Alþýðublaðið - 07.12.1974, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 07.12.1974, Qupperneq 8
BÓKAHILLAN Cuðlaugur Cuðmundsson: Enginn má undan líta. Rvík 1947. Öm og Örlygur. Margt hefir verið ritað og rætt um morðið á Natan Ketilssyni og örlög þeirra, er þar stóðu að. Ber þar einkum tvennt til. Hér var harmsaga meiri og átakanlegri en flestar aðrar, og eftirköstin, af- taka hinna seku hin síðasta, er fram hefir farið hér á landi. í þessari bók, sem höfundur nefnir sagnfræðilegt skáldrit, er reynt að varpa nýju ljósi á öll þessi mál, m. a. með könnun ýmissa skjala og gagna, sem höf. hefir gert, en aðrir, er um málið hafa fjallað hafa látið óhreyfð. Þá hefir hann hagnýtt sér eftir föngum munnmæli, sem enn hafa lifað, og leitast við að vinsa úr þeim kjarnann. Og að lokum rætt við núlifandi frændur þeirra, sem við málið koma. Er raunar furða, hversu margt geymist enn í rainni manna vestur á Vatnsnesi um atburði þessa. Af þessum þáttum er söguþráðurinn spunninn. Er þar að vísu nokkur galli, að oft er torvelt að finna, hvað er sannfræði, og hvar höfundur yrkir í eyðumar. En þar fer hann yfirleitt hvergi lengra en þangað sem sennilegast er, þegar hann lýsir hugrenningum og athöfnum fóksins, og getur fundið stoð í skjalfestum heimildum eða trúrri arfsögn. Hann hefir í hvívetna leitast við að skilja það og gerðir þess, og mun fara furðu nærri um skaphöfn hvers og eins, og hversu hún og atburðarásin öll mótast af umhverfi og aldaranda. eftir GuökiMp Guömnnduum, höfmd bókaríniia'r KEYSIST.tl1 XRDRJEÐVR máundan líta QRÐMAUK I IlOSAMNGl mgnjrxlSilcal tkáldrit, mrpar nftjv Ijótti átnMraganda fteirrti otj afkiBingar Og vér verðum að minnast þess, að ekki má lfta á hlutina frá við- horfum 20. aldar, heldur verður að reyna að lifa sig inn í upphaf 19. adarinnar, ef vér eigum að geta rakið og dæmt þá atburði, sem hér segir frá. Höfundur fylgir sakborningum að kalla má frá vöggu þeirra allt til aftökunnar í Vatnsdalshólum, þar sem enginn mátti undan líta að boði hins röggsama yfirvalds, síðan rekur hann örlög Sigríðar Guðmundsdóttur í fangavistinni í Kaup- mannahöfn, og að lokum segir hann sögu þess, er bein Agnesar og Friðriks voru grafin upp og greftruð á Tjörn, allt eftir forsögn úr miðilssambandi. Sú saga ein cr í senn furðuleg og óhrekjandi sönnunargagn þeim, er durænum málum sinna. Höfundur er rit- fer vel, og þó að frásögn hans sé sums staðar rofin af birtingu bréfa og annarra skjala, verður frásögnin samt samfelld heild. Er þetta tvímælalaust hið besta, sem ritað hefir verið um þessi mál, og kemst næst hinu sanna, eftir því sem unnt verður að svo löngum tíma liðnum. Kemur þar til skilningur höf. og samúð með sögupersónum, þar sem hann þó heldur á málunum af fullu raunsæi, lætur staðreyndirnar tala og færir persónurnar fram á sviðið með öllum þeirra göllum og kostum. Fæst þar iniklu sann- ari mynd og skapfellilegri af þeim en áður, þar sem dómgirni og jafnvel illvilji almenningsálitsins hefir litað þær að vild sinni. Natan Ketilsson og banamenn hans eru fólk, sem heitar ástríður og misheppnað uppehli ásamt villtum aldaranda hafa Ieitt til óhæfuverka. Mér hefir ætíð fundist vafasamt réttmæti þess að vera að róta upp í gömlum sakamálum, en hér er það gert á þann hátt, að málin skýrast. Skilningur höf. breiðir mildari svip á at- burðina, og gefur samtíð vorri furðusanna mynd liðins tíma. Fyrir það á hann þakkir skilið. Þetta er ritdómur úr HEIMA ER BEZT, sem þirtist hér sem auglýsing. GÓD BÓK ER GÓÐ GJÖF Úrn og Örlygur, Vesturgötu 42, Simi: 25722 KR-ingar svndu