Alþýðublaðið - 30.01.1975, Page 5

Alþýðublaðið - 30.01.1975, Page 5
HÍJtgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri Örn Halldórsson Ritstjórn: Skipholti 19, simi 28800 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. ATHYGLISVERÐ TILLAGA Meðal þeirra mála, sem þingmenn Alþýðu- flokksins hafa flutt á Alþingi i vetur, er þings- ályktunartillaga frá Jóni Ármanni Héðinssyni um rannsókn á kostnaði á veitt kiló af bolfiski hjá fiskiskipaflotanum. Tillagan felur i sér, að Þjóðhagsstofnuninni verði falið að rannsaka sérstaklega kostnað á veitt kiló af bolfiski hjá ýmsum flokkum fiskiskipaflotans í þvi sam- bandi verði sérstaklega athugaðir eftirtaldir kostnaðarliðir pr. veitt kiló: stofnkostnaður skipanna, oliukostnaður, veiðarfærakostnaður, tryggingar, viðhaldskostnaður og launa- greiðslur. Ætlast er til, að athugunin taki til ár- anna 1971, 1972, 1973 og 1974. Jón Ármann fylgdi þessari tillögu sinni úr hlaði á fundi Sameinaðs alþingis i fyrradag. Við það tækifæri benti hann m.a. á þær spár Hafrannsóknarstofnunarinnar, að þorskaflinn muni enn fara minnkandi. Þorskaflinn, sem nam 470 þúsund lestum árið 1970 muni á yfir- standandi ári aðeins ná 350 þúsund lestum. Á árunum þarna á milli hafi Islendingar þó fjar- fest i mörgum nýjum og dýrum veiðiskipum sem koma i gagnið jafnhliða þeim skipum, sem fyrir eru. Sú skoðun hefur verið sett fram opinberlega, að við kunnum að hafa fjárfest á of stuttum tima um of i togurum og að sú fjárfesting muni ekki skila tilætluðum arði, einkum þegar bolfisk- aflinn fer ört minnkandi, eins og verið hefur og spáð er að verða muni. Þessi skoðun kom m.a. fram i erindi, sem Guðni Þorsteinsson, fiski- fræðingur, hélt á ráðstefnu i Tromsö i ágúst- mánuði s.l. Urðu miklar umræður um þessa niðurstöðu sérfræðingsins og er það samdóma álit manna, að hann hafi hér vikið að einhverju mesta vandamáli útgerðar á liðandi stundu, og þá ekki aðeins hjá Islendingum, heldur einnig hjá öðrum fiskveiðiþjóðum við Norður-Atlants- haf. Við Tslendingar byggjum afkomu okkar á fiskveiðum og fiskvinnslu og þvi skiptir okkur miklu máli, að við getum aflað fiskjarins með sem minnstum tilkostnaði og að fjárfestingar i þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar séu sem arðbærastar. Einmitt þess vegna er það knýjandi nauðsyn að skipulagshyggju sé beitt við uppbyggingu útgerðar á íslandi — að menn reyni að gera sér grein fyrir þvi fyrirfram, hvernig f jármagninu verði best varið i atvinnu- greininni og hvernig eigi að byggja upp skipastol landsmanna þannig að hann nýtist best. Forsenda þess, að þetta sé hægt að gera — að hægt sé að beita skynsamlegum áætlunar- búskap varðandi fjárfestingarmál þessarar at- vinnugreinar — er, að athuganir verði gerðar á arðsemi veiða hjá hinum ýmsu flokkum fiski- skipaflotans. Einmitt þetta er markmiðið i til- lögu Jóns Ármanns Héðinssonar, sem hér hefur verið gerð að umræðuefni. Við þurfum að vita hvaða arðsemi má vænta af þeim miklu fjár- festingum i skuttogurum, sem gerðar hafa verið að undaförnu — ekki fyrst og fremst til þess að ganga úr skugga um, hvort eitthvað megi að henni finna heldur fyrst og fremst til þess að hafa eitthvað til að styðjast við varðandi framtiðaruppbyggingu fiskiskipastóls okkar Islendinga. FRÁ ALÞINGI Tillaga þriggja þingmanna fllþýðuflokksins: BILATRVGGIHGARHAR VERfil ENDURSKODAÐAR Þrir þingmenn Alþýðuflokks- ins, þeir Benedikt Gröndal, Egg- ert G. Þorsteinsson og Sighvatur Björgvinsson, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um athugun á bifreiðatrygging- um. Tilgangurinn er sá, að kanna rækilega nýjungar i bifreiða- tryggingamálum erlendis, sem haft hafa i för með sér verulegar lækkanir á iðgjöldum bifreiðaeig- enda. Er þetta nýja fyrirkomu- lag i gildi i Bandarikjunum og i Kanada og hefur gefið góða raun. