Alþýðublaðið - 15.01.1975, Síða 8
Fer síöasta von IR-inga
í kvöld? Þá leika í 1.
deild, Víkingur — Fram
og Ármann — ÍR
Tapi ÍR leiknum eru þeir þar með
komnir meö annan fótin í 2. deild
Tveir leikir verða leiknir í 1.
deild tslandsmótsins i hand-
knattleik í kvöld, þá leika i
Laugardalshöllinni Vikingur og
Fram og strax að þeim leik
loknum leika Armann og tR.
Fyrri leikurinn á milli Vikings
og Fram er mjög þýðingarmik-
ill i toppbaráttunni og það lið
sem tapar stigi eða stigum i
kvöld gæti þar með hafa helst úr
lestinni.
Framarar töpuðu sinum
fyrsta leik fyrir viku siðan fyrir
FH i Hafnarfirði og áttu þá
mjög slakan leik. Er ljóst er að
þeir verða að leika betur i kvöld
en þeir gerðu á móti FH ef þeir
ætla að gera sér vonir um að
sigra i kvöld.
Vikingar töpuðu lika stigi i
Hafnarfirði fyrir viku i leik
þeirra gegn Gróttu og voru
nánast heppnir að tapa ekki
báðum stigunum i þeim leik. Þá
byrjuðu Vikingar mjög vel og
höfðu fljótlega náð góðri
forystu, en misstu hana svo
niður. Leiki þeir eins i kvöld og
þeir gerðu þá i upphafi mega
Framarar svo sannarlega passa
sig.
Seinni leikurinn er milli Ar-
manns og 1R og er þessi leikur
mjög þýðingarmikill fyrir 1R-
inga sem nú sitja einir og yfir-
gefnir á botninum i deildinni
með aðeins eitt stig. Ár-
menningar hafa nú helst úr lest
efstu liðanna og leiki þeir eins i
þeim leikjum sem þeir eiga eftir
gera þeir ekki betur en að halda
sæti sínu I deildinni.
IR-ingar munu örugglega
leggja allt kapp á að vinna
þennan leik, þvi takist þeim það
hafa þeir þegar nálgast neðstu
liðin og munurinn þá aðeins
orðin eitt stig i næsta lið. Tapi
1R leiknum er félagið þar með
þegar komið með annan fótinn i
2. deild. Leikur Vikings og
Fram hefst kl. 20:15.
Björgvin Björgvinsson átti,
ekki sjö dagana sæla i siðasta
leik sinum með Fram, en þá
skoraði hann ekki mark sem
þykir tiðindum sæta.
Liklegt er að þeir Framarar
reyni að nota Björgvin meira i
leiknum i kvöld, en þeir gerðu
þá.
Leikmenn ÍBA telja ekki tímabært að senda tvö lið í íslandsmótið
Þórsarar hafa boðað annan fund til að kanna malið
Eins og við höfum skýrt frá var eyri að senda fram lið félagsins i
samþykkt á fundi hjá Þór á Akur- n.k. Islandsmóti undir merki
Þórs en ekki IBA eins og hingað
tii hefur tiðkast.
Nú hafa leikmenn ÍBA haldið
sameiginlegan fund um þetta mál
SKIPAKAUP
Höfum til sölu nýtisku fiskiskip, smiðuð i
Noregi og Sviþjóð til afhendingar á næstu
mánuðum. Hér er um að ræða nýsmiði og stærð
skipanna er 499 tonn og 950 tonn.
Fulltrúar hinna
erlendu seljenda
verða til viðtals að
Hótel Sögu fimmtu-
dag og föstudag 16.
og 17. janúar n.k. kl.
1-7 e.h. báða dagana.
Þar verða gefnar
allar nánari
upplýsingar.
Mjög góðir greiðsluskilmálar.
Höfum kaupendur að fiskiskipum allt að 10 ára
gömlum, af stærðinni 100-600 tonn.
Til greina kemur, að seljendur nýju skipanna
taki eldri skip uppi kaupin.
Teikningar fyrirliggjandi
NITTO umboðið hf.
og telja þeir, að það muni koma
að þvi að skipta verði og senda
tvo flokka i keppni, en eins og
málum er nú háttað telja þeir það
ekki timabært. Sé það vegna þess
að yngri flokkunum sé ekki veitt
sú þjálfun sem skyldi og benda á
að 3. flokkur hjá öðru félaginu
hafi ekki verið til á s.l. ári. Vilja
þeir að þessum málum verði
kippt i lag fyrst og byrjað verði á
að senda t.d. 2. flokk frá félögun-
um aðskildum i Islandsmótið, en
ekki m.fl.
Staðan í 1. deild
Haukar 7 5 0 2 138:117 10
FH 7 5 0 2 142:134 10
Fram 6 3 2 1 104:102 8
Valur 7 4 0 3 130:116 8
Vikingur 6 3 1 2 112:106 7
Ármann 7 3 0 4 112:131 6
Grótta 7 1 2 4 136:145 4
IR 7 0 1 6 132:155 1
Eftirtaldir leikmenn hafa skorað 15 mörk eða fleiri i 1.
deild:
Hörður Sigmarsson Haukum.....................67 (22)
Björn Pétursson Gróttu........................49 (19
Geir Hallsteinsson FH ........................31 (2)
Jón Karlsson Val .............................31 (8)
Einar Magnússon Vikingi.......................30 (8)
Viðar Simonarson FH...........................28 (7)
Ólafur H. Jónsson......................................27
Agúst Svavarsson ÍR...........................27 (1)
Stefán Halldórsson Vikingi....................27 (9)
Pálmi Pálmason Fram .........................27 (13)
Brynjólfur Markússon IR..........................24
Halldór Kristjánsson Gróttu...................21 (3)
Ólafur ólafsson Haukum .......................21 (9)
Björn Jóhannsson Armanni......................20 (4)
Þórarinn Ragnarsson FH .............................20 (9)
Magnús Sigurðsson Gróttu.........................19
Jens Jensson Ármanni ............................18
Páll Björgvlnsson Víkingi.....................18 (1)
Hörður Harðarson Armanni......................18 (8)
Jón Astvaldsson Ármanni.......................17 (2)
Guðmundur Sveinsson Fram......................17 (4)
Árni Indriðason Gróttu......................... .16
Elias Jónsson Haukum.............................16
o
Miövikudagur 15. janúar 1975.