Alþýðublaðið - 21.01.1975, Qupperneq 12
alþýðu
Ð
Bókhaldsaóstoö
með tékka-
færslum
BÚNAÐAR-
\g\J BANKINN
KÓPAVOGS APÓTEK
Opiö öil kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
SBNDIBIL ASTÖOIN HF
FYRSTA ANNAÐ OG... ÞRIÐJA
o
„Haldiö þið aö þetta sé spiri.
Þaö er nii ósennilegt”. Hvort
þessi athugasemd uppboös-
haldara hefur haft áhrif á
bjóöendur skal ósagt látiö, en
svo mikiö er vist, aö númer 67
tveir kútar, vara óþekkt 120 kg
fór á aöeins 500 krónur.
Uppboö. Oröiö sjálft vekur
mörgum hroll. Uppboö táknar
oft endalok einhvers, stundum
lifsbaráttunnar, hjá öörum
bresta vonirnar. Þau uppboö,
sem mest er á lofti haldiö frá
fyrri tiö eru uppboð sveitar-
limanna, þeirra, sem oröið
höföu undir i lifsbaráttunni og
voru á framfæri heima-
sveitarinnar i óþökk þeirra,
sem meira máttu sin. Þá var
boöið upp til aö kanna, hver
vildi taka einstaklinginn fyrir
lægst meölag. Besta boöiö var
þaö lægsta. Svo var það þess,
sem átti boðiö að láta vinna
fyrir þvi, sem á vantaði i fæöis-
og klæöiskostnað.
Annars eölis voru uppboð á
eignum þeirra, sem fluttu bú-
ferlum. Þau voru haldin að
beiöni eigendanna á þeim
munum, sem ekki var hægt aö
flytja meö sér, eða ekki talin
þörf fyrir á nýja staðnum. Enn-
fremur uppboð dánarbúa, að
beiöni ierfingja.
Nú 4ru uppboð fátið, nema
uppboðstilkynningunni fylgi
nauöung, nauðungaruppboð
haldiö að kröfu banka, sjóðs,
hrl, eöalhdl. til lúkingar skuld að
fjárhæðlo.s.frv.
Þá 'má ekki gleyma
uppboðu^n yfirvalda á óskila-
munum, hið árlega „reiðhjóla-
uppboð” lögreglunnar og
uppboð ^missa hreppstjóra á
óskilahrossum.
Tilvitnunin hér að ofan er hins
vegar fengin á uppboði, sem
haldið var i vörugeymslu Eim-
skips við Dugguvog i Reykjavik
siðastliðinn laugardag. Eftir
auglýsingu um „Nauðungar-
uppboð”, sem birt var i blöðum
skyldi selja „allskonar vörur og
áhöld, sem komu til landsins
meö skipum félagsins á árinu
1972 og fyrr. Avisanir ekki
teknar gildar nema með leyfi
uppboöshaldara eöa gjaldkera.
Greiösla við hamarshögg”.
Þetta uppboð var haldið til
greiðslu flutningsgjalda og
geymslukostnaðar til Eimskips
ogalltþað, sem boðið er rennur
til félagsins. Það er upp og ofan,
hvort innflutt vara hefur verið
greidd erlendum sendanda, en i
flestum tilfellum er þaö búiö.
Ennfremur hafa tollgreiðslur
veriö inntar af hendi. 1 mörgum
tilfellum hefur tollheimtan
veriö búin aö auglýsa uppboð,
sama varnings, en viötakendur
bjargað vörunni frá þvi og siðan
ekki söguna meir. öllum send-
endum og viötakendum, sem
vitað er um, eru sendar til-
kynningar um aö uppboö varn-
ingsins sé fyrir dyrum og þeim
gefinn kostur á aö innleysa
hann, áöur en uppboðið fer
fram. Þess sá raunar staö á
uppboöinu sjálfu, aö slikt hafi
gerst, þvi sumt af þvi, sem
skráö var á uppboösskránni
kom ekki fram.
Þarna kenndi margra grasa.
