Alþýðublaðið - 15.12.1974, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 15.12.1974, Qupperneq 4
Þannig lést Marilyn Monroe MARGAR SÚGUSAGNIR HAFA VERIÐ UM LÁT MARILYN MONROE, EN PETER LAWFORD VEIT MANNA BEST, HVAD GERÐIST OG HER GETUM VIÐ LESIÐ FRASÚGN HANS UM LÁT HENNAR. Kennedy-naf nið var jafnvel þekkt og nafn Marilyn Monroe um 1960 og almenningur hefur tengt þessi nöfn saman. Peter Lawford þekkti Marilyn Monroe áður en hann kvæntist einni Kennedy-systurinni. Hún gekk inn til umboðs- manns hans, þegar hann var þar og hann veitti þvi eftirtekt, hve falleg hún var. Hann reyndi að vera fyndinn og sagði: „Hvað segirðu um okkur?” Þau ákváðu að fara út saman og hún sagði: ,,Ef ég er i sturtu, þegar þú kemur, heyri ég ekki i dyrabjöllunni, svo að ég skil bara eftir opið. Komdu inn.” „Ég puntaöi mig”, segir Lawford. „Hún var svo falleg og ég vildi lita vel út. Við ætluðum að skemmta okkur vel. Ég för heim til hennar á Sunset Boule- vard og hringdi, opnaöi, kallaði á hana, opnaði dyrnar og fór inn.” Almáftugur! Inn fór hann. Inn i stifburstuð- um skóm og steig beint i hunda- skit. Glæsilega búinn maður I finum skóm ötuðum i hundaskit. Þá leit Marilyn út um gættina með handklæði vafið um sig og sagði afar bliðlega: „Almáttugur, nú hefur hann aftur gert skömm af sér!” „Hann” var agnarlitill chichuahua-hundur og enginn veit, hvernig honum tókst að skita svona mikið i einu. Peter Lawford og Marilyn Monroe fóru nokkrar feröir út á ströndina saman, i bió og út að borða, en ástarsamband varð þó ekki úr þvi. Þau voru vinir. Hún kom oft i heimsókn til Lawfords og konu hans, Patriciu Kennedy og án efa hafa margir séð til ferða hennar þangað. Elskuð Það er hins vegar fráleitt að imynda sér, að hún hafi staðið i ástasambandi við einhvern af Kennedy-fjölskyldunni og Law- ford skilur ekki, hvernig á þeim orðrómi stendur. Hann segir, að þeim hafi öllum þótt vænt um hana eins og sér — sem vini. Pat, kona hans, var einkavin- kona hennar og fékk Marlyn til að hætta að taka þessar hroða- legu töflur, sem hún tók til að geta sofið. Einu sinni átti Lawford að sjá um afmælisboð fyrir Jack Kennedy i New York og bað Marilyn um að syngja „Hann á afmæli i dag”. „Marilyn hafði orð á sér fyrir að koma alltaf of seint og við sömdum smáleik áður en hún kæmi inn,” segir Lawford. Lawford sagði: „Nú kemur Marilyn Monroe, herra forseti”, en Marilyn lét ekki sjá sig. Þá sagði Lawford i hátalarann: „Hún er oft dálítið sein, herra forseti, en við getum reynt aftur.” Loks sagði hann: „Og nú kemur Marilyn Monroe heitin”. Þá birtist hún og söng afmælis- sönginn með prýði. Mörgum árum seinna horföi Lawford á myndina og heyröi sjálfan sig segja: „Hér kemur Marilyn Monroe heitin”. Það fór hrollur um hann. Orð hans höfðu ræst. Slys Lawford telur, að Marilyn hafi undir niðri langað til að deyja. Hann er sannfærður um, að hún hafi ekki framið sjálfs- morð viljandi. Áfengi og svefnlyf geta haft uggvænleg áhrif. Hún átti að heimsækja þau hjónin og spila póker við þau kvöldið, sem hún dó, en hringdi og sagðist ekki treysta sér til að koma. Kona Lawfords var i New York þá og