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fram fara sérfræðilega rannsókn á því hvort unnt sé að gera bifreiðatrygg- ingar þjóðinni ódýrari og hagkvæmari, og verði i því sambandi sérstaklega at- huguð þau nýju trygginga- kerfi, sem nú breiðast ört út í Bandarík junum og Kanada. Hagkvæmara tryggingakerfi. 1 greinargerð með tillögunni er þvi nánar lýst, hvað fyrir flutn- ingsmönnunum vakir. Þar segir á þessa leið: Bifreiðaeign tslendinga hefur farið ört vaxandi á siðustu árum, og jafnframt hefur kostnaður við bifreiðatryggingar aukist að sama skapi. Ýmislegt veldur þvi, að tjón á farþegum, ökumönnum og bifreiðum er hér mikið, og kemur það eðlilega fram i mikl- um tryggingakostnaði. Er þvi til mikils að vinna, ef unnt reyndist að draga úr þessum kostnaði eða gera bifreiðatryggingar á annan hátt hagkvæmari en þær hafa verið. Sams konar vandamál hafa i öðrum löndum leitt til þess, að fram hafa komið hugmyndir um veigamiklar breytingar á trygg- ingakerfi bifreiða, og hafa þær sérstaklega verið reyndar i Bandarikjunum og Kanada. 1 Bandarikjunum ber mest á svokölluðum ,,no fault” bifreiða- tryggingum, sem fyrst voru tekn- ar upp i fylkinu Massachusetts árið 1971. Siðan hafa fjölmörg fylki tekið upp slik kerfi i mis- munandi myndum, og fram hafa komið á þinginu i Washington til- lögur um að skylda öll fylkin til þess. Bótamál afgreidd á skemmri tíma. Sameiginlegt þessum kerfum er, að greiðslur tjóna eru án tillits til sakar og fara fram innan til- tekins tima, sem er allt niður i 30 daga. Sparast við þetta mikil málaferli, enda lögfræðingar andvigir kerfinu, en tryggingafé- lög yfirleitt hlynnt þvi. Þá er það talin mikil framför, að bótamál fást afgreidd á mun skemmri tima en áður. Þar að auki hefur reynslan orðið sU, að iðgjöld hafa lækkað. Sem dæmi má nefna, að hjá hinu gagnkvæma trygginga- félagi Allsate lækkaði iðgjald til- tekinna bifreiðatrygginga i New Ycrk Ur $134 i $85, cr. hjá öðrum félögum nokkru minna. Sem dæmi um Kanda má nefna fylkið Manitoba, sem hefur tekið upp ,,no fault” kerfi bifreiða- trygginga, sem nær jöfnum hönd- um til slysa á fólki og skemmda af völdum bifreiða. Kerfið gengur undir nafninu „Autopak” og er i höndum eins opinbers aðila, The Manitoba Public Insurance Corporation. Kerfið tók til starfa seint á árinu 1971 og hefur þótt gefast mjög vel. Tryggingaið- gjöld eru annars vegar af öku- tækjum og fylgja þá árlegri skráningu þeirra, en hins vegar af ökumönnum, en sá hluti er mishár eftir aldri og kyni, en auk þess eru hækkandi iðgjöld ef öku- maður hefur lent í óhöppum, og fer það eftir sérstökum skala. A fundi i Sameinuðu alþingi i fyrradag mælti Jón Ármann Héðinsson fyrir tillögu sinni um, að Sildarverksmiðjur rikisins reisi verksmiðju i Grindavik. Tillagan er á þá lund, að Alþingi álykti að skora á rikisstjórnina að fela stjórn SR að hefja nU þegar undirbUning að þvi að reisa verksmiðju i Grindavik, er brætt geti allt að 1500 tonn af loðnu á sólarhring og verði til- bUin til vinnslu i ársbyrjun 1976. 