Alþýðublaðið - 21.01.1975, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 21.01.1975, Qupperneq 3
HORNIÐ „Hljómsveitir og tónlistar- menn á Norðurlöndum eiga að syngja á eigin móðurmáli, i stað þess að þóknast „skemmtimafiu” sem svo er nefnd, með þvi að syngja á ensku. Náðist um það samkomulag, að þeir sem fram kæmu á norrænu lista- hátiðinni sem haldin verður i Sviþjóð i mars næstkomandi, syngi hver á sinu móðurmáli”. Þetta kom fram i samtali sem Alþýðublaðið átti við nokkra fulltrúa á norrænu jass- ráðstefnunni að Hótel Sögu á sunnudaginn. Þá kom það einnig fram á ráðstefnunni, að norræna listahátiðin, þar sem koma munu fram hljómsveitir frá öllum Norðurlöndunum og leika ólika tónlist, er viljandi haldin samtimis Eurovision- sönglagakeppninni, sem einnig er i Sviþjóð, til þess að vekja athygli þeirra þúsunda erlendu fréttamanna er þar verða þá staddir á þvi, að til er önnur tegund tónlistar en nú einstefnutónlist sem kemur fram i sönglagakeppninni, og svo miklu fé er eytt i að auglýsa. Samúel svarar fyrir sig: Ámælisverðar rangfærslur í froðusnakki Guðmundar „Timaritið Samúel lýsir furðu sinni á þvi, að dagblað hafi at- hugasemdalaust birt slikt froðusnakk og það sem Guð- mundur einhver Guðmundsson lætur frá sér fara i „Horninu” miðvikudaginn 15. janúar. Vel- ur hann Samúel þar hin verstu nöfn og gerir sig sekan um á- mælisverðar rangfærslur. í upphafi bréfsins sýnir Guð- mundur þessi fram á, hversu viölesinn hann er i Rapport, Qui og öðrum slikum erlendum rit- um, sem hann vill nefna ósvikin klámblöð. Vekur það furðu, hversu vel hinn sómakæri bréf- ritari fylgist með skrifum og myndbirtingum þessara blaöa, sem hann vill hiklaust að hverfi af markaðnum. Ekki vill Samúel leggja neinn dóm á umsögn Guðmundar um erlendu blöðin, en krefst þess hinsvegar, aðbréfritari éti ofani sig umsögn sina um Samúel. Það er til að byrja með ekki rétt hjá Guðmundi, að Samúel hafi verið auglýstur sem ung- lingablað. Popp og annað lesefni fyrir unglinga skipar ekki hærri sess i blaðinu en hvað annað og unglingar finna tæpast efni við sitt hæfi nema i öðru hverju blaði. Lesendur blaðsins eru langflestir komnir af unglings- árunum. Þá segir Guðmundur: „Þið foreldrar, hvaða hugmyndir gerið þið ykkur um ritstjóra, sem bjóða börnum ykkar upp á efni með fyrirsögnum eins og þessum:” Siðan koma nokkrar setningar úr greinum siðasta tölublaðs, sem slitnar eru úr samhengi við það sem á eftir fylgir. Þeir sem ekki hafa lesið siðasta tölublað Samúels vara sig ekki á lævisi bréfritara, en til að gefa þeim hugmynd um ágæti hans, má taka hér tvö dæmi. Hann tekur t.d. eftirfarandi fyrirsögn: „Krafturinn milli fótanna”. Hvað þykist bréfritari geta sannað með svona enda- slepptri tilvitnun? Hér hefði hann þurft að taka það fram, að fyrirsögnin stóð fyrir grein um félag vélhjólaeigenda i Reykja- vik. „Oft hef ég sofnað, ef ég hef verið liggjandi i stellingu”. Þessi setning er tekin úr undir- fyrirsögn með einu af viðtölun- um i siðasta tölublaði. Hvað segir þessi tilvitnun Guðmund- ar? Hvaða stellingar er hér um að ræða? Guðmundur vill láta lesanda Alþýðublaðsins um að ráða fram úr þvi. Sjálfsagt i þeirri von, að hún verði misskil- in — máli hans til framdráttar. Samúel vill þó leyfa sér að upp- lýsa, að ofangreinda setningu er að