Alþýðublaðið - 21.01.1975, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson
Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm)
Sighvatur Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Afgreiðsiustjóri.örn Halldórsson
Ritstjórn: Skipholti 19, sími 28800
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900
Prentun: Blaðaprent hf.
HVER A SÖKINA?
Blöð stjórnarflokkanna deila enn um, hverju
megi kenna það ófremdarástand, sem rikt hefur
og rikir enn i islenskum efnahagsmálum.
Timinn kennir utanaðkomandi aðstæðum um
ófarirnar, en Morgunblaðið stjórnleysi þeirrar
rikisstjórnar, sem Framsóknarflokkurinn hafði
forystu fyrir.
Hvað svo sem þeir Framsóknarmenn segja,
þá verður þvi auðvitað ekki á móti mælt, að
óðaverðbólgan, sem ráðið hefur rikjum á
íslandi að undanförnu, er að mjög verulegu leyti
af innlendum rótum runninn. Þótt utanað-
komandi aðstæður hafi vissulega skaðað þjóðar-
búið, þá er meginvandinn heimatilbúinn. Þetta
liggur auðvitað i augum uppi þegar litið er á
stjórnartimabil rikisstjórnar ólafs Jóhannes-
sonar i heild. Meginhluta þess timabils voru
allar ytri aðstæður óvenjulega góðar. Mjög
mikil verðhækkun varð mest allt þetta timabil
á islenskum útflutningsafurðum og sú verð-
hækkun ásamt öðrum hagstæðum ytri að-
stæðum skilaði óhemjumiklu fé til þjóðarbúsins.
Ef stjórn landsins hefði verið styrk á þessum
tima hefði þjóðarbúið þvi átt að vera vel undir
það búið að mæta timabundnum áföllum siðar.
En sú varð ekki raunin á. Vegna algers
stjórnleysis i efnahagsmálum þjóðarinnar á
þessum árum fékk hún ekki notið ávaxta
góðærisins. Feitu árin voru ekki notuð til þess
að styrkja stöðu þjóðarbúsins að einu eða neinu
leyti. Þvert á móti lauk þeim þannig, að þjóðin
var skuldugri eftir en áður, varasjóðir höfðu
ekki aukist, heldur rýrnað og alveg hefði
gleymst að gera ráð fyrir þvi, að i kjölfar feitu
áranna kynnu mögur ár að koma. Ekki bætti
það úr skák, að meira en hálft siðasta valdaár
rikisstjórnar ólafs Jóhanness. var hún i raun-
inni orðin valdalaus , gat engum málum komið
fram, en neitaði þó að vikja. Landið var i raun
réttri stjórnlaust allan þennan tima, og að fá
það i tilbót við þá ábyrgðarlausu stjórnarhætti,
einkum i meðferð efnahagsmála, sem stjórnin
hafði gert sig seka um, var auðvitað til þess að
bæta gráu ofan á svart. Meginábyrgðina á þvi
bar Framsóknarflokkurinn, sem einnig bar
meginábyrgðina á stjórnleysinu meðan rikis-
stjórn ólafs Jóhannessonar hélt þó enn sinum
þingmeirihluta. Allt þetta ófremdarástand
ábyrgðar- og stjórnleysis er auðvitað megin-
skýringin á þvi öngþveitisástandi, sem varð i
efnahagsmálum þjóðarinnar þegar á leið og
syrta tók i álinn og Framsóknarflokkurinn getur
ekki firrt sig þeirri ábyrgð hversu heitt, sem
þeir framsóknarmenn kunna að óska þess.
/
Frá þvi núverandi rikisstjórn tók við hefur svo
enn sigið á ógæfuhliðina. Ekki er það Fram-
sóknarflokknum einum að kenna. Nú er það
Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur stjórnar-
forystuna, en honum hefur með öllu láðst að
móta þá heildarstefnu i efnahagsmálum, sem
nauðsynlegt er að mótuð sé svo von sé til þess,
að takast megi á við vandann með árangri.
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki öllu lengur
varpað allri sök yfir á Framsóknarflokkinn og
fyrri stjórn. Hann hefur sjálfur fengið tækifæri
til þess að stöðva öfugþróunina i islenskum
efnahagsmálum, en hefur ekki náð árangri.
alþýðu
I K I !
EYJÓLFUR JÓNSSON, FLATEYRI
„Nð LÝGUR HERLEG-
DAO AB KÚNGINUM”
Þjóðinni var birtur sá
áramótaboðskapur em-
bættismanna heilbrigðis-
ráðuneytisins að lækna-
þjónusta í strjálbýli væri
með ágætum og hvergi
væri þar læknislaust. Væri
þetta nú eitthvað annað en
gífurleg vandamál Reyk-
víkinga. þar sem þúsundir
væru án heimilislæknis.
