Alþýðublaðið - 07.12.1974, Qupperneq 5
aútgefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.)
Sighvatur Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Aðsetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28R00
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900
Prentun: Blaðaprant
FELAGSLEG LAUSN
HÚSNÆOISMÁLANNA
Fyrir nokkru greindi frá þvi i fréttabréfi Hús-
næðismálastofnunar rikisins, að 35 stjórnir
verkamannabústaða væru nú starfandi i land-
inu, samkv. hinum nýju lögum um verka-
mannabústaði, er Emil Jónsson, þáv. félags-
málaráðherra, gekkst fyrir að sett voru á Al-
þingi i mai 1970. Á þessu ári eru i byggingu 474 i-
búðir i verkamannabústöðum i 17 byggðarlög-
um og á siðasta ári eða fyrr lauk byggingu 30 i-
búða i 4 byggðarlögum. Samtals hafa þvi 504 i-
búðir verið eða eru nú i byggingu i 21 byggðar-
lagi á vegum hins nýja verkamannabústaða-
kerfis, skv. lögunum frá 1970, er sett voru fyrir
forgöngu Alþýðuflokksins. Allar þessar ibúðir
hafa verið eða verða seldar láglaunafólki ein-
göngu með þeim kjörum, að 80% kostnaðar-
verðsins er veitt að láni til langs tima. Er þvi
ljóst, hve lagasetning þessi og framkvæmdir
þær, er i kjölfarið hafa siglt, hafa orðið og munu
verða vinnandi fólki ómetanleg hagsbót.
Þegar Alþýðuflokkurinn vann að þessari laga-
setningu vorið 1970, linnti ekki óhróóri og lygum
kommúnista og annarra andstæðinga Alþýðu-
flokksins þess efnis, að Alþýðuflokkurinn vildi
með hinni nýju lagasetningu leggja niður starf-
semi verkamannabústaðanna. Þessari erkilygi
var haldið að fólki, þótt ljóst mætti vera, að
hinni nýju lagasetningu var einmitt ætlað að
stórefla og tryggja viðgang þeirra félagslegu
byggingaframkvæmda, sem verkamannabú-
staðakerfið er og hefur alltaf verið. Sjálfir hafa
kommúnistar aldrei haft minnsta áhuga fyrir
hinum félagslegu byggingaframkvæmdum
verkamannabústaðakerfisins, aldrei lagt þeim
lið en gjarnan reynt að bregða fæti fyrir þær,
eins og vel kom i ljós á Alþingi vorið 1970. Nú er
hins vegar komið fram, hvað áróður og lygar
andstæðinganna hafa gjörsamlega misst
marks. Það sannast af þvi, sem áður er sagt, að
á þessu ári eru 474 ibúðir i smiðum á vegum hins
nýja verkamannabústaðakerfis og ljóst er, að
innan skamms munu þær fjölskyldum skipta
hundruðum og þeir einstaklingar þúsundum um
land allt, er búa hamingjusömu lifi i þvi trygga
og örugga húsnæði, sem verkamannabústaðim-
ir eru og Alþýðuflokkurinn fékk sett nýja löggjöf
um vorið 1970.
Á næsta ári lýkur framkvæmdum við bygg-
ingu þeirra 1250 ibúða á vegum Framkvæmda-
nefndar byggingaráætlunar i Reykjavik, er á-
kveðnar voru með júli-samkomulaginu 1965 og
hafa siðan staðið yfir. Hér er um stórmerka fé-
lagslega framkvæmd að ræða, sem einnig hefur
haft geysimikla þýðingu fyrir byggingariðnað-
inn, að þvi er tækniþróunina varðar. íbúðir
þessar hafa þegar tryggt þúsundum Reykvik-
inga vandað og öruggt húsnæði. Timinn og Visir,
málgögn núverandi stjórnarflokka, niddu,
rægðu og svivirtu þessar framkvæmdir árum
saman og gera jafnvel enn. Þess ættu þeir að
minnast, sem i ibúðunum búa nú. Alþýðuflokk-
urinn og ýmsir forystumenn hans báru hitann og
þungann af þessum framkvæmdum og geta þvi
með glöðu geði litið til þeirra. Þær eru ein sigur-
varðan af mörgum við þá braut, sem Alþýðu-
flokkurinn hefur farið.
FRA ALÞINGI
VERKAFðLK I FISK-
IÐNADI VERBI UNDAN-
ÞEGIO TEKIUSKATTI
Lagt hefur veriö fram á Alþingi
frumvarp um breytingu á lögum
um tekjuskatt og eignarskatt,
sem gerir ráö fyrir, aö verkafólk i
fiskiönaði veröi undanþegiö
tekjuskatti fyrir nætur- og helgi-
dagavinnu.
