Alþýðublaðið - 04.03.1975, Blaðsíða 12
alþýðu
I n ™
Maslns liF
PLASTPQKAVERKSMIOJA
Símar 82639-82655
Vetnagör&um 6
Box 4064 — Reyltjavík
KÓPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
SENDIBIL ASTÖÐIN Hf
Rætt við fulltrúa á k ‘ ■ ■■ .,':••• % l ■ ■•'• , o jaramál ar áðstefnuASÍ:
Samstaðai n 1 fy ri r öll u
I gær var haldin á Hótel Loftleiðum kjaramálaráð-
stefna Alþýðusambands Islands. Blaðamaður og Ijós-
myndari Alþýðublaðsins fóru þangað og ræddu við
ráðstefnufulltrúa i hléum/ en ráðstefnan var lokuð,
svo ekki var um það að ræða að fylgjast með
umræðum.
Þau, sem Alþýðublaðið hafði tal af, lögðu meginá-
herslu á samstöðu allra aðildarfélaga ASi í þeirri
baráttu, sem framundan er og drógu enga dul á það,
aðsú barátta verður hörð, og háðaf fuilri hörku þar til
takmarkinu er náð.
Á fundinum gerði níu manna samninganefnd ASi
grein fyrir samningaviðræðum við atvinnurekendur
og viðræðum við rikisstjórnina. Þá gerði hagfræðing-
ur ASi grein fyrir þróun verðlags- og kaupgjaldsmála
frá síðustu ráðstefnu, sem haldin var um mánaða-
mótin nóvember—desember. Ennfremur voru lögð
f ram drög að á lyktun. Búist var við að umræður um á-
lyktunina stæðu fram á nótt, en áformað var að Ijúka
„á einum degi".
Þórunn Valdimarsdóttir, for-
maður Verkakvennafélagsins
Framsóknar, Reykjavik.
„Atvinna verkakvenna er i
meðallagi, en samdráttur i at-
vinnu kemur fyrst niður á þeim,
þó hefur það batnað við að fá
tekjutryggingu. Atvinnurekend-
ur gera það siður að láta togar-
ana sigla fyrir vikið. Auk þess
er það tvimælalaust hagur að
við vinnum, sem mest af afla
okkar innanlands og ætti að
vera skýlaus krafa.
bað er engan veginn æskilegt
að fólk leggi nótt við dag til að
lifa, en það er staðreynd að eng-
inn lifir af dagvinnunni einni
saman. Þar þarf að koma til
stórfelld yfirvinna og þau tilboð,
sem lögð hafa verið fram eru
þess eðlis að það segir sig sjálft
að tekjur storlækka. Þau gera
til dæmis ekki ráð fyrir neinum
bótum á eftirvinnu, heldur eru
eingöngu miðuð við dagvinnu.
Þá þarf að leggja hér mikla
áherslu á að marka linu i
skattamálum og húsnæðismál-
um. í skattamálum þarf að gera
stórt átak til að fólk geti borið
þær byrðar með mikið lækkandi
tekjum 1975 miðað við 1974. 1
húsnæðismálum verður að huga
að þeim, sem hafa baslað við að
koma sér upp þaki yfir höfuðið
og þola ekki neina rýrnun tekna
til að geta staðið i skilum, hvað
þá þeir, sem verða að leigja og
borga oft á tiðum ókurhúsa-
leigu.
En framast öllu er að verka-
lýðshreyfingin standi saman
sem einn maður i þeirri baráttu,
sem nú er háð og framundan
er.”
Jón Helgason, formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar,
Akureyri.
,,Mér list svo á, að kjör alls
þorra verkafólks hafi verið
skerj svo að ekki verði lengur
við þolað. Verkalýðshreyfingin i
heild verður að þjappa sér sam-
an um að knýja á með úrbætur.
Þó verðum við að gera okkur
ljóst að staðan er þannig, að eigi
þær að verða varanlegar, þarf
að koma til breytt tekjuskipting
i þjóðfélaginu. Slikt gerist ekki
öðruvisi en með tilfærslu frá
þeim betur settu og til þeirra,
sem lægra eru launaðir.
Ég tel að ekkert gerist raun-
hæft nema verkfallsvopninu sé
sveiflað. Ég taldi i haust rétt að
fara með gát, en rikisstjórnin
hefur fjarri þvi staðið við þau
fyrirheit sem þá voru gefin.
Verkalýðshreyfingin getur ekki
þolað sifellda skerðingu lág-
launanna, meðan litið sem ekk-
ert er tekið af þeim sem hærra
eru settir.
