Alþýðublaðið - 04.01.1975, Page 2
STJÚRNMAL
Fint að vera
ruglingslegur
Ósköp er þaö leiöinlegt,
þegar fólk er aö gera sér upp
óeölilegt málfar á prenti i
þeirri trú, að þaö sé fint.
Sjálfsagt er aö reyna að.
vanda orðaval sitt, en best
fer á þvi, að dagblöö séu
skrifuð á eðliiegu máli —
eins og sæmilega menntaöur
tslendingur mælir af munni
fram. Sérviskulegt oröaval
eöa óeðlileg framsetning á
ekki við i venjulegum blaöa-
fregnum — og þaö er mesti
misskilningur, aö kringilyröi
séu „fint mál” á þeim vett-
vangi.
Dæmi um slikan samsetn-
ing er klausa i frétt á baksiöu
VIsis frá þvi I fyrradag. Þar
segir m.a. svo: „Þeir voru
vist ófáir, sem sváfu misvel i
nótt...”
Ekki veit ég, hvort tilgang-
urinn með þessu orðavaii
hefur veriö sá, aö vera fynd-
inn — hafi svo verið, þá var
þeim tiigangi alls ekki náö.
Varla er hér um athugunar-
leysi að ræöa, þvi enginn lif-
andi maður tekur svona til
oröa i mæltu máli. Senni-
legra er, aö hér hafi blaða-
maður meö þó nokkurri
fyrirhöfn ætiaö að tala ó-
venjulegt — kannski „fint”
— mál, en tekist heldur ó-
hönduglega til. Aö taka svo
til orða, aö „ófáir hafi sofiö
misvel” I staö þess rétt og
slétt aö segja, aö „margir
hafi sofið illa” er likt og aö
klæöa sig upp á kjólföt við
kakiskyrtu og gúmmiskó.
Þótt kjólföt kunni aö vera
„fin” föt við ákveönar aö-
stæður eru þau næsta brosleg
við aörar. A.m.k. eiga þau
heldur illa viö á blaðamanni
viö vinnu sina i daglegum
fréttaskrifum.
íslenskir komm-
únistar ekki með
A dögunum var haldinn I
Búdapest fundur fulltrúa
alira kommúnistaflokka i
Evrópu. Fréttatilkynningar
um þennan fund voru sendar
út aö venju og birtar i mörg-
um erlendum blöðum. Þar
var m.a. fram tekið aö full-
trúar þriggja kommúnista-
flokka heföu ekki komið þvi
viö að mæta — fulltrúar
kommúnistaflokka Albaniu,
Hollands og tslands.
Alþýöubandalagið segir
gjarna, aö það sé ekki
kommúniskur flokkur. Aðrir
kommúnistar viröast hins
vegar vera á öndveröri skoð-
un. A.m.k. verður ekki betur
séð, en aö fundarboðendur
ráðstefnunnar i Búdapest
hafi sent Alþýöubandalaginu
boð, eins og öðrum kommún-
istaflokkum i Evrópu, en
fuiltrúar Alþýöubandalags-
ins ásamt fulltrúum komm-
únistaflokka HoIIands og
Albaniu þvi miður ekki átt
heimangengt.
Kannski lesum viö þaö i
Þjóöviijanum á morgun að
kommúnistaflokkar Atbaniu
og Hollands séu ekki heldur
neinir kommúnistaflokkar.
SB
HALLDÓR VALDIMARSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR
F r a m le i ö a n d i : Norman
Jewison
Leikstjóri: Norman Jewison
Aöalhlutverk: Tutte Lemkov,
Topol, Norma Crane
Gerö eftir leikriti Joseph Stein,
sem hann samdi upp úr
nokkrum leikritum Solomons
Raginowitch.