1 ræðu Jóns Ármanns kom m.a. fram, að hann flutti efnis- lega samhljóða tillögu á Alþingi i fyrra, en hUn hlaut þá ekki af- greiðslu. Hann hefur nU gert þá breytingu á tillögunni frá þvi i fyrra, að hann leggur til, að af- kastageta verksmiðjunnar i Grindavík verði nokkru minni, en ráð var fyrir gert i þeirri til- lögu hans. 1 ræðu sinni rakti Jón Ármann Héðinsson m.a. i stuttu máli þróun loðnuveiða á tslandi. Hann sagði um þaö: „Hér við land hófust loðnu- veiðar fyrst að nokkru ráði árið 1965, og öfluðust þá um 50 þUs. tonn. Arið eftir verður mikil aukning, og veiðast þá um 125 þUs. tonn. En næstu tvö árin er aflinn heldur minni eða rétt innan við 100 þUs tonn. Siðan verður mikil breyting og aflast frá 170-190 þUs tonn á árunum 1969-71. Fleiri skipa taka þátt i veiðunum en áður og aukin þekking og auknar rannsóknir á göngum loðnunnar stuðla að þessari þróun. Geysileg aukning varð svo i aflanum árið 1972 en þá veiddust 277 þUs tonn, á ver- tiðinni 1973 veiddust 440 þUs tonn og nær 500 þUs tonn á siðustu vertið. Þá tóku um 130 skip þátt i veiðunum, og þótti mörgum það mikil þátttaka. Enn er fyrirsjáanlegt, að fjöldi skipa muni taka þátt i veiðunum. Þessi aukning skipa á loðnuveiðum mun kalla á betra skipulag og aukna mót- töku við löndun en áður hefur verið. A vertiðinni 1973 var stofnað til Loðnuflutningasjóðs, sem þegar sannaði gildi sitt, og mun ákveðið, að hann starfi áfram. Hins vegar er það ljóst, að þessi aukning á veiðiflota er svo mikil, að mæta verður af- kastagetu flotans með þvi að reisa nýjar verksmiðjur sem allra fyrst. Vitað er einnig, að margir hafa hug á þvi að kaupa Hér er ekki unnt að gera itar- legri grein fyrir þessum nýjung- um, en þær gefa ástæðu til þess, að þeim sé gaumur gefinn, enda þótt aðstæður séu um margt ólik- ar á Islandi og i þeim löndum, sem nefnd hafa verið. Þvi er þessi tillaga flutt um að rikisstjórnin láti fram fara sérfræðilega at- hugun þessara mála. enn ný og stór veiðiskip, og er afkastageta þeirra svo mikil, að þau mundu ein sér gera meira en afla fyrir verksmiðju með 2500 tonna sólarhringsvinnslu. Það er þvi augljóst mál, að brýna nauðsyn ber til að hefja nU þegar undirbUning að nýrri stórri verksmiöju á vegum Sildarverksmiðja rikisins. S.R. eiga frá fyrri tima mikið af tækjum, sem ekki eru nýtt.og hlýtur að teljast timabært, að taka þessi tæki i notkun, þegar verkefni eru fyrir hendi, og það sem fyrst.” Þá ræddi Jón Armann einnig um það ástand, sem skapast hefur að undanförnu i loðnu- vinnslumálunum þar sem tvær verksmiðjur austanlands eru nU óstarfhæfar. Einnig ræddi Jón nokkuð um sölumál loðnu- afurða og um aflahorfur. en hann taldi, að horfur væru á þvi, að Islendingar gætu i fram- tiðinni aflað mikillar loðnu ef skynsamlega væri að málum staðið. Þá sagði Jón: Með hliðsjón af þessu og svo augljósri þörf til að bjarga auknum afla er þessu máli hreyft hérá þingi. Þessu til við- bótar kemur svo, að nU innan tiðar verður fiskihöfnin i Grindavik gjörbreytt og getur tekið við öllum stærðum skipa. Heildarf jármagn i þessar fram- kvæmdir verður 600-700 milljón- ir, og er augljóst, að höfnin mun þurfa á öllum möguleikum til tekjuöflunar að halda. Þótt Loðnuflutningasjóður starfi með ágætum, má ekki gleyma þvi, að það kostar margatugi milljóna i oliueyðsla að sigla með loðnu norður fyrir land, og hækkandi verð á oliunni veldur mönnum áhyggjum. Þótt ný verksmiðja verði reist i Grindavik, mun hUn samt sem áður ekki gera meira en að mæta hluta af þeirri aukningu, sem vænta má. Það er skoðun flutningsmanns, að ekki verði langt i það, að S.R. verði einnig að reisa aðra verksmiðju og staðsetja hana i Þorlákshöfn þegar höfnin þar er fullgerð. Rekstur rikisverksmiðjanna hefur gengið erfiðlega undan- farin ár, vegna hráefnisskorts og mundi verksmiðja i Grinda- vik bæta hér verulega Ur. Þvi er þessi þingsályktunartillaga fluttu. JÓN ÁRMANN HEÐINSSON MÆLIR FYRIR TILLÖGU SINNI Á ALÞINGI 1500 tn. bræðslu- stöð í Grindavík Fimmtudagur 30. janúar 1975. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.