finna i viðtali við fyrirsætu i myndlistarskóla. Sóðalegt, ekki satt?!!! 1 lok ummæla sinna um Samúel lætur Guðmundur þess getið, að Samúel „bjóði offjár til handa stúlkum, sem vilja leyfa myndatökur af sér fyrir blað- ið”. Þetta er hárrétt hjá Guð- mundi. Samúel finnst kvart- milljón króna vera ágætis pen- ingur. En hvað með það, að blaðið bjóði stúlkunum greiðslu. Er ekki öðrum ljósmyndafyrir- sætum borguð laun fyrir vinnu sina? Slikt hneykslar Guðmund tæpast. En kannski honum finn- ist eitthvað athugavert við það, að birtar séu myndir af islensk- um stúlkum yfirleitt. Ja, það væri þá eftir öðru.. SAMÚEL” Islenskt kex bannvara því það er bara súkku- laðihuðað oðru megin „Listinn yfir þann varning, sem heimilt er að hafa á boð- stólum i söluturnum eftir lokun venjulegra verslana, er fleirum undrunarefni en mér”, sagði Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, i samtali við Alþýðublaðið i gær. „Mér er til dæmist kunnugt um, að Félag islenskra iðn- rekenda hefur látið i ljós furðu sina á þvi, að ekki skuli vera heimilt að hafa á boðstólum i söluturnunum islenskt kex, sem húðað er súkkulaði öðrumegin, þegar þeim er á sama tima heimilt að selja erlent kex, sem er alhúðað súkkulaði”, sagði Björgvin. Á siðasta fundi borgar- stjórnar Reykjavikur var til umræðu tillaga frá Björgvin Guðmundssyni þess efnis, að umræddur listi yfir vörur, sem selja má i söluturnum á kvöldin og um helgar, verði tekinn til endurskoðunar. En tillagan var felld með 9 atkvæðum meiri- hlutans gegn 6 atkvæðum minnihlutaflokkanna. „Það má benda á fjölmarga vankanta á þessum lista”, sagði Björgvin, „og raunar er listinn alveg meingallaður. Hvers vegna er heimilt að selja kaffi i söluturnunum, en bannað að selja þar te? og hvers vegna má selja þar mjólkur- og rjóma- is, en ekki niðursoðna ávexti? Ég lagði aðeins til, að farið yrði yfir listann i þeim tilgangi að sniða af honum augljóustu vankantana og lagði á" það áherslu i ræðu minni i borgar- stjórn á fimmtudagskvöldið, þó að ég léti það fylgja með, að vel kæmi til greina aö bæta fleiri vörum á listann”. Björgvin sagði i samtalinu við Alþýðublaðið, að helsti tals- maður meirihluta Sjálfstæöis- flokksins i borgarstjórn, sem lagðist eindregið gegn tillög- unni, hafi veriö Magnús L. Sveinsson, framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Reykja- vikur. „Magnús bar þvi einkum við i málflutningi sinum, að engin ósk hefði komið fram frá kaup- m a n n a s a m t ö k u m um breytingar á vörulistanumog virtist eins og óttast reiði Kaup- mannasamtakanna, ef rnáli þetta yrði tekið upp án þeirra frumkvæðis”, sagði Björgvin i samtalinu við blaðið og bætti við: „Magnús L. Sveinsson bar þvi einnig við, að umræður um málið væru til þess eins liklegar að orsaka ófrið milli matvöru- kaupmanna og söluturna- eigenda og hafði jafnframt sem viðbáru, og breytingar á vöru- listanum kynnu að vekja mat- vöruverslunina sem heild i borginni”. Leikfélag Reykjavikur hefur nú sýningar á leikritinu „Selur- inn hefur mannsaugu” eftir Birgi Sigurðsson, en leikrit þetta var frumflutt á siðustu Listahátið og voru þá fjórar for- sýningar. Með aðalhlutverkin fara Guð- mundur Pálsson og Guðrún As- mundsdóttir og með þeim á meðfylgjandi mynd er Jón Sig- urbjörnsson, sem nú fer með hlutverk það, sem