Alþýðublaðið - 21.01.1975, Blaðsíða 9
Framarar eru með ennþá
Framarar sýndu nú sitt rétta
andlit, þegar þeir mættu Haukum
i Hafnarfirði á sunnudagskvöldið.
Liðið kom mjög ákveðið til leiks
enda greinilegt að leikmenn liðs-
ins gerðu sér grein fyrir mikil-
vægi leiksins. Eftir að hafa tapað
tveim siðustu leikjum sínum
sýndu nú Framarar ágætan leik
og unnu verðskuldaðan sigur 15-
18 og verða þvi áfram með i
baráttunni um Islandsmeistara-
titilinn.
Fyrri hálfleikur var lengi vel
mjög jafn og skiptust liðin á að
skora. En þegar staðan var 7-7
náðu Framarar mjög góðum
leikkafla og skoruðu þá 4 mörk I
röð 7-11, en Haukum tókst að
minnka muninn i 8-11 i lok hálf-
leiksins.
1 seinni hálfleik gerðu
Haukarnir örvæntingarfulla til-
raun til að minnka þennan mun,
en Framararnir héldu þá vel um
sitt og gáfu aldrei eftir. Tókst
þeim með mjög skynsamlegum
leik að halda þvi forskoti sem
þeir náðu i fyrri hálfleik og var
sigur þeirra 15-18 aldrei i hættu.
Lið Hauka var óvenju dauft i
þessum leik, Hörður Sigmarsson
var óvenju daufur til að byrja
með og var tekinn útaf .Var hðnum
haldið utan vallarins nær allan
leikinn og lék aðeins með siðustu
minútur leiksins og skoraði þá 2
mörk. Er þetta vægast sagt
nokkuð undarleg ráðstöfun hjá
Viðari Simonarsyni • þjálfara
Haukanna, þar sem Hörður hefur
verið þeirra aðalmaður sem sést
best á þvi að hann er búinn að
skora nær helming marka liðs-
ins. Af öðrum leikmönnum var
það helst Gunnar Einarsson i
markinu sem eitthvað lét að sér
kveða.
Mörkin; ölafur ólafsson 4 (2),
Hörður Sigmarsson 3, Logi
Sæmundsson 2(1), Elias Jónsson
2, Stefán Jónsson, Arnór Guð-
mundsson, Frosti Sæmundsson og
Hilmar Knútsson 1 mark hver.
Lið Fram lék nú mjög vel eftir
að hafa tapað tveim siðustu
leikjum sinum. Vörnin var góð og
varði markvörður þeirra Guðjón
Erlendsson mjög vel allan leikinn
og á hann ekki hvað minnstan
þátt i sigrinum. Af öðrum leik-
mönnum má nefna Pálma
Pálmason, Hannes Leifsson og
Björgvin Björgvinsson. Leiki liðið
eins i þeim leikjum sem það á
eftir og það gerði nú, verður það
ekki auðunnið.
Mörkin; Pálmi Pálmason 6,
Hannes Leifsson 5, Björgvin
Björgvinsson 3, Guðmundur
Sveinsson 2, Kjartan Gislason og
Stefán Þórðarson 1 mark hvor.
Slakur leikur Valsara
1. deild
Birmingham — Everton ' 0-3
Burnley — Luton 1-0
Carlisle —Ipswich 2-1
Chelsea — Leeds 0-2
Leicester — Stoke 1-1
Liverpool—Coventry 2-1
Manch.City — Newcastle 5-1
MiddlesbroArsenal 0-0
Tottenham — Sheff. Utd. 1-3
West Ham — QPR 2-2
Wolves—Derby 0-1
2. deild
Blackpooi — Fulham 1-0
Bolton—-BristolRov. 5-1
BristolCity — Hull 2-0
Millvall —Notts.Co. 3-0
Norwich — York City 2-3
Nottm.For. — Orient 2-2
Oldham — WBA 0-0
Oxford — Aston Villa 1-2
Sheff.Wed,—Portsmouth 0-2
Southampton—-Cardiff frestað
Sunderland —Manch. Utd. 0-0
Staðan er nú þannig:
1. deild
Everton 26 10 13 3 39-25 33
Ipswich 27 15 2 10 37-21 32
Burnley 27 13 6 8 47-40 32
Liverpool 25 13 5 7 36-23 31
Derby 26 12 7 7 41-33 31
Middlesb. 27 11 9 7 37-30 31
Stoke .27 11 9 7 40-34 31
M.anch .City 27 12 6 9 37-35 31
Leeds 27 12 5 10 39-31 29
West Ham 27 10 9 8 45-37 29
Sheff.Ut. 26 10 7 9 35-38 27
QPR 27 10. 6 11 34-36 26
Newcastle 25 10 6 9 36-41 26
Wolves 26 8 9 9 33-33 25
Coventry 27 8 9 10 36-44 25
