Alþýðublaðið - 12.01.1975, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 12.01.1975, Qupperneq 1
■ ■ fÆt EFNAHAGSMAL OG ANDLEG MÁL Um þessi áramót hafa flestir forystumenn islenskra stjórn- mála og félagsmála látió i ljós ugg vegna ástands i efna- hagsmálum. Þeir hafa áhyggjur af framtiðinni, óttast, aB erfiB- leikar muni verBa torveldir viB- fangs. ViB þetta hafa bætst nátt- úruhamfarir og hörmlegir mannskaöar, sem varpaö hafa skugga á þjóölifiö. Þessi uggur á raunar ekki aöeins viö um Islendinga. 1 öllum nálægum löndum hafa menn veriö svart- sýnir á þróun mála á komandi ári. Framferöi oliukónga i Arabarikjum veldur efnahags- ringulreiö um viBa veröld, en þar safnar fámennur hópur auö- jöfra og rikisvaldiö sjálft óhemju auöæfum i löndum, þar sem þjóöirnar búa viö sárustu fátækt og fáfræöi. Veröbólga er alþjóölegt vandamál. Uppvist hefur oröið um óvenjulega spill- ingu i stjórnmálaheiminum. Sundurlyndi og upplausn móta stjórnarfar. Vopnum, sem átti aö sliöra, er beitt áfram. Og hætta er jafnvel á styrjöld i Austurlöndum nær. Allt þetta umrót i heiminum getur aö visu ekki veriö okkur tslendingum nein huggun i erf- iöleikum okkar. En það má ekki veröa þess valdandi, aö vitund gagnvart vanda okkar slævist. Verulegur hluti efnahagsvanda- mála okkar er oröinn til vegna mistaka okkar sjálfra og verður af engum leystur nema okkur sjálfum, með sameiginlegu átaki. Undirrót vandans er ekki ný af nálinni, heldur svo djúp- stæö, aö ekki veröur búist viö neinni allsherjarlausn á skömmum tima. Efnahags- vandamál veröa raunar aldrei leyst til hlitar. En ringulreið á þó ekki aö þurfa aö haldast i langan tima. Ýmiss konar efnahagsvanda- mál og kjaramál hafa sett meginsvip á umræður um ástand og horfur um þessi ára- mót, og fer það aö venju. Þessar vikurnar hlýtur það hins vegar aö hafa komiö i hug margra, hvort ekki væri ástæða til þess að hyggja nokkuö aö þvi, hvar þjóöin sé á vegi stödd i menn- ingarmálum og andlegum efn- um. Menningarlif er hér blóm- legt á öllum sviöum. Þaö má vera ánægjuefni. Fyllsta ástæða er til bjartsýni varöandi framtiö lista og visinda á Islandi. En veröur hiö sama sagt um þau svið, sem venjulega eru kennd viö „andleg mál”? Islendingar eiga sér þjóökirkju, rikiskirkju, en búa að sjálfsögðu viö trú- frelsi. Þjóökirkjan flytur boð- skap, sem kristnum mönnum er ljós og er þeim kær. Hrökkva þá ekki þjónar þjóökirkjunnar viö, þegar þjóöinni eru fluttar fregn- ir af „fisklykt” og „vinarbrauö- um” frá himnariki? Særir þetta ekki trúarvitund kristinna manna? I kirkju mundi slikur boðskapur aö sjálfsögðu aldrei fluttur, hvorki hér á' landi ná annars staöar. En er hér ekki eitthvað á ferð, sem ber þess vott, aö ekki er aöeins ringulreiö i efnahagsmálum? Auövitað er hér ekki um að ræöa mál, sem stjórnvöld eiga aö láta sig skipta. En er kirkjunni þaö óviðkomandi, hvaö gerist i and- legum málum meö þjóðinni? Ekki er siöur ástæða til þess að vikja aö þessum málum vegna þess, aö ringulreiðin i andlegum málum virðist nú far- in að teygja arma sina inn á svið islensks réttarfars. I þeim efn- um verður hins vegar ekki lögö nein ábyrgð á heröar kirkjunn- ar. Þar veröa veraldleg yfirvöld aö varðveita skynsemi sina og gæta sóma sins. GÞG Sunnudagur 12. janúar 1975. - 9. tbl, 56. árg.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.