Alþýðublaðið - 04.03.1975, Blaðsíða 6
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður
af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið
i[
f
í<4
H. Montgomery Hyde
í þýðingu Hersteins Pálssonar
DULARFULLI 1
KANADAMAÐURINN
Bókin //Dularfulli Kanadamaðurinn" er bók um sönn ævintýri
mannsaf íslenskum ættum. Þessi bók birtist nú sem framhalds-
saga í Alþýðublaðinu með góðfúslegu leyfi ISAFOLDAR, sem
gaf bókina ut fyrir mörgum árum.
Sagan mun birtast hér í opnunni næstu vikur. Þýðingin er gerð
af Hersteini Pálssyni, sem hefur veitt góðfúslegt leyfi til birt-
ingarinnar.
DULARFULLI KANADAMAÐURINN
er réttnefni á Vestur-íslendingnum
sir William Stephenson, sem þessi
bók fjallar um. Allt það óhemjustarf,
sem hann leysti af hendi fyrir Breta
og bandamenn þeirra á stríðsárunum
1939—45, hefir verið hulið leyndar-
hjúpi, unz bók þessi segir loks sög-
una af afrekum hans, en auk þess
hefir sir William alla tíð verið manna
frábitnastur hvers konar hávaða og
auglýsingaglamri um nafn sitt og
frama, hvort sem hefir verið í op-
inberum störfum, einkalífi eða við-
skiptum.
William Samuel Stephenson, sem
er af íslendingum kominn í móður-
ætt, fæddist i litlu landnámi Skota
og íslendinga vestur á sléttum Ka-
nada, og er fátt vitað um foreldra
hans. Þó var það á margra vitorði,
að oft var þröngt í búi á heimili
foreldra hans, en uppeldi sitt hlaut
William að mestu hjá íslenzkum
hjónum, sem voru grannar foreldra
hans. Eins og allt var í pottinn búið,
gat ekki orðið um langa skólagöngu
að ræða hjá William, enda batt styrj-
öldin 1914—18 endi á fyrirætlanir
svo margra ungra manna um þær
mundir, og hann gerðist þegar í upp-
hafi sjálfboðaliði í her Kanada.
Var hann fyrst í fótgönguliðinu,
en gerðist síðan orustuflugmaður og
hófst þá frægðarferill hans, því að
hann varð þá í skjótri svipan einn
frægasti flugmaður Kanadamanna,
og skaut m. a. niður von Richthofen,
bróður frægasta flugmanns Þjóð-
verja. Eftir stríðið áttaði hann sig
á þeim miklu möguleikum, sem tengd-
ir voru útvarpsstarfsemi og varð
fljótlega einn mesti framleiðandi út-
varpsviðtækja í Bretlandi. Einnig
fann hann upp ýmsar nýjungar á
þvi sviði, sem hér verða ekki raktar.
En þetta varð upphaf þess, að hann
varð fjármálamaður og iðjuhöldur á
heimsmælikvarða, svo sem greinilega
er 1. st í bókinni.
Það voru þessi alþjóðlegu sambönd
hans, sem urðu til þess, að hann varð
ómetanlegur samstarfsmaður Churc-
hills og annarra foringja banda-
manna í stríðinu, og átti ríkan þátt
í þeim úrslitum, sem nú eru þáttur
í veraldarsögunni. En hér skal þetta
ekki rakið nánar, því að þessi bók
segir að sjálfsögðu þessa sögu betur
en stutt ágrip af þessu tagi.
—0—
Ekki leikur á tveim tungum, að
þessi bók er miklum mun eftirsókn-
arverðari í augum Islendinga af þeim
sökum, að hún snýst um mann af ís-
lenzkum ættum, sem komizt hefir til
mikilla metorða með öðrum þjóðum
á örlagatímum. Vafalaust hafa ís-
lenzkir eðlisþættir hans átt sinn þátt
í því, hversu mikils trausts hann
naut -—- og hve mikið hann verðskuld-
aði.
