Alþýðublaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 3
Heyrðu Rauður! Hefurðu séð skjóttu hasahryssuna scm er að bita grasið þarna hinu megin í hliðinni. Eigum við ekki að bjóða henni i stóðiifi á laugardaginn? DÆMDUR FYRIR LANDHELGISDROT t gær var skipstjórinn á Þor- móði goða RE 209, Sveinn Erlendsson, dæmdur til að greiða eina milljón króna i Landhelgissjóð tslands innan fjögurra vikna og komi þriggja mánaða varðhald til vara. Allur afli svo og veiðarfæri togarans voru gerð upptæk. Aflinn var metinn á 2.444 þúsund og veið- arfærin á 5.762 þúsund krónur. Dóm þennan kváðu upp Jón Ragnar Þorsteinsson, fulltrúi bæjarfógeta i Vestmannaeyjum og skipstjórarnir Angantýr Eliasson og Páll Þorbjörnsson. Togarinn Þormóður goði var staðinn að ólöglegum veiðum um 1,4 sjómilum innan tólf milna markanna út af Skarðs- fjöruvita. Skipstjórinn viður- kenndi brot sitt og taldi það stafa af athugunarleysi.A þvi svæði, sem skipið var, er is- lenskum togurum heimilt að veiða frá 1. ágúst til 31. desem- ber. Þormóður goði er annar is- lenski togarinn, sem tekinn er að ólöglegum veiðum frá þvi landhelgin var færð út i 50 mil- ur. Hinn, Snorri Sturluson, var tekinn i nóvember 1974. Togar- arnir eru báðir eign Bæjarút- gerðar Reykjavikur. Heilsuverndarstöðin tekur upp almenna kynferðismálafræðslu sjálfsagt að hafa þjónustu á þvi sviði fyrir borgarbúa. Þjónusta þessi verður opin sem hér segir: Mánudaga kl. 17—19 Föstudaga kl. 10—12 og hefst starfsemin þ. 7. febrúar. Til viðtals verða kvensjúk- dómalæknar, heilsuverndar- hjúkrunarkona, og félagsráð- gjafi. Starfsemin fer fram i húsakynnum mæðradeildar heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstig (undir brúnni). Ekki er nauðsynlegt aö panta tima fyrirfram en fólki er heimilt að koma á áðurnefndum timum. Siminn er 22400. Ath: Hægt er að gera þung- unarpróf á staðnum. Kynningar og fræðslurit verða á boðstólum og hefur heilsuverndarstöðin þegar látið útbúa bækling, sem veitir upp- lýsingar um helstu getnaðar- verjur sem nú eru til og verða þær jafnframt til sölu á staðn- um. Heilsuverndarstöð Reykja- vikur mun um næstu mánaða- mót færa út kviarnar með þvi að hafa opið tvisvar I viku fyrir fólk, karla og konur, sem óska eftir læknisaðstoö og ráðgjöf varðandi getnaðarvarnir og kynferðismál. Fram að þessu hefur H.R. boðið konum, sem sótt hafa mæðradeildina, tak- markaða þjónustu á þessu sviöi. Eins og kunnugt er liggur nú fyrir Alþingi frumvarp til laga um fóstureyðingar og má búast við að það verði tekið til með- ferðar áður en langt um liður. Mjög skiptar skoðanir hafa ver- iö um frumvarp þetta, en sá hluti frumvarpsins sem mælir með aukinni fræðslu og þjónustu fyrir almenning, hvað varðar kynferðismál og getnaðarvarn- ir, hefur verið vel tekið af öllum sem eitthvað hafa til málanna lagt. Heilsuverndarstöð Reykja- vikur litur svo á, a fræðsla um kynferðismál og getnaðarvarnir séu þáttur i heilsuvernd og þvi HORNIÐ Þeir eiga aflann, sem hafa dirfsku og þor til að sækja Hreppsnefnd Blönduóss- hrepps hefur sent frá sér eftir- farandi: ,,Á fundi sinum 23. þ.m. gerði hreppsnefnd Blönduósshrepps svofellda ályktun: Hreppsnefnd Blönduóss- hrepps mótmælir harðlega þeirri ætlun sjávarútvegsráðu- neytisins að meina bátum frá Blönduósi að láta vinna afla sinn i heimahöfn. Hreppsnefndin bendir á, að hafi það sjónarmið ráðið gerð- um ráðuneytisins, að vernda rækjustofninn fyrir óhóflegri veiði, hefði ekki átt að fjölga bátum sl. haust, heldur tak- marka fjölda þeirra og miða af- köst rækjuverksmiðjanna við hóflegan vinnutima i stað þess að vinna i þeim næstum þvi all- an sólarhringinn. Þvi hefir verið haldið fram, að svo mikil atvinna sé á Blöndu- ósi, að þess vegna þurfi ekki nýjar atvinnugreinar. Það er alveg rétt, að á Blönduósi hefir vatnað vinnuafl i þjónustuiðnaði yfir sumarmánuðina eins og annars staðar hér á landi. En árstiðabundið atvinnuleysi er hér eins og svo viða annars staðar. Hreppsnefndin bendir á, án þess að fara i samanburð millikauptúna, að hér á Blöndu- ósi voru greiddar liðlega milljón krónur i atvinnuleysisbætur sl. ár, en