Arsenal 26 8 7 11 30-31 23
Tottenham 27 8 7 12 36-40 23
Birmingh. 27 9 5 13 35-42 23
Chelsea 26 6 10 10 27-44 22
Carlisle 27 8 3 16 28-36 19
Leicester 26 4 9 13 23-41 17
Luton 26 4 8 14 23-39 16
2. deild
Manch.Utd. 27 17 6 4 43-19 40
Sunderland 27 13 9 5 44-22 35
Norwich 26 11 9 6 36-25 31
Aston Villa 26 12 6 8 38-22 30
WBA 26 11 8 7 30-18 30
Bristol C. 26 11 7 8 26-18 29
Blackpool 27 10 9 8 25-20 29
Notts. Co. 27 8 11 8 32-36 27
Nottm.For. 27 10 7 10 30-34 27
Oxford 27 11 5 11 27-37 27
Hull City 27 9 9 9 29-44 27
Bolton 25 10 6 9 31-25 26
Orient 26 5 15 6 20-27 25
Fulham 27 7 10 10 24-21 24
York City 27 9 6 12 33-38 24
Brist.Rov. 27 9 6 12 28-40 24
Southampt. 25 7 9 9 31-34 23
Portsmouth27 7 9 11 25-34 23
Cardifí 25 7 8 10 26-33 22
Oldham 25 6 8 11 24-30 20
Millvall 26 6 7 13 27-37 19
Sheff.Wed. 27 5 8 14 27-42 18
Valsmenn sigruðu Gróttu i
frekar tilþrifalitlum leik i
Hafnarfirði á sunnudagskvöldið
20-25.
Hafa nú Valsarar sigrað I 5
leikjum I röð og allt virðist benda
til þess að þeir verði með i
baráttu efstu liðanna. Jón Karls-
son handarbaksbrotnaði á æfingu
i siðustu viku og verður frá allri
keppni um tima, er hann þriðji
leikmaðurinn i liðinu sem
handarbaksbrotnar I vetur. Þetta
þýðir að sjálfsögðu að Jón getur
ekki tekið þátt i Norðurlanda-
mótinu með landsliðinu i næsta
mánuði.
Það kom strax i ljós I leiknum
að Valsliðið saknaði Jóns illilega
i leiknum. ólafur H. Jónsson var
tekinn úr umferð til að byrja
með, en hann lét það ekki á sig fá
og virtist geta skorað mörk eftir
vild. Er hann greinilega okkar
besti handknattleiksmaður hér i
dag, heur gifurlegan kraft og
skorar stórglæsileg mörk.
Fyrri hálfleikur var jafn
lengstum, en i lokin skoruðu
Valsmenn þrjú mörk i röð og
höfðu yfir i hálfleik 9-11.
Það sama má segja um siðari
hálfleikinn, hann var lengi
vel jafn, en um miðjan hálfleikinn
tókst Gróttumönnum að minnka
muninn i 2 mörk, 17-19 og virtust
vera að ná sér á strik.
En þá tók ólafur H. Jónsson sig
til og skoraði 4 af næstu 5 mörkum
Ólafur H. Jónsson átti enn einn
stórleikinn með Val og er erfitt
að hugsa sér liðið án hans. A
myndinni hefur hann snúið vörn
Gróttu af sér og skorar eitt af 7
mörkum sinum i leiknum.
Vals hvert öðru glæsilegra og
breytti stöðunni i 17-24.
Þetta réðu leikmenn Gróttu
ekki við og lokatölurnar urðu 20-
25 fyrir Val.
Gróttuliðið var óvenju dauft i
leiknum og var eins og liðið hefði
þegar sætt sig við að tapa leikn-
um fyrirfram. Björn Pétursson
þeirra markaskorari var tekin úr
umferð i fyrri hálfleik og skoraði
þá ékki mark. 1 seinni hálfieik
hættu Valsmenn að elta Björn, en
hann fann sig aldrei og var nýting
hans i leiknum slæm.
Það voru helst þeir Halldór,
Magnús og Atli Þór sem eitthvað
létu að sér kveða. Arni Indriða
var óvenju daufur. Mörkin;
Halldór Kristjánsson 5, Magnús
Sigurðsson 5, Atli Þór Héðinsson
4, Arni Indriðason 3, Björn
Pétursson 2 (1) og Axel Friðriks-
son 1 mark.
Lið Vals lék ekki vel þrátt fyrir
sigurinn i leiknum. Ef Gróttu-
mönnum hefði tekist betur að
gæta Ólafs H. Jónssonar hefðu úr-
slit leiksins orðið önnur. En auk
Ólafs sluppu þeir Agúst
ögmundsson Og - Ólafur
Benediktsson markvörður vel frá
sinu. Guðjón Magnússon lék nú
með aftur eftir langt hlé. og er
greinilega ekki búinn að finna sig.
