Alþýðublaðið - 30.01.1975, Qupperneq 12
alþýðu
n M
Plasl.os lif
plastpokaverksmioja
Símar 82639-826S5
Vatnogörfcum 6
Box 4064 — Reykjavík
KÓPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
SENDIBIL ASTÖOIN Hf
ÞORRABLOT i FULLUM GANGI
Agúst H. Pétursson, Patreks-
firði.
Hér er snjóþyngra nú, en ég
minnist nokkurn tima áður, þó
það teljist samt létt miðað við
marga aðra staði eftir fréttum
að dæma. Veðráttan var mjög
erfið allt fram á siðustu helgi.
Gæftir hafa verið stirðar, en afli
nokkuð sæmilegur, þegar gefið
hefur. Héðan eru gerðir út sjö
bátar á lfnu og einn á net. Auk
þess er einn bátur héðan á
loðnu.
Atvinnuástand er hér gott. Við
höfum meira að segja flutt inn
fólk til starfa i frystihúsunum.
Hjá Skildi h/f hafa starfað i eitt
ár 10 Astraliubúar, raunar ekki
alltaf þeir sömu. Til Hraðfrysti-
húss Patreksfjarðar komu um
áramótin átta Astraliubúar til
viðbótar til starfa.
Héðan er reynt að halda opn-
um vegi um Hálfdán til Tálkna-
fjarðar og Blldudals i tengslum
við flug Flugfélagsins hingað og
um Kleifarheiði til Barða-
strandar vegna mjólkurflutn-
inga, en alltaf lokast þó af og til.
Leikfélag Patreksfjarðar hélt
„Daviðskvöld” fyrir nokkru sið-
an. bar voru kynnt verk Daviðs
Stefánssonar frá Fagraskógi.
betta er I fyrsta sinn, sem þann-
ig kynning fer fram hér. Hingað
til hefur leikfélagið einbeitt sér
að leiksýningum. Fór samkoma
þessi mjög vel fram.
bá hélt kirkjukórinn tónleika.
Kórinn söng og stjórnandi kórs-
ins Jón Ólafur Sigurðsson lék
einleiksverk á orgel.
bá eru hin árlegu borrablót
komin i gang. Um siðustu helgi
var haldið eitt, að ég held við al-
menna ánægju.
Gestur borsteinsson, Sauðár-
króki.
begar aðalhriðin var hér, stóð
beint af sjónum, þannig að ekki
náði að skafa að. bvi er tiltölu-
lega litill snjór hér i bænum, en
þvl meiri I sveitunum. Héðan er
illfært austur fyrir og ófært þar
út, en fært er i Varmahlið og á-
fram til Reykjavikur. Framhér-
aðið er að mestu fært, en öxna-
dalsheiði er ófær og verður ekki
rudd fyrr en hlánar, eftir þvi
sem vegagerðarmenn segja.
bar eru snjóþyngslin svo mikil.
Allir flutningar hafa verið hér
erfiðir. t gær komu menn nokkr-
ir saman á dráttarvélum með
mjólk úr Hjaltadal og frá Hofs-
ósi kom bátur með mjólk úr
Fljótum og þar um kring.
Lionsklúbburinn og Rauða-
krossdeildin hafa beitt sér fyrir
kaupum á snjóbil með fjársöfn-
unum og stuðningi opinberra
aðila. Hann fór i dag frá Gauta-
borg með skipi. Snjóbill þessi
verður væntanlega afhentur
Slysavarnadeildinni Skagfirð-
ingasveit til eignar og reksturs.
Héðan eru gerðir út þrir skut-
togarar. Afli þeirra hefur verið
sæmilegur, þannig að hér hefur
alltaf verið einhver atvinna við
fiskverkun, en tæpast nóg.
Minni bátarnir stunda dragnót á
sumrin, en eru yfirleitt ekki að
yfir veturinn.
borrablót eru hafin frammi i
sveit, og nú I borrabyrjun er
flensa farin að stinga sér niður.
SPJALLAÐ VIÐ
FRÉTTARITARA
ÚTI Á LANDI
Guðmundur Vésteinsson, Akra-
nesi.
Hér er atvinnuástand ágætt.
