sér við i einum eða neinum erindis- rekstri, nema gefa um það skýrslu eða fylla út eyðublöð af margháttuöum stærðum og gerðum. Fróðlegt væri að vita, hvaö mikið er til af þessu dóti og i umferö á þessu ágæta landi. Ekki hefi ég minnstu hugmynd um það, veit bara, að þeirra tala er legio, sem rekur á minar fjörur. En vert er að minnast þess, að sé útfyll- ingu margra þessara eyðu- blaða og skýrslna á einhvern hátt áfátt, eða látiö undan dragast að skrifa og útfylla, geta menn misst rétt til eins og annars. Ef menn „kunna ekki á kerfið”, geta menn fariö margs á mis, sem þeir eiga þó skýlausan rétt til. Og „kerfiö” er ekki alltaf mjög áfram um að gera leið- beiningar of ljósar. Hér eiga þó síöur en svo allar stofnanir óskilið mál. Minna má á, að Tryggingastofnunin hefur handbæra bæklinga, sem gefa nokkuð glögga mynd af rétti manna til ýmisskonar bóta. Þetta er til fyrirmyndar. Fleiri mættu feta i þessa slóð, fólki til hag- ræðis. Mig grunar, að þeir séu æði margir, sem láta hjá liöa að hætta sér út i eyðu- blaðamoldviðrið og fari þá ýmislegs á mis, sem þeir ættu þó rétt til. Þetta hygg ég vera ekki óalgengt um aldraö fólk, sem hvort- tveggja er um, að hefur misst nokkuö af fyrri herkju og er meira og minna óljóst, hvernig skuli að málum standa: Þvælingur milli stofnana, jafnvel milli Heródesar og Pilatusar er lika timafrekur og umfram allt óhægur fyrir þá, sem eru ekki lengur i broddi lifsins. Og „kerfið” stendur svo sem ekki i staö. Það heldur leiðar sinnar og hnoöar utan um sig likt og snjóbolti sem veltur niður brekku i þiðviðri, og kjarninn verður þvi ósýni- legri sem meira hnoðast utan um. Eitt skaltu hafa hugfast, minn kæri, að ef þú ert varbúinn að fylla út hin mýmörgu eyðublöð, sem i þig eru rekin, hér og hvar og allsstaöar þar sem þú átt skipti, átt þú á hættu að lenda úti i meiri kulda en efni stæðu annars til. Auglýsið í Alþýðublaðinu VELDUR,HVER &SAMVINNUBANKINN m HELDUR Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. BLÓMABÚÐIN BLQMASRRE YTIN&fl R PAÐ B0RGAR SIG AÐVERZLA f KRON Dúnn í GlfEflBflE /ími 04900 O Laugardagur 7. desember 1974.-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.