Alþýðublaðið - 07.12.1974, Qupperneq 3
FYRSTI HÓPURINN
FRÁ HRESSINGAR-
HEIMILI R.K.Í.
Við litum inn á
hressingarheimili Rauða
krossins að Skipholti 21 í
tilefni af því, að fyrsti
hópurinn, sem hefur
verið þar til hressingar og
endurhæfingar er nú að
hverfa til sinna heim-
kynna. Eins og kunnugt
er, er þetta framtak
Rauða krossins einstætt
hér á landi. Hér geta átt
athvarf þeir, sem bíða
eftir sjúkrahúsvist og
eins þeir, sem þurfa ekki
beinlínis að dvelja á
sjúkrahúsum en þurf að
vera áfram undir læknis-
hendi eftir aðgerðir. Vist
fá menn eftir umsóknum
sjúkrahúslækna, sem
hafa haft, eða eru að
taka við sjúklingnum, en
hinsvegar er engin
læknisþjónusta á
heimilinu. Hana verða
dvalargestir að fá á
læknastofum eða á
endurhæfingarstöðvum.
Við spjölluðum stundarkorn
við dvalargesti, sem luku öll
upp einum munni um það, að
hér væri gott að vera og ýmsir
tóku reyndar enn dýpra i árinni.
Þetta er eins og ein stór fjöl-
skylda, sögðu þau öll. Hér er
dekrað við okkur, og við erum
hér frjáls, eins og i heima-
húsum. Og svo er umhverfið.
Hvað sem gott má segja um
sjúkrahúsin, þá eru þau alltaf
dálitið kuldaleg og ópersónuleg.
Liklega gerir það liturinn og svo
ýmsar reglur, sem auðvitað eru
nauðsynlegar þar. En þó að allt
sé hér i röð og reglu þá er hún
þess eðlis, að það þvingar engan
á neinn hátt.
,,En nú eruð þið frá ýmsum
landshornum, og hafi hafið auð-
vitað ekki þekkst neitt áður”.
Það breytir engu sögðu þau i
kór Andrúmsloftið gerir það að
verkum, að allir gera sitt til aö
taka þátt i þvi, sem fram fer,
heilshugar. „Hvað er svo helsta
dægradvölin?” „Við horfum á
sjónvarp, spilum, og svo
höfðum við kvöldvöku i gær-
kvöldi” „Já” segja nokkrir
samtimis. „Ingibjörg, blessuð
tektu i harmonikuna fyrir
gestinn”. Og Ingibjörg varð við
þessari beiðni svona eftir
þessar vanalegu afsakanir, að
hún væri nú ekki i æfingu. En
það kom nú reyndar i ljós, að
þrátt fyrir æfingarskort var
auðheyrt, að hún kunni vel með
gripinn að fara, og brátt dunuðu
danslögin, og það var sko ekkert
popp.
Ævisaga Gunnlaugs
Schevings og
Úður til íslands
VERSL-
ANIR
OPNAR
TIL SEX
ÍDAG
Kaupmönnum er
heimilt að hafa
verslanir sínar lengur
opnar en endranær vissa
daga fyrir jólin. Gert er
ráð fyrir, að flestir
kaupmenn hafi
verslanir sínar opnar til
klukkan 18.00 í dag,
laugardaginn 7. desem-
ber.
Þeim er einnig heimilt að
hafa verslanir sinar opnar til
kl. 18.00 næstkomandi laugar-
dag, 14. desember, og laugar-
daginn 21. desember er þeim
heimilt að hafa opið til
klukkan 22.00. Á Þorláks-
messu er heimilt að hafa
verslanir opnar til kl. 23.00, en
á aðfangadag jóla og
gamlaársdag mega verslanir
vera opnar til kl. 12 á hádegi.
Þá skal þess getið að sam-
kvæmt reglugerð borgarinnar
um afgreiðslutima verslana er
kaupmönnum heimilt að hafa
verslanir sinar opnar til kl.
