Alþýðublaðið - 15.03.1975, Side 1

Alþýðublaðið - 15.03.1975, Side 1
(H)RÓS I HNAPPA- GATIÐ ---- BAK ISLENSK OG ERLEND FYRIRTÆKI í HARÐRI SAMKEPPNI UM VERK- EFNI FYRIR VERKA- MANNABLJSTAÐINA alþýöu LAUGARDAGUR 15. mars 1975 — 63. tbl. 56. árg. I gær voru opnuð tilboð i innréttingar i 1. áfanga Verkamannabústaðanna i Seljahverfi i Breiðholti, samtals 380 ibúðir i fjöl- býlishúsum. „Eg er mjög ánægður með þessi tilboð”, sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson, stjórnarformaður bygg- ingarfélagsins, ,,og tel, að við eigum þess kost að velja vandaða fram- leiðslu á hagstæðu verði, kaupendum til góðs.” Ot hafði verið boðin smiði innréttinga og skápa þar með talið i eld- hús, allar hurðir, bæði úti og innihurðir, stigahand- rið, teppi og dúka i þessar 380 ibúðir, Eyjólfur kvaðst vænta þess, að fyrstu ibúðirnar gætu orðið tilbúnar i haust. ,,Ég er ekki hvað sist á- ánægður yfir þvi, að is- lensku fyrirtækin, sem gerðu tilboð, standast vel samkeppnina við erlend fyrirtæki, sem einnig komu tilboð frá, meðal annars frá Noregi”, sagöi Eyjólfur. Hann sagði, að tilboð i þessi verk hefðu borist frá nær öllum helstu fyrirtækjum á þeim sviðum, sem út- boðið tók til, bæði hér i Reykjavik og nágrenni, Akureyri, Selfossi, Hveragerði og Vik i Mýr- dal. „Við erum ekki búnir að reikna tilboðin út end- anlega og er þvi ekki hægt aö nefna neinar tölur, en óhætt er að segja, að samkeppnin er hörð, og ekki neinn krepputón að heyra i tilboðsgjöfum”, sagði Eyjólfur að lokum. FELAGSMALA- RÁÐHERRA VILL HÆKKA LÁN TIL KAUPA Á ELDRI ÍBÚÐUNUM „Það er og hefur ver- ið til umræðu i ráðu- neytinu, að hækka framlag það sem veitt hefur verið til lána vegna kaupa á eldri ibúöum. Þetta hefur meðal annars verið rætt ýtarlega við Húsnæðis- málastjórn og stefnt er aö þvi að hækka heild- arupphæðina, sem veitt er til slikra lána all verulega.” sagði Gunn- ar Thoroddsen, félags- málaráðherra, i viðtali við Alþýðublaðið i gær. „Heimild sú sem nú er i gildi”, sagði ráð- herra ennfremur, „hljóðar upp á 80 millj- ónir króna hámarks- framlag, sem er of litið. Eg geri ráð fyrir þvi að það verði hækkað og að lánin til kaupa á ein- stökum ibúðum, hækki þá einnig. Hvort þau nálgast það að nema sömu upphæð og lán til kaupa á nýjum ibúðum, get ég ekki sagt um að svo stöddu.” „0 jamm. Þetta hefst allt með þolinmæðinni. Það er heldur ekki eins og skipiö komist eitt eða annað. Ekki á meðan tryggilrga er gengið frá landfestum”. Ljósmyndari Alþýðublaðsins, Hallur. Bergsprungur ganga á misvíxl „Jarðskjálftarnir úti fyrir Eyjafirði virðast mikið fremur stafa frá þvi að brúnir bergs- A íslandi er meðalfjöldi dauðaslysa I umferðinni, miðað við 100.000.000 ekna kilómetra, lægstur af 13 löndum, sem tekin eru til samanburðar i yfirliti International Road Federation, sem birt er i nýút- komnu ársriti Umferðarráðs, „Umferö ’74”. Á ís- landi er meðalfjöldi dauöaslysa 3,2, miðað við, að fjöldinn er 3.3 i Bandarikjunum, en 19 i Júgóslaviu og 71 I Sambiu, þar sem tiönin er mest, miðaö við fyrrgreindar aðstæður. Næst i röðinni, á eftir Islandi og Bandarikjunum, koma England með 3,8 slys, þá Kanada með 4,2, Nýja Sjáland með 4,4. Noregur meö 5, Danmörk með 5, Astralía með 5.8, Finnland meö 6, Holland með 7, Þýskaland með 7, og mestur fjöldi umferðar- slysa á ári, miðað við 100.000.000 ekna kilómetra, er I Júgóslaviu og Sambiu, eins og fyrr segir. sprungna, sem eru þar fyrir utan, séu að ganga á misvixl, heldur en þær séu að vikka. Þetta er mikið jarðskjálftasvæði, þaö næstmesta á landinu, og skjálftar þar mikið tið- ari en fólk verður vart við. Stærsti skjálftinn að þessu sinni, var um fimm stig, en flestir voru af stærðargráðunni