Alþýðublaðið - 04.03.1975, Blaðsíða 1
ASI RADSTEFNAN SKORAR A FE-
LOGIN AÐ AFLA SÉR HEIMILDAR
TIL VERKFALLSBOÐUNAR
„Skorar ráðstefnan því
á öll verkalýðsfélög innan
ASI að afla stjórnum sin-
um nú þegar heimild til
verkfallsboðunar og vera
viðbúin að beita þeim
heimildum ef atvinnurek-
endur og ríkisstjórn opna
ekki á næstu dögum
möguleika á kjarasamn-
ingum, sem miðað við all-
ar aðstæður gæti talist
viðunandi til bráða-
birgða”, segir m.a. i
drögum að ályktun
Kjaramálaráðstefnu ASl,
sem lögð var fyrir i gær.
Fundir ráðstefnunnar
stóðu fram á kvöld, og
þegar blaðið fór i prentun
hafði ekki tekist að afla
upplýsinga um það hvort
ályktunin var samþykkt.
I ályktuninni segir, að
verkalýðsfélögin hafi nú
um eins árs skeið sýnt at-
vinnurekendum og rikis-
stjórn ótrúlegt lang-
lundargeð og gefið þeim
fyllstu tækifæri til að
koma I framkvæmt ráð-
stöfunum i þá átt að mæta
áföllum þjóðarheildar-
innar, en nú hafi sannast
aö timinn hefur ekki verið
notaður til slikrar stefnu-
mótunar, heldur til þess
að ráðast á garðinn þar
sem hann er lægstur og
vega æ ofan i æ i sama
knérunn og nota áföll
þjóðarbúsins sem tylli-
ástæðu til að skerða al-
menn lifskjör stórum
freklegar en efni og
ástæöur hafa gefið tilefni
til.
Þá er bent á, að visitala
framfærslukostnaðar hafi
1. febrúar verið i 372 stig-
um á móti 296 stigum 1.
ágúst sl., og nú sé vitað
um miklar hækkanir
vikvæmustu neysluvara,
svosem á búvörum og
stórfelldar hækkanir
verði næstu daga og vikur
vegna gengisfellingarinn-
ar. Segir, að vegna þessa
muni framfærslu-
kostnaður heimilanna
hækka um 10-11% á næstu
tveimur mánuðum verði
ekkert að gert.
Ekki oll
kurl kom-
in til
grafar
i rækju-
Sjávarútvegsráð-
herra lagði til við sak-
sóknara rikisins að
leyfa dómssátt i land-
helgismálinu gegn
Amunda Grétari Jóns-
syni, skipstjóra á
Nökkva HU 15, vegna
rækjuveiða án heimild-
ar
Saksóknari riksins
heimilaði dómssátt, og
var hún gerð I dómþingi
Sakadóms Húnavatns
sýslu, sem háð var á
laugardaginn i dómssal
bæjarfógetaembættis-
ins I Hafnarfirði.
Skipstjóri Nökkva HU
15 játaði sekt sina og
var sæst á, að hann
greiddi kr. 200 þúsund I
Landhelgissjóð, og mál-
inu þannig lokið. Dóm-
inn skipuðu Sigurður
Hallur Stefánsson, setu-
dómari, og tveir með-
dómendur.
Þrátt fyrir framan-
greind málalok i land-
helgismálinu, er ennþá
óútkljáð mál rækju
vinnslunar Særúnar hf.,
sem höfðað var fyrir
bæjarþingi Reykjavik-
ur, sem og hugsanlegar
skaðabótakröfur rækju-
verksmiðjunnar gegn
rikissjóði.
Rækjubáturinn
Nökkvi HU 15 mun hafa
farið til veiða i gær-
morgun, en hann hefur
heimild til að veiða allt
að 30 tonnum af rækju,
sem landað verður og
unnin á Blönduósi.