Það má vera að rikisstjórnin
hafi talið verkalýðshreyfinguna
veikari vegna þess að ekki náð-
istheildarsamstaða um að veita
ASÍ samningaumboð fyrir fé-
lögin, en ég held að þeir sem
voru tviátta og vildu ekki gefa
ASÍ samningaumboð hafi áttað
sig á ljósi þess sem fram hefur
komið og muni endurskoða af-
stöðu sina og verða með á end-
anum þvi annað þýðir ekki. Það
þarf órofa heild til að ná ár-
angri.”
Pétur Sigurðsson, formaður
Alþýðusambands Vestfjarða.
,,Mér virðist að þeir, sem
sækja þennan fund, séu sam-
mála um að standa saman að
þvi að ná upp kjaraskerðing-
unni. Það verður ekki auðveld
barátta. Það er útilok,eð að liða
það að verkafólk fái ekki bætt
kjör, þegar hið opinbera gengur
á undan með að hækka i verði
allar sinar þjónustugreinar.
Menn vita reyndar að staða
útgerðarinnar er slæm, en þeir
vita lika, að rikisstjórnin er með
leyniplagg upp á vasann sem
fjallar um að skattleggja út-
flutninginn til að bæta þar um
og fiskverðið var við það miðað.
Þar verður reynt að hafa af sjó-
mönnum eins og hægt er.
Það er álit sérfróðra hér, að
tekjur verkafólks séu að megin-
hluta fyrir yfirvinnu. Það er álit
mitt I ljósi þess, að með þvi að
skerða fyrirgreiðslur bankanna,
þá muni sá samdráttur, sem af
þvi leiðir höggva verulega i
rauntekjur fólks.
Nú er ástandið þannig, að is-
lenskur verkamaður með átta
stunda vinnudag er verr settur,
en atvinnulaus maður i Dan-
mörku, sem hefur ekkert til að
lifa af þar annað en atvinnu-
leysisbætur. Og þá komum við
að einu atriði, sem verkalýðs-
hreyfingin verður að knýja á
um. Það er að rikisstjórnin
hugsi um hag þeirra, sem verða
að lifa af bótum almannatrygg-
inga. Það er enginn, sem hefur
áhuga á að hjálpa þeim, annar
en verkalýðshreyfingin.
Aðalatriðið i þessari baráttu
er samstaða allra félaga innan
ASl um allar aðgerðir.
Skúli Þórðarson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Akraness.
„Staðan i samningamálunum
er ákaflega þröng og erfið, en
hér virðist vera rikjandi einhug-
ur og er það vel, þvi i þeirri bar-
áttu, sem nú er staðið i er sam-
staðan fyrir öllu.
Það verður væntanlega fram-
hald þessa fundar að aflað verði
heimildar til boðunar verkfalla
hjá félögunum. Hvort það eitt
nægir kemur i ljós, en þau til-
boð, sem fyrir liggja ganga allt
of stutt. Láglaunauppbótin, sem
boðin er svarar til 5% af tekjum
verkamanns. Skattalagfæring-
arnar, ef lagfæringar skyldi
kalla, eru þess eðlis, að sé sölu-
skattsaukningin, sem samþykkt
var nýverið lögð á móti, þá
hagnast rikið um 100 milljónir á
breytingum sinum. Verkalýðs-
hreyfingin telur að söluskatts-
hækkunin hafi verið algerlega
óþörf, þvi benda má á að með
þessu móti stendur Viðlagasjóð-
ur með töluverðar eignir um
áramót, sem hann hefur um-
fram það, sem til greiðslu kem-
ur.”
Séð yfir ráðstefnusalinn. í ræðustóli er Jón Sigurðsson, formaður
Sjómannasambands tslands.
FIMM á förnum vegi
Ertu farin(n) að finna fyrir gengisfellingunni?
Unnur Sigurðardóttir, ritari:
„Nei, ekki ennþá, en ég á von á
að svo verði.”
Þorbjörg Árnadóttir, er til að-
stoðar i Alþýðubrauðgerðinni:
„Nei, ekki ennþá. Ég hef orðið
vör við hækkanir, en þær hafa
ekki snert mig og mina.”
Erna Bragadóttir, húsmóðir:
„Auðvitað verður maður var við
þetta. Það er helst i matarinn-
kaupunum enn sem komið er.”
Karl Jónatansson, hljómlistar-
kennari: ,,Jú, vist verður mað-
ur var við hækkanir. Helst eru
þær íhækkun vöru. Minna á öðr-
um sviðum.”
Gunnar Lárusson, starfsmaður
Hampiðjunnar: „Það hljóta
flestir að kannast við það, sem
af sliku leiðir, þótt það sé ekki
ennþá komið á það stig, að þess
gæti verulega i launum manns,
en það hefur fljótt áhrif á kaup-
getuna.”
w