storleik en það dugði hvergi gegn atvinnumönnunum í liði UBSC sem sigruðu 122 - 78 „Kolbeinn Pálsson í liði KR er ekki hár, en hann kæmist samt í flest lióin í Evrópu”, sagði þjálfari UBSC eftir leikinn Eftir hinn ógurlega skell sem KR fékk í Austurríki f fyrri leik liöanna, voru menn ekki bjartsýnir fyrir þennan leik, en í Ijós kom að með hinni frægu KR „seiglu'Mókst leikmönnum KR allvel upp í þessum erfiða leik. Ekki var útlitiö bjart eftir fyrstu minútur leiksins, UBSC náði góðri byrjun og komst i 8:0, en KR tekst að svara aðeins fyrir sig með þvi að gera tvær körfur með stuttu millibili og staðan er 12:4, siðan var staðan 19:10 og 27:18 fyrir UBSC og siöan 30:20, þá gera KR-ingar tvær körfur i röð og staðan er þvi 30:24 aðeins 6 stiga munur, en þegar Kolbeinn fer útaf virtist allt fara úr sam- bandi hjá KR-liðinu. Eðlilega varð að taka Kolbein útaf við og við til smáhvildar, og þegar Kolbeinn var ekki inná lágu skyndisóknirnar aö mestu niðri á meðan , en þær voru aðalvopn liðsins i leiknum. Hinir frábæru atvinnumenn austurriska liðsins pressuðu KR- ingana allt frá körfu KR og yfir, og dekkuðu þeir oft svo vel að KR- ingur gat ekki fundiö samherja til að gefa á, og þarafleiðandi náðu Austurrikismennirnir boltanum. Þaö vakti athygli i byrjun siðari hálfleiks að Kristinn Stefánsson fyrirliði KR-liösins tók uppkast við negrann Marioneaux sem er „aðeins” 212 sm á hæð, sjálfur er Kristinn litlir 197 sm, vel gert Kristinn! Bandarisku leikmennirnir i liöi UBSC eru hæstu menn liösins 214 og 212 sm á hæð, var oft gaman aö sjá aðfarir þeirra i leiknum, þeir þrýsta boltanum af krafti ofani körfuna, meðan KR-ingarnir skjóta i boga uppáviö, vegna þess hve háir þessir leikmenn eru gátu KR-ingar ekki dekkað þá, þeir spiluðu á næstu hæð fyrir ofan. Þegar á heildina er litiö mega KR-ingar vel viö árangurinn i þessum leik una, þarna voru jú á ferðinni hreinir atvinnumenn sem æfa 4 tima á dag 6 daga vikunnar, og þarna er um að ræða lið sem stefni raö Evrópumeistaratitlin- um i ár. Kolbeinn Pálsson átti nú mjög góðan leik, hann stakk stundum mótspilarann af og lék oft laglega i gegnum vörn UBSC og skoraði, þá átti Þröstur Guðmundsson góðan leik i sókninni, Birgir Guð- björnsson kom á óvart með mjög góða skotnýtingu i leiknum framan af, Bjarni var sterkur á köflum, Gunnar, Hilmar og Krist- inn komu ágætlega út en af hverju var Gunnar svona spar á lang- skotin? Einn var sá leikmaður i liöi UBSC sem hitti úr næstum öllum sinum skotum sem voru þó ófá, það var leikmaður nr. 13 Pawelka aö nafni, risarnir Marioneaux og Taylor voru eins og kóngar i riki sinu i þessum leik enda enginn risi til að kljást við þá, leikmaður nr. 10 Tecka átti góðan leik. Eftir leikinn sagöi hinn tékk- neski þjálfari liðsins, I.J. Hiuchy að KR hefði veriö með góða skot- nýtingu i leiknum og geta liðsins komi sér á óvart i þessum leik, hann sagði og að sér fyndist Kol- beinn Pálsson bestur i liöi KR og að Kolbeinn kæmist I mörg evrópsk lið, en hann væri hins vegar i það minnsta af körfu- boltamanni að vera. Ef úrslit beggja leikjanna eru lögð saman kemur út að UBSC sigrar meö 254 stigum gegn 112 gifurlegur munur, en er þá mun- urinn á islenskum og erlendum körfuknattleik svona mikill? Stór spurning þaö, en er hægt aö gera samanburð á áhugamannaliðum og hreinum atvinnumannaliðum? Alls ekki, á meöan viö búum viö þau lög um áhugamannareglur sem viö búum við i dag er senni- lega bestað sleppa allri þátttöku i Evrópumótum. P.Kr. 0 Laugardagur 7. desember 1974.-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.