Alþýðublaðið - 04.01.1975, Qupperneq 3
DÓMSRANNSÓKN Á
ÁHALDAHÚSI BORG-
ARINNAR LOKIÐ
Lokið er ddmsrannsókn, rekstri Ahaldahúss Reykja-
sem hófst hjá Sakadðmi vikur. Niðurstöður rannsókn-
Reykjavikur i október s.l. á arinnar hafa nú verið sendar
FÉBÓTASKYLDA LIGGI
VIÐ FLOKKUN VINNU í
KVENNA - KARLASTÖRF
Alþjóðlega kvennaárið er
gengið i garð. A þvi munu konur
og kvennasamtök um allan
heim heygja öfluga baráttu
fyrir réttindum sinum.
Það er von og ósk MFIK að
islenskar konur standi saman i
baráttu sinni á árinu og vinni
málefnum sinum allt það gagn
er þeir mega.
MFIK beinir þvi til allra
Islendinga að hafa hugföst þau
orð Kurt Waldheims, fram-
kvæmdastjdra SÞ, að timi sé til
kominn að ihuga i alvöru á
hvern hátt megi bæta stöðu
kvenna i þágu alls sam-
félagsins.
1 tilefni kvennaársins setur
MFIK fram eftirfarandi kröfur
fyrir hönd islenskra kvenna:
1) að skýlaus ákvæði verði sett i
stjórnarskrá islenska
lýðveldisins um jafnan rétt
kvenna og karla til atvinnu og
menntunar; um jafnrétti á
sviði stjórnmála, i öllum
stofnunum islenska rikisins
og á heimilum;
2) að vinnuveitendum, verk-
stjórum og öðrum sé óheimilt
að flokka vinnu i kvenna- eða
karlastörf og liggi við þvi
fébótaskylda að lögum;
3) að öll börn á höfuðborgar-
svæðinu og i kaupstöðum
landsins eigi rétt á dagvistun
undir umsjón sérhæfðra
starfskrafta, sé barn a fram-
færi einstæðs foreldris eða
séu bæði foreldri i launa-
vinnu.
MFIK hvetur konur til að
hrista af sér þá venjubundnu
kvöð, að karlar hafi forgangs-
rétt i námi og starfi. Rekstur
heimilanna verður að breytast
og þjónustuhlutverk
húsmóðurinnar að hverfa úr
sögunni, en samhjálp fjöl-
skyldunnar að koma i staðinn.
Konur þurfa að standa fast á
mannlegum réttisinum til sömu
menntunar og sömu starfa og
karlar. Höfum það hugfast, að
konur standa körlum fyllilega á
sporði, þegar þær taka að sér
ábyrgðarstörf.
saksóknara rikisins, sem tek-
ur ákvörðun um hugsanlega
málshöfðun, en yfirmaður
stofnunarinnar hefur haft leyfi
frá störfum siðan rannsóknin
hófst.
Haraldur Henrýsson, saka-
dómari, sem hafði rannsókn
málsins með höndum hjá
Sakadómi Reykjavikur, sagði
i samtali við Alþýðublaðið i
gær, að rannsókn þessi hafi
verið allumfangsmikil og
seinleg. Haraldur kvaðst ekki
vilja tjá sig um niðurstöður
hennar, en saksóknari myndi
sjálfsagt á næstu dögum taka
ákvörðun varðandi framhald
málsins.
Borgarráði hefur enn ekki
borist nein skýrsla um rann-
sóknina hjá Sakadómi, en bú-
ist ér við, að mál þetta komi á
dagskrá i borgarráði fljótlega.
Upphaf þessa máls var, að i
framhaldi af sérstakri könnun
endurskoðenda borgarreikn-
inga á reikningum Áhalda-
hússins, sem nú er árlega gerð
hjá einu eða fleiri fyrirtækjum
borgarinnar, lögðu nokkrir
borgarfulltrúar til, að enn
frekari rannsókn yrði gerð á
rekstri Ahaldahússins. Varð
úr, að óskað var eftir rann-
sókn á tilteknum atriðum i
rekstri Ahaldahússins.
Á næstu dögum kemur i ljós,
hvort saksóknari telur ástæðu
til málshöfðunar út af þeim at-
riðum, sem athugasemdir
hafa verið gerðar við i rekstri
stofnunarinnar. —
KENNSLA HEFST SEM HÉR SEGIR:
4. bekkur og 3. bekkur miðvikud. 8. janúar
kl. 7 e.h. ATH. EKKI 6. JANÚAR.
