Alþýðublaðið - 30.01.1975, Síða 3
Gáfu þvotta-
vél og
þurrkara
Nýlega afhenti Kiwanisklúbb-
urinn Helgafell Elliheimilinu i
Vestmannaeyjum sjálfvirka
þvottavél og þurrkara til afnota
fyrir dvalargesti. Einnig afhenti
klúbburinn jólatré, seriur og
jólaskraut sem meölimir komu
fyrir i Elliheimilinu. Samtals
var þetta aö verömæti um 240
þúsund krónur. bá er i undir-
búningi aö koma upp bókasafni i
Elliheimilinu og væntum viö
þess að þvi veröi lokið innan tiö-
ar.
A meöfylgjandi mynd eru (frá
v.) Magnús Magnússon bæjar-
stjóri, frú Unnur Pálsdóttir for-
stööukona, Viktor Helgason for-
seti Helgafells og Sigurgeir
Kristjánsson forseti bæjar-
stjórnar Vestmannaeyja.
Hver á
kaktusinn?
Siöastliðinn laugardag veitti
Alþýöublaðiö Iþróttasam-
bandi Islands kaktusorðuna,
fyrir aö hafa endurtekiö hafn-
aö umsóknum Bridgesam-
bands Islands og Skáksam-
bands Islands um aðild — á
þeim grundvelli aö i þeim
iþróttagreinum væri ekki um
likamsæfingar að ræða.
I gær, þriöjudag, haföi Her-
mann Guðmundsson samband
við blaöið og haföi athuga-
semdir við veitinguna fram að
færa. Kvaö Hermann blaöiö
fara alrangt meö staöreyndir,
þvi aö Bridgesambandiö heföi
aöeins einu sinni sótt um aöild,
BARNAMJOLI HENT
ÚR VERSLUNUM
Bandariska fyrirtækiö H.J.
Heinz hefur fariö þess á leit viö
allar smávöruverslanir hætti
sölu á fjórum tegundum Heinz
barnamjöls: Instant Rice Cer-
eal, Instant Barley Cereal, In-
stant Oatmeal Cereal og Instant
Mixed Cereal. Er kaupmönnum
gert að fjarlægja allar birgðir
þessara tegunda af hillum sin-
um og eyðileggja vöruna.
Astæöa til þessa er sú, aö ná-
kvæm rannsókn hefur leitt i ljós
smáar álmagnir i tveim pökk-
um af Heinz barnamjöli, sem
talið er hugsanlegt að hafi borist
I þaö á einhverju framleiöslu-
stigi þess. Rannsókn þessa þarf
hver einstakur pakki og krukka
aö gangast undir, áður en mat-
urinn er sendur úr verksmiöun-
um til kaupenda og talið er mjög
óliklegt aö samskonar galli geti
leynst i fleiri pökkum en þeim
tveim sem fundust. Ekki er vit-
aö um neitt tjón, sem hlotist hef-
ur af þessu, en i samræmi viö
öryggisreglur verksmiöjanna
eru allar markaðsbirgðir af
Heinz barnamjöli innkallaöar, á
kostnaö verksmiðjanna.
I tilkynningu verksmiöjanna
er tekiö fram aö ofangreint mál
snerti á engan hátt aöra fram-
leiöslu Heinz og sé ekki tengd
hinum venjulega Heinz barna-
mat, heldur aðeins þessum fjór-
um tegundum af þurri mjöl-
vöruframleiöslu.