Mörkin; Ólafur H. Jónsson 7, Jón
R Jónsson 5 (1) Agúst ögmunds-
son 4, Guðjón Magnússon, Gunn-
steinn Skúlason og Stefán
Gunnarsson 2 mörk hver og Gisli
Blöndal, Bjarni Guðmundsson og
Steindór Gunnarsson 1 mark
hver.
Leikinn dæmdu þeir Kristján
Orn Ingibergsson og Jón Frið-
steinsson.
STAÐAH i 1. Ot 2. DEILD
00 MARKHÆSTU MENN
Orslit leikjanna i Hafnarfirði á
sunnudagskvöldið urðu þessi:
Grótta — Valur 20-25
Haukar — Fram 15-18
Staðan i 1. deild er nú þessi:
FH 7 5 0 2 142:134 10
Valur 8 5 0 3 155:136 10
Haukar 8 5 0 3 153:135 10
Fram 8 4 2 2 140:142 10
Vikingur 7 4 1 2 137:124 9
Armann 8 4 0 4 130:141 8
Grótta 8 1 2 5 156:170 4
1R 8 0 1 7 142:173 1
Eftirtaldir leikmenn hafa skor-
að 15 mörk eða fleiri i 1. deild.
Hörður Sigmarss. Haukum 70
(22)
Björn Pétursson Gróttu 51 (20)
Einar Magnúss. Vikingi 34 (10)
Ólafur H. Jónsson Val 34
Stefán Halldórss. Viking. 33 (9)
Pálmi Pálmason Fram 33 (13)
Geir Hallsteinsson FH 31 (2)
Jón Karlsson Val 31 (8)
Ágúst Svavarsson ÍR 30 (2)
Viðar Simonarson FH 28 (7)
Brynjólfur Markússon 1R 28 •
Halldór Kristjánsson Gróttu 26
(3)
Ólafur ólafsson Haukum 25 (11)
Magnús Sigurðsson Gróttu 24
Páll Björgvinsson Vikingi 23
Björn Jóhannsson Armanni 23 (4)
Hörður Harðarson Ármanni 22
(9)
Jens Jensson Ármanni 21
Guðmundur Sveinsson Fram 21
(4)
Þórarinn Ragnarsson FH 20 (9)
Jón Ástvaldsson Armanni 20 (2)
Arni Indriðason Gróttu 19
Hannes Leifsson Fram 19 (1)
Jón P. Jónsson Val 19 (4)
Björgvin Björgvinsson Fram 18
Ellas Jónsson Haukum 18
Stefán Jónsson Haukum 15
Atli Þór Héðinsson Gróttu 15
í 2. deild var leikinn einn leikur
i Garðahreppi og áttust þar við
Stjarnan og ÍBK.
Lauk leiknum með jafntefli 18-
18. i hálfleik var staðan 8-10 fyrir
IBK. t lokin hafði Stjarnan yfir,
en Keflvikingum tókst að jafna á
siðustu sekúndum leiksins.
Staðan i 2. deild er nú þessi:
KA 7 6 0 1 164:125 12
KR 7 5 0 2 140:122 10
Þróttur ’ 5 4 0 1 123:86 8
Þór 5 4 0 1 101:81 8
Fylkir 7 2 0 5 120:150 4
IBK 6 1 1 4 95:121 3
UBK 4 1 0 3 80:100 2
Stjarnan 7 0 1 6 113:151 1
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPiTALINN:
ADSTOÐARLÆKNIK. — Tveir að-
stoðarlæknar óskast til starfa á
Barnaspitala Hringsins frá 1. marz
nk. i sex mánaða stöður. Umsókn-
arfrestur er til 15. febrúar nk. Nán-
ari upplýsingar veitir yfirlæknir
Barnaspitalans.
AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til
starfa á endurhæfingadeild Land-
spitalans nú þegar eða eftir sam-
komulagi. Upplýsingar veitir yfir-
læknir deildarinnar.
KLEPPSSPÍTALINN:
IIJÚKIIUNARKONUR óskast til
starfa á hinum ýmsu deildum
spitalans i fast starf og til afleys-
inga. Vinna hluta úr fullu starfi
kemur til greina.
Upplýsingar veitir forstöðukona,
simi 38160.
LÆKNARITARI óskast til starfa
við spitalann, hið fyrsta. Umsókn-
arfrestur er til 26. þ.m.
Umsóknum, er greini aldur,
menntun og fyrri störf, ber að
senda skrifstofu rikisspitalanna.
Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi
á sama stað.
Reykjavik, 17. janúar 1975.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765
Þriðjudagur 21. janúar 1975.
o