Verslunar- og skrifstofustarfadeild mæti
9. jan. kl. 8 e.h.
Leshringar á framhaldsskólastigi hefjast
9. jan. samkv. fyrri töflu.
Almennir námsflokkar hefjast mánud. 13.
janúar.
INNRITUN I ALMENNA
NAMSFLOKKA:
i Laugalækjarskóla fer fram 7. og 8. jan.
kl. 19 til 21.30
i Breiðholtsskóla fer fram 9. jan. kl. 19.30
til 21.
i Árbæjarskóla fer fram 10. jan. kl. 19.30 til
21.
KENNSLUGJALD GREIÐIST VIÐ INN-
RITUN. SKRÁ YFIR KENNSLU-
GREINAR
Félag járniðnaðarmanna
FELAGSFUNÐUR
verður haldinn miðvikudaginn 8. jan. 1975
kl. 8.30 e.h. i Lindarbæ, niðri.
HED HVAÐfl BÉTTI. HERHA LÖGBEGLUSTIÓRI?
Nú hefur Guðlaug Svein-
bjarnardóttir, ritað lögreglu-
stjóra bréf, þar sem hún dregur
i efa rétt lögreglustjóra til að
beita stöðumælasektum og
innheimta þær. Bréf Guðlaug-
ar fer hér á eftir i heild:
,,Með bréfi, dags. 10. desem-
ber 1974, tilkynnið þér mér und-
irritaðri, skráðum eiganda bif-
reiðarinnar R-40T39, að yður
hafi borist skýrsla um, að bif-
reið min hafi staðið ólöglega við
stöðumæli 287 viö Grettisgötu
18. október 1974 kl. 14:08. 1 bréfi
yðar er jafnframt rakið, að
samkvæmt tilkynningu, sem
fest hafi verið á bifreiðina, hafi
ökumanni hennar verið gefinn
kostur á að ljúka máli út af brot-
inu með greiðslu aukaleigu-
gjalds innan viku. Þar sem þvi
boði hafi eigi verið sinnt, sé nú
gefinn kostur á að ljúka máli
þessu án dómsmeðferðar með
greiðslu sektar kr. 500,- til rikis-
sjóðs.
Mér, eins og öðrum ibúum
Grettisgötu, hafa að undanförnu
borist fjölmargir miðar vegna
stöðu bifreiðar við rauð-merkta
stöðumæla á Grettisgötu. I fjöl-
skyldu minni er ekki haldin dag-
bók yfir notendur bifreiðarinnar
hverju sinni. Þar sem efni bréfs
yðar, hr. lögreglustjóri, er beint
til ökumanns þess, er lagði bif-
reiðinni viö stöðumæli 287 i það
sinn, er þér tilkynnið, verð ég að
fara þess á leit við yður, að þér
beinið sektarkröfum yðar að
ökumanni þeim nafngreindum,
er þér teljið hafa framið meint
brot.
Meðal miða þeirra, sem I
minum fórum eru, er tilkynning
sú, er þér greinið frá i bréfi yðar
og sendi ég hjálagt ljósrit af þvi
skjali. Tilkoma skjals þessa I
minar hendur svo og efni þess
vekja upp nokkrar spurningar,
sem hér með er leitað svara við.
1. Stöðumælavörður G.S.,
starfsmaður Reykjavikurborg-
ar, hengir á bifreið mina til-
kynningu frá lögreglunni i
Reykjavik, sem er rikislög-
regla. Mér eru ekki kunnir nein-
ir samningar rikis og sveitarfé-
laga né lög, er heimila slikar
gjörðir starfsmanna sveitarfé-
laga á ábyrgð rikislögreglu né
heldur um heimild til handa
sveitarfélögum til að dreifa
seðlum með nafni lögreglunnar
i Reykjavik.
Starfar stöðumælavörður G.S.
i umboði yðar og eru gjörðir
hans, sem sliks á ábyrgð rikis-
ins?
2. Skv. ákvæðum reglna nr.
185/1966 eru gjöld i stöðumæla
leigugjöld fyrir afnot stöðu-
mælareits i ákveðinn tima sbr.
ákv. 4. gr. Standi bifreið fram
yfir tilsettan tima, skal greiða
„aukaleigugjald” 50 kr. sbr. 4.,
6. og 14. gr. Leigugjöld og auka-
leigugjöld renna til stöðumæla-
sjóðs, sem er eign Reykjavikur-
borgar. A skjali þvi, sem hér
um ræðir, er skrifstofa lög-
reglustjóra tilgreindur inn-
heimtuaðili þessara leigu-
gjalda.