Steindór Hjörleifsson lék á Listahátiðar- sýningunum. Selurinn hefur mannsaugu er annað leikrit Birgis Sigurðsson- ar, sem L.R. sýnir, það fyrra var verðlaunaleikritið Pétur og Rúna. A siðasta ári fluttu skrúfuþotur flugfélagsins Vængja samtals 1.970 farþega frá Reykjavik til Siglufjarðar og frá Siglufirði til Reykjavikur samtals 2.069 far- þega. Farþegafjöldi félagsins á umræddri flugleið á siðastliðnu ári er þvi 4.039 manns og er hér um að ræða 66,3% aukningu frá 1973. Svarar þessi farþegafjöldi til þess, að allir Siglfirðingar hafi flogið meb Vængjum á liðnu ári. Alls fluttu skrúfuþotur Vængja 49 tonn af vöru milli Reykjavikur og Siglufjarðar á árinu 1974. Þessar upplýsingar koma fram I fréttátilkynningu, sem umboðs- maður Vængja á Siglufirði, GesturH. Fanndal, hefur sent frá sér. Þar kemur ennfremur fram, að um s.l. áramót var hið nýja flug- skýli við Siglufjarðarfiugvöll tekið i notkun. Höfðu þá verið sett upp heinlætistæki i skýlinu, svo og sæti og borð ásamt ljósaútbúnaði bæði innan dyra og úti á vellinum. í fréttatilkynningunni segir að inngangur skýlisins sé enn ekki nothæfur og þvi sé farið bakdyra- megin inn og út og bifreiðir verði að standa milli flugvéla og skýlis- ins, þar sem bifreiðastæði hafi enn ekki verið gerð né svæðið um- hverfis flugskýlið verið fyllt upp. I fréttatilkynningunni segir ennfremur, að í fyrstu vikunni eftir áramót hafi flætt yfir aðal- akstursbraut að flugvellinum i þiðu, sem þávarð,enda vanti af- rennslu austan megin við völlinn. Hins vegar hafi ruðningur sunnan megin vallarins varnað þvi, að flæddi norður eftir honum. EINS OG ALLIF t SIGL- FIRÐI NGAR • HEFÐ U FLOG- NU SINNI MEÐ VÆNGJUM MENN VIUA HALDA I ÚLOGLEGU NAtLANA „Nagladekk slita náttúrulega alltaf götunum töluvert, og auðvitað þvi meir sem þeir eru lengri,” sagði Guðni Karlsson, forstöðumaður Bif- reiðaeftirlits rikisins, þegar Alþýðublaðið hafði samband við hann i tilefni af þvi, að þess hefur orðið vart að undan- förnu, að menn færu ekki eftir settum reglum er giltu um lengd nagla. Guðni sagði enn fremur: „Það er alltaf sá möguleiki fyrir hendi, að þarna sé um eldri dekk að ræða, en sú reglugerð sem fjallar um naglana var ekki sett fyrr en fyrir um hálfu öðru ári. Við eigum að lita eftir þvi að þessi reglugerð sé haldin, en höfum mjög takmarkaða aðstöðu til þess. En ég veit til þess, að menn hafa verið að kvarta undan þvi, að hjólbarðaverkstæðin vilji ekki setja langa nagla i dekkin, þannig að varla eru það þau sem eru völd að þessum brotum i reglugerðinni. En það er nú þannig með þessalöngu nagla eða isnagla, að þó þeir séu mun betri á svelli en hinir, þá eru þeir verri á auðu og nánast hættulegir, vegna þess að þeir valda lengri hemlunarvega- lengd.” Þá spurðum við Guðna hvað liði þeirri uppfinningu Islendingsins Einars Einarssonar sem fólg- in er i þvi, að nagla er hægt að draga inn, þegar götur eru auðar, og hvort slikir naglar yrðu ekki teknirgóðir og gildir af Bifreiðaeftirlitinu. Hann svaraði: „Eftir þvi sem ég best veit, þá er það mál i undirbúningi, og ætti að vera stutt i það að sú hugmynd komist til framkvæmda. Þegar þar að kemur, munum við að sjálfsögðu samþykkja þá, svo framarlega sem það verður ekki ráðuneytisatriði.” Þriðjudagur 21. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.