Alþýðublaðið - 12.01.1975, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 12.01.1975, Qupperneq 3
music auglýsti eftir ungum lagasmiöum og skáldum. Voru þeir Elton og Bernie þá settir i að vinna saman en árangurinn af þvi samstarfi þekkja allir nú orðið, þvi að Bernie hefur samið alla texta við lög Eltons. Þá hef- ur Elton John einnig notið að- stoðar góðra tónlistarmanna, en um það leyti sem hann gaf út ,,Chateau”safnaði hann þeim saman og hafa þeir siðan haldið hópinn óbreyttir, utan hvað einn maður hefur bætst i hópinn. Þessir hljóðfæraleikarar voru þeir Dave Johnstone, Dee Murr- ay og Nigel Olsson. Af „Cari- bou” hafa nú þegar nokkur lög náð vináældum, og eru þeirra helst „Grimsby, Dixie Lillie” og The Bitch is back”. Klæðnaður meistarans verður sifellt skrautlegri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, og ill- mögulegt orðið að sjá hvort þarna sé um klæðnað að ræða, eða grimubúninga. Sjálfur segir Elton þetta ekki vera sýndar- mennsku, hann hafi bara lúmskt gagman af að klæpa sig i furðuleg föt, og þetta sé á seinni árum orðin ástriða, sem hann fái útrás fyrir á sviði. Þá segir hann einnig, að hann muni ganga i hverju sem er, hvursu fáránlegur sá klæðnaður sé bara að hann „virki”. Þetta með að hann virki er komið til af þvi að oft eru hin og þessi „trick” innifalin i klæðnaðinum. Hann hefur til dæmis gengið i stigvélum, sem út úr skutust gervisnákar i öllum regnbogans litum er hann sté fram á sviðið. Hefur Boeing 707 til eigin af- nota... Ekkert var til sparað, til þess að hljómleikaferð Eltons um Bandarikin nú fyrir jól heppn- aðist sem best, og var gifurleg- um fjármunum varið i skipu- lagningu. M.a. hafði Elton John á leigu þotu, þá sem hann hafði notað i fyrra hljómleikaferða- lagi, en hún er af gerðinni Bo- eing 707. Er hún leigð sérstak- lega út til hljómsveita og skemmtikrafta sem þurfa að ferðast um Bandarikin og ber nafnið „Stjörnuskip 1”. Er hún innréttuð mjög frumlega, og ekkert til sparað að gera hana sem best úr garði að innan. t henni eru svefnherbergi og dag- stofur, að ógleymdum börum. Allt er þetta gert úr finustu efn- um sem hægt er að fá, svo að það ætti ekki að væsa um þá sem i henni þurfa að ferðast. Með Elton um borð er sko jafn- an fritt föruneyti, t.d. hefur hann haft með sér i förum leik- konuna Lindu Lovelace, og þá hefur Stevie Wonder troðið þar upp i háloftunum farþegum til skemmtunar. Frá þvi menn fyrst muna eft- ir, þá hefur Elton John jafnan verið auðþekktur á sólgleraug- um þeim sem hann jafnan ber. Eru þau af öllum stærðum og gerðum, og hann segist sjálfur vera einlægur sólgleraugna- safnari. Hefur hann gengið svo langt, að láta búa til fyrir sig sólgleruaugu sem lýsa i myrkri. Er þá ekki að sökum að spyrja, að ljósið myndar stafina E L T O N. Eitt helsta tóm- stundagaman Eltons er að hlusta á plötur, og hefur áhug- inn ekkert minnkað eftir að hann fór að gefa sjálfur út plöt- ur. Hann á orðið gifurlegt plötu- safn, og fyrir stuttu siðan keypti hann safn af litlum plötum fyrir 8000 dollara, enda var þar um að ræða einar 30000 plötur. Þetta var safn i eigu starfsmanns BBC, og innihélt allar litlar plötur sem gefnar hafa verið út i Bretlandi siðustu fimmtán árin eða svo. Þá hefur Elton John nýlega skrifað undir samning við MCA, hljómplötufyrirtækið, sem gerir ráð fyrir að hann gefi út á þeirra vegum næstu fimm árin sex stórar plötur, fyrir þetta fær hann litlar átta millj- ónir dollara minnst, svo að hann ætti ekki að vera á flæðiskeri staddur. Hann rekur svo eigið plötufyrirtæki, „Rocket re- cords”, sem meðal annars hefur á sinum snærum söngkonuna Kiki Dee. Elton John hefur mjög gaman af að bregða á leik, og fræg er sagan af honum þegar hann iklæddist búning górillu- apa, og óð inn á sviðið i nætur- klúbb i New York, þar sem Iggy Popp var að spila út. Tóku tveir filefldir rótarar Elton á milli sin og ætluðu að kasta honum niður af háu sviðinu. Munaði minnstu að af yrði, en það vildi Elton til happs, að hann náði af sér grim- unni