Alþýðublaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.01.1975, Blaðsíða 7
4 -K-ví*r'' ■ ICyíÉÍ W0ÉM Alan Lord liföi af scx morfttilraunir, semokona hans og stjúpi lásu sér til um í bókum eftir Agöthu Christic. . ........... j Margaret Lesley Lord ’ var manni sinum trú i il •ár, en hún komst á bragftiö, þegar hann iagfti til, ah þan haföu maka- skipti, John Lord var einn af rekkjunautum tengda- dótturinnar. Nii geröist hann cinnig meðsekur henní i morðsamsæri •— til að myrða AJan Lord. lega allt sumarið 1973. Þó að kynhvöt tengdapabba ætti að vera minnkandi gerði Margaret sig fylli- lega ánægða með frammistöðu hans í rúm- inu. Það gekk svo vel með hina rekkjunautana, að Alan Lord, sem hafði ver- ið upphafsmaður alls þessa, varð afbrýðisam- ur. Nú bannaði hann Margaret að hitta aðra menn. Hann lúbarði hana, þegar hann komst að því, að hún hitti aðra menn. Sem betur fór vissi hann ekkert um samband eiginkonunnar og stjúp- ans. Eina júlínótt var Margaret ekki heima, þegar Alan Lord kom sjálfur seint heim. Hún kom dauðadrukkin heim í dögun og hafði týnt nær- buxunum á leiðinni. Alan Lord varð svo reiður, að hann lamdi Margaret þannig, að hún var rúm- liggjandi í þrjá daga, ein. Alan Lord viðurkennir, að hann hafi þá hótað að snúa hana úr hálsliðnum. Þegar Margaret Lord var búin að jafna sig skutu þau tengdamæðgin á f jölskylduf undi. Hún sagði, að Alan Lord hefði gengið of langt og nú yrði að ryðja honum úr vegi. Hann væri orðinn of erf- iður — og algjörlega ó- þarf ur. John Lord tengdapabbi var afar frjálslyndur. Honum stóð nákvæmlega á sama, þó að laglega tengdadóttirin hans hitti aðra menn, ef hann fékk aðeins sína sneið af kökunni. Hann féllst strax á hugmyndina, þegar Margaret Lord lagði í fyrsta skipti til, að þau styttu manninum aldur. Þau hófu að ráðgera dauða Alans Lord. Fyrsta morðtilraunin var gerð — samkvæmt Agötu Christie — með seiði af eitraðri jurt. Alan Lord var frískur eins og fugl eftir að hafa drukkið það eiturbrugg. Sem betur fer þóttu honum sveppir mjög góðir — og það var hægt að setja eitursveppi í matinn hans næst. Alan Lord borðaði eitrið með ánægju. Hann varð dálítið lasinn, en hann dó ekki. Þriðja bragðið úr glæpasögunum var að fylla manninn rækilega og drepa hann svo með rafstraumi, þegar hann var meðvitundarlaus. Samsærismennirnir voru hins vegar hræddir um, að rafleiðslurnar skildu eftir sig merki á húð Alans, sem gætu komið upp um þau, svo að þau hættu við ráðagerðina. Næst gaf Margaret manni sínum risastóran skammt af svefntöflum. Alan Lord svaf eins og steinn — en hann vaknaði samt. Þá reyndu morðingjar- nir morf intöf lur, en Alan Lord þoldi þæreinsvelog brjóstsykur. Næst átti að kæfa manninn með plastpoka um höfuðið. Hann fékk góðan svefnskammt og sofnaði. Margaret hafði plastpokann tilbúinn, en tengdapabbi vildi heldur kyrkja hann með þvotta- snúru. Þau fóru að rífast um aðferðina og ekkert varð úr neinu. John Lord sagði við lög- regluna: — Við verðum að viðurkenna, að við ráðgerðum að myrða Alan á ýmsa vegu, en þegar til kom gerðum við ekkert í þvi Föstudagur 31. janúar 1975 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.