þrjútil fjögur. Ég tel að búast megi við áframhaldandi skjálftum þarna á næst- unni, en liklega verða það ekki skálftar semmenn finna mikið fyrir”, sagði Sveinbjörn Björnsson, jarðskjálftafræðingur, i viðtali við Alþýðublaðið i gær. „Stórir jarðskjálftar koma ekki reglulega hér- lendis”, sagði Sveinbjörn ennfremur, ,,en segja má að meðaltimalengd á milli þeirra sé um tiu ár. Siðasti stóri jarðskjálft- inn var i Borgarfirði i fyrravor, en hann náði um sex stigum. Annars geta jarðskjálftar haft undar- lega hluti i för með sér”, sagði Sveinbjörn að lok- um, „til dæmis geta skip, sem eru á siglingu á jarð- skjálftasvæði, fengiðá sig höggbylgju, sem er ná- kvæmlega eins og högg það sem skip fá þegar þau taka niðri. Veldur þetta stundum misskilningi.” FLUGLEIÐIR VILJA SELJA AIR BAHAMA „Það er ekkert leynd- armál, að við höfum staðið i samningaum- leitunum um sölu á AIR BAHAMA og höfum boðið Bahamamönnum sjálfum meirihluta i fyrirtækinu”, sagði Sig- urður Helgason hjá Flugleiðum á blaða- mannafundi i gær. „Bahama er nú orðið sjálftætt riki og við telj- um eðlilegt, að þróunin verði i þessa áttina”, sagði Sigurður enn- fremur. Aðspurður sagði Sig- uröur, að Flugleiðir væru tilbúnir til að láta allt félagið (Air Ba- hama) af hendi til inn- lendra aðila, en lét i ljós efasemdir um, að þeir treystu sér til að taka þennan rekstur alger- lega i sinar hendur. Þá kom fram, að sú hugmynd hefur verið til umræðu, að rekstri Air Bahama yrði breytt þannig, að það yrði þri- skipt eign með jöfnum eignarhluta Islendinga, Lúxembourgmanna og Bahamamanna. — V rið g etu im spara ð 41 DO mill jónir rr ieð still lingui ri á olíl ukötlunum Nemendur Vélskóla is- lands hafa framkvæmt könnun, sem bendir til þess að með árlegum stiilingum oliukyntra katla gætum við sparað um 400 milljónir króna „Upphaf þessa máls”, sagöi Ólafur Eiriksson tæknikennari við Vél- skóia Islands, við frétta- menn,” var að við kennslu I 3. stigi A i Vél- skólanum, bar á góma, að skemmtilegt væri að gera rannsóknir á hitanýtingu oliukyntra katla, með vettvangsathugunum. Tveir nemendur deildar- innar, sem búsettir voru á Akranesi, gripu við hug- myndinni og gerðu nokkr- ar athuganir, færðu þær upp i tæknilegt form og lögðu fram. Sú vinna var þannig af hendi leyst að hún hvatti eindregið til frekara framhalds. Alls voru athugaðir 56 katlar, hreinsaðir þar sem þess þurfti og siðan stilltir á nýjanleik. Fram kom, að meðaltalsnýtni katlanna hækkaði um 9- 10%, nákvæmlega 9,2%, en jjess ber þá að gæta, að við suma katlana var engu tauti komið. Ef við,” hélt ólafur áfram, „ger- um ráð fyrir, að oliu- eyösla Akurnesinga sé u.þ.b. 140 milljónir á ári, mætti þvi álita að árs- sparnaður á þessum eina stað væri 13-14 milljónir. Sé hinsvegar tekinn kostnaður á öllu landinu við húsakyndingar árið 1974 og miðað við núver- andi oliuverð (20,20 á lltra) yrði heildarsparn- aður kr. 376.1 milljón. Liklegt má þó telja, að nýtnina mætti auka meira, eða allt að 12-13%. Þá yrði heildarsparnaður um 450 milljónir árlega. Með þvi að athuganir okkar og skýrslugerðir eru unnar i eða jafnfr. daglegu starfi skólans, og nemendur ekki æfðir rannsóknarmenn, bárum við niðurstöðu okkar und- ir próf. Valdimar K. Jónsson, sem kennir vélaverkfræði við Há- skólann.” Próf. Valdimar tjáði sig um þessar rann- sóknir á eftirfarandi hátt: „Ég er i öllum meginat- riðum sammála fram- lögðum niðurstöðum rannsóknarmanna. Ég tel, að þær sýni, að full þörf er á, að standa öðru- vfsi að þessum málum en nú er gert. Hér er um gifur- legt hagsmunamál að ræöa. En ég vil undir- strika. að kunn^tumenn verða að framkvæma stillingarnar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.