Timbur, járn, varahlutir, hús-
búnaður, bygginarefni,umbúöir
fatnaöur, auglýsingaspjöld, og
matvara. Við flest númer
uppboösskrárinnar stóö þó
„Vara óþekkt”. Sumt af þvi var
raunar ekki óþekkt, þegar til
uppboðsins kom, þvi þá v.oru
kassar opnaðir, svo enginn
„keypti köttinn i sekknum” um-
fram það sem nauðsynlegt var.
Uppboðshaldari tók raunar oft
fram: „Engin ábyrgð tekin, en
allt á að seljast”.
Af matvöru voru þarna
hrökkbrauð 5 karton, sem
seldust á 3100 krónur, 300 kiló
niöursoðnar rauðrófur fóru á sjö
þúsund krónur. Fiskur stóð á
skránni. Það reyndust vera
niðursoðin þorskhrogn, 50 kiló
og fóru á eitt þúsund.
Það mátti heyra á sumum
viðstaddra, að þeim þótti þarna
vera sameiginlegt verkefni
kaupmanna og neytendasam-
taka að kanna notagildi mat-
vörunnar áður en hún færi i
verslanir,þvi hver kaupir 600
dósir af rauðrófum tif heimilis-
nota?
Þegar blaðamaður Alpýðu-
blaðsins kom á uppboðið af for-
vitni, eins og margir aðrir
virtust vera haldnir,þá var
verið aö bjóða upp einn poka af
óþekktri vöru, liklega til smjör-
likisgerðar, ef marka mátti
áletrun á pokanum. Fyrsta boð
var 50 aurar, en var hækkað af
sama aðila i eina krónu, þegar
uppboðshaldari hafði bent
honum á, að krónan væri lægsta
mynteiningin, sem miða mætti
viö. Og pokinn fór á krónu. Litiö
flutningsfjald það. Hæsta verö,
sem greitt var fyrir einstakt
númer var 260.000- krónur fyrir
19 tunnur af óþekktri vöru 4550
kfló.Hvað Iþessum tunnum var
vissi uppboðshaldari ekki, en
trúi hver, sem vill, að sá, sem
keypti, hafi ekki vitað það. Má
vera að einhver hafi séö sér hag
i aö kaupa á þennan máta
frekar en greiöa allt sem til
þurfti eftir venjulegum leiðum.
Þaö skal tekiö fram aö til við-
bótar viö slegiö verö þarf kaup-
andinn aö greiöa söluskatt og
uppboöskostnaö, þannig að
dýrasta „partiiö” hefur kostað
um 317 þúsund aö öllu meötöldu.
A uppboöinu voru um eitt
hundraö manns. Þarna rikti
gáski eins og oft vill verða viö
slik tækifæri. Einn viöstaddra
sagöi að afloknum góöum
hlátri: „Segið svo að ekki sé
hægt aö skemmta sér fyrir litið i
Reykjavik”.
Og ekki spillti uppboðs-
haldarinn þeim orðum. Boðið
var upp baðker. Það var til-
kynnt sem „vestur-þýsk gæða-
vara, gæti verið gölluð gæða-
vara”. Fariö var með karið út
og margir skoðuðu. Þar var
kveöinn upp sá úrskuröur, að
þaö væri alveg gallalaust. A
meöan var þaö slegið á 7000
krónur inni. Næst á eftir kom
annað. Þá þurfti enginn að
skoöa. Það fór á 15000 krónur.
Skömmu siðar skósett.
„Hollenskt. Ekki var það nú
verra. Sennilega konunglegt”.
Fór á 7000 krónur. Átta kassar
af skóm voru boðnir upp. „Allt á
hægri fótinn”, sagði einhver og
rifjaöi um leiö upp söguna af
innflytjanda, sem keypti sjö
þúsund pör af hönskum, lét
senda hanskana á vinstri hend-
ina I einum kassa og hægri
handar hanskana i öörum.
Keypti siöan allt á slikk á
uppboöi, þvi hver vill eiga 7000
vinstri handar hanska án þess
aö eiga von á samsvarandi á
hina hendina, og hver vill eiga
7000 hægri handar hanska,
þegar annar á alla hina á móti?