LOÐNU
SKÝRSLA
Sjá bls. 2-3
Duflin flutu fram hjá
borði utanríkisráðherra
„Það eru engin bein
ákvæði i varnarsátt-
málanum milli Islands og
Bandarikjanna, sem taka
til um það, að dufl og aðr-
ir ókennilegir hlutir eigi
að afhendast Varnarlið-
inu i Keflavik, en hins-
vegar eru i sáttmálanum
ákvæði um samvinnu,
sem látin er ná yfir
þetta”, sagði Einar
Ágústsson, utanrikisráð-
herra, i viðtali við Al-
þýðublaðið i gær.
„Það hefur ekki skeð i
minni ráðherratið fyrr en
nú, að ég fjallaði um mál
sem þetta”, sagði utan-
rikisráðherra ennfrem-
ur.” „Þegar Landhlegis-
gæslan afhenti Varnarlið-
inu dufl árið 1972, var það
gert án þess að hafa sam-
band eða samráð við
ráðuneytið. Það mál fór
algerlega fram hjá minu
borði, enda hefur engin
skýrsla borist um það.
Nú hef ég hinsvegar gert
ráðstafanir til þess að fá
skýrslu frá Varnarliðinu
og hef ennfremur fulltrúa
minn, Hannes Guð-
mundsson, viðstaddan
þær athuganir sem farið
geta fram hér og frá hon-
um mun ég fá skýrslu
sem notuð verður til við-
miðunar,” sagði utan-
rikisráðherra.
Fljótandi furðuhlutir
hafa undanfarið valdið
miklum umræðum hér-
lendis, eftir að uppvist
varð, að margir þeirra
innihalda hlustunartæki
og jafnvel annan njósna-
búnað. Umræður þessar
hófust, þegar stórt og
mikið hlustunardufl rak á
fjörur i Austur Landeyj-
um á svipuðum tima og
annað álika rak upp á
Stokksnesi. Fjölmiðlar
hafa allmikið fjallað um
þennan reka og hafa verið
rifjuð upp önnur svipuð
atvik frá liðnum árum.
Komið hefur i ljós að
fundur slikra tækja er
ekki óalgengur hérlendis
og að i flestum tilvikum
hefur Landhelgisgæslan
sótt furðuhluti þessa og
siðan afhent þá Varnar-
liðinu i Keflavik til nánari
athugunar. Þetta hefur
gæslan jafnvel gert
án þess að hafa samráð
við rétt yfirvöld islensk,
sem i slikum tilvikum er
utanrikisráðuneytið.
Fundir þessara furðu
hluta hafa að mestu legið
i þagnargildi þar til nú og
islensk yfirvöld hafa ekki
farið fram á skýrslu
Vamarliðsins um gerð og
eðli þeirra.
Alþýðublaðiö hafði enn-
fremur samband við
Gunnar ólafsson, hjá
Landhelgisgæslunni, og
fékk hjá honum þær upp-
lýsingar að gæslan sjálf
gæti engar athuganir
framkvæmt á fljótandi
furðuhlutum, utan rann-
sókna á þvi hvort um ein-
hverskonar sprengju eða
sprengjugildru væri að
ræða. Hann sagði Land-
helgisgæsluna hafa yfir
að ráða tveim vel
þjálfúðum sprengjusér-
fræðingum, en alls hefðu
fjórir menn farið á henn-
ar vegum erlendis, til
þess að kynna sér hinar
ýmsu gerðir sprengi-
hluta. Hvað áhrærir
hlustunartæki og annan
njósnabúnað, taldi
hann gæsluna ekki hafa
sérfræðinga til að fram-
kvæma raunhæfar at-
huganir, enda væri erfitt
um vik með menntun og
þjálfun slikra manna.
Gunnar taldi enda auð-
velt að fá skýrslur og
skýringar hjá Varnarlið-
inu og væri það mest
hugsunarleysi og sof-
andahætti islenskra
stjórnvalda að kenna, að
þær eru ekki fyrir hendi.
Hann kvað menn frá
Landhelgisgæslunni vera
viðstadda rannsókn á
duflinu frá Austur-Land-
eyjum og myndu þeir at-
huga skýrslu Varnarliðs-
ins, þegar þar að kemur.