Hugkvæmnin í vanda og seiglan í
þrengingum hafa ekki síður verið
gjöf úr ættlegg móðurinnar en föð-
urins, og hvort tveggja er ríkt í
eðli Stephensons. Og hér er sjálfsagt
að bæta við frásögn af einum eigin-
leika, sem ríkari virðist í fari Islend-
inga en flestra annarra þjóða. Hann
hefir nefnilega ósvikna ófreskigáfu,
eins og fram kemur í bréfi, sem
Valdimar Líndal dómari, einn helzti
oddviti íslenzka þjóðarbrotsins í
Vesturheimi, hefir skrifað til útgef-
anda þessarar bókar.
Atvik voru þau, að Stephensen sat
einu sinni inni í stofu á heimili fóst-
urforeldra sinna og sneri baki að
glugga. Sagði hann þá allt í einu,
án þess að nokkur hefði orðið var
mannaferða, að maður væri að læðast
jti í garðinum og gægjast inn um
gluggann. Jafnframt sagði hann öll-
jm að bæra ekki á sér, fór út um
bakdyr hússins og kom hinum óboðna
gesti í opna skjöldu.
Hver veit nema þessi dulargáfa
íslendingsins í sir William hafi verið
l’.onum hjálpleg við lausn ýmissa
þeirra vandamála, sem hann varð að
glíma við á lífsleiðinni og sagt er
frá í þessari bók?
Hvað sem um það er, þá er víst,
að enginn les þessa bók án þess að
fyllast aðdáun á margvíslegum hæfi-
leikum þessa óvenjulega manns.
FORMALI
Saga síðari heimsstyrjaldarinnar verður naumast nokkru sinni 8kráð til hlítar, þótt
slíkt ritverk gæti vafalaust verið mjög fróðlegt og lærdómsríkt á köflum. En frá stríðs-
lokum, og einkuiu liin síðari árin, hefur komið út fjöldi ágætra bóka um einstaka þætti
þessa mikla hildarleiks, og má til dæmis minna á „Orustuna um Atlantsliafið eftir
Donald Mclntyre, sem ísafoldarprentsmiðja gaf út 1961 og var mikið lesin hér og víðar.
Nú kemur fyrir sjónir íslenzkra lesenda önnur styrjaldarbók, mjög frábrugðin liinni
fyrri, sem vafalaust mun verða lesin af enn meiri áhuga en flestar aðrar, því að sögu-
hetjan, sir Willianx Stephenson, er af íslenzku bergi brotinn.
Um eitt skeið voru helzt horfur á, að nazistar og bandamenn þeirra yrðu sigun
sælir í styrjöldinni. Bretar virtust í rauninni búnir að tapa, og margir töldu baráttu
þeirra vonlausa. En þótt óvænlega horfði — svo að ekki sé dýpra tekið í árinni —
hvarflaði aldrei að leiðtogum þeirra að gefast upp, og meðal þess, sem lögð var á mest
álierzla, þegar verst horfði, var að tryggja aðstoð Bandaríkjanna í vaxandi rnæli. Eitt
af verkefnmn sir Williams var að afla þessarar liðveizlu, og árangurinn af því starfi
hans var stórkostlegur sigur fyrir Breta — ratmar sjálfur lykillinn að endanlegum sigri
á öllum vígstöðvum.
——o-----
I þessari bók er farið heldur fáum orðum um uppruna og æskuár sir Williams,
eins og lesendur munu sjá við lestur hennar. Sem betur fer eru þó fyrir hendi öllu
meiri heimildir um hann, en þarna er að finna, og þá einkum um fyrri hluta ævi hans,
áður en hann gerðist stríðsmaður af því tagi, sem bókin greinir fyrst og fremst frá.
Bezta heimildin er grein eftir W. J. Líndal dómara, hinn ágæta oddvita Vestur-íslend-
inga, í tímaritinu „The Icelandic-Canadian“, ársfjórðungsriti Íslenzk-kanadíska félags-
ins í Winnipeg.