Flutningsmenn frumvarpsins
eru þrir þingmenn Alþýðuflokks-
ins, þeir Sighvatur Björgvinsson,
Benedikt Gröndal og Eyjólfur
Sigurðsson og annar þingmanna
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna, Karvel Pálmason.
í greinargerö meö frumvarpinu
segir:
Fiskveiöar og fiskvinnsla eru
undirstööuatvinnugreinar
þjóöarbúsins. A þessum atvinnu-
greinum byggist afkoma þjóðar-
búsins. Þessi störf eru erfiö,
áhættusöm og oft unnin viö að-
stæöur, sem eru að mörgu leyti
lakari en búnar eru starfsfólki i
öðrum atvinnugreinum.
Verkafólk i fiskiðnaði býr
jöfnum höndum við minna at-
vinnuöryggi en starfsfólk i
flestum öðrum atvinnugreinum —
þótt verulega hafi áunnist til bóta
i þeim efnum með samningum
aöila vinnumarkaöarins á s.l.
vetri um kauptryggingu I
áföngum — og meira vinnuálag,
einkum á ákveðnum árstimum,
en hollt getur talist. I mörgum
verstöðvum rikir árstiðabundinn
skortur á vinnuafli við fisk-
vinnslustörf, þannig að vinnu-
álagiö á þvi fólki, sem við fisk-
vinnu starfar, keyrir úr hófi
fram. Þarf þá að leggja nótt við
dag til þess að bjarga verð-
mætum sjávarafla og er oft á
tiðum unnið jafnt helga daga sem
virka um langa hrið. Einkum og
sér i lagi á þetta sér stað i smærri
kaupstöðum við sjávarsiðuna og
sjávarþorpum. Kvartar verka-
fólkið á þessum stöðum undan
hinu gifurlega vinnuálagi, en
gengst þó undir það af tveimur
meginástæðum — I fyrsta lagi
vegna þess, að fiskvinnslustörfin
eru meðal lægst launuðu starfa I
þjóðfélaginu og verkafólkið i
þeirri atvinnugrein þarf á öllu
sinu að halda til þess að hafa i sig
og á, og i öðru lagi vegna þess við-
horfs, sem er rikjandi i ver-
stöðvum landsins, að verðmætum
sjávarafla verði að bjarga frá
skemmdum svo að þjóðarbúiö
geti til fulls notið ávaxtanna af
vinnslu auðlinda hafsins.
Flutningsmenn þessa frv.
telja, að þjóðarbúið hafi ekki
metiö sem skyldi vinnuframlag
þessa fólks og það óhóflega
vinnuálag, sem það leggur á sig I
þágu þjóðarheildarinnar.Störf
þess eru illa launuð og hið opin-
bera — riki og sveitarfélög —
tekur til sin i opinber gjöld veru-
legan hluta þeirra viöbótarlauna,
sem þetta verkafólk fær vegna
mikillar og óæskilegrar — en
oftast óumflýjanlegrar — nætuiv
og helgidagavinnu. Flutnings-
menn telja bæöi réttlátt og sann-
Hverskonar raf lagnavinna.
Nýlagnir og viögerðir
Dyrasimauppsetningar
Teikniþjónusta.
Skiptiö við samvinnufélag.
Simatimi milli kl. 1- 3.
degiega i sima 2-80-22
gjarnt að þessu sé breytt á þann
veg, að verkafólk i fiskiðnaði
verði undanþegiö tekjuskatti
fyrir nætur- og helgidagavinnu.
Slik breyting mundi ekki rýra
tekjur rikissjóðs að neinu marki,
en yrði i senn til þess að gera fisk-
vinnslustörfin eftirsóknaverðari
en þau eru nú, — þá væntanlega
draga eitthvað úr vinnuaflsskorti
þar og minnka óhóflegt vinnuálag
— og að bæta nokkuð kjör þessa
láglaunafólks, sem meö vinnu
sinni á einn drýgstan þáttin i þvi
að standa undir rekstri þjóðar-
búsins.
Þá vilja flm., benda á, að nú
liggur fyrir Alþingi frv. til laga á
þskj. 79 um aö undanþiggja
tekjuskatti tekjur sjómanna af
bolfiskveiöum á bátaflotanum, og
telja eðlilegt, að slikri breytingu
fylgi einnig sambærilegar ráð-
stafanir varðandi það verkafólk i
tengslum við sjávarútveginn,
sem stundar störf sin i landi. Þvi
markmiði væri náð með sam-
þykkt þessa frv.”
BlÓfflAfAlUR
Fjölbreyttar veitingar.Munið kalda borðið.
Opiðfrá kl. 12—14.30 og 19—23.30.
VlfllAAPfBAR
HOTEL LOFTLEIÐIR
Laugardagur 7. desember 1974.-