Þaö er ekki margt sem hægt
er aö segja um Fiðlarann á
þakinu, að minnsta kosti ekki i
orðum. Hjartahlýja þessa
verks, verðmætamat það sem
þar er sett fram, virðingin fyrir
siðvenjum, ásamt viðurkenn-
ingu á réttmæti þess sem nýtt er
og koma skal — þetta talar allt
máli hjartans, en ekki tung-
unnar. Boðskapur þessa verks
er ákaflega skýr og settur fram
á einfaldan máta, enda
auöskilinn. Ekki tel ég nokkurn
vafa á að hann eigi erindi til
okkar i dag, kannski meir en
nokkru sinni fyrr, þvi hann
hvetur til varðveislu þeirra
Tónabíó
FIÐLARINN Á ÞAKINU
mannlegu verðmæta sem við
virðumst vera að glata.
Um myndina skal hér ekki
farið mörgum orðum, aðeins
komið á framfæri hvatningu til
fólks að missa ekki af henni.
Þeir sem sáu Fiðlarann i
uppsetningu Þjóðleikhússins,
fyrir nokkrum árum, vita að
hverju er að ganga i Tónabió um
þessar mundir — hinir ættu að
komast að þvi sem fyrst.
Að lokum get ég ekki látið hjá
liða að hnýta ofurlitið I — ja, ég
veit eiginlega ekki hvern. Það
er reyndar ekki nýtt að þau
kvikmyndaeintök sem hingað
berast, séu meir eða minna illa
farin. Einna hvimleiðast er
þetta þó i söngvamyndum — svo
sem Fiðlaranum — og eintakið
sem Tónabió hefur til sýninga
nú, er ekki nógu gott. Hver ber
ábyrgð á þvi, veit ég ekki, en sá
hinn sami veit vafalitið upp á
sig skömmina sjálfur og ætti að
taka starfsemi sina til endur-
skoöunar að þessuleyti.
%bssP
GENGISSKRÁNING
Nr. 1-3. januar 1975.
Skrað fra Eining Kl. 13,00 Kaup Saía
30/12 1974 1 Bandaríkjadollar 118, 30 118, 70
3/1 1975 i Sterlingspund 276, 85 278, 05 *
- - i Kanadadollar 119, 30 119,80 *
- - 100 Danskar krónur 2088,30 2097, 10 *
- - 100 Norskar krónur 2269, 45 2270, 05 *
- - 100 Sœnskar krónur 2897,55 2909, 85 *
- - 100 Finnsk mörk 3288, 00 3330, 10 *
- - 100 Franskir frankar '2663,25 2672, 15 *
- - 100 Belg. frankar 327,50 328,90 *
- - 100 SvÍBsn. frankar 4669,30 4689, 00 *
- - 100 Gyllini 4744, 70 4764, 80 *
- - 100 V. -Þ>ýzk mörk 4922,50 4943, 30 *
• - - 100 Lírur 18, 2i 18, 29 *'
- 100 Austurr. Sch. 692, 35 695,25 *
- - 100 Escudos 482, 40 484,40 *
- - 100 Pesetar 210, 55 211,45 *
- - 100 Yen 39, 32 39, 49 *
2/9 1974 100 Reikningskrónur- V ö ru skiptal önd 99, 86 100, 14
30/12 - 1 Reikning sdollar - Vöruskiptalönd 118, 30 118,70
* Breyting fra síðustu skráningu.
(
Alþýðublaðið á hvert heimili
)
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar
Skipholti 25. Simar 19099 og 20988.
• •
FRABÆR
MJÖG GÓÐ
GÓÐ
ÞOKKALEG
LÉLEG
Stjörnubíó.
IHÆTTUSTÖRF
LOGREGLUNNAR
Laugarásbió
THE STING
Hafnarbló:
TRAFFIC
í hreinskilni
sagt
eftir Odd A. Sigurjónsson
Einarður
kennimaður. II.