22.00 á föstudagskvöldum.
Bent skal á, að hér er um að
ræða ftrustu heimildir
kaupmanna, og má gera ráð
fyrir, að kaupmenn muni, að
minnsta kosti á miðbæjar-
svæðinu, hafa verslanir sinar
opnar i samræmi við þær.
Föstudagurinn 27. desember
er fyrsti virki dagurinn eftir
jól, en samkvæmt kjarasamn-
ingum kaupmanna og VR
mætir verslunarfólk ekki til
vinnu fyrr en klukkan 10.00
þann dag og opna verslanir
þann dag þvi ekki fyrr en þá.
„Ég vil ekkert —
ég er"
Helgafell hef ur gef ið út
ævisögu Gunnlaugs
Schevings eftir Matthías
Johannessen. Með þess-
ari bók bætir Matthías
enn einu glitrandi „port-
retti" í safn sitt, hvar
fyrir eru Þórbergur
Þórðarson, Páll Isólfs-
son, Jóhannes Kjarval,
Halldór Laxness og
Ásmundur Sveinsson.
Þessi bók um Gunnlaug
er þó að því leytinu til
svolítið sérstök, að hún er
ævisaga, þar sem Matthí-
as rekur ævi listamanns-
ins og dregur svo fram
persónu hans sjálf, list
hansog skoðanir með við-
talsforminu. Að þessu
leytinu til er bókin um
Gunnlaug Scheving ítar-
legri úttekt á umhverfi
listamannsins, en Matthí-
as hefur gert áður, nema
ef vera skyldi í samtals-
bókunum við Pál Isólfs-
son.
Gunnlaugur Scheving
var maður, sem ekki
hafði hátt um sig eða list
sína, og því er ómetanleg-
ur fengur að þeirri mynd,
sem Matthías gefur okk-
ur með þessari bók.
„Ég vil ekkert,, segir
Gunnlaugur. „— ég er.
„Ég hreyfist áfram fyrir
mínum eigin krafti, og
hann er þannig, að mér
dettur ekki í hug að
spyrna á móti. Þess
vegna líður mér atveg
prýðilega. Listin er minn
löstur, en ekki dyggð. Ég
þræla fyrir sjálfan mig
og þykir það skemmti-
legt".
Óður um ísland
Öður um Island nefnist kvæðaflokkur eftir Hannes Pétursson,
sem Helgafell hefur gefið út. Til þessa kvæðaflokks leggur Hann-
es sögu okkar og samtið, eins og vel fer á á þjóðhátiðarári.
Fyrri hluti kvæðaflokksins heitir „Landnámsfugl” og er þar
leitað sjóna hrafnsins, sem frá skipi Hrafna-Flóka flaug til ís-
lands.
„Yfir alnýjan stað
undir alnýjum himni
yfir sögulausan stað
undir sögulausum himni”.
„Kyrrlátt, kyrrlátt
var hið komandi land.
Það hverfðist um sjálft sig
1 sjávarins auðnum
geymið á fjöll sin
og fljót, heiðar og skóga
geymið á sjálft sig
undir sól og stjörnum”.
Siðari kafli kvæðaflokksins ber heitið „Heimkoma”, þar sem
„Vér fljúgum i stefnu fuglsins”.
En nú eru staðirnir kunnir og sagan fyrir hendi og
„akbrautir kvislast
sem æðanet gegnum sveitir.
1 fjarska sér til þorps
og fjær enn til borgar”.
En timi landsnámsins er ekki liðinn, þvi við stefnum „til land-
námshiðinnra”. Enum leið og við nemum okkur sjálf og leiðum
manninn til öndvegis, verðum viðað gefa landinu þennan mann,
„þvi þetta land
var sál vorri fengið til fylgdar”.
Hörður Agústsson lýsti og hannaði bókina.
Bama
hækav
bafoldar
Vtrft kr. 2SMI + sjsSl
Virft kr. 250,16 + s.sk.
O
Laugardagur 7. desember 1974.-