MYNDLISTARMENN SETIA
KIARVALSSTADI I DANN
,,Ég hlýt, sem formaður
sýningarráös Kjarvalsstaöa aö
harma þessa ákvörðun Félags
islenskra myndlistarmanna”,
sagöi Olafur B. Thors, borgar-
fulltrúi, þegar Alþýðublaöiö
spuröi hann hver afstaöa hans
væri gagnvart samþykkt þeirri
sem F.I.M. hefur gert, vegna
þeirrar ráðstöfunar borgarráös,
aö láta sýningin á verkum Kjar
vals vlkja fyrir sýningu á
verkum Jakobs Hafstein. ólafur
sagöi enn fremur: ,,Ég tel
persónulega aö samþykktin
byggi á of mikilli viökvæmni af
þeirra hálfu, og að þegar striös-
móöurinn rennur af þeim, þá
veröi hægt aö setjast viö
samningaborð og ræöa málin
frekar”.
„F.I.M. mun hvetja alla
félagsmenn sina, svo og alla
félaga i Bandalagi islenskra
listamanna aö sniöganga Kjar-
valsstaöi, sýna þar ekki, veita
enga listræna aöstoö meöan
málum er skipað sem raun ber
vitni” segir i ályktun, sem sam-
þykkt var einróma á fundi
F.I.M. þann sextánda janúar
siöastliöinn.
Hjörleifur Sigurösson,
formaöur F.l.M. sagöi eftir-
farandi á blaðamannafundi i
gær. ,,Þaö er ekki okkar vilji, aö
þessar deilur hafa risið upp, þaö
var borgarráö sem hrinti þeim
af staö, meö þeirri ákvöröun
sinni, aö taka niður sýningu á
verkum Kjarvals, og setja upp
þar i staöinn sýningu Jakobs
Hafstein. Viö teljum aö grund-
völlur fyrir okkar samstarfi sé
brostinn, hann var ekki mikill i
upphafi, en viö vorum þó reiöu-
búnir til þessa samstarfs.
Borgarráð kærir sig ekki um
neitt gæöamat á verkum þeim
sem óskaö er eftir aö fái inni á
Kjarvalsstööum, en viö leggjum
höfuðáhersluna á þetta gæöa-
mat. Þá hefur llka oft veriö
talaö um aö viö gerum strangar
kröfur, þetta er rangt. Viö
gerum lágmarkskröfur. Þá
teljum við að ákvöröun borgar-
ráðs sé reist á röngum for-
sendum, og aö sýningarráö ráöi
yfir báðum sölunum.
Samkvæmt reglunum heföi átt
aö tala viö sýningarráöiö fyrst,
en þegar reglurnar eru þeim
ekki hagstæöar, þá beita þeir
valdi. Við itrekum, að gera
veröi lágmarkskröfur gagnvart
þvi sem boöiö er upp á i opin-
berum sýningarsölum, og aö
hér eru hagsmunir listarinnar i
veöi.”
Þá kom þaö einnig fram, aö
enginn annar haföi sótt um aö fá
aö sýna á sama tima og Jakob,
enda þessi timi almennt talinn
slæmur til sýninga.
GISLI AFTUR A SVIDID
Dauöadans og Fló á skinni
veröa nú tekin aftur til sýninga
hjá Leikfélagi Reykjavlkur um
helgina, en þessi verk hafa legiö
niöri i hálfan mánuö vegna
veikinda Gisla Halldórssonar,
sem fer meö aöalhlutverk i
báöum verkunum.
Flóin veröur sýnd á föstu-
daginn og er þaö 238. sýning á
þessum mikla hláturleik, sem
um 55 þúsund manns er búið aö
sjá, eöa fleiri en sótt hafa
nokkra sýningu hér á landi.
Dauöadans veröur sýndur I
áttunda sinn. Uppselt var á
báðar þessar sýningar þegar
aflýst var og flestir leikhúsgest-
anna hafa beöiö meö miöana
sina siöan, en þeir munu gilda á
sýningarnar um helgina.