hálf milljón á Skaga- strönd. Þessi staðreynd segir sina sögu. Þá hefir það verið notað sem rök fyrir þvi að banna rækju- vinnslu hér á Blönduósi, að aðr- ir staðir hér við flóann hafi komið sér saman um skiptingu leyfilegs aflamagns úr Húna- flóa. Hreppsnefndin visar þess- um rökum frá sem firru. Sú regla hefir gilt og gildir enn á tslandi, að þeir eiga aflann, sem hafa dirfsku og þor til þess að sækja hann. Og þeir mega selja hann og vinna i vinnslustöövum, sem fullnægja kröfum um hreinlæti og vinnslumöguleika, alveg án fyrirmæla frá ráðu- neytinu, hvað þá frá samtökum þeirra vinnslustöðva, sem fyrir eru og vilja auðvitað sitja sjálf- ar að vinnslu aflans. Hrepps- nefndin mótmælir þvi, aö ráðu- neytið hafi vald til þess, að skil- yrða veiðileyfi rækjubáta við ákveðna löndunarstaði, nema að samkomulagi allra þeirra, sem hagsmuni hafa eða sækja á viðkomandi mið. Rækjuvinnsla, sem starfaði hér frá miðjum október til marsloka, veitti þvi fólki at- vinnu, sem ekki er þörf fyrir i öðrum greinum atvinnulifsins. Með þvi að hefta vinnslu rækj- unnar hér á Blönduósi er bein- linis verið að ráðast á kjör þess verkafólks, sem erfiðast á með að snúast til varnar. Skoðun hreppsnefndar er sú, að aðalatriðið sé, að atvinnufyr- irtækin geti starfað á staðnum á heilbrigðan hátt og greitt gott kaup, en ekki hver eigi þau. Enda skipta vangaveltur um það ekki máli varðandi rækju- verksmiðjuna hér, þar sem hún er að meirihluta eign heima- manna. Hinsvegar bendir hreppsnefndin á sem öfugþróun, þá breytingu, sem gerð var á timum fyrri rikisstjórnar á þann veg, aö allur hagnaður fyrirtækja veröi skattlagður til rikisins, i stað þess að skipta milli rikis og sveitarfélaga eins- og var gert og nú er gert með einstaklinga. Hreppsnefndin beinir þvi til ráðamanna að lagfæra þetta hið fyrsta. Nefna má sem dæmi rækjuvinnsluna á Skagaströnd. Arið 1974 greiðir hún um 4 millj- ónir i tekjuskatt. Ef eldri lög hefðu gilt, hefði sveitarsjóður Höfðahrepps fengið um 2 millj- ónir i sveitarsjóð. Blönduós a.m.k. munar um þessa upphæð i sveitarsjóð. Hreppsnefndin er reiðubúin til þess að beita áhrifum sinum á þann veg, að samkomulag verði gert hér við flóann um rækju- veiðar og beinir þvi til ráðu- neytisins, að það hafi forgöngu um að slikt samkomulag verði gert, sem tryggði hóflega nýt- ingu miðanna og veiði og vinnslutima frá október fram i april, enda verði þá gert ráð fyrir, aö bátar hér við flóann bæru svipað úr býtum og annars staðar á landinu og vinnutimi verkafólks i landi veröi hófleg- ur. Hreppsnefndin vill að lokum vekja athygli á, að hagsmunir þeirra, er við flóann búa eru samantvinnaðir. Þess vegna eru allar æsifréttir og fljót- færnislegar yfirlýsingar óheppi- legar, ef þær stuðla að sundr- ung. Enn er timi til þess að láta skynsemina ráða og reyna sam- komulag. Það næst væntanlega með góðri aðstoð sjávarútvegs- ráðuneytisins, ef raunverulegur vilji þess er fyrir hendi.” Reynir a réttlætið „Við meðferð þess kærumáls, sem nú er hafið, mun að sjálf- sögðu reyna á lögmæti aðgerða sjávarútvegsráðuneytisins gegn m/b Nökkva HU 15 og rækju- verksmiðjunni á Blönduósi. Meðal annars á sjávarútvegs- ráðherra eftir að koma fyrir dóm við rannsókn málsins til að upplýst verði um hinar raun- verulegu ástæöur til hama- gangsins gegn rækjuvinnslunni á Blöndhósi”. Þannig hljóöar niðurlag fréttatilkynningar, sem Alþýðu- blaðinu barst undir kvöld i gær frá Nökkva h.f. og Særúnu h.f. t fréttatilkynningunni segir ennfremur: ,,t tilefni af fréttum i fjölmiðl- um að undanför u um leyfis- lausar rækjuveiðar m/b Nökkva HU 15 i Húnaflóa og kæru sjávarútvegsráöuneytisins af þvi tilefni, skal tekið fram, að m/b Nökkvi hefur haft fullgilt veiðileyfi til rækjuveiða i Húna- flóa frá 29. október 1974. Afturköllun sjávarútvegs- ráðuneytisins á veiöileyfinu vegna sölu á afla skipsins til annarrar vinnslustöðvar en ráöuneytinu þóknast er tvi- mælalaust ógild stjórnarathöfn og marklaus. Sjómennirnir á m/b Nökkva HU 15 hafa þvi enn fullgilda veiðiheimild.” Föstudagur 31. janúar 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.