Eru til ákvæði laga eða samn-
inga, er heimila lögreglustjóra
að taka að sér innheimtu fyrir
sveitarfélög eða ábyrgð á fjár-
reiðum þeirra?
3. Allt frá þvi að bifreiðar
tóku að flytjast til Islands, hefur
ibúum húseignarinnar Grettis-
götu 35 svo og þeim, sem þangað
hafa átt erindi, verið heimilt að
leggja bifreið sinni hér við götu
endurgjaldslaust. I október s.l.
var farið að krefja mig leigu-
gjalds fyrir bifr.stæði við göt-
una og nam þvi hækkun gjalds-
ins hinu óendanlega að hundr-
aðshluta. Hefur farið fram at-
hugun á þvi hjá embætti yðar,
hvort hækkun þessi striði eigi
gegn ákvæðum laga nr. 88/1974
um viðnám gegn verðbólgu
(verðstöðvun)?
4. A skjalinu er „aukaleigu-
gjald” talið vera 100 kr. Skv.
ákvæðum 6.1 og 14. gr. reglu-
gerðar nr. 185/1966 er auka-
leigugjald þetta ákveðið 50 kr.
Mér er og kunnug auglýsing
borgaryfirvalda frá s.l. sumri
um að gjald þetta skuli vera 100
kr.
Að undanförnu hefur gilt i
landi hér bann við verðhækkun-
um nema þar til bær verðlags-
yfirvöld leyfi hækkanir. Með
hliðsjón af þessum ákvæðum
ákvað dómsmálaráðherra t.d.
að biðja saksóknara um rann-
sókn á þvi, hvort eigendur Iðnó
mættu hækka leigugjöld af þvi
húsi.
Hefur embætti yðar athugað
eða fengið um það úrskurð, að
umrædd hækkun á aukaleigu-
gjaldi hafi verið heimil?
5. I bréfi Höskulds Jónssonar,
Grettisgötu 35, til borgarráðs,
dags. 1. október s.l., sem jafn-
framt birtist i dagblöðum, er að
þvi vikið, að uppsetning stöðu-
mæla við Grettisgötu væri ó-
heimil. 1 þvi sambandi var vitn-
að til itaks eða hefðar um rétt til
gjaldfrjáls stæðis fyrir bifreið
svo og að aukin umferð vegna
tilkomu mælanna ylli óhóflegri
röskun á stöðu og högum ibúa
við Grettisgötu. Ljóst má vera,
að ágreiningur um þessi atriði
er einkamálalegs eðlis. Leiða
má og að þvi rök, að vangreitt
stöðumælagjald sé i sjálfu sér
vangreidd leiga og þvi einkamál
ein eigi lögreglumál.
Hver eru rök yðar sem starfs-
manns rikisins til afskipta af
deilu einkamálalegs eðlis milli
ibúa Grettisgötu og borgaryfir-
valda Reykjavikur?
Ljós má vera, að með afskipt-
um yðar og fullyrðingum um
„brot”, sbr. bréf yðar frá 10.
desember 1974, gerist þér, á
ábyrgð rikissjóðs, úrskurðar-
aöili i mjög flóknu máli án þess
að aðili sá, er þér nefnið brot-
legan, hafi haft tækifæri til að
kynna yður rök sin i máli
þessu.”
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Samningamál
3. önnur mál
Mætið vel og stundvislega.
Stjórn
Félags járniðnaðarmanna
A
Alfabrenna
í Kópavogi
Á vegum Tómstundaráðs og ýmissa i-
þrótta- og æskulýðsfélaga i Kópavogi
verður haldin álfabrenna sunnudaginn 5.
jan. n.k.
Hefst dagskráin með skrúðgöngu frá Vall-
argerðisvelli kl. 17.00. Hestamenn úr
Hestamannafélaginu Gusti fara fyrir
göngunni.
Gengið verður niður á Smárahvammsvöll
við Fifuhvammsveg. Kl. 17.30 hefjast þar
skemmtiatriði. Þar koma meðal annars
fram:
1. Félagar úr þjóðdansafélagi Reykjavik-
ur.
2. Hornaflokkur Kópavogs.
3. Halli og Laddi.
4. Askasleikir og Stekkjastaur.
5. Álfadans og álfaieikir.
iþróttafélagið Gerpla.
6. Hjálparsveit skáta verður með flug-
eldasýningu.
Kynnir verður Egill Bjarnason.
Aðgangseyrir verður kr. 200.00 fyrir full-
orðna og kr. 100.00 fyrir börn.
Laugardagur 4. janúar 1975