Spakir landsfeður hljóta
að reyna að ráða bóta á
þessum vandræðum Reyk-
víkinga. Leiða þeir þá
sjálfsagt hugann að því
hvort ekki væri hag-
kvæmasta lausnin að að-
stoða þá heimilislæknis-
lausu við að flytja frá
Reykjavík og þangað sem
læknisþjónustan er með
ágætum, að sögn em-
bættismannanna. Yrði þá
uni leið stuðlað að jafn-
vægi í byggð landsins, sem
flestir stjórnmála-
foringjar segja okkur að sé
eitt hjartfólgnasta áhuga-
mál þeirra. Og í athafna-
sömu strjálbýli vantar
alltaf fleira fólk til fram-
leiðslustarfa og
byggingarf ramkvæmda.
Þessi lausn vandans hjá
Reykvikingum væri sú
sjálfsagða, nema þá að
einhverjum dytti í hug að
ATHUGASEMD
Jóhann Möller á Siglufiröi
hefur beðið blaðið fyrir eftir-
farandi athugasemd.
„Frétt sú, sem birtist á
annarri siðu Morgunblaðsins,
föstudaginn 10. janúar s.l. og
bar fyrirsögnina „Verka-
lýðsforingja sparkað úr
trúnaðarráði”, er byggð á
misskilningi og er röng.
Ég hefi nú verið kosinn i
varastjórn Verkalýðsfélags-
ins Vöku, en þar hefiégekki
gengt neinum trúnaöarstörf-
um i 15ár, þ.e.a.s. meöan ég
var i stjórn Sildarverk-
smiðja rikisins.
Meðlimir stjórnar og vara-
stjórnar félagsins eru sjálf-
kjörnir i trúnaða'rmannaráð
þess. A ég þvi áfram sæti i
ráðinu.
Nú væri hægt að álykta af
þessari röngu frétt, að eip-
hver átök ættu sér stað i
verkalýðsfélaginu, eins og
svo oft áður. En svo er ekki.
A félagsfundum og fundum
i trúnaðarráði á s.l. ári hafa
félagsmálin verið rædd á
skynsamlegan hátt, svo og
hvernig best væri að fylkja
islenskri verkalýðshreyfingu
til sóknar gegn hverskonar
misrétti i launa- og kjara-
málum og gegn áráttu vald-
hafa á hverjum tima að
nema úr gildi kjarasamn-
inga með tilskipunum, eins
og nú hefir átt sér stað og áð-
ur.
Við sjáum nú betur en
nokkurn tima fyrr, að alger
eining verður að nást innan
verkalýðshreyfingarinnar
um baráttumál hennar, svo
að jákvæður árangur náist.
Siglufirði 11. janúar 1975
Jóhann Möller.”
skugga vantaði á glans-
myndina af ágætri læknis-
þjónustu utan
Reykjavíkur. Þar sem nú-
verandi heilbrigðisráð-
herra er þingmaður úr
Vestf jarðakjördæmi hefðu
embættismennirnir mátt,
áður en þeir birtu glans-
myndina, ómaka sig við að
spyrja ráðherrann um
læknasetur á Vestfjörðum
og inna hann eftir þvi hvort
nokkuð vantaði á að lækna
þjónusta væri þar með
ágætum.
Fyrsta athugasemdin
Framhald á bls. 4
FLOKKSSTARFIÐ
Kvenfélag Alþyðuflokksins i Reykjavík
FÉLAGSFUNDUR
Kvenfélag Alþýðuf lokksins í Reykjavík boðar til al-
menns félagsfundar fimmtudaginn 23. janúar n.k.
Fundurinn verður haldinn i Félagsheimili prentara
að Hverfisgötu 21 og hefst kl. 20,30.
GESTUR FUNDARINS
VERÐUR BENEDIKT GRÖN-
DAL, FORMAÐUR ALÞÝÐU-
FLOKKSINS.
Félagskonur eru hvattar til
>ess að mæta vel og stundvís-
lega.
Stjórnin.
FUJ félagar i Beykjavík
BORGARMÁLIN
Björgvin Guðmundsson bor jarfulltrúi ætlar að
ræða við okkur.um borgarmálin >g hvað sé f ramundan
þeim.
Fundurinn verður haldinn í
Ingólfscafé, þriðjudaginn 21.
anúar kl. 20.30.
Mætið vel og stundvíslega. —
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
Alþýðuflokksfólk Hafnarfirði
bæjarmaun
Alþýðuf lokksfélag Hafnarf jarðar boðar til almenns
félagsfundar þriðjudaginn 21. janúar n.k. Fundurinn
verður haldinn í Alþýðuhúsinu i Hafnarfirði og hefst
kl. 21.00.
Fundarefni:
Fjárhagsáætlun Hafnarf jarðarkaupstaðar fyrir
árið 1975. Framsögumenn verða bæjarfulltrúar
Alþýðuflokksins, Haukur Helgason og Kjartan Jó-
hannsson.
■ Stjórnin.
ísfirðingar og nágrannar
FELAGSFUNDUR
Alþýðuflokksfélag isaf jarðar boðar til fundar n.k.
laugardag, eftir hádegi. Fundurinn er opinn Alþýðu-
flokksfólki og stuðningsfólki A-listans á Isafirði og í
nágrenni.
Gestur fundarins verður Sig-
hvatur Björgvinsson, atþm., og
mun hann ræða um stjórnmála-
viðhorfin.
Nánar auglýst síðar.
STJÓRNIN
Þriðjudagur 21. janúar 1975.
o