Uppsagnir hjá
bílaumboðunum
Farið er að segja upp
starfsfólki hjá nokkrum
af stærstu bifreiðaum-
boðunum vegna hins
mikla samdráttar i bif-
reiöasölu, sem orðið hef-
ur, og fengu þannig nú
starfsmenn Veltis h/f.
Volvoumboðsins, upp-
sagnarbréf á föstudaginn.
Þá hefur verið ákveðið að
segja upp fólki hjá Agli
Vilhjálmssyni h/f og
bifreiðadeild Sambands-
ins, samkvæmt upplýs-
ingum, sem Alþýðublaðið
aflaði sér I gær.
„Þetta var ekki
skemmtilegt verk, en það
varð að gerast, og við
ráðum allt þetta fólk aft-
ur um leið og ástandið
batnar”, sagði Asgeir
Gunnarsson, forstjóri
Veltis, þegar Alþýðublað-
ið hafði tal af honum i
gær. Þessir niu starfs
menn, sem sagt var upp,
starfa á verkstæðinu, á
skrifstofunni og i sölu-
deildinni. A verkstæðinu
var eingöngu sagt upp
ófaglærðu fólki, en i sölu-
deildinni var öllum sagt
upp nema sölustjóranum
og einum, sem sér um
sölu á vörubilum.
„Það er greinilegur
samdráttur á verkstæð-
inu, sérstaklega á rétt-
ingaverkstæðinu”, sagði
Asgeir ennfremur, „þar
sést varla bill. Til þessa
hafa verið unnir tveir
eftirvinnutimar á hverj-
um degi á verkstæðinu,
en nú fer það eingöngu
eftir verkefnum, þegar
þau eru ekki fyrir hendi
er hætt klukkan fjögur.
Mér sýnist einkennin á
þessu vera svipuð og i
samdrættinum 1967—„68,
en þá jókst varahlutasal-
an en verkstæöisvinnan
datt niður, nema hvað
menn komu kannski
meira en áður með bila
sina i eftirlit, og á þann
þátt ætlum við einmitt að
leggja áherslu núna’,
sagði Asgeir Gunnarsson
að lokum.
„Það er ekki endanlega
ákveðið hvað mörgum
verður sagt upp hér, en
við verðum að fækka tals-
vert”, sagði Matthias
Guðmundsson hjá Agli
Vilhjálmssyni. „Það seg-
ir sig sjálft, að þegar sal-
an er i lágmarki verður
róðurinn þungur með eins
margt starfsfólk og hér
er, en við fyrirtækið
starfa um 90 manns, þar
af 60 iðnaðarmenn
Dularfulli
Kanadamaðurinn
„Dularfulli Kanada-
maðurinn”, sem raunar
var af islenskum ættum
hefur lifað viðburðarikari
ævi en nokkur annar Is-
lendingur, og eru þess þó
mýmörg dæmi, hvað Is-
lendingurinn — hvort sem
hann fæðist heima á
Fróni eða i Vesturheimi
— fer viða og ratar I
margt.
1 dag byrjar Alþýðu-
blaðið birtingu sögu „dul-
arfulla Kanadamanns-
ins”, Sir William
Stephensons.
I heimsstyrjöldinni
1914-18 varð hann einn
slyngasti og þekktasti
orrustufl ugm a ður
Kanadahers.
Eftir styrjöldina varð
hann á fáum árum einn
umsvifamesti kaupsýslu-
maður Bretlands og rak
viðskipti um allan heim.
Hann fann upp að-
ferðina, sem gerði kleift
að senda myndir þráð-
laust óraleiðir.
Fyrir siðari heims-
styrjöld aflaði hann Win-
ston Churchill upplýsinga
um gifurlegan viðbúnað
Þjóðverja.
Þegar Churchill var
orðinn forsætisráðherra
Breta, fól hann Stephen-
son ýmis mikilvæg og
hættuleg verkefni.
Sfðan tók Stephenson að
sér stjórn allra njósna og
leyniaðgerða Breta i
Vesturheimi
Fylgist • með sögu
þessa makalausa manns
frá byrjun.
OPNA