Alþýðublaðið - 12.01.1975, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 12.01.1975, Qupperneq 6
m STldRNUHNAR U FRAMTiÐARVON MANNKYNSINS? í dag, þegar raunhæfar umræður um mengun, hungur, yfirvofandi styrjaldarhættu og annað það sem orðið gæti mann- kyninu að fjörtjóni, eru rétt að slíta barnsskón- um, gæti það virst undar- legt, nánast heimskulegt, að minnast á stjörnurnar sem hugsanlega lausn einhverra af vandamál- um þeirrar veraldar sem við byggjum. Úrlausnir á þeim ógnunum sem greinilegastar eru, virð- ast of umfangsmikil og kostnaðarsöm verkefni, til þess að maðurinn geti sótt annað til himin- geimsins, en guð sinn og sólarorkuna. Ekki eru þó allir á einu máli um það, fremur en aðrar mann- legar kennisetningar og þeir sem rennt haf a horn- augatil himins, ástjörnu- bjartri nóttu, með kalda rökhyggju, eða í mesta lagi ferðavon í hjarta, finna nú æ fleira vonum sinum og skoðunum til stuðnings, eftir því sem þekkingu okkar á um- heiminum fleytir fram. Ekki eru ýkja mörg ár síðan þeir sem létu sig dreyma um fljúgandi vél- ar, voru álitnir draum- óramenn, fífl, eða eitt- hvað þaðan af verra. Lengi vel voru það líka draumóramenn einir, sem leyfðu sér að hugsa um geimferðir, en nú, á áttunda tug tuttugustu aldar, er sú flokkun úr sögunni. i dag eru það vísindamenn, bæði stjarnf ræðingar, eðlis- fræðingar og aðrir, sem hvað mest hugsa, tala og rita um möguleikana á löngum geimferðum og þá jafnvel búferlaflutn- inga mannkynsins til annarra sólkerfa. Frá því að maðurinn þróaði með sér rökræna hugsun, hef ur hugur hans ávallt leitað út og upp á við. Landkönnuðir og himintunglagrúskarar hafa allar götur átt vísan virð ingarsess meðal meðbræðra sinna og leit- andi eðlishvöt hefur stjórnað stefnu mannlegs samfélags frá því að sög- ur hófust. Það er því manninum eðlilegt, nú þegar hann hefur numið allt fast land á plánetunni jörð, að leita landa í öðr- um sólkerfum ekki sfst fyrir það, að þörfin fyrir ný landsvæði er orðin knýjandi — og vex ört. AAikill hluti jarðar er að vísu ókannaður, að meiru eða minna leyti, en hvöt mannsins til þess að kanna himingeiminn er of sterk til þess að sjávarrannsóknir geti hamlað henni til lengdar. Hrun tæknivædds samfé- lags okkar, er það eina sem komið gæti í veg fyrir rannsóknir — og síð- ar landvinninga á öðrum plánetum. Geimferðir eru dýrar, og þeir sem mótfallnir eru þeim, af einhverjum orsökum, benda oft á það að þjóðir heimsins komi ekki til með að beita dýr- mætu vinnuafli, hráefn- um, tíma og f jármunum, í framkvæmd áætlun- ar,sem ekki komi nema örlitlum hluta mannkyns til góða. Þeir benda á, að eftir því sem offjölgun verður meir ógnandi, þeim mun meir knýi á um jafna skiptingu lífsnauð- synja og lífsgæða. Þeir vilja því halda fram, að innan tveggja áratuga geti engin ríkisstjórn leyft sér að vinna að tunglferðum, hvað þá lengri og kostnaðarsam- ari leiðangrum, því hinn almenni borgari, fjöld- inn, muni rísa gegn því og friðarins vegna verði að leggja allt slíkt á hilluna. Þetta telja margir rangt og hafa, meðal annarra, þeir félags- og sálfræð- ingar sem hlynntir eru geimferðum, bent á að einmitt þegar off jölgunin nær því stigi að verða verulega ógnandi, verði þörfin fyrir landvinn- ingavon knýjandi. Þá muni mannlégt samfélag þarfnast einhvers til að sameinast um, einhverja áætlun eða risaverkefni, sem hver og einn getur tekið sér að hjarta og að til þess að sameina og stefnumarka hálfsvelt og aðþrengt mannkyn, væri áætlun um stofnun ný- lendna í öðrum sólkerf- um, hvað best fallin. Ljóminn, sem ávallt hef- ur staðið af f rumkvöðlum og landkönnuðum, at- vinnan sem skapast, *--------------------- Þær plánetur, sem finnast kunna i öðrum sólkerf- um, geta reynst gjörsamlega ó- ábúðarhæfar. Þegar á lifsskeið sólar kerfisins lið- ur, getur umhverfi gasrisanna orðið hættulegt, þvi gufuhvolf þeirra sýður við þær að- stæður og hverfur út i geiminn. ^--------------------- myndin á jörðinni, hrá- efnaviðskiptin sem fyrir- sjáanleg væru og, ekki síst vonin um að verða fyrir valinu og komast burt, myndu öll stefna að sama marki og gera sam- félagið viðráðanlegt að nýju, en ekki kljúfa það, eða sprengja. Það má því gera ráð fyrir, ef tækni okkar og vísindi halda áfram að þróast fram á við —og ef spenna í alþjóðamálum leiðir ekki til uppgjörs- styrjaldar, sem leggja myndi menningu okkar í rúst, að kynslóðir næstu aldar sjái leiðangra til annarra stjarna leggja af stað. En áður en svo getur orðið — áður en nokkur maður eða kona með heil- brigða skynsemi, leggur upp í slíka ferð, þurfum við að hafa nokkra vissu um að f inna plánetur sem boðið geta upp á þau lífs- skilyrði sem maðurinn fær lifað við. Að slíkar plánetur séu til, að minnsta kosti innanþeirr- ar fjarlægðar sem okkur verður vætnanlega fær á næstu öld, er í dag tilgáta, en ekki staðreynd, Fjar- lægðarmörkin, sem gefin eru í dag, eru 12 Ijósár, mest fyrir það að utan þess hrings er engin stjarna nær en 17.3 Ijósár frá sólinni. Innan hrings- ins eru aftur á móti, að minnsta kosti nítján stjörnur, sem væntanlega yrðu fyrstu mörkin sem stefnt væri á. Þekking okkar á eigin sólkerfi og sambandinu milli sólar og jarðar, hef- ur leitt til ýmissa álykt- ana um eiginleika þá sem stjarna þarf að hafa, til þess að einhver pláneta hennar bjóði upp á svipuð skilyrði og jörðin. Allar stjörnur innan 12 Ijósára frá sólu, hafa verið flokkaðar eftir stöðu þeirra í litrófinu og þann- ig er hægt að útiloka meir en helming þeirra, því þær gætu ekki boðið upp á rétt skilyrði. Tíu þeirra eru dvergstirni, sem hafa of litla útgeislun. Aðrar tvær, Barnards stjarna og Innes stjarna, sem nefndar eru eftir þeim mönnum sem uppgötvuðu þær, eru ekki nema 6.7 og 9.6 Ijósár frá sólu og það hve nýlega þær fundust, sýnir best hve daufar þær eru og óliklegar til að hafa nokkuð að bjóða okkur. Svipað er að segja um Sirius og Procyon, en o Sunnudagur 12. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.