Alþýðublaðið - 29.12.1974, Side 2

Alþýðublaðið - 29.12.1974, Side 2
BRflMBQLT yM5JQW: G/5LI SVEJftlLi LQFT55QLI HÆTTAN MIKLA Tvær elstu og vinsælustu popphljómsveitir okkar hætta störfum mrn~ iT flB * * -í: .> || ■íWs»&eBBL v&i < : ISrsAs v * * -;■ t‘ ? ■ jl i * aKl. '\iSSf IMJk 4 . U Á j* Eins og fram hefur komið, þá eru tvær af þekktustu og elstu popphljómsveitum sem starfaö- hafa á Reykjavikur og Keflavikursvæðinu að leggja upp laupana um þessar mundir. Bramboit setti sig þvi I samband við for- sprakka umræddra hljómsveita, Guðmund Hauk i Roof Tops, og Gunnar Þórðarson I Iiljómum. Gunnar Þórðarson hafði þetta um máliö að segja: „Hljómsveitin mun spila I sið- asta skipti á gamlárskvöld, en siöan erum við hættir að spila á böllum i óákveðinn tima. Astæö- urnar fyrir þessari ákvörðun okkar eru f jölmargar, en meg- inorsakirnar eru þær, að mark- aðurinn hefur dregist saman upp á siökastið, og atvinna minnkað og svo þaö, að við er- um búnir aö vera svo lengi i þessu og orðnir þreyttir. Það sem liggur næst fyrir er hrein- lega að slappa vel af. Að öðru leyti er allt óákveöiö, engar hreinar linur um framtiö- ina, og ég hef ekki hugmynd um hvað strákarnir ætlast fyrir. Ég sjálfur stefni að þvi að koma saman plötu með lögum eftir sjálfan mig, það liggur aö mestu leyti ljóst fyrir hvernig hún verður uppbyggð, en peninga- málin i sambandi við hana og útgáfu hennar eru enn óráðin. En eins og ég sagði fyrr, þá verður þetta kærkomin hvild frá hljóðfæraleiknum, þaö eru kom- • in 12—13 ár siðan ég byrjaði að spila i hljómsveit, þaö er ansi langur timi svona i einni lotu.” Þá höfum viö það á hreinu, að hljómsveitin Hljómar er hætt störfum frá gamlárskvöldi að telja, og óvist með öllu hvort hún taki til starfa aftur i sömu mynd. Hljómar hafa ekki starf- að óslitið siðan þeir byrjuðu fyrst. A milli kom hljómsveitin Trúbrot sem naut mikiila vin- sælda eins og menn eflaust muna, en i henni voru um tima þrir liðsmenn Hljóma, auk nokkurra þekktustu og bestu hljóðfæraleikara okkar, sem ýmist komu og fóru á þvi tfma- bili sem Trúbrot starfaöi. Þegar svo Trúbrot spilaði endanlega út, stofnuðu þeir Gunnar, Engil- bert og Rúnar Hljóma að nýju, þó án Erlings Björnssonar. 1 hans stað var i fyrstu Birgir Hrafnsson, en hann fór fljótlega yfir i Change, og kom þá I hans stað Björgvin Halldórsson, og var þá um Ieið kennt á gitar af Gunnari Þórðarsyni svo aö ekki þyrfti að bæta við öðrum gitar- leikara. Hijómsveitin Roof tops sem starfaö hefur nokkurn veginn ó- slitiö f sex ár, hefur nú ákveðið að hætta störfum. Um aödrag- anda þess og ýmislegt i þvi sambandi sagði Guðmundur Haukur eftirfarandi. „Þetta gekk ósköp rólega fyrir sig, enda var þaö ætlunin. Við héld- um fund um máliö, og á honum ákváðum við að hætta að standa i þessu um óákveöinn tima. Þetta var allt I mestu vinsemd, og það var alls ekki út af þvi að við værum ósammála, sem við tókum þessa ákvörðun. Megin- ástæðan fyrir þessari ákvörðun okkar eru launamál hljóm- sveita, og þaö hvað við höfum litiö upp úr þvi að spila á dans- leikjum. Ég get nefnt sem dæmi, að á öldurhúsum borgar- innar var okkur borgað eftir lægsta taxta F.Í.H. og erum viö þó engir nýgræðingar, búnir að spila i sex ár. Manni finnst það fjandi hart að þurfa að spila fyrir þau laun sem þessir ágætu staöir skammta manni, og illt til þess að vitá, að taxtinn skuii vera misnotaöur til þess aö halda laununum niðri. Þá spilaði lika inn i þessa ákvörðun, að gefa þeim hljóm- sveitarliöum sem vildu tækifæri á að breyta til, og gera það sem þeir vildu. En hljómsveitin Roof tops er sem sagt formlega hætt, og kemur ekki irheira fram. Hitt er annað mál, aö við eigum sjálfsagt eftir að koma saman aftur, svona að tveim þrem mánuðum liðnum, og þinga þá, sjá hvort ástand hafi nokkuö batnaö, og finna út, hvort við höfum áhuga á að byrja að nýju. Þangað til er allt óráðið, og óvist hvað hinir ýmsu liðsmenn munu gera. Sjálfur hef ég nóg að gera sem kennari. Sjálfsagt mun svo timinn verða notaður að einhverju íeyti til lagasmiða, en hvort um plötuupptöku verð- ur að ræða, get ég ekki sagt um á þessu stigi málsins. Við erum mjög ánægðir með plötuna okk- ar, og söluna á henni, og þurf- um ekkert að skammast okkar fyrir hana, hún stendur fyrir sinu.” Hverjar fylla í skarðið? Það er ekki auðvelt að spá fyrir um það/ hverjir komi til með að fylla í skarðið sem myndast eft- ir Hljóma og Roof tops/ enda sðórt skarð og mikið. Það er þó vfst/ að eftir standa Pelican með pálmann í höndunum sem vinsælasta og ein besta hljómsveit landsins. A eftir þeim mætti svo nefna Júdas og Change/ ef þeir verða þá eitt- hvað starfandi hérlendis á næstunni. Svo verðum við bara að bíða og sjá til hvernig rætist úr yngri og óreyndari hljómsveitum. o Sunnudagur 29. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.