Bobby Kennedy á austurströnd Bandarikjanna. Það var mikið skrifað um það, að hann hefði verið heima hjá Lawford og Marilyn margoft reynt að hringja til hans og heimsækja hann, en orðið niður- brotin, þegar það tókst ekki. Lawford segir þetta ósatt. Hann segist hafa hringt i Marilyn kl. 7 að kvöldi og spurt: „Ætlarðu ekki að koma?” Marilyn svaraði lágt: „Nei, en ég kem seinna ”. „Er eitthvað að?” spurði Lawford. „Hefur eitthvað komið fyrir?” „Nei,” svaraði hún og lagði ó- Lawford hringdi , en siminn var á tali og hélt áfram að vera á tali. Lawford hélt, að ekkert væri að. En hann reyndi að hringja aftur kl. hálf niu og kl. tiu, en alltaf var síminn á tali. Þá fór hann að gruna margt. Hann hringdi heim til umboðsmanns hennar, Milt Ebbins, og sagðist álita, að einhver ætti að gæta að henni. Milt hringdi i lögfræðing Marilyns, Mickey Rudin og honum var sagt, að lögfræðing- urinn væri i veislu. Þegar náðist 1 Rudin sagðist hann ætla að tala við ráðskonu Marilyns, frú Murray. Hann hringdi i Milt og sagði, að Murray segði, að allt væri i besta lagi. Útvarpiö i gangi og ljós um allt. Lawford var látinn vita. Hann var háttaður, þegar Milt hringdi og sagði, að Rudin hefði farið heim til hennar með lækni og hún væri látin. Lögreglan væri á leiðinni og kl. var 4 um nótt. Hver getur lýst tilfinningum hans? Gat hann gert eitthvað til að koma i veg fyrir þetta? Hann blygðaðist sin fyrir að hafa ekki farið beint heim til hennar I stað þess að leita til annarra. Ef til vill hefði hann komið of seint og ef til vill hefði þetta aðeins komið fyrir seinna. En sannleikurinn er sá, að það er betra að gera eitthvað sjálfur, en láta aðra um það. SNUUM VÖRN I SÖKN Vinningur: MAZOA 818 Landshappdrætti Verð miða: 200 krónur Miðaupplag: 20.000 Alþýðuflokksins Verðmæti vinnings: 740.000 TAKMARKIÐ ER: ALLIR MIÐAR SELDIR 24. DESEMBER Eins og fram hefur komið I fjölmiðlum, þá var 35. þing Alþýðuflokksins haldið nú nýlega. Mjög athyglisverðar umræður fóru fram um stöðu og framtið Alþýðufiokksins I Isienskum stjórnmálum. Það sem einkenndi þessar umræður, var óbilandi trú á framtið flokksins og mikill áhugi fyrir auknu starfi. Það vandamál er flokkurinn hefur haft viö að etja og er honum erfiðast eru f járhagsörðug- leikar og hafa þeir erfiðleikar haft iamandi áhrif á starf Alþýöuflokksins út á við og inn á við. Hin nýja stjórn flokksins hefur ákveðiö, að bæta nokkuð úr þessum erfiðleikum og snúa vörn i sókn. Svo mikii nauðsyn er á skjótum aðgerðum, að við höfum tekið þá ákvörðun að leita nú þeg- ar til flokksmanna og annarra velunnara flokksins um aðstoð, og væntum við góðrar við- töku, þátt fyrir að margt valdi þvl að ekki er eins rúmt um fjárhagsgetu almennings og oft áður. Hlutverk flokksins er svo mikilvægt við þær aðstæður er nú hafa skapast I islenskum þjóð- málum, að við þurfum á aöhalda árangursríkum aðgerðum. Með von um góðar viðtökur og fjárhagslegan stuöning, sendum viö þessa happdrættis- miöa. F.h. Alþýðuflokksins, Kristin Guðmundsdóttir Eyjólfur Sigurðsson gjaldkeri varagjaldkeri 0 Sunnudagur 15. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.