Boönir voru upp auglýsinga-
bæklingar. Þrátt fyrir upphróp-
anir eins og „Sjáiði myndina af
henni þessari” fóru þeir ekki
nema á 10 krónur Hins vegar
fóru teppasýnishorn á 500
krónur. Litill naggur, á hæfi-
legum aldri til aö horfa að-
dáunaraugum á skellinöðru-
gæjana hrósaði happi yfir baki á
skellinöðrusæti, sem hann
keypti á sama verði.
Þarna voru boðin upp i einu
lagi niu pör af kvenkulda-
stigvélum, sem fóru á 3000
krónur. Burtséð frá tiskubreyt-
ingum þætti þaö ekki mikið verð
fyrir ein „útúr búð”. 14 pör af
kvenkuldastigvélum og 14pör af
kvenskóm uppháum fóru i einu
lagi á 5.500 krónur. Á uppboðinu
voru mestmegnis karlar, Þeir
hafa sennilega ekki mikið vit á
slikum hlutum. (Eða svo mikið
að þeir viti að hlutir fluttir til
landsins 1972 eða fyrr, séu ekki
gjaldgengur lengur I þessu til-
liti.)
Margt fleira var þarna góöra
gripa aö þvi er virtist. 250 kilóa
pakki með blýöntum seldist
fyrir 5000 krónur. Tveir loft-
belgir eða þvi um líkt fór á
10.500.-, Siritandi hitamælir á
ÍO.OOO-.Tvær kistur af loftljósum
fóru á 11 þúsund og kassi meö
svipuöu innihaldi á 3600. Tvö
tonn af blýi voru seld á þrjátiu
þúsund. Samkvæmt upp-
lýsingum fengnum hjá brota-
járnskaupanda i gær gefast um
20 krónur fyrir blý i brotajárn.
Atta vatnskassaelement fóru á
23.500— „Reyfarakaup”, sagði
einn, sem tekið haföi þátt í
boöum.
Þarna voru seld likön.
„Breiðholt eins og það átti að
vera”, tilkynnti uppboös-
haldari. Það fór á 500 krónur.
„Vara óþekkt”, einhvers konar
raftæki. Boð 1000 — krónur,
„Fyrsta annað og....fyrsta,
annað og ...þriðja. Já, hann er
rafvirki þessi og veit hvað hann
eraðgera. Græddi 190 þúsund.
Þú gefur það upp til skatts
góöi”.
Heildarsala á bögglauppboði
þessu varö um 830 þúsund.
Skyldu þessir veröa meðal númera á uppboöi, þegar boðinn veröur upp ýmiss konar varningur, fluttur
tii iandsins 1974 og fyrr?
PIMM á förnum vegi
FERÐU Á SKIÐI?
Þorsteinn Adamsson, nerai:
„Ég, nei. Hef aldrei iðkaö þá
iþrótt, og býst ekki við þvi, að ég
geri það héðan af.”
Þórhallur Sigurðsson, sjón-
varpsstarfsmaður:
„Nei, það geri ég ekki. Hef
reyndar ekki gert það siðan ég
var fimm ára, og þá voru það
bara tunnustafir sem ég notaöi i
stað skiða, en siðan ég fór að
stækka, þá hef ég ekki getað
fengið nægilega stóra tunnustafi
til að renna mér á.”
GuðniGuðnason, hljóðfæraleik-
ari:
„Nei, nei, blessaður góði, ég hef
aldrei getaðstaðið á skiðum. Ég
reyndi það þegar ég var strák-
ur, en datt alltaf á rassinn.”
Björk Hreiðarsdóttir, nemi:
„Nei, hef aldrei getað þaö. Ég
dytti örugglega ef ég reyndi.”
Sigrún Páisdóttir, húsmóöir:
„Nei, það geri ég ekki. Ég hef
einstaka sinnum skroppið á
snjóþotur, mér finnst reglulega
gaman að þeim.”
J