Raunar hefur fiskiri verið klént
hjá þeim bátum, sem gerðir eru
út á linu, en togararnir hafa
fiskað ágætlega og bjargað
miklu I haust og vetur. Hefðu
þeir ekki komið til, væri ástand
atvinnulifsins mun verra. Hins
vegar á þessi útgerð i rekstrar-
erfiöleikum, þvi þær ráðstafan-
ir, sem koma áttu i kjölfar
gengisfellingarinnar i haust,
eru ekki komnar, og ber sjávar-
útvegsráðherra fyrir sig skorti
á skýrslum.
Við vorum seinni fyrir en
flestir að fá þessi skip. bað
fyrra kom fyrir ári siðan, en nú
er svo komið að þegar Ver kem-
ur inn um eða eftir helgina, þá
gætí hann stöðvast.
Linubátarnir eru ekki farnir
aðbúastánet ennþá. Einir átta
bátar eru héðan á loðnu.
Framkvæmdum við ferju-
bryggju fyrir Akraborgina er
langt komið hér á Akranesi og
lýkur væntanlega með vorinu.
Ég hef trú á þvi að lausn fáist i
Reykjavik þannig að skipið nýt-
ist eins og til er stofnað, þegar
við erum búnir að koma okkar
hluta i gott lag.
■*
Hér hefur verið ákveðið að
halda áfram jarðborunum eftir
heitu vatni á Leirá. Við vonumst
til að fá gufubor rikisins og
Reykjavikurborgar þangað
seinnipart vetrar eða með vor-
inu. bá á að bora eina til tvær
holur til að fá úr þvi skorið,
hvort þar sé það mikill jarðhiti
að grundvöllur sé tii að nota
hann til upphitunar á Akranesi.
Verði árangur neikvæður er al-
mennt álitið hér, að við munum
ráðast i nýtingu Deildartungu-
hvers, ásamt Borgnesingum. Sú
ráðstöfun yrði mun dýrari. Frá
Akranesi að Deildartungu eru
rúmlega 60 kilómetrar, en að-
eins 18—20 km héðan að Leirá. A
móti kemur þó borkostnaður á
Leirá sem er mikill og það, að
Borgnesingar myndu lika nýta
um 30 km af lögninni frá
Deildartungu.
Landsmót ungmennafélag-
anna verður haldið hér á Akra-
nesi á næsta sumri og er undir-
búningur undir það þegar haf-
inn. Framkvæmdir eru i fullum
gangi við Iþróttavöllinn til að
bæta þar aðstöðuna, leggja
hlaupabrautir gera bilastæði og
fleira. bá verður gert átak við
iþróttahúsið nýja og hefur verið
tryggð veruleg fjárveiting á
fjárlögum þessa árs I þá fram-
kvæmd. bvi lýkur þó ekki á ár-
inu, en ætlunin er að nota alla
aöstöðu þar á landsmótinu.
bá eru hér þorrablót i stórum
stil. Jafnvel þrjú til fjögur
hverja helgi.
PIMM á förnum vegi
örn Clausen, hæstaréttar-
lögmaður:Ekkinóg. Ef ég heföi
nægan tima, færi ég aldrei i bil.
Billinn er ill nauðsyn, en rösk
ganga er einhver besta
hreyfing, sem maður fær.
Stefanla Scheving
Thorsteinsson: Já, þegar ég get
og veðrið er gott. Annars syndi
ég talsvert, en að visu ekki nógu
oft.
Haukur óskarsson, rakara-
meistari: Um hverja helgi.
Alltaf rétt fyrir utan bæinn. 1
rigningu gengur maður fjörur.
beir segja, að þetta lengi lifið og
geri mann hamingjusaman.
Stundarðu gönguferðir?
Kjartan Bergmann Guöjónsson,
skjaiavörður Alþingis: Ekki
beiniinis, en ég á engan bil, og
geng yfirleitt allt, sem ég þarf
að fara. bá geng ég mishratt,
allt frá þvi að ganga hægt og að
hlaupa við fót.
Jakob Hafstein, forstjóri: Eins
mikið og ég get með blýant og
blað i hönd. Með kveðju til
menningarvitanna.
J