Orari mannfjölgun
hér á árinu 1973
„íslendingum fjölgaði um
1.46% frá árinu 1973 til 1974, eöa
um 3102 einstaklinga.” Þetta
kemur fram i skýrslu frá Hag-
stofu tslands sem hefur inni aö
halda bráöabirgöatölur mann-
fjöldans þann 1. des. 1974. I
skýrslunni kemur enn fremur
fram, aö þetta er nokkuð meiri
fjölgun en áriö áöur, en þá var
hliöstæö fólksfjölgun 1.29%. A
öllu landinu eru þvi nú 109.276
karlar, 106, 896 konur, eða alls
216,172 manns. Konurnar eru
ennþá i minnihluta, þaö vantar
2.380 konur til þess aö konur
verði jafn margar og karlmenn.
1 Reykjavik búa nú alls 84,642
manns, i Kópavogi 11.941 ibúar,
Hafnarfj. er með 11.394 ibúa
og Akureyri með 11.646 ibúa. 1
kaupstööum utan Reykjavikur
búa alls 69,894 manns. I sýslum
búa svo alls 69,894 manns og
óstaösettir eru 57 manns. Þá
hlutu kaupstaðaréttindi á árinu
1974, eftirfarandi bæir: Grinda-
vik, Seltjarnarnes, Bolungar-
vik, Dalvik og Eskifjörður. Þeir
hreppar sem hafa færri en 50
ibúa eru alls 14, en 7 mannfæstu
eru: Múlahreppur, 22 ibúar,
Selvogshreppur meö 25 ibúa,
Fjallahreppur meö 25 ibúa,
Ketildalahreppur meö 30ibúa,
Klofningshreppur með 32 ibúa,
og Nauteyrar- og Fellshreppur
með 38 ibúa hvor. Mannfæsta
byggð er þvi Múlahreppur meö
22 ibúa, en sú mannflesta
Reykjavik meö 84,642 Ibúa.
fyrir mörgum árum, en aldrei
ftrekað þá umsókn eöa á ann-
an hátt sýnt aö þaö felldi sig
ekki viö þá afgreiöslu sem hún
fékk. Skáksambandiö kvaö
Hermann aldrei hafa sótt um
aðild að tþróttasambandi ts-
lands.
Upplýsingar þær sem leiddu
til veitingar kaktusins i þetta
sinn, voru haföar eftir Hjalta
Eliassyni, i frétt fyrr i vik-
unni. Ekki leggur blaöiö dóm á
hvorar upplýsingarnar eru
réttar, en ef Hermann
Guömundsson fer meö rétt
mál, drögum við að sjálfsögöu
orðuveitinguna til baka og
veitum Hjalta Eliassyni kakt-
usinn fyrir frjálslega meöferö
staöreynda. Hjalti getur þá
vitjað kaktusins á ritstjórnar-
skrifstofu Alþýöublaðsins viö
hentugleika. Aö öörum kosti
stendur veitingin eins og hún
var birt.
Nvr útibús-
stióri á
Akurevri
A fundi bankaráðs Lands
banka Islands þann 24. janúai
s.l. var fallistá ósk Jóns G. Sól
nes, útibússtjóra á Akureyri
um aö hann fengi leyfi frá
störfum i bankanum frá 1
febrúar n.k.
Jafnframt var Halldór
Helgason, skrifstofustjóri út-
búsins, settur útibússtjóri
Landsbankans á Akureyri i
fjarveru Jóns G. Sólnes.
Félagsvist
Félagsvist
Félagsvist í Iðnó
n.k. laugardag (1. febrúar) kl. 2 e.h. stundvislega.
GÓÐ VERÐLAUN.
SKEMMTINEFNDIN.
Alþýðuflokksfólk Akranesi
Vígsluhátíð og Þorrablót
Alþýðuflokksfélögin á Akranesi halda sameiginlega vigsluhátið
ogþorrablót, laugardaginn 1. febrúar, i Félagsheimilinu Röst kl.
20.00
Skemmtiatriði og dans
Þátttaka tilkynnist fyrir hádegi á föstudag 31. janúar, i sima 1285
— 2268 — eða 1306.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Stjórnirnar.
Fimmtudagur 30. janúar 1975.
e