Þar segir fyrst frá tilkynningu frá Alan Harvey í London, sem birt var í kanadísk-
um blöðum á sl. hansti, og var að nokkru leyti svohljóðandi: „Hulunni hefur nú loks
verið svipt af ævintýralegum ferli sir Williams Stepliensons í leyniþjónustunni eftir 17
ára þögn. í bók, sem nefnist The Quiet Canadian, segir samstarfsmaður hans á stríðs-
árunum stórfenglega sögu af afrekum leyniþjónustunnar, sem Stephenson stjórnaði i
skrifstofu i skýjakljúfi í Rockefeller Centre í New York.“
Þá segir ennfremur í greininni, að uppistaða bókarinnar liafi verið til fyrir nær
niu árum, 1954, en þá hafi ekki enn fengizt heimild til að gefa hana út, og gefur það
nokkra hugmynd um, hversu vandlega hefur átt að gæta ýmissa leyndarmála í sambandi
við ævintýraleg afrek Stephensons á stríðsárimum. En nú er þó svo langt frá þessu
liðið, að óhætt hefur verið að leysa bókina „úr banni“, ef svo má að orði komast, en
við lestur hennar verður ljóst, að ærin ástæða hefur verið til að halda ýmsu því, sem
þar er greint frá, leyndu sem allra lengst. En ekki skal farið lengra út í þá sálma hér,
enda miinu lesendur fljótlega átta sig á þessu, þegar þeir sökkva sér niður í lesturinn.
í grein Líndals dómara segir, að William Samuel Clouston Stephenson hafi fæðzt
í Point Douglas í Winnipeg 23. janúar 1897. Faðir lxans, William Hunter Stanger, var
af írskum ættiun, en móðir hans, sem hét Guðfinna, var af íslenzku bergi brotin. Áttu
þau hjón þrjú börn, tvær dætur auk Williams, sem var þeirra yngstur. Var sonurinn
aðeins ársgamall, þcgar faðir hans féll frá, og móðir lians andaðist skömmu síðar, en
William fór þá í fóstur til Islendinga, Stephensons-hjónanna, sexn bjuggu í grenndinni.
Ólst hann upp lijá þeim, og þau ættleiddu liann. Á lieimilinu voru fjögur börn fyrir,
og eru tvö þeirra enn á lífi, Jenny Hodkins, og Guðmundur, sem kallaður er Mundi
og starfar að iðn sinni, pipulögnum, í Winnipeg.
Ekki fara miklar sögur af æsku og uppvexti Williams, en liann og Mundi voru
mjög samrýmdir, og héldu saman í öllu eftir því sem við varð komið. Þá var ekki
mikill kostur ó námi þar vestra, en William var settur í Argylle-skólann, sem talinn var
tnjög góður skóli ó þeirra tínia mælikvarða, og þar nam liann undirstöðu stærðfræði og
annarra fræða, sem gerðu honum síðar klcift að ná mjög langt á tæknilcgu sviði, eins
og greinilega er lýst í bókinni.
William Stephenson hætti námi aðeins sextán ára gamall og gerðist þá starfsmaður
járnbrautarfélags, en jafnskjótt og fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, gerðist hann sjálf-
boðaliði og gat sér liið bezta orð í striðinu í Frakklandi. Skal ekki fjölyrt frekar um
afrek lians þar eða síðari feril, því að engu verður við það bætt, sem bókin hefur nm
þetta efni að segja.
Atómöld virðist ætla að verða lítið gefin fyrir hetjur og hetjudýrkun, cnda hefur
hvort tveggja víða reynzt harla gott dæmi um fallvaltleika alls þess, sem manninn
snertir og bjástur lians á jörðinni. Dæmi þess, hvernig hetjur og goð hafa verið felld
liarkalega af stalli, eru líka svo mörg, að óþarfi er að geta þeirra. En það verður fljótt
ljóst við lestur þessarar bókar, að sir William Steplienson er lietja i augum höfundarins,
scm er ekki í neinum vafa um, að styrjöldin hefði að líkindum farið mjög á annan veg,
0
Þriðjudagur 4. marz 1975