Alþýðublaðið - 10.01.1975, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 10.01.1975, Qupperneq 7
Frægustu höfuð heims hvíla í greipum hans Heimsins frægasti hárgreiðslu- maður má ekki vera að því að klippa konu sína og dóttur Það er eins og að fletta alþjóðlegu bláu bókinni að fletta dag- bók hans. Jaqueline Onassis, Anna prinsessa af Eng- landi, Sophia Loren, Liza Minelli, Grace prinsessa af Monaco, Caroline dóttir hennar, Elizabeth Taylor, Maria Callas og fjöl- margar aðrar. Frægustu konur heimsins leggja höfuð sitt i hendur hans og kalla hann „Alexander mikla”. Hversdagslega er hann litill, fimmtugur Frakki, sem eyðir mestum hluta ævinnar i loftinu — i flugvélum, sem flytja hann um gjör- vallan heim til að sjá um hárgreiðslur þeirra, sem peninga- ráðin hafa. Stjórnmálakænska — Það, sem þær segja mér, fer inn um annað eyrað og út um hitt, segir Alexandre alltaf, þegar blaða- menn reyna að fá hann til að segja frá þeim leyndarmálum, sem stjörnurnar hafa hvislað i eyra hans. — Ég hef þagnarheit ekki siður en læknar og sýni sömu kænsku og stjórnmálamennirnir — en þar með er ekki sagt, að ég þegi, þegar viðskiptavinirnir leita ráða hjá mér. Það gera þeir oft og ég hef án efa átt minn þátt i að betrumbæta og eyði- leggja allmörg hjóna- bönd um ævina”, segir Alexandre. ,,Uppgötvaður" Það var hertoga- ynjan af Windsor, sem uppgötvaði hann i litilli hárgreiðslustofu i Cannes. Hún mælti með honum við kunn- ingja sina ogþar með var sigurinn unninn. Alexandre flutti til Parisar og varð heims- frægur. Eftirfarandi hefur Alexandre að segja um viðskiptavinina: — Drottningin i Siam (Thailandi) er einhver fegursta kona, sem ég hef augum litið Hún ætti að vera alheimsdrottning! Hún var með svo sitt hár, að hún fékk höfuðverk. Ég klippti 20 sm af þvi. Sophia Loren — Sophia Loren hafði ekki látið klippa sig i 15 ár, en ég fékk hana til þess. Hún lét klippa sig og fékk sér vægt „permanent” og varð þar með „tatara- leg”einsog húner núna. Elizabeth Taylor — Elizabeth Taylor er dásamleg kona. Hún er dýra- og mannvinur. Þó að hún eigi erfitt i einkalifi er hún alltaf vingjarnleg, elskuleg og góð i umgengni. Ég hef búið til marg- vislegar hárgreiðslur fyrir hana og ég hef lika klippt Richard Burton. Grace af Monaco — Grace prinsessa hefur verið vinkona Hér er Elizabeth Taylor með drengjakoll, en Alexandre heldur á lokkunum i hendinni. min i tuttugu ár. Hún vill helst vera stuttklipt — og vill láta klippa dóttur sina stutt lika. Caroline varð öskureið, þegar ég klippti hana samkvæmt skipun frá Grace. Jackie Onassis — Jackie Onassis er athyglisverð mann- eskja. Hún elskar allt, sem glæsilegt er, en velur helst það, sem er einfalt... Hún liggur mikið i sólbaði og kemur til min til að láta klippa sig og „lifga” upp á hárið. Engan tíma Alexandre hefur tvær hárgreiðslustofur i Paris. Eina handa konum og þar vinna niutiu manns — og eina fyrir karlmenn, en þar vinna fimmtiu. Hann á dóttur, sem er læknir og son, sem er innanhússhönnuður. — Ég klippi þær mæðgurnar i mesta lagi tvisvar á ári. Ég hef ekki tima til þess oftar.... Ö^GEIR FUGb T lA.. ffl Sophia Loren — klippti sig ekki i 15 ár. Föstudagur 10. janúar 1975. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.