áður en af varð, og þekktist hann þá þegar. Þá hefur hann einnig gaman að af að heim- sækja útvarpsstöðvar þar sem hann er á ferð og gerast plötu- snúður i tvo þrjá tima. Þá látum við lokið þessum skrifum okkar um Elton John að sinni, en von- umst til að á næstunni getum við birt itarlegt viðtal við kappann. Eitt er vist, og það er það, að það er ferlega skitt, að ekki skuli enn hafa tekist að fá manninn til að halda hérlendis svo sem eins og eina hljómleika. honum til lasts, hversu einhæfar lagasmiðar hans eru, en það verður ekki alltaf a allt kosið, og hitt má hann eiga, að það sem hann lætur frá sér fara er ekki hálfklárað. Sú plata sem hér um ræðir, er mjög skemmtileg að þvi leyti, hversu vel virðist vandað til hennar, og þá sér- staklega i upptökum. Harrison er greinilega mjög góður upp- tökumaður, og þurfi hann ein- hvern tima að fá sér vinnu, þá er hann með betri upptökustjór- um sem völ er á. Útsetningar eru góðar í einfaldleik sinum, og skemmtileg notkun blásturs- hljóðfæra setur svip sinn á lög- in. Þau lög sem virðast best við fyrstu sín, eru „Far east man”, Dark horse”, gamla góða „Bye, bye, love”, og svo „Ding dong, Ding dong”. Þó að ekki láti mik- ið yfir hljóðfæraleiknum, þá er hann góður, og valinn maður i hverju rúmi. Skemmtilegar melódiur ganga i gegnum plöt- una, og ósjálfrátt fer maöur að raula með i „It is He (Jai Sai Krishna). Létt og skemmtileg plata, gefi maður sér tima til að hlusta vel á hana. Ofangreindar plötur tást í Faco, Laugavegi 89 Propaganda/Sparks I dag verður fjallað um tvær sérstaklega góöar plötur sem nýkomnar eru út. Eru þetta stórar plötur með hljómsveit- inni Sparks, og George bitil Harrison. Þó að ég yrði strax hrifinn af tónlist Sparks þegar ég heyrði i þeim, þá grunaði mig þó aldrei að þeir ættu eftir að verða jafn- góðir, og siðasta plata þeirra, „Propaganda” ber með sér. Þeir virðast hafa náð sér full- komlega eftir að þrir félaganna I hljómsveitinni hættu, og hafa aldrei verið betri. Sparks hafa j gTCTÍ^rrcO) WCX^r^CO)^TQTmZ flest það til að bera, sem góð hljómsveit þarf á að halda. I fyrsta lagi þá er tónlist þeirra i alla staði mjög frumleg, svo ekki sé meira sagt. Þá eru mörg laganna mjög létt og skemmti- leg, og nýtur hinn sérkennilegi söngstill þeirra Mael-bræðra sin mjög vel i mörgum þeirra. Hljóðfæraleikur getur verið hvort sem er, þýður og mjúkur, eða þá með þvi kröftugasta sem maður heyrir, þeir eru jafnvigir á hvort sem er. Textarnir eru margir hverjir mjög skemmti- legir, og fara vel i kostulegum söngnum. Aðalsmerki hljóm- sveitarinnar eru hinar hröðu taktskiptingar, góður söngur, frábær hljóðfæraleikur og út- setningar. Platan er i heild sinni frábær, en sérstaklega gaman er að lögunum „Reinforce- ments” „Who don’t like kids”, „Achoo” og „Thanks but no thanks”. Sparks eru þegar orðnir mjög þekktir viða um heim, og mjög vinsælir hérlend- is, enda fyrri plötur þeirra mjög góðar. Þessi nýja plata þeirra slær þó hinar fyrri út, og ef ein- hver hljómsveit á það skilið að slá virkilega i gegn á þvi herr- ans ári 1975, þá er það tvimæla- laust hljómsveitin Sparks. Að svo mæltu vil ég ekki hafa þessi orð fleiri, en bendi þeim sem þetta lesa eindregið á að láta ekki „Propaganda” fram hjá sér fara. Dark Horse/George Harrison Þá er komin út ný plata með George Harrison, og var timi til kominn, þar sem langt er um liðið, siðan sú siðasta kom frá hans hendi. Hann hefur þó notað timann vel, og þróað stil sinn og tónlist töluvert frá þvi sem var, enda var hann nánast staðnað- ur. Þó eimir sums staðar enn þá töluvertaf „My sweet Lord”, eins og til dæmis i laginu „Maya love”. Við sem dáðum bitlana svo mjög i gamla daga megum að vissu leyti taka gleði okkar aftur, þvi að það sannaðist fyrir nokkuð löngu, að þeir komu fjórfalt betur út úr skiptingunni, og Harrison gefur hinum félög- um sinum ekkert. eftir hvað hæfileika til lagasmiði snertir. Það má kannski helst finna það Sunnudagur 12. ianúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.