En hvað er þá i þvi fólgið,
aö vera of skriflærður? Er
það ekki beinlinis, að hampa
meira bókstafnum, en leggja
andann til hliðar? Og hvaða
von er til þess, að þeir, sem
kunna að vilja sækja eitt-
hvað annað I kirkjuna sina,
en bókstafsfullyrðingar
Péturs eða Páls, séu ekki lat-
rækir eftir slikum vegi? Ef
söfnuðinum finnst t.d. að
sálusorgarinn sé si og æ að
nota allskonar manna-
setningar, til þess að skjóta
stoðum undir sinn eigin
vanmátt, er ekki von á góðu.
Alkunnugt er, hve prest-
unum er tamt að vitna i Pál
postula. Að visu er af nógum
orðum að taka i bréfum hans
og kenningum. En á hitt er
að lita, að hann var lærður i
og alinn upp við lögmálið.
Hann hafði enga kynningu af
Kristi, nema sem fjand-
maður. Ég hefi ekki séð þess
mót, að hann væri þess
umkominn, að tileinka sér
kristið hugarfar, nema siður
væri. í huga hans virðist hið
„hegnandi réttlæti” Jahve-
trúarinnar endurspeglast og
kristallast.
Hve langur vegur er milli
þessa og hugarfars Krists
kann ég ekki að segja
nákvæmlega, en virðist það
meira en húsavegur. Þar
sem ég er hvorki prestur né
trúboði, má auðvitað vera að
mér skjátlist. En ef á annað
borð er talað um kristna
kirkju, liggur þá ekki beint
við, að hún byggi á kenningu
Krists og lifi? Og ef þessi
stofnun er lika þjóðkirkja,
getur naumast verið óeðli-
legt að hinn almenni borgari
renni stundum augum yfir
leiðina, sem hún fetar og
freisti að dæma ávextina.
Séra Sigurður Haukur tæpir
á og ekki er að efa, að það er
hans mat — að islenzka
kirkjan, eða einhver hluti
hennar, áliti Kriststrúna eins
og hann túlkar hana, vera
villutrú, þá þarf sannarlega
einurð til að standa þar einn
eða fáliðaður uppi. Hans
vegur verður þó ekki að
minni.
A þessu ári höfum við
minnzt þrjúhundruð ára
dánardags Hallgrims
Péturssonar. Höfum við i
alvöru spurt okkur sjálf,
hvert er hið eiginlega tilefni?
Hvert var eiginlega hlutverk
sr. Hallgrims i trúarlifi
þjóðarinnar?
Hver var ástæðan til, að
þessi áður burtrekni grallari
söng sig með sálmum sinum
inn i hjörtu landsmanna og
hefur átt þar óðal fram til
þessa? Ég vil ekki vanmeta,
aö hér ræðir sennilega um
andrikasta sálmaskáld allra
alda og landa. En mér býður
I grun, að ástsæld hans hjá
þjóðinni sé fyrst og fremst
vegna þess, að hann túlkar
hinn gæzkurika föður og son,
en hafnar hinu „hegnandi
réttlæti” þeirra tlma. Flest
okkar hafa víst lært boðorðin
10, þótt misjafnlega gangi að
halda þau. Þau hefjast yfir-
leitt á þú skalt ekki”. Er
ekki nokkuð rótfast i þjóðar-
eðlinu, að dást ekki að
hræðslugæðum? Er lands-
mönnum ekki tamara að
laðast að þvi, sem fram er
boriö af hlýju þeli? Það er
min skoðun. Getur ekki
skýringar á augljósum
vanmætti kirkjunnar nú
verið þarna að leita? Og þó
eigum við marga og mikil-
hæfa kennimenn.
Sé kirkjan ánægð með
rikjandi ástand, hvi ætti
hún þá að æskja breytinga?
En sé hún það ekki og þyki
miða litið áfram, hvernig
væri þá að breyta til, vikja
Páli og öðrum lögmáls-
þrælkandi utar, en leiða
sjálfan trúarhöfundinn,
meistarann mikla, innst i
kórinn?
'Hafnarljarðar Apótek
Afgreiðslutími:
Virka daga kl. 9-18.30
Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsingasími 51600.
DÚÍIA
í GlAEflBflE
/ími